Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 23 Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, heimsótti sveitir ísraelsmanna við landamæri Líbanons í gærmorgun, og var þá þessi mynd tekin. í fylgd með Begin í ferðinni ver Ezer Weizman, varnarmálaráðherra Israels. Panamaskurður: Stefna Carters sigr- aði í öldungadeildinni Washington yi. marz Reuter. BANDARISKA oldungadeildin hyrjar í dag að fjalla um seinni samninginn um Panamaskurðinn eftir að hafa staðfest þann fyrri með breytingum sem ollu því að kallað var saman til skyndifund- ar stjórnar Panama. Atkvæða- greiðslan í gær um fyrri samn- inginn — um hlutleysi skurðar ins — fór þannig að hann var samþykktur með 68—32 atkvæð- SKÝRT var frá því í Kinshasa, að 14 menn, sem voru sekir fundnir á fimmtudag um að hafa ætlað að steypa núverandi forseta Zaire, Mobuto Sese Seko, af stóli, hefðu verið teknir af lífi í gær. Fjórtánmenningarnir voru í um. Þetta var aðeins einu atkvæði meira en þeir tveir þriðju. sem þarf tii að samningurinn öðlist staðfestingu en er engu að síður túlkað sem meiriháttar sigur fyrir þá utanríkisstefnu sem Carter Bandaríkjaforseti hefur fylgt. Samkvæmt seinni samringnum munu Bandaríkin hverfa frá yfir- ráðum yfir skurðinum í lok þessarar aldar. Búizt er við hópi 91 Zaire-íbúa, sem ásakaður var um tilraun til valdaráns. Málaferli þeirra hófust í fyrri viku og enduðu nú á fimmtudag. Saksóknari ríkisins krafðist þess upphaflega að 28 yrðu dæmdir til dauða, og voru flegtir þeirra herforingjar eða aðrir háttsettir menn innan hersins. atkvæðagreiðslu um þetta efni snemma í næsta mánuði. Endur- bætur á fyrra samkomulaginu gefur Bandaríkjunum sjálfstæðan rétt til að beita hervaldi til að opna skurðinn eða hefja á ný starfrækslu hans. Samningurinn sjálfur gefur og Bandaríkjunum rétt til að bregð- ast við hverri ógnun sem þeim virðist beinast að öryggi skurðar- ins. Enda þótt Bandaríkjamenn fái ákveðinn rétt til að beita hervaldi er þó tekið fyrir allan vafa um að þeir geti á nokkurn hátt hlutazt til um innanríkismál 'Panama. Carter forseti féllst á þessar breytingar snemma í gærdag en í gærkvöldi kvaddi síðan þjóðhöfð- ingi Panama, Omar Torrijos, stjórnina saman til skyndifundar til að ræða um það hvort þetta breytti þeim samningi sem hann og Carter hefðu undirritað í sameiningu í september sl. 14 teknir af lifi í Zaire Kinshasa. Zairo. 7. marz. AP. Franskur þingmað- ur fórst í Mulhose. Frakklandi 17. marz Reuter. ANDRE Boulloche, einn helztur framámanna franska Sósíalista- flokksins mun hafa látizt í flugslysi í dag ásamt tveimur mönnum öðrum sem voru að fara saman til kosningafundar 1 aust- urhluta Frakkiands. Vont veður var á þessum slóðum og villtist vélin af leið og hrapaði rétt við landamæri V-Þýzkalands. Þetta gerðist Laugardagurinn 18. marz er sjötugasli og sjöundi dagur ársins. Eftir lifa 288 dagar. 1978: Tilkynnt í Bretlandi aö Margrét prinsessa og Snowdon lávaröur munl sifta samvistum. 1974: Oifuframieiösluríkin — nema Lfbýa og Sýrtand — haetta olfusölu- banni á Bandaríkin. 1971: Indira Gandhi vinnur embættis- eiö sinn. sem forsætisráðherra Ind- lands þriöja sínnl. 1970: Sihanouk þjóöhöföingja Kam- bódfu er bylt frá völdum meöan hann er f heimsókn í Moskvu. 1967: Rússar reka tvo kínverska diplómata frá Moskvu og saka þá um andsovézka starfsemi. 1965: Farouk fyrrverandi Egyptalands- konungur andast f útlegö í Rómaborg. 1962: Vopnahléö í Alsírstyrjöldinni er undirritaö af Frökkum og fulltrúum uppreisnarmanna Alsír f Evian- les-bains í Frakklandi. 1959: Hawaii verður 50. ríki Bandaríkj- anna. 1922: Mahatma Gandhi er dæmdur í sex ára fangelsi í Indlandi. 1913: Georg I. Grikklandskonungur er myrtur í Saloniki. 1865: Paraguay byrjar stríö gegn Argentínu, Brazilíu og Uruguay. 1776: Hersveitir Georgs Washington taka Boston. Afmælisbörn dagsina: Grover Cleve- land, bandarfskur stjórnmálamaöur, Rimsky Korsakov, rússneskt tónskáld, Friörik III konungur í Danmörku. Hugleióing dagsins: Venjur eru ekki alltaf jáfn visar og lög en jafnan vinsælli. — Benjamin Disraeli, brezkur stjórnmálamaöur (1804 — 1881) flugslysi Boulloche var 62 ára gamall og dauði hans gæti reynzt meirihátt- ar áfall fyrir Sósíalistaflokkinn. Boulloche var talinn fjármálaráð- herraefni bandalags vinstrimanna ef það næði meirihluta í síðari hluta kosninganna. Boulloche var menntamálaráð- herra í fyrstu stjórn de Gaulle 1958 og í stríðinu gat hann sér ungur gífurlegan orðstír fyrir hetjulega og dirfskulega frám- göngu. Hann sat um hríð í fangabúðum nazista í Buchenwald en lifði vistina af og var leystur úr haldi af Bandamönnum 1945. Boulloche hafði verið fulltrúi Sósíalistaflokksins á þingi síðustu tíu ár. Karpov og Spassky sigruðu Bugojno. Júgóslavíu Ifi. marz. AP. ANATOLY Karpov, heimsmeistari í skák, og Boris Spassky urðu efstir og jafnir á alþjóðaskákmótinu í Bugojno, sem lauk í dag. Þeir hlutu háðir 10 vinninga af 15 mögulegum. „Ég er ánægður méð úrslit móts- ins og yfir heildina ánægður með taflmennsku mína,“ sagði Karpov, en hann bætti því við að hann hefði tekið þátt í mó.tinu til að þjálfa sig fyrir einvígið á móti Korchnoi. Spassky var einnig ánægður með sigur sinn, en Spassky sagði að mótið hefði verið mjög erfitt, allir hefðu barizt af alefli. Úrslit í 15. og síðustu umferð urðu þessi: Spassky vann Miles, Karpov vann Portisch, Larsen vann Ivkov, Vukic vann Hiibner. Þá gerðu þeir Ljubojevic og Tal, Hort og Gligoric, Byrne og Timman og Bukic og Balashov jafntefli. Lokastaóan í mótinu varó því þossii I, —2. Karpov ok Spassky móð 10 vinninKH. 3. Timman með níu vinninKa. 4. -5. Tal ok Ljubojevis með átta ok hálfan vinninK- