Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978
11
Gunnar Sigurðsson læknir:
Athugasemd við um-
ræður um mataræði
og hjartasjúkdóma
í viðtölum í fjölmiðlum við
nokkra þá íslenzku þingmenn, sem
þennan fund Norðurlandaráðs
sátu sem fulltrúar Alþingis, hefur
verið lýst hinni dönsku röksemd,
að ekki hafi verið tímabært að
styðja tillögu Færeyinga vegna
þess að Grænland hafi ekki fengið
heimastjórn. Jarnframt að til þess
að Færeyingar fái fulla aðild að
ráðinu þurfi að breyta samþykkt-
um þess og það kosti þar að auki
nýja lagasetningu á öllum Norður-
löndum.
Um þessar mótbárur er eftir-
farandi að segja: Það er vitanlega
ekkert samband milli sjálfstæðrar
aðildar Færeyja að Norðurlanda-
ráði og þess hvenær Grænland fær
heimastjórn. Það eru tvö algerlega
aðskilin mál. Rætt er um að
Grænland fái heimastjórn á
næsta ári, þótt enginn viti hvort
það áform nær þá fram að ganga.
Og jafnvel þótt Grænlendingar fái
heimastjórn er allsendis óvíst
hvort þeir láti það verða sitt fyrsta
verk að óska eftir fullri aðild að
ráðinu á sama hátt og Færeyingar
nc*. i>í>ssi röksemd er því til þess
eins fallin ao drcpx mslinu á dreif.
Færeyjar eru ekki amt í danska
ríkinu, heldur land, sem nýtur
víðtækrar heimastjórnar. Lög-
þingið setur m.a. eitt löggjöf, sem
varðar hina mikilvægustu mála-
flokka svo sem um skattamál
landsins og fiskveiðimál. Fær-
eyska landsstjórnin hefur vald og
heimild til þess að gera samninga
við önnur ríki, sem varða sérmál
Færeyja, sbr. fiskveiðisamninga
þá, sem færeyska landsstjórnin
hefur gert við Island, og þá
ákvörðun lögþings og stjórnar að
gerast ekki aðili að Efnahags-
bandalagi Evrópu. Réttarstöðu
Færeyja í dag má um margt líkja
við stöðu íslands frá upphafi
heimastjórnar 1904 til 1918, þótt
að sumu leyti njóti þeir sömu
réttinda og Islendingar eftir full-
veldið, t.d. varðandi aðild að
sendiráðum Dana erlendis, veru-
legt samningagerðarhæfi við önn-
ur ríki og víðtæka sjálfsstjórn í
sérmálum.
Það er því ljóst að Færeyjar eru
komnar langleiðina að því marki
að teljast fullvalda ríki. Er því
ekki nema eðlilegt að þeir vilji
vera hlutgengir í allri starfsemi
Norðurlandaráðs, en ekki hálf-
gerðir hulduméhn í þingmanna-
nefnd Dana. Enginn annar þjóð-
ernisminnihluti á Nörðurlöndum
býr við svipuð sjálfstjórnar-
réttindi 'og Færeyingar (Alands-
eyjar komast næst því) og því er
það út í hött að meina þeim aðild
með tilvísun til Lappa og Græn-
lendinga. Ekki þurfa menn því að
leggjast gegn aðild þeirra af
hræðslu við fordæmissköpun. Þar
að auki er það yfirlýst hlutverk
Norðurlandaráðs að efla sem mest
samvinnu þeirra þjóða, sem á
Norðurlöndum búa, m.a. í
menningarmálum, samgöngumál-
um, félagsmálum og efnahags-
málum. Það ætti því fremur að
•íora hagsmunamál Norðurlanda-
ráðs sjaiís, aö bióð sem stendur á
þrepskildi sjálfstæðis vasri kölluð
þar til fullrar þátttöku, en freista
þess að halda henni utan dyra í
lengstu lög. Sýnist slíkt háttalag
tæplega í samræmi við hátíðleg
markmið þessara samtaka og
tilgang allan. Enn hjákátlegri
verður þessi afstaða, þegar þess er
minnzt að meðal Færeyinga eru
sumir kunnustu rithöfundar og
myndlistarmenn Norðurlanda og
að þeir eru vel hlutgengir á ýmsum
þeim öðrum sviðum, sem starf
Norðurlandaráðs beinist að.
