Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978
25
Hver á að borða
síðustu brönduna?
í Kanadafylkinu Nýfundnalandi gengur nú blóöug árstfÖ um
garð bjá selnum. Horfur eru 4 að 4 veiðitímanum, sem stendur
yfir fram 4 vor, muni takast að fylla kvótann í 4r, að allt að
180.000 kópar verði drepnir. Skip og vatnafer jur flytja
selfangarana 4 vettvang við ísilagðar strendur Austur-Kan-
anda. I»eir hafa lurka og fl4ningartól að vopni. Fórnardýrið
er að jafnaði tveggja til tíu daga gamall kópur. Hann er ennþ4
blindur og hj41parvana. Ilefur hann tilhneigingu til að skríða
í 4ttina að öllu, sem hann fær greint 4 hreyfingu. Oft reynist
forvitnin honum þó dýrkeypt, Jjví hún kann eins vel að reka
hann 4 vit dauðans, í fang selfangaranna sj41fra.
Selveiðar hafa verið stundað-
ar um þúsund ára skeið norðan
heimskautsbaugs í Alaska, Kan-
anda, Grænlandi og Síberíu.
Menn hafa klætt sig selskinni og
notað feitina sem ljósmeti.
Skipulagðar kópaveiðar hafa þó
einungis verið við lýði í fjögur
hundruð ár og hafa Þjóðverjar,
Hollendingar og Englendingar
ekki legið á liði sínu í því efni.
Nú á dögum eru Kanadamenn,
Rússar og Norðmenn þó einir
urd hituna.
Segja má að það séu nær
einungis ungkópar sem sótzt er
eftir en feldur þeirra er mjög
dýrmætur. Fær selfangarinn
sjálfur 15 dollara eða tæpar
fjögur þúsund krónur en í búð er
kaupverð feldsins um 75 þúsund
krónur. Þá er hár og skinn
kópsins einnig notað í hatta,
kápur, töskur og veski.
En kópadráp hefur í síaukn-
um mæli orðið dýravinum á
tuttugustu öld þyrnir í augum
en myndir og sjónvarp hafa
mjög stuðlað að því að almenn-
ingur lætur sig málið varða.
Dýrið er að jafnaði rotað með
kylfu, kviðurinn síðan skorinn
eftir endilöngu og feldinum flett
af, en þann feld, sem eftirsóttur
er, hefur dýrið aðeins fyrstu
fjórar vikurnar eftir fæðingu
unz það er synt. Á síðasta ári
gerði franska leikkonan Birgitte
Bardot sér ferð ásamt 1000
blaðamönnum til selveiðisvæð-
anna í Labrador til að andmæla
drápunum. Einnig bárust kana-
dísku stjórninni um það bil tíu
milljón mótmælabréf á árinu.
Mótmælin komu hreyfingu á
málið, sem m.a. varð til þess að
það var tekið upp í Evrópuráð-
inu í Strashorug. Á fundi
ráðsins hinn 24. janúar sl. var
síðan samþykkt ályktun þess
efnis að mæla með selveiðibanni
á Grænlandi í tvö ár. Var
leikkonunni boðið að vera við-
stödd umræðuna. Bann þetta
snerti Grænland þar sem það
heyrir undir Danmörk, sem á
aðild að ráðinu. Kemur til kasta
danskra stjórnvalda að ákveða
hvort af banninu verður.
Ályktun þessi vakti gremju
margra Kanadamanna og sendi
Trudeau, forsætisráðherra JCan-
ada, Bardot meðal annars orð-
sendingu og kvað það síður en
svo ætlun kanadískra stjórn-
valda að banna selveiðar í
landinu. „Selir eru drepnir á
fljótlegri og mannúðlegri hátt
en flest önnur dýr í siðmenntuð-
um löndum," sagði Trudeau.
Hann mótmælti þeirri staðhæf-
ingu leikkonunnar að vá væri
fyrir dyrum varðandi selastofn-
inn og benti á að selveiðar væru
mikilvæg tekjulind fyrir marga
Kanadamenn, sem lifa af
sjávarútvegi, og sagði aðstæður
margra þeirra „mjög bágar“.
Blinnig gerðu Norðmenn athuga-
semd við fullyrðingar selavina
um að stofninn væri að deyja út
og tilfa-rðu tölur, sem sýndu að
nú væru um 2.2 til 2.5 milljónir
sela, eins árs og eldri, á
Norðvestur-Atlantshafi.
í Kanada haida selveiðar því
áfram. Forsætisráðherra Ný-
fundnalands, Frank Duff Moor-
es, lét eftir sér hafa fyrr á árinu
að selveiðar væru lifibrauð
þúsunda veiðimanna. „Myndir
af blóðugu seladrápi eru að vísu
grimmilegar, en rothöggið er þó
eingu að síður mannúðlegasta
drápsaðferðin," sagði hann.
Selafangararnir sjálfir hafa
einnig sínar röksemdir og segja
að með iðju sinni haldi þeir vörð
um jafnvægi tegundanna í nátt-
úrunni. Þeir benda t.d. á að einn
selur éti daglega um 6,8 kíló af
fiski. Þess vegna megi líta svo á
að með því að drepa 180.000 seli
frá miðjum janúar fram á vor
spari þeir 450.000 tonn af fiski
árlega. Það magn er 75 af
hundraði þess fiskafla, sem
Þjóðverjar einir borða á ári. I
stuttu máli: Þegar kemur að því
að snæða siðasta fiskinn þá
verður það af diski manna.
Ekki er nóg með að Kanada-
menn ætli að hunza áróðursher-
ferð umhverfisverndarmanna
gegn selveiðum heldur hafa
yfirvöld á Nýfundnalandi ákveð-
ið að verja 50.000 pundum til að
andæfa þeim hugmyndum, sem
dýravinir hafa innprentað al-
menningi af selveiðum þeirra og
Norðmanna. Hafa verið ráðnir
sex sérfræðingar til að undirbúa
bæklinga um staðreyndir máls-
ins. Dýrafræðjngurinn David
Lavigne hefur t.d. sagt að væri
stefna Alþjóðlegu hvalveiði-
nefndarinnar höfð sem mæli-
stika, þegar rætt er um selveið-
ar, dytti engum í hug að selir
væru í hættu. Sú staðreynd, sem
þyngst vegur á metunum, er
engu síður sú að selveiðar gefa
íbúum Nýfundnalands um 5
milljónir dollara í aðra hönd
árlega og halda uppi atvinnu á
svæðum þar sem atvinnuleysi er
um 90% á vissum árstímum. .
í ár hvílir hin mesta leynd
yfir veiðunum. Fylkisstjórnin
hefur bannað alla flugumferð
yfir veiðisvæðið í minna en 2000
feta hæð. Fiskveiðiforkólfar
hafa fengið lögregluvöld, heim-
ild til að taka lögbrjóta höndum
og bera vopn. Stjórnin hefur
einnig lagt til að engir blaða-
menn fái að fara um svæðið
aðrir en þeir, sem sjávarútvegs-
ráðherrann hefur boðið.
Sem andsvar við þessum
aðgerðum hefur „Greenpeace",
samtök umhverfisverndar-
manna, ákveðið að leggjast enn
frekar gegn innfluttningi á
selskinnum í Evrópu. Það eru
Búið er að rota selinn og hann
dreginn á brott til fláningar.
Feldurinn er siðan seldur fyrir
um 75000 krónur í verzlun.
Reitt til höggs — Selfangarinn hefur kylfuna á loít líkt og
„baseball"-leikari. Iíotið kalla kanadískir forráðamenn með
„mannúðlegri aðferðum", sem tíðkaðar eru við dýradráp.
Norðmenn, sem flytja inn mest
af skinnum, en næstir í röðinni
koma Bretar. Frakkar og
Bandaríkjamenn hafa þegar
bannað innflutning á selskinn-
um.
I nýlegri frétt frá „Green-
péace“ segir að það sé misskiln-
ingur að umhverfisverndar-
ménn, sem aðild eiga að sam-
tökunum, berjist gegn aðferð-
um, sem við eru hafðar við
selveiðar eða gegn selveiðum
almennt. „Það„sem við berjumst
f.vrir,“ segja þeir, „er að Norð-
menn og Kanadamenn fallist á
sex ára friðun Grænlandssels-
Franska leikkonan Brigitte Bardot ma'tti með fríðu föruneyti
selaveiðar í Evrópuráðinu í Strassbourg.
til að vera viðstödd umræðu um
ins, svo stofninn geti rétt við
aftur." Er það skoðun þeirra að
kvóti sá, er leyfður er í ár,
180.000 selir, sé allt of hár, en
það er 10.000 dýrum fleira en í
fyrra.
Þá benda forsvarsmenn
„Greenpeace“ á að olíuboranir
við Kananda hafi valdið meng-
un, sem Grænlandsselnum stafi
hætta af. Alvarlegasta hótunin
við selinn fyrir ut'an ofveiði séu
þó sívaxandi loðnuveiðar. Loðn-
an , segja „Greenpeaee“-menn
að sé aðalnæring Grænlands-
selsins, og séu loðnuveiðar
Islendinga og Norðmanna til-
ræði við undirstöðu fæðu hans
og geti honum fækkað stórlega
fari svo fram sem horfir.
En ekki er einasta að fégræðgi
og ábyrgðarleysi sé samfara
selveiðum, segja þeir ennfrem-
ur, heldur einkennast þær af
fádæma jarðvöðulshætti. Þeir
vekja athygli á að 85% af
selbúkunum séu skilin eftir á
ísnum. Samtals frá-einni milljón
til einnar og hálfrar milljónar
kílóa af kjöti er þannig á glæ
kastað.
Fulltrúar „Greenpeace" segj-
ast munu halda til streitu
baráttu sinni i löndum þar sem
sala á selskinnum er enn við
lýði. Efndu þéir fyrir skömmu
til fundar með blaðamönnum,
hafrannsóknamönnum og sel-
veiðisérfræðingum og sýndist
þar sitt hverjum. Þá greindi
Morgunlaðið frá því í frétt
nýlega að for.vstumenn samtak-
anna hefðu ákeðið að gera út
skip í vor, sem sigla mun um
norðurhöf og hafa viðkomu i
löndum þar sem félagar telja að
vegið sé að náttúrunni. Mun
skipið, sem hlotið hefur heitið
„Regnbogahermaðurinn", koma
við á Islandi og ætla þeir
dýravinirnir að eiga orðastað
við forráðantenn hvalveiða við
strendur landsins.
(Welt am Sonntag. Aftenpost-
en. The Observer. The Ilaily
American).