Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Eyjólfur Konráð Jónsson; Ofstjórn og óstjórn í banka- kerfínu meiri en við verði unað HÉR fer á eftir framsögu- ræða Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar fyrir þingsályktunar- tillögu hans og Péturs Sigurðssonar um sparnað í fjármálakerfinu svo og stutt frásögn af öðrum umræðum> Tillögu þá til þingsályktunar, sem hér kemur nú fyrst til umræðu, fluttum við háttv. þing- maður Pétur Sigurðsson skömmu fyrir hátíðar. Miklar umræður fóru þá fram um efnahagsað- gerðir, og við afgreiðslu fjárlaga var leitast við að koma fram sparnaði í ríkiskerfinu. Þær ráð- stafanir, sem af hálfu stjórnar- flokkanna voru þá gerðar, voru góðra gjalda verðar. Hinsvegar töldum við flutnings- menn þessarar tillögu, að nauðsyn bæri til að taka fjármálakerfið í heild svipuðum tökum og háttv. fjárveitinganefnd, hagsýslan, hæstvirtur fjármálaráðherra og aðrir þeir, sem með ríkisfjármál fara, leituðust við að gera á öðrum sviðum opinberra útgjalda. Sér- staða fjármálakefisins, banka og sjóða, er sú, að um fjárreiður og stjórn þessara stofnana er yfirleitt ekki rætt af hálfu fjárveitinga- nefndar, og aðhald af hálfu Alþingis er af skornum skammti, svo að ekki sé meira sagt. Fjárveit- ingavaldið skoðar árlega — og raunar oft á ári — hinar ýmsu fjárveitingar til stofnana ríkisins, fær gjarnan forustumenn þeirra til viðræðna og reynir að benda á leiðir til sparnaðar í einu og öðru. Þetta ber stundum takmarkaðan árangur. Þó er gerð tilraun til aðhalds. En að því er bankakerfið varðar er engu slíku til að dreifa, bankarnir og sjóðirnir stjórna sér sjálfir. Það er staðreynd, sem ekki verður framhjá gengið, að út- þensla í fjármálakerfinu hefur verið geysimikil. Samkvæmt upplýsingum, sem gefnar voru hér á hinu háa Alþingi í haust er leið, hefur starfsmönnum í banka- kerfinu fjölgað frá 31. des. 1970 til októbermánaðar 1977 úr 1186 mönnum í 1721. Fjölgun starfs- manna frá 1970 er því 535 eða 45.1%. Hér eru ekki meðtaldir starfsmenn í fjárfestingarlána- sjóðunum, né heldur í reiknings- stofnun bankanna, sem tók til starfa í ársbyrjun 1974, en þar starfa nú 30 menn. Þessar tölur tala sínu máii, og engin leið að halda því fram, að ástæðulaust sé af Alþingis hálfu að taka hér í taumana, né heldur að stjórn og skipulagning banka- málanna sé með þeim hætti, að allt hafi verið gert, sem unnt, er til 'að koma við sparnaði og hagkvæmni. Þvert á móti er staðreynd sú, að þetta hefur ekki verið gert. Útþenslan á þessu sviði, ofstjórn og óstjórn, er meiri en svo, að við verði unað. Þeirri staðreynd breyta engin orð, hversu ágætir sem þeir bankamenn annars eru, sem láta sér þau um munn fara. Er þar enga einstaka um að saka, heldur kerfið. Að því er vikið í grg. tillögunnar, þar sem segir með leyfi forseta: „Eftirspurn lánsfjár er ótak- mörkuð við ríkjandi lánskjör. Bankar hafa einn og sama verð- mæli, óraunhæfan verðmæli. Sam- keppni þeirra verður því um það eitt að ná til sin stærri hlutdeild sparifjárins. Herkostnaðurinn í stríðinu við að afla auranna vex, verðmætaaukning er engin, en kostnaðaraukning mikil. Hagur viðskiptamanna versnar við þá andhverfu heilbrigðrar samkeppni sem hér er á ferðinni og aðstaða skömmtunarstjóra nútímans er ekki aðlaðandi." Tilgangur okkar flutnings- manna var einmitt sá, að vekja athygli á þessari óheillavænlegu þróun, og vissulega hefur þeim tilgangi verið náð, ef hliðsjón er höfð af