Morgunblaðið - 28.02.1978, Side 23

Morgunblaðið - 28.02.1978, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 31 Inndjúpsáætlun: „Ekki staðið við gefin heit af hálfu fj árveitingavalds” ÞRlR Vestfjarðaþingmenn. Sigurlaug Bjarnadóttir (S). Steingrfmur Hermannsson (F) og Þorv. G. Kristjánsson (S). flytja eftirfarandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi álvktar. að rfkisstjórnin skuli shlutast til um aó bændur á svæði Inndjúpsáætlunar skuli næstu fimm ár eftir að starfstlma áætlunar lýkur halda þeirri lánafyrirgreiðslu til ræktunar. sem þeir hafa notið frá Stofnlánadeild landbúnaðarins og Byggðasjóði. Hið sama skal gilda um lánafyrirgreiðslu næstu þrjú ár til bygging- arframkvæmda á áætlunarsvæðinu. „I greinargerð segir m.a.: „Samkvæmt þingsályktun frá 1974 hófst það sama ár fram- kvæmd Inndjúpsáætlunar. er taka skyldi fimm ár: 1974—1978. og er það þannig nú á lokaári. Inndjúpsáætlun er fyrsta land- búnaðaráætlun sinnar tegundar hérlendis og má þvi skoðast sem eins konar tilraun á þessu sviði. Þótt fullyrða megi, að áætlun þessi hafi skipt sköpum fyrir þær sveitir, er hún nær til. og stöðvað frekari fólksfækkun við innan- vert Isafjarðardjúp, þá verður um leið að viðurkenna, að fram- kvæmd hennar hefur að ýmsu leyti verið áhótavant og ekki ver- ið staðið sem skyldi við gefin heit af hálfu fjárveitingavaldsins. Þannig var við upphaf áætlunar- innar gert ráð fyrir að veita bændum á áætlunarsvæðinu 25% staðaruppböt á afurðaverð. Þessi uppbót hefur orðið hæst 14.29%). en er nú komin niður í 7%. Sér- stök fjárveiting á fjárlögum skyldi standa undir þessum upp- bótagreiðslum. Nam hún á fyrsta áætlunarárinu 5 millj.kr.. en hef- ur siðan verið 7 millj. árlega. AIMnCI nema árið 1976. er hún féll niður i 6.6 millj. Segir sig sjálft. að sú upphæð hefur á undanförnum verðbólgutímum engan veginn gegnt hinu tilætlaða hlutverki. Sömuleiðis hefur komið i Ijós. að ýmsir kostnaðarliðir. svo sem flutningskostnaður byggingarefn- is og aðrir aðdrættir. voru van- áætlaðir i upphafi og jafnan hef- ur skort fé til að standa straum af nauðsynlegri framkvæmda- og yfirstjórn. Af þessum sökum hef- ur lagst meiri kostnaður á bænd- urna en ætlað var i upphafi. I tillögu þessari er þó ekki farið fram á að fá áfram þessa árlegu fjárveitingu á fjárlögum. Hins vegar er þess farið á leit. að bænd- ur á svæði Inndjúpsáætlunar njóti áfram á næstu árum þeirrar sérstöku lánafvrirgreiðslu. er þeim var tryggð samkv. áætlun- inni. þ.e. 10% viðbótarlán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins og 15% lán úr Byggðasjóði. Sérstak- lega þarf að huga hér að ræktun- arþætti áætlunarinnar. sem hefur orðið mjög útundan i framkvæmd hennar af ýmsum orsökum. m.a. þeirri. að ekki fengust skurðgröf- ur, er til þurfti. 