Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978
31
T» '
I .
■II
■
■
■,:: :
Umsjónt TRYGGVI GUNNARSSON OG ANDERS HANSEN.
„Bákniö burt“, — hugmyndir
og tillögur ungra sjálfstæöis-
manna um samdrátt í umsvif-
um hins opinbera, hafa mjög
mótaö alla stjórnmálaumræöu í
landinu undanfarna mánuði. í
afstööu manna til pessara mála
hafa komið glöggt fram höfuð-
andstæðurnar í íslenskum
stjórnmálum, Þar sem annars
vegar forsjárstefna sósíalista
og hins vegar hugmyndir frjáls-
hyggjumanna um frjálst hag-
kerfi og markaösbúskap.
i málflutningi vinstri manna
hefur iðulega veriö fariö æöi
frjálslega meö staöreyndir,
Þegar talið hefur borist aö
„bákninu burt“, og Því Þótti
Umhorfssíðunni ástæöa til aö
rifja aö nokkru upp helstu
atriöin í Þessu aöalbaráttumáli
ungra sjálfstæðismanna.
í Því sambandi var leitað til
Friðriks Sophussonar, en hann
var formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna, Þegar Þess-
ar hugmyndir voru mótaöar og
hefur öðrum fremur unnið aö
Því að kynna hvaö í oröunum
„Bákniö burt“ felst. Þá veröur
Friörik í sjötta sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins við
alÞingiskosningarnar í vor, svo
væntanlega gefst honum tæki-
færi á aö afla Þessum hug-
myndum fylgis innan AlÞingis
áöur en langt um líður.
Von til Þess
aö fólk skynji
betur hættuna
af útþenslu
ríkisbáknsins
Viö spurðum Friðrik fyrst að
því, hvort hann væri ánægður
með þær undirtektir sem málið
hefði fengið eftir að það var fyrst
sett fram fyrir um það bil einu ári
síðan.
Friðrik: Já, ég get ekki sagt
annað en ég sé ánægður með
þá umræðu sem orðið hefur um
hin sívaxandi umsvif ríkisins hér
á landi.
Þær hugmyndir og tillögur
sem við ungir sjálfstæðismenn
settum fram undir kjörorðinu
„Báknið burt“, eru vafalaust það
stefnumál í stjórnmálaumræðum
hér á landi undanfarin ár, sem
hvað best hefur verið undirbúið.
Færir menn meö sérþekkingu á
því sem veriö var að fást við,
fóru ofan í saumana á opinber-
um rekstri, og kynntu sér
sérstaklega hver markmiðin
voru í upphafi með stofnun
hinna ýmsu ríkisfyrirtækja.
Síðan var þeirra spurninga
spurt, hvort ekki væri kominn
tími til að endurmeta stöðu
þessara fyrirtækja, og hvort þær
forsendur sem upphaflega voru
fyrir stofnun þeirra væru enn
fyrir endi.
Ég er því ánægður með þær
umræöur sem orðiö hafa manna
é meðal um þessi mál, og tel að
þar hafi sú vinna sem lögð var
í undirbúninginn fyllilega skilaö
sér.
Þá er þaö einnig Ijóst, aö þessi
barátta hefur oröið til þess, aö
fjármálaráðherra hefur látið
kanna á hvern hátt megi draga
úr opinberum umsvijum í at-
vinnurekstri. Á ég þar við
nefndina um minnkun ríkisum-
svifa, sem þegar ■ hefur skilað
fyrstu niðurstöðum sínum þó
vissulega sé þar mikið starf enn
óunnið. En það er von okkar, að
þessar , miklu umræður og
athuganir veröi til þess, að
almenningur og stjórnmálamenn
breyti viöhorfum sínum til ríkis-
rekstrar, og skynji betur
hættuna af útþenslu ríkisbákns-
ins.
— Þaö væri ef til vill ástæöa
til aö rifja upp helstu atriöin í
hugmyndum ungra sjálfstæðis-
manna um þetta mál áóur en
lengra er haldið?
Friðrik: Já, viö getum tekiö
grundvallaratriðin í stefnu okkar
saman í stuttu máli, en þeim má
skipta í fimm þætti:
1. Stórlega verði dregið úr
stjórnmálaafskiptum af láns-
fjárkerfinu. Lánskjör taki jafn-
an miö af markaðsaöstæöum
og skipulag ríkisbanka- og
sjóðakerfisins bjóöi ekki heim
pólitískri spillingu.
2. Gerðar verði átælanir um
fjármál ríkisins til lengri tíma
en eins árs í senn. Sífellt verði
endurmetin markmið opin-
berra útgjalda, þannig aö þaö
sem um ríkissjóð streymir
komi landsmönnum að meiri
notum en verið hefur.
3. Horfið verði frá þeirri stefnu
aö veita einstaklingum þjón-
ustu án tillits til fjárhags
þeirra nema í fáum afmörkuö-
um tilfellum og þá verði
neytendum gerð grein fyrir
kostnaðarverði.
4. Niðurgreiöslur verði verulega
lækkaöar og skapaðar for-
sendur fyrir afnámi
útflutningsuppbóta.
5. Ýmis ríkisfyrirtæki, sem nú
eru starfandi, veröi seld
einkaaðilum. Þeim ríkisreknu
framleiðslufyrirtækjum, sem
ríkið á, verði breytt í hluta-
félagsform og þeim gert að
starfa á sama viðskipta-
grundvelli og einkafyrirtæki.
Þetta eru aóalatriöin í stefnu
okkar, en mun nánari grein hefur
verið gerð fyrir henni á öðrum
vettvangi, svo sem í blaði og
bæklingi sem Samband ungra
sjálfstæöismanna hefur gefið út.
Viljum ekki
leggja
Landssmiðjuna
niður — heldur
losa
um eignaraðild
ríkisins
— Nú hafa hugmyndir um að
leggja niður tiltekin ríkisfyrirtæki
vakið talsverðar deilur, og menn
hafa spurt hvers vegna eigi að
hætta starfrækslu fyrirtækis eins
og Landssmiðjan er?
Friðrik: Það er ekki rétt að við
viljum láta leggja niður öll þau
fyrirtæki sem nú eru rekin á
vegum ríkisins, heldur viljum við
losa um eignaraðild ríkisins aö
þessum fyrirtækjum. Eitt þeirra
er Landssmiöjan.
Séu menn á því, að ríkið eigi
að reka slík fyrirtæki áfram, þá
mætti allt eins spyrja sem svo,
hvort ríkið eigi ekki að taka við
öllum rekstri almennra fyrirtækja
í landinu. — Því erum við
andvígir.
Það getur verið einka fróðlegt
að leiða hugann að því hvers’
vegna sum þessara fyrirtækja
voru sett á laggirnar af hálfu hins
opinbera á sínum tíma.
— Landssmiðjan var til dæmis
stofnsett í upphafi fyrir tilstilli
Jóns Þorlákssonar, vegna þess
að ekkert fyrirtæki í landinu gat
á þeim tíma annast brúarbygg-
ingar yfir fallvötn. Hver maður
hlýtur að sjá í hendi sérv að
markmið þau, er voru fyrir hendi,
er fyrirtækið hóf starfrækslu sína
eru nú úr sögunni. Forsendur
fyrir tilvist margra þessara fyrir-
tækja eru löngu brostnar.
Gera barf áætlun
um breytta
eignar-
aðild ríkisins
aö fyrirtækjum
—Hvernig á þá ríkið að losa
sig viö þessi fyrirtæki?
Friðrik: Þaö liggur í augum
uppi, að ekki er unnt aö selja öll
opinber fyrirtæki á einu bretti.
Þess í staö á aö gera áætlun í
þessum málum, en í henni yrði
lýst á hvern hátt ríkið geti losað
sig viö eignaraöild í atvinnufyrir-
tækjum.
Slíkt hefur verið gert annars
staðar, til dæmis í Vestur-Þýska-
landi eftir lok seinni heims-
styrjaldarinnar. Þar var farin sú
leið, að selja fyrirtæki ríkisins í
hendur einstaklingum, þar sem
ríkið hélt þó einum þriöja hluta
hlutafjárins í fyrstu.