því, að þegar hafa verið borin fram tvö frumvörp um bankamálefni og geysimiklar um- ræður hafa orðið um þessi mál síðan tiilagan var flutt, auðvitað m.a. vegna þeirra atburða sem í Landsbankanum hafa gerst. Nú er það ekki svo, að við háttv. þingmaður Pétur Sigurðsson höfum uppgötvað einhvern nýjan sannleika. Þvert á móti erum við aðeins að vekja athygli á staðreyndum, sem fyrir liggja, en ekki hafa fengist ræddar sem skyldi. Ég vil í þessu sambandi minna á álit bankamálanefndar- innar frá 1973, sem hér hefur nokkuð komið til umræðu í sam- bandi við frumvarp háttv. 2. þingmanns austfirðinga um við- skiptabanka. í þessu áliti segir t.d. á bls. 39: „I þessu sambandi verður þó að nefna að samanburður á tölum um hlutdeild bankakerfisins í heildar- vinnuaflsnotkun hér á landi og tölum um sama efni frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, gefur til kynna, að hlutfallsleg vinnuaflsnotkun á þessu sviði hér á landi sé 38—56% meiri en í þessum nágrannalönd- um okkar." gífurlega útþenslu á sviði banka- starfsemi og margvíslega erfið- leika, bæði fyrir þá sem lánastofn- unum stjórna og aðra. Helztu lánastofnanir í þessum nágranna- löndum, auk bankanna, eru spari- sjóðir, og eru þeir sjálfseignar- stofnanir svipað og hér, en ekki í ríkisins eigu. Stundum er því að vísu haldið fram, að einkabankar geti ekki sinnt sumum þeim greinum lán- veitinga, sem opinberir bankar geri, eins og t.d. afurðalánum, þar sem í rauninni sé um taprekstur að ræða.. Auðvitað er það ekkert mál en svo, að lengra verði út í það farið að sinni. Við endurskipulagningu fjár- málakerfisins verður að sjálfsögðu stefnt að sameiningu lánastofnana og fækkun afgreiðslustöðva. Þetta á þó ekki að þurfa að leiða til þess, að þjónusta við almenning verði lakari en nú er, jafnvel þvert á móti. Háttv. 2. þingmaður Aust- fjarða nefndi það hér í framsögu- ræðu fyrir frumvarpi sínu um viðskiptabanka, að landinu mætti skipta í meginatriðum í starfs- svæði milli ríkisbanka. Þetta er að nokkru leyti rétt. en ég vil þó undirstrika,* að ég er eindregið andvígur því að í heilum lands- hlutum sé einungis starfandi ein bankastofnun. Það er hvorki heil- brigðt eða æskilegt fyrir stjórn- endur hennar, né heldur gott fyrir viðskiptavini. Auðvitað verður einhver samkeppni að vera, og í hverjum landshluta þurfa að vera tvö aðalútibú banka og svo um- boðsskrifstofur, þannig að menn geti að minnsta kosti valið á milli tveggja iánastofnana, en séu ekki háðir einum banka en allar aðrar lánastofnanir geti sagt sem svo, eins og raunar á sér þegar stað, að spariféð úr þéssu umdæmi sé í öðrum banka og þess vegna þýði ekki að leita til hins um lánafyrir- greiðslu. Það er skoðun mín, að þrátt fyrir mikinn sparnað og hagkvæmni í bankarekstri og minnkandi starfsmannahald, megi Stórfelldar byggingaframkvæmdir Framkvæmdastofnunar eru hneyksli og verða stöðvaðar Þessi setning ein hefði auðvitað átt að nægja til þess að banka- málunum væri af hálfu Alþingis gefinn meiri gaumur en raunin hefur á orðið. Bankamálanefndin bendir á leiðir til úrbóta og telur brýna þörf á því að sameina bankastofnanir og leggur sérstak- lega til, að Utvegsbanki og Búnaöarbanki verði sameinaðir. Um þetta munu skoðanir vera allskiptar, en ekki getur Alþingi þó skotið sér undan því að ræða þetta mál og leitast við að finna á því happadrjúga iausn. Um- ræðurnar um þetta atriði munu halda áfram í sambandi við þau tvö frumvörp um