Hin röksemdin, að ekki sé tækt,
a.m.k. í bili, að veita Færeyjum
aðild vegna þess að það kosti
breytingar á samþykktum ráðsins
og lagasetningú í kjölfar hennar,
sýnist heldur ekki margra fiska
viði. Slík breyting verður einfald-
lega 'gerð með samþykkt Norður-
landaráðs og eftirfarandi stað-
festingu þeirra ríkja, sem nú eiga
aðild að ráðinu. Hér á landi þarf
engin lög til slíks, heldur aðeins
samþykki Alþingis í formi þings-
ályktunar. Ætti slíkt ekki að þurfa
að vefjast fyrir þingmönnum, ef
viljinn er fyrir hendi.
Því mun hafa verið haldið fram
í umræðunum á fundi ráðsins að
Færeyingar hefðu það sjálfir í
hendi sér að gerast fullgildir
aðilar að ráðinu með því að rjúfa
sambandið við Danmörku og
stofna sjálfstætt ríki. Það er
vitanlega rétt athugað, en í bili eru
þeir ekki tilbúnir að stíga slíkt
skref. Því er það ekki raunhæf
röksemd í þessu máli. Lausn þess
verður að miðast við núverandi
réttarstöðu eyjanna.
Hér hafa verið raktar nokkrar
þær röksemdir, sem mæla með
fullri aðild Faéreyja að Norður-
landaráði og andmælt þeim laga-
krókasjónarmiðum, sem telja það
eitthvert eilíft sáluhjálparatriði
að þessi lauslegu þingmannasam-
tölt samanstandi einvörðungu af
þeim þjóðum, sem hafa bréf upp á
formlegt sjálfstæði. Vel má vera
að danskir þingmenn, sænskir og
norskir eigi torvelt með að skilja
þann hug, sem felst að baki beiðni
færeyska lögþingsins. Það ætti
hinsvegar ekki að reynast íslenzk-
um alþingismönnum nein ofraun.
Fær mál þetta vonandi jákvæðari
undirtektir á næsta þingi Norður-
landaráðs, þegar það kemur þar
aftur á dagskrá, en raun reyndist
á að þessu sinni.
Það var sjálfsagt engin tilviljun,
að Ólafur Ólafsson landlæknir
skrifaði grein í Morgunblaðið um
manneldi þ. 9.3. sl., sama dag og
Framleiðsluráð landbúnaðarins
bauð dönskum lækni, Poul Astrup,
að halda almennan fyrirlestur um
mataræði og hjartasjúkdóma.
Fjölmiðlar hafa hins vegar lítið
minnst á þennan fyrirlestur dr.
Astrups og Framleiðsluráð land-
búnaðarins virðist ekki hafa
hampað honum mikið eftir þennan
fund. Ástæðuna fyrir því vita þeir,
sem sóttu áðurnefndan fund í
Súlnasalnum.
I kjölfar komu Poul Astrups
hingað birtist svo í Mbl. þ. 12.
marz þýðing á grein eftir G.V.
Mann úr New England Journal of
Medicine frá því í september sl.,
þar sem höfundur heldur fram'
haldleysi kenningarinnar um
tengsl fituríks mataræðis og
kransæðasjúkdóma. Morgunblaðið
hafði hins vegar ekki fyrir því að
þýða fjölmörg bréf, sem birtust í
þessu sama ameríska tímariti
(jan. 12. 1978) og sem andmæltu
fullyrðingum G.V. Manns. Mér er
hins vegar kunnugt um, aö Mbl.
hafi afrit af þessum svarbréfum
og hef ég því ástæðu til að ætla,
að greinin hafi ekki verið þýdd af
blaðamanni Mbl. og sem áður segir
var það varla tilviljunin ein, sem
því réð, að þýðingin birtist rétt á
eftir fyrirlestri danska læknisins,
sem hingað kom í boði Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins.
Það hefur .berlega komið í ljós,
að erfitt er að viðhafa visindalegar
umræður um þessi mál, sem og
mörg önnur, á síðum dagblaða,
sem helzt taka upp sleggjudóma og
fullyrðingar, og það var nóg af
slíku í áðurnefndri grein eftir G.V.
Mann, sem ekki verður rakið hér.
Segja má, að það sé svipað með
kenninguna uni tengsl mataræðis
og kransæðasjúkdóma eins og með
margar aðrar vísindalegar niður-
stöður, að hún byggist á sterkum
rökum fengnum úr margvíslegum
tilraunum í mönnum og dýrum, en
fullnaðarsönnun fyrir því, að
hóflegt mataræði hindri krans-
æðasjúkdóma er ekki fyrir hendi.
Fuilnaðarsönnun eða afsönnun á
gildi slíks hóflegs mataræðis fæst
ekki nema með slíkum stórhóp-
rannsóknum að ekki eru fram-
kvæmanlegar, en rannsóknir á
minni hópum fólks benda vissu-
lega í þá átt, að slíkt mataræði
geti dregið úr tíðni kransæðasjúk-
dóma.
