Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1978 Hví óttast mennskur maður? Þjóðleikhíisid: ÖDÍPÚS KONUNGUR eftir Sófókles. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Leikmynd: Gunnar Bjarnason. Leikstjóri: Helgi Skúla- son. Skal ég ekki óttast móður minnar hjóna- sæng? spyr Ödípús konungur Jóköstu drottningu sína. Hún svarar: Hví óUast mcnnskur maóur? hann á ekkert víst um framtíó sína, háður blindum hendint'um! Bezt væri aó lifa dag frá degi kvíðalaus. Og ekki skalt þú hræðast möður- hjúskap þinn. Það' gerist einatt, að í draumi gangimenn að eiga móður sína. Þeim mun farnast bezt sem hafa á slíkum hugarburði minnsta trú. Leikrit Sófóklesar um Ödípús konung er verk um hræðilegan grun sem veröur að veruleika. Fyrir Ödípúsi hefur verið spáð að hann muni vega föður sinn og ganga að eiga móður sína. Verk- ið er frá upphafi þrungið vissu um ólán hins unga konungs. Öll framvinda verksins verður til þess að hann sekkur æ dýpra og verður loks örvæntingu að bráð. Harmleikurinn er full- kominn í lokin og aðeins mannleg von í skáldlegri reisn verksins. Ödípús konungur er eitt hinna þriggja Þebu- leikrita Sófóklesar, hin eru Ödípús í Kólónos og Antígöna. Öll þessi leik- rit hefur Helgi Hálf- danarson þýtt. Antígóna hefur verið leikin hjá Leikfélagi Reykjavíkur, eftirminnileg sýning, þýðing Ödípúsar í Kólónos er væntanleg á prenti innan skamms. Ödípús konungur kom út í bókarformi frum- sýningardaginn á vegum Máls og menningar. Helgi Hálfdanarson segir um gríska leikrit- un: „Þegar Aþena verður forustuborg hellenskrar menningar, tekur þar að dafna ný grein skáld- skapar, leikritunin, sem í upphafi var sprottin af fornum helgisiðum, einkum Bakkosar-blóti. Með furðulega skjótum hætti skapar sú þróun stórvirki, sem talin eru meðal hátinda í bók- Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON menntum allra tíma. Leikskáldin Æskilos, Sófókles og Efrípídes hafa löngum verið nefnd í sömu andránni og Shakespeare. Þessi þrjú skáld voru öll uppi um og eftir 500 f. Kr. Efnið í leikritum þeirra var sótt í hinn mikla auð grískra goðsagna og fornra fræða, og var jafnan svo á haldið, að verða mætti áheyrendum til lærdóms og þroska." Ekki er langt síðan Lér’ konungur eftir Shake- speare var leikinn á sviði Þjóðleikhússins í þýðingu Helga Hálfdan- arsonar. Með þýðingunni á Ödípúsi færir Helgi okkur enn nær heims- bókmenntum og stækkar sífellt hlutur hans á því sviði. Þýðingin er að mínu viti ekki síst merki- leg fyrir þaö sambland af öguðu máli og hversdags- legu tali sem einkennir hana. Þótt ljóðmálið sé í föstum skorðum á það líka til sveigjanleika sem veldur því aö það verður áheyranda skiljanlegt. Flutningur leikara tókst líka óvenju vel. Enginn skyldi láta það aftra sér að sjá þessa sýningu af ótta við að hún sé of há- fleyg, of fjarri okkar tíma. Hér er sígilt verk sem lofar meistara sinn Sófókles og hreinleik grískrar leiklistar. Helgi Skúlason hefur í leikstjórn sinni lagt áherzlu á tæran einfald- leik verksins. Hann freistar engra óvenju- legra listrænna bragða en gerir sér far um að láta texta skáldsins njóta sín. Stígandi verksins felst í textanum sjálfum og þarf ekki á leikrænum ofsa að halda. Hitt er svo ljóst að leikurunum tekst ekki alltaf að túlka það sem býr að baki orðanna, skapa ógnvænlegt and- rúmsloft harmleiksins. En víða tekst þetta allvel. Gunnar Eyjólfsson er Valur Gíslason í hlutverki sínu. Gunnar Eyjólfsson og Helga Bachmann í hlutverkum sínum. kjörinn Ödípús, enda nær hann þeim tökum á hlutverkinu sem úrslit- um ráða um framgang verksins. Gunnar hefur löngum verið stærstur í hlutverkum sem eru á mörkum vitfirringar og skáldlegan texta túlkar hann flestum betur. Jókasta Helgu Bach- mann er minnisstæð per- sónugerð, boginn hvergi spenntur of hátt, hljóðlát og yfirveguð túlkun. Kreon Rúriks Haralds- sonar er að sama skapi sannfærandi. Leikur Vals Gílsasonar í hlutverki blinda spá- mannsins, Tereisíasar, þótti mér þróttmikill. Það er Tereisías sem tjáir Ödípúsi að þótt hann hafi sjón sjái hann ekki nauð sína. í orðum öldungsins felst spá sem er Ödípúsi ofviða. Hlutverk sendiboóa er í höndum Þorsteins Ö. Stephensens. Sauða- mann Lajosar leikur Baldvin Halldórsson. Þótt þetta séu ekki stór hlutverk eru þeim gerð ágæt skil. Hákon Waage er þjónninn sem lýsir viöbrögðum þeirra Jóköstu og Ödípúsar að tjaldabaki þegar þeim er ljóst að hinn gamli spá- dómur hefur komið fram. Miklu skiptir að orð þjónsins öðlist þann þunga sem í þeim felst og verður ekki annað sagt en Hákoni lukkist það. Ævar R. Kvaran er skörulegur prestur Seifs. Kór þebverskra borgara er skipaður þrettán mönnum. Kórinn er vel æfður þótt að hon- um megi finna. Helst kvað að Róbert Arnfinns- syni, en einnig mætti nefna Guðbjörgu Þor- bjarnardóttur og Herdísi Þorvaldsdóttur. Búningar Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur voru með því besta við þessa sýningu. Þeir eru fremur einfaldir í sniðum, en tilbreytni í lit- um skemmtileg. Eitthvað þótti mér skorta á að leikmynd Gunnars Bjarnasonar væri nógu áhrifamikil. En hún var fagmannlega unnin. Leikhúsin eiga þakkir skilið fyrir að kynna okk- ur forngríska leikritun. Það tekst auðvitað mis- jafnlega. Til dæmis getur verið að einhverjum þyki Ödípús framandi á ís- lensku leiksviði. En ekki er skáldskapur Sófókles- ar fyrndur. Hann býr yf- ir undraverðum endur- nýjunarkrafti eins og verk landa hans og sam- tímanna sem fyrr var getið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.