Þá má nefna, að í Noregi hafa
veriö uppi hugmyndir um að
breyta rekstrarformi opinbefVa
fyrirtækja þannig aö þau veröi
gerð að hlutafélögum er verði
gert aö starfa á sama viöskipta-
grundvelli og einkafyrirtæki.
Þannig gæti ríkið smám
saman selt hlutabréf sín í hinum
ýmsu fyrirtækjum, og nýtt það
fjármagn sem þar fengist til að
örva ný atvinnutækifæri og leita
nýrra leiða í atvinnumálum.
Bifreiöaeftir-
litiö áfram
skráningar-
miðstöð en
skoðun
færist til
verkstæða
— Margir hafa rekið upp stór
augu er þeir hafa heyrt, aö ungir
sjálfstæöismenn vilji leggja niður
Bifreiðaeftirlit ríkisins. Hvaö á aö
koma í staö þeirrar stofnunar?
Friðrik: í fyrsta lagi ber að
hafa í huga, aö Bifreiðaeftirlitið
hefur alla tíð frekar verið inn-
heimtustofnun en öryggiseftirlit.
Bifreiðaeftirlitið getur áfram haft
þann starfsvettvang, en fyrst og
fremst verði það skráningarmiö-
stöð. í stað hraðskoðunar hjá
Bifreióaeftirlitinu kæmu löggilt
bifreiöaverkstæöi sem önnuðust
árlega skoöun bffreiða. Eftirlits-
menn frá ríkinu gætu síöan haft
með höndum eftirlit með
þessum verkstæðum, en um leið
þarf að auka ábyrgð ökumanna
og bifreiöaeigenda. En Ijóst er
að venjuleg bifreiðaverkstæði
geta auöveldlega annast þessa
skoöun, alveg eins og sérstökum
Ijósastillingaverkstæðum er nú
heimilt aö Ijósastilla bíla og gefa
út vottorð þar að lútandi.
Meö þessu fengist svo þaö, aö
verkstæðin innheimtu raunvirði
fyrir skoðun bifreiða, en ekki er
óeölilegt að gjald fyrir skoðun
standi undir kostnaði.
Einkafyrir-
tæki sinna
nú upphaflegu
verkefni
Ferðaskrif-
stofu ríkisins
— Hvað með Ferðaskrifstofu
ríkisins. Viljið þiö láta leggja þaö
fyrirtæki niður?
„Við erum ekki
aðfjallaum
hvort verið sé
að gera hlutina
rétt, heldur
hvort verið sé
að gera réttu
hlutina"
Friðrik Sóphusson.
fíætt irið Friðrik Sóphusson
um „Báknið burt" og fíeira
Friðrik: Að sumu leyti kann
það fyrirtæki að eiga rétt á sér,
að minnsta kosti svo lengi sem
starfræksla þess stuölar að betri
nýtingu skólahúsnæðis í eigu
hins opinbera. Þá getur starf-
ræksla Eddu-hótelanna einnig
verið góðra gjalda verö þar sem
ekki eru hótel á stóru svæði, eða
þar sem hótel anna ekki eftir-
spurn.
Ferðaskrifstofan var hins veg-
ar í upphafi stofnuð til að annast
öryggi erlendra ferðamanna á
ferðum þeirra um landið, og til
að tryggja það að ferðamenn er
hingað legðu leiö sína þyrftu
ekki aö óttast aö lenda í
hrakningum og erfiðleikum í
frumstæöu og strjálbýlu landi.
Nú er málum hins vegar
þannig komið, aö einkafyrirtæki
leysa þessi mál mun betur af
hendi en hinu opinbera er unnt,
og á það bæöi viö um skipulag
ferða útlendinga hér innanlands,
landkynningu á erlendum vett-
vangi, svo ekki sé minnst á ferðir
íslendinga til framandi landa.