Það sem telja má sannað af
fjölmörgum rannsóknum er í
stuttu máli eftirfarandi:
1) Fólki með hátt kólesteról í
blóði er hættara við að fá krans-
æðasjúkdóm en þeim, sem hafa
lágt kólesterólgildi í blóði.
2) Unnt er að lækka talsvert
kólesteról í'blóði langflestra ein-
Framhald á bls. 36
hér, er ég hræddur um, að
talsvert mikið annað fari úr-
skeiðis síðar meir, og reyni þá
oft meira á aðra þætti barna-
verndar en æskilegt væri. Við
getum hugsað okkur unga
stúlku, sem er að eiga sitt fyrsta
barn og þarf að reynast því bæði
faðir og móðir. Að hvaða leyti
fær hún nægan stuðning til
þess? Væntanlega fær hún
einhvern stuðning fyrst eftir
fæðinguna a.m.k. ef hún hefur
haft fasta atvinnu, þá fær hún
atvinnuleysisbætur í fæðingar-
orlofi eða fæðingarorlof í 3
mánuði. Væntanlega fær hún
einnig einhvern stuðning frá
foreldrum sínum. En oft er það
mjög takmarkað í dag, þar sem
foreldrar hennar vinna gjarnan
bæði úti, eins og hún sjálf þarf
að gera. En var tækifærið, sem
regluleg mæðraskoðun gefur,
notað? Var hún búin undir að
mæta því hlutverki sem beið
hennar, var hún upplýst um,
hvar hún gæti fengið stuðning,
hvað um húsnæði, já og gæzlu
eftir 3 mánuði, já og hvað ætti
að gera, ef barnið þarfnaðist
hennar meira en 3 mánuði, hvað
þá? Er þetta ekki líka þáttur í
barnavernd? Þ.e. að tryggja
foreldrinu sjálfu öryggi og
góðan aðbúnað þannig, að það sé
fært um að veita barninu ást,
umhyggju og öryggi þann tíma
sem barnið þarfnast umhyggju
móður. Sá tími er oftast meir en
3 mánuðir. Ef faðiri'nn er einnig
inni í myndinni, mætti hann þá
nokkurn tíma í mæðraskoðun?
Hvað veit hann um það, sem er
að gerast í móðurlífi konu hans?
Er hann undirbúinn undir það
að styðja hana, bæði á
meðgöngutíma, við fæðingu og
næstu 16—20 árin? Eða er hann
alltaf að vinna og kemur bara
heim til að sofa, annars getur
hann ekki séð sér og sínum
farborða?
Erum við nógu vakandi fyrir
því, að atvinnumöguleikar, upp-
bygging atvinnuveganna, kaup
og kjör eru einnig þáttur í
barnavernd? Að hvaða leyti eru
laun það mikil, að þau tryggi
örugga afkomu, án verulegrar
eftir- eða aukavinnu? Að hvaða
leyti eiga foreldrar kost á
sveigjanlegum vinnutíma eða
jafnvel '/2-dags vinnu? Að hvaða
leyti eru atvinnurekendur reiðu-
búnir að gefa foreldri, öðru eða
báðum, frí, vegna veikinda
barns, en jafnframt veita
örugga atvinnu? Er þetta nægi-
lega ljóst fyrir þeim, er vinna að
kjaramálum? Það er ekki bara
spurning um næg dagvistar-
pláss, heldur að skapa aðstæður
til að foreldrar geti sinnt
börnum sínum og stutt þau til
þroska og vaxtar. Það er grund-
völlur barnaverndar, að foreldr-
ar fái tækifæri til að skapa
barni sínu öruggt og hvetjandi
umhverfi, sem styður það til
sjálfstæðs persónulegs þroska,
til að verða einstaklingur, sem
er fær um að taka sjálfstæðar
ákvarðanir, vega og meta val-
möguleika og taka afleiðingum
ákvaðana sinna.
Bíllinn
f yrir islcmd
Peugeot hefur oröiö sigurvegari í erfiöustu þolaksturskeppnum
veraldar oftar en nokkur önnur gerð bíla. Þetta sýnir betur en
nokkuö annað, aö Peugeot er bíllinn fyrir íslenzka staöhætti.
HAFRAFELL HF.
VAGNHOFÐA7
SÍMI: 85211
UMBOÐIÐ Á AKUREYRI
VÍKINGUR SF.
FURUVÖLLUM 11
SÍMI: 21670
pcvcao,