viðskiptabanka, sem fyrir þingi liggja, og skal ég ekki eyða miklum tíma til þessara hugleiðinga nú, enda á ég sæti í þeirri nefnd, sem mál þessi fær til umfjöllunar á næstu vikum, en þar verður á það reynt, hvort unnt muni vera að ná fram verulegum sparnaði með því að sameina lánastofnanir. Auðvitað koma fleiri leiðir til álita en sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka. Bent hefur verið á, að hyggilegt kynni að vera að sameina einkabankana að meira eða minna leyti. Stjórnendur þeirra munu vafalaust ræða það mál. En husganlegt væri að sjálfsögðu að stofna öflugan einkabanka, sem að verulegu leyti gæti annast viðskipti sem ríkis- bankar nú hafa með höndum ef þeim yrði fækkað. í þessu sam- bandi er vert að benda á, að í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru allir viðskiptabankar í formi hlutafélaga, en hér burðumst við með þrjá ríkisbanka, náttúrulögmál, að afurðalán þurfi að veita með þeim hætti, að bankarnir tapi. Eða eiga menn til eilifðarnóns að hlusta á þá enda- leysu, að á Islandi sé ekki unnt að reka heilbrigða bankastarfsemi vegna aðalatvinnuveganna, að það sé sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði að kenna, að vandamálin hrannast upp í fjármálakerfinu. Mig iangar t.d til að nota þetta tækifæri til að varpa fram hug- mynd, sem ég hef lengi gælt við og rætt við ýmsa áhrifamenn og samstarfsmenn í stjórnmálum, en hún er einfaldlega sú, að við fjármagnsskorti og verðbólgu vanda verði m.a. brugðist á þann veg að leyfa íslendingum að verðtryggja fé sitt í erlendri mynt, t.d. i þýskum mörkum. Ef menn gætu lagt hér inn í fjármálastofn- anir peninga, sem tryggðir væru með þessum hætti, er ekki vafi á því að milljarðar á milljarða ofan myndu koma inn á slíka reikninga. Og ég hygg, að vextir gætu verið lágir, kannske ekki meiri en 3—5% og útlánsvextir þá 6—7%. Þanniggætu atvinnuvegirnir feng- ið þá fjármuni sem þeir þyrftu á að halda, og útflutningsfram- leiðslan gæti í rauninni fengið framleiðslu sína greidda samhliða því sem birgðirnar verða til. Og hér væri um að ræða íslenzkt fjármagn, sem þá væri ekki notað til að flytja inn ýmiskonar mis- jafnlega þarflegan varning og eyða dýrmætum gjaldeyri. Endirinn gæti svo orðið sá, að við tækjum upp gömlu íslenzku mynt- eininguna, mörkina, og notuðum þá krónurnar í stað aura, en enga seðla eða slegna peninga þyrfti þá að eyðileggja. En þetta er meira vel koma þessu fyrir á þennan veg. Þá skal vikið nokkrum orðum að fjárfestingalánasjóðunum. Banka- málanefndin telur að þeir séu nú 17 talsins, en gjarnan megi fækka þeim niður í 9. Nefndin leggur raunar til að um verði að ræða 62% fækkun fjármálastofnana og 27% fækkun afgreiðslustöðva inn- lánsstofnana. En hún leggur áherzlu á, að alls ekki sé gert ráð fyrir að minnka þjónustuna í hinum dreifðu byggðum, heldur telur hún athuganir sýna, að þrátt fyrir fækkun afgreiðslustöðva yrði þjónusta viðskiptabanka og spari- sjóða í öllum byggðarlögum, sem njóta slíkrar þjónustu í dag. Þá er lauslega vikið að þeim tvíverknaði, sem víða er á sviði fjármálastofnana t.d. að því er varðar Seðlabanka annars vegar og Framkvæmdastofnun ríkisins hinsvegar. Þar hygg ég raunar, að um sé að ræða eitt mesta vanda- málið og leyfi mér í því sambandi að benda til greinargerðar þings- ályktunartillögunnar, þar sem segir, með leyfi forseta: „Sjóðakerfið og hagstjórnar- báknið í heild þarf líka að taka til gagngerðrar endurskoðunar, enda enginn efi á því, að þann frumskóg má grisja, engum til meins, en öllum til góðs. Þessi aðgerð þyrfti að spanna allt sviðið frá Þjóðhags- stofnun til minnsta sjóðsins." í álitsgerð bankanefndarinnar er talað um „tvíverknað". Ég held, að í mörgum tilfellum væri réttara að nefna þetta verkleysu. Því miður er það staðreynd, að margt af því, sem verið er að puða við, er gagnslaust. Og ekki nóg með það, heldur flækir það oft mál og torveldar lausn þeirra. Ég er þeirrar skoðunar, að það hafi verið óheillaskref, er Fram- kvæmdastofnun ríkisins var sett á stofn. Hana beri að leggja niður og samræma aðgerðir á sviði fjár- málakerfisins miklu betur en nú er gert. Bæði yrði þá komið við miklum sparnaði en það sem er meira um vert að mínu mati: kerfið yrði einfaldara og ekki jafn vonlítið og nú er fyrir alþýðu að brjótast gegnum frumskóginn. Samt lesum við í blöðum um það hneyksli', að Framkvæmdastofn- unin hyggi á stórfelldar bygg- ingarframkvæmdir í trássi við Alþingi og ríkisstjórn. En það mun verða stöðvað. Nú er mælirinn fullur. Ég fjölyrði ekki frekar um þetta mál. Eins og ég ræddi um áðan hefur tilganginum að nokkru verið náð. Umræða er hafin um einn veigamesta þátt íslenskra stjórn- kerfisins, og þær umræður munu án efa bera ávöxt, ef ekki nú alveg á næstunni þá síðar á þessu ári. Alþjóð er ljóst að úrbóta er hér þörf, og Alþingi hlýtur að taka á vandanum. Þótt í þingsályktunartillögunni sé nefnt það markmið að fækka starfsmönnum fjármálastofnana um allt að tíunda hluta, er auðvitað ekki þörf að segja upp mörgu starfsfólki, heldur að fara varlega í ráðningar í stað þeirra, sem af störfum láta. Bankamála- nefndin telur, að nýskipan banka- mála muni taka allmörg ár og er það sjálfsagt rétt. En aðalatriðið er að stefnan sé mörkuð rétt, horfið frá ofvexti, en stefnt að hagkvæmari rekstri. Fyrst er að ræða vandann, en síðan að takast á við hann. Næstur á eftir Eyjólfi Konráð Jónssyni tók til máls Pétur Sigurðsson, sem jafnframt er annar flutningsmaður tillögunnar. Sagðist Pétur aðeins vilja bæta nokkrum atriðum við, því fyrst, að hann teldi þau ummæli nokkurra bankastjóra, eftir að tillagan var fyrst lögð fram, að það væri ekki verkefni þingmanna að fara að skipta sér af þessum málum, heldur væri það hlutverk bankanna sjálfra, nokkuð furðu- leg, þar sem það væri einmitt hlutverk Alþingis að ræða slík mál. — Þá lýsti Pétur Sigurðsson sig andvígan sameiningu Útvegs- banka íslands og Búnaðarbanka íslands, þar sem þar færu mjög ólíkir viðskiptamannahópar, væri í því sambandi eðlilegra að sameina Útvegsbankann og Iðnaðarbank- ann þar sem þar færu saman hagsmunir fiskVinnslunnar og iðnaðar. Þá tók til máls Albert Guðmundsson og sagði það hreint skop að þessi tillga væri þar fram komin sérstaklega þegar þess bæri að geta að flutningsmenn hennar væru tveir af dyggustu stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar, því til skýringar sagði Albert að það væri furðulegt að Alþingi, að fara að skipa ríkisstjórninni og veita henni heimild til að framkvæma hluti sem bæði væru í hennar verkahring og á hennar valdssviði. En að öðru leyti lýsti Albert sig sammála flestum þeim atriðum sem í tillögunni koma fram. — Þá tók Eyjólfur Konráð Jónsson aftur til máls og sagði það einmitt vera eitt af höfuðverkefnum þing- manna að hafa stefnumótandi áhrif á gerðir ríkisstjórnar og ríkisvaldsins í heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.