Það, að við teljum ekki lengur
vera brýna ástæöu til að
starfrækja Feröaskrifstofu
ríkisins áfram, aö minnsta kosti
ekki á sama hátt og nú er, þarf
hins vegar alls ekki aö tákna að
við teljum fyrirtækið illa rekið. Á
þaö raunar viö um flest þau
opinberu fyrirtæki sem um er að
ræða. Við erum ekki að fjalla um
hvort verið sé að gera hlutina
rétt, heldur hvort verið sé að
gera réttu hlutina eins og sagt
hefur verið.
Sænska vísinda-
akademían
hefur ekki
veriö sökuö
um hægri-
villu
— Er það rétt, að þið ungir
sjálfstæöismenn hafiö gert
Milton Friedman að hugmynda-
fræðingi ykkar, og skoðanir
hans að ykkar?
Friðrik: Það er alrangt, að við
höfum alfarið gert skoðanir hans
að okkar. En framhjá því verður
hins vegar ekki gengiö, aö hann
og svokallaöur Chicagoskóli
hefur haft mikil áhrif á hagfræði
undanfarinna ára, og nægir í því
sambandi aö nefna aö Friedman
hlaut Nóbelsverðlaunin í hag-
fræði árið 1976. — Þgr voru það
ekki ungir sjálfstæöismenn sem
voru aö vega hann og meta,
heldur sænska vísindaakademí-
an, og hefur hún þó ekki verið
sökuö um hægri-villu hingað til!
Varðandi þaö atriði, aö
kommúnistar hafa nefnt Fried-
man „hungurhagfræðing“, og
sérlegan ráðgjafa hinnar ill-
ræmdu herforingjastjórnar í
Chile, þá er staðreynd málsins
sú, að hann hélt fyrirlestra um
hagfræði í háskóla í Chile, og
herforingjarnir þar segjast fylgja
hans kenningum. Það eitt, aö
þeir haldi því fram, gerir hann
auðvitað hvorki háöan þeim né
heldur ábyrgan fyrir fólskuverk-
um þeirra.
Sjúklingar
greiöi í
sumum
tilfeilum
sjálfir
sjúkrahús-
dvöl sína
— Viljið þið, ungir sjalfstæöis-
menn, að fólk sem veikist og
þarf aö leggjast inn á sjúkrahús
standi sjálft undir þeim kostnaöi
sem það hefur í för með sér?
Friðrik: í sumum tilfellum já.
Langlegusjúklingar og þeir sem
eru illa staddir fjárhagslega eiga
þó ekki að greiöa fyrir veru sína
á sjúkrahúsum, og þaö er víös
fjarri okkur aö ætla aö koma því
á, aö fólk geti ekki lagst á
sjúkrahús af efnahafslegum
ástæðum.
Hins vegar finnst okkur ekkert
athugavert við það, að fólk sem
liggur inni á spítala skamman
tíma, greiði fyrir matinn sem
það borðar og annan viðráðan-
legan kostnað. Af hverju á ríkið
að gefa vel efnuðum manni frítt
að borða vegna þess að hann
þarf aö liggja í viku til tíu daga
á sjúkrahúsi vegna botnlanga-
bólgu?
Staðreyndin er sú, að víöast
erlendis er stjórn og hagræðing
heilbrigöismála álitið mjög mikil-
vægt atriði, og mjög mikil
áhersla er lögð á að betrum-
bæta margt í rekstri sjúkrahúsa
og heilsugæslu almennt. Aug-
i Ijóst er að hér á landi má gera
ýmsar úrbætur ekki síöur en
erlendis, og mörg atriði má taka
til algjörrar endurskoðunar, til
dæmis daggjaldamálin.
— Hvers vegna hafa sjálf-
stæöismenn af yngri kynslóðinni
lagt svona mikla áherslu á aö
minnka umsvif hins opinbera á
síðustu mánuðum?
Þriöjungur
framleiöslu-
og efnahags-
kerfisins í
höndum opin-
berra aöila og
samvinnu-
hreyfingar
Friðrik: Við teljum, að einka-
framtakið skili betri afköstum en
opinber rekstur, og að frjáls
samkeppni leiði til þess aö menn
hafi jafnan augun opin fyrir
Framhald á bls. 36