'fyrr en á þriðja ári áætlunarinnarþ. Nú. á lokaár- inu, eru horfur á. að ekui verði ræktaður á timabilinu nema að- eins 1/5 hluti þess. sem til stóð. Þess vegna er í tillögunni gert ráð fyrir. að lánafyrirgreiðsla til ræktunar haldist enn um fimm n.k. ár, en þrjú til byggingarfram- kvæmda." Lúðvík Jósepsson: „Stórhættuleg þensla og yfirbygging í bankakerfinu” Lúðvík Jósepsson (Abl) mælti í gær fyrir frumvarpi tii laga um viðskiptabanka, sem er samhljóða stjórnarfrumvarpi, er flutt var um sama efni í tíð vinstri stjóarnarinnar, en náði þá ekki fram að ganga. Frumvarpið var þá samið í viðskiptaráðuneytinu, í samráði við Seðla- bankann, og í framhaldi af starfsemi stjórnskipaðrar bankamálanefnd- ar, er gerði úttekt á bankakerfinu, að sögn LJó. Nefndin benti m.a. á, á, sagði LJó, að rekstrarkostnaður bankakerfisins hér á landi væri 38 til 56% hærri en í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð ogyxi mun hraðar hér en þar. Sem dæmi um vöxt bankakerfis nefndi LJó að 1600 ársmenn hefðu starfað í bankakerfinu árið 1971. Árið 1975 hefði þessi tala verið komin i 2200 mannár. 1 dag bentu líkur til að starfsmannafjöldinn væri kominn í 2700 til 2800 heilsársmenn. smærri stöðum. Sjálfsagt væri að hafa visst samráð við starfsfólk bankanna um endurskipulagn- ingu í starfsmannahaldi en það ætti hins vegar ekki að hafa af- gerandi áhrif á, hvort ríkisbankar yrðu sameinaðir eða ekki. Sam- þykkt þessa frv. væri nauðsynleg m.a. til að koma i veg fyrir „óafsakanlegan kostnað, stór- hættulega þenslu og yfirbygg- ingu“ á þessu sviði þjóðlifsins. Draga verður úr hraða vaxtar í yfirbyggingu hagkerfis okkar, sagði LJó. Raunar þarf að nema staðar í útþenslunni. Þróunin í Útvegsbankanum undanfarið kallar og á þessa skipulagsbreyt- ingu, sagði hann. Þegar endurskipulagning bankakerfisins er komin’ heil í höfn þarf að taka fyrir: 1) vátryggingarkerfið, 2) margfalt olíudreifingarkerfi og 3) ört vax- andi lifeyrissjóðakerfi. Fyrsta skrefið þarf að vera í bankakerf- inu. Hin komi þar á eftir. LJó sagði rétt, eins og frv. gerði ráð fyrir, að fækka ríkisbönkum (með sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka) úr 3 viðskipta- bönkum i tvo. Siðar yrði að fækka hlutfélagabönkum úr 4 í einn eða hæsta lagi 2, þann veg að hér yrðu starfandi 3 til 4 viðskiptabankar í stað 7. Þessi fækkun þyrfi ekki að minnka þjónustu við landsmenn eða atvinnugreinar. Þvert á móti mætti með betra skipulagi auka þessa þjónustu, einkum i lands- hlutum, sem nú væru verulega afskiptir í bankaþjónustu. LJó sagði þrjú atriði hefja sig upp úr í frv.: 1) Fækkun við- skiptabanka, 2) samræmd banka- löggjöf komi í stað margra ósam- ræmdra laga, er nú giltu, 3),gert væri ráð fyrir formlegu samstarfi ríkisviðskiptabankanna til að tryggja eðlilega verkaskiptingu þeirra á milli og draga úr heildar- kostnaði. LJó sagði það hóflausa vitleysu að mörg bankaútibú væru t.d. á Þingfréttir í stuttu máli I þingönnum, þegar frv. um efnahagsráðstafanir var á dagskrá, stóðu þing- fundir oft fram á kvöld og raunar fram í morg- unsárið. Klukkan sú arna, sem hcr sést, sýnir að „kvölda tckur og sezt er sól“. Ungir gestir á þingpöllum. Engu skal hér um spáð. hvor þeirra tveggja, er tróna yfir tímamæli þingsins, er líklegra þingmannsefni. (Ljósm. Mbl.) arlausra aðgerða, til varnar viðkomandi æðarvarpi, þrátt fyrir ákv. 1. mgr. 27. gr„ án þess þö að erni verði eytt.“ I greinargerð segir m.a.: „Frumvarp þetta er flutt með sérstöku tiiliti til varp- landa í Breiðafjarðareyjum, sem undanfarin ár hafa átt í vök að verjast gegn óvenjulega miklum ágangi arnar, sem ógn- að hefur eðlilegum nytjum af æðarvarpi í eyjunum. Þrjár af Breiðafjarðareyjum eru nú í byggð: Flatey, Svefneyjar og Skáleyjar. Föst búseta hefur til skamms tíma verið í Hval- látrum, en fyrri ábúendur eru þar nú aðeins yfir sumartím- Skiptar skoðanir: Verður Hafnarfjörður sérstakt fræðsluumdæmi? •• Ný mál um œðarvarp, Orn í Skáleyjum og fiskeldi % Þingmenn og varaþingmenn Jóhann Ilafstein (S) og Jón Skaftason (F),eru mættir til þingstarfa á ný, eftir nokkra fjarveru í opinberum erinda- gjörðum, en varaþingmenn þeirra Geirþrúður H. Bernhöft (S) og Gunnar Finnsson (F) víkja af þingi. Nýr varaþing- maður, Guðrún Benediktsdótt- ir (F) hefur tekið sæti á Al- þingi í fjarveru Ólafs Jóhann- essonar dómsmálaráðherra. 0 Deildafundir Fundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær. í efri deild voru stjórnarfrumvörp að byggingar- og skipulagslögum afgreidd til neðri deildar. Stjórnarfrumvarp um Kenn- araháskóla tslands var afgreitt til þingnefndar og 2. umr. Stjórnarfrv. um geymslufé var afgreitt til 3. umr. Þingmanna- frumvarp um „bann við fjár- hagslegum stuðningi erlendra aðila við islenzka stjórnmála- flokka“ var enn tekið út af dagskrá. I neðri deild mælti Lúðvík Jósepsson (Abl) fyrir frum- varpi um viðskiptabanka, þ.á m. um sameiningu Búnaðar- og Útvegsbanka, sbr. frétt á þing- síðu Mbl. í dag. Gunnlaugur Finnsson (F) mælti fyrir þing- mannafrv. um br. á sveitar- stjórnarlögum, þ.e. um kosn- ingu á laugardegi í stað sunnu- dags og sama kjördag i öllum sveitarfélögum (sjá frétt á þingsíðu Mbl. í gær). Ellert Schram (S) mælti fyrir þing- mannafrv. um umferðarlög (sjá ennfremur frétt á þing- síðu Mbl. i gær). % Fræðslu- skrifstofa í Hafnarfirði Þá urðu miklar umræður i neðri deild um frv. til breyt- inga á lögum um grunnskóla, þ.e. um heimild til að stofna sérstakt fræðsluumdæmi i sveitarfélögum með 10. þús. íbúum eða fleiri, sem Olafur G. Einarsson (S), Gils Guð- mundsson (S), Jón Skaftason (F) og Benedikt Gröndal (A) flytja, að beiðni bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Tvö nefndarálit komu fram. Frá Ellert B. Schram (S), Sigurlaugu Bjarnadóttur (S) og Eyjólfi Konráð Jónssyni (S), sem leggja til að frv. verði sam- þykkt. Ánnað álit kom fram frá Gunnlaugi Finnssyni (F), Svövu Jakobsdóttur (Abl) og Magnúsi T. Ólafssyni (SFV), sem leggja til að frv. verði fellt, enda „brjóti það niður það skipulag fræðsíumála á grunnskólastigi, sem kveðið er á um í lögum“. t umræðu mæltu Gunnlaugur Finnsson, Svava Jakobsdóttir og Ingvar Gíslason (F) gegn frv. en Ell- ert B. Schram (S) og Ólafur G. Einarsson (S) með því. Þing- menn, sem mæltu með frv. bentu m.a. á, að Hafnarf jörður væri ekki aðili að sveitar- stjórnasambandi á Reykjanesi og ætti þvi ekki hlut að vali fræðsluráðs í því umdæmi og hefði því algjöra sérstöðu, sem taka yrði tillit til. 0 Kroppsstaðir og Efstabói Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Gils Guðmundsson (Abl) og Sighvatur Björgvinsson (A) hafa flutt frv. til laga um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að selja eyðijarðirnar Kropps- staði og Efstaból í Mosvalla- hreppi Bjarna Kristinssyni, ábúanda á jörðinni Kirkjubóli í Korpudal, Mosvallahreppi, en umræddar jarðir eru allar samliggjandi og mynda eina heild. ) Fuglaveiðar og fuglafriðun Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Jóhannes Arnaeon (S) og Gunnlaugur Finnsson (F) flytja frv’ til laga um br. á 1. um fuglaveiðar og fuglafriðun. Lagt er til að inn í gildandi lög komi viðböt (aftan við 1. mgr. 11. gr.): „Ef eðlilegum nytjum af æðarvarpi er ógnað af ágangi arnar, er ráðunevtinu skylt, sé þess óskað af hlutað- eigandi varpbónda, að senda svo fljótt sem unnt er sérfræð- ing á staðinn, er fylgist með og geri tillögur um, hvernig megi koma í veg fyrir eða bæta tjón af völdum arnarins. Ráðuneyt- inu er heimilt að grípa til taf- ann til að nytja æðarvarp og önnur hlunnindi. Undanfarin tvö ár hefur það gerst, að örn hefur orpið i Skáleyjum eða úteyjum þeirra og farið með miklum ófriði þar og í nálæg- um eyjum, svo að æðarvarpið hefur verið í hers höndum. I vetur hefur verið óvenjulega mikið um örn í byggðum eyj- um Breiðafjarðar og bændur þar því mjög uggandi um æð- arvarpið á vori komanda. Þeir, sem þekkja til í varp- löndum, vita, hvílík ógn æðar- fuglinum stendur af erninum. Þótt hann fljúgi hátt yfir varp- landinu, skynjar fuglinn ná- vist hans og sópast af hreiðr- um sinum í skelfingu og fári. Mörg æðurin á ekki aftur- kvæmt á hreiður sitt, hún „yfirgefur" — eins og sagt er á máli eyjafólks. Aðkoman í varplandi, þar sem örninn venur komur sínar, er líka ófögur: upptætt hreiður og æð- arfuglar jafnvel rifnir á hol eða hrelldir að beini. Um afleiðingarnar fyrir dúntekju í viðkomandi varplandi þarf ekki að spyrja. Hér eru ekki litil verðmæti i húfi, þar sem æðardúnninn er hin eftir- sóttasta vara, er um getur á heimsmarkaðinum, og í óvenjulega háu verði nú.“ % Framkvæmda- stofnun og fiskeldi Stefán Jónsson (Abl) og Geir Gunnarsson (Abl) flytja frv. til laga, sem m.a. gerir ráð fyrir þvi að Framkvæmda- stofnun ríkisins fari með stjórn Fiskeldissjóðs og að gerð verði árlega tillaga um heildaráætlun fyrir Fram- kvæmdasjóð, Byggðasjóð og fiskeldissjóð. Frv. geymir og nánari ákva'ði um meðferð þessara sjóða. Þá er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi Fisk- eldissjóði til 600 m.kr. með jöfnum greiðslunt á næstu 5 árum, í fyrsta sinn 1978. Auk þess getur sjóðurinn, skv. frv„ að fengnu leyfi ríkisstjórnar, tekið lán til starfsemi sinnar. bæði innanlands og erlendis. Hlutverk fiskeldissjóðs „er að veita lán til fiskeldis, allt að 50% af stofnkostnaði, einnig að veita óafturkræf framlög til grundvallarrannsókna og til- raunastarfsemi á sviði fisk- ræktar," segir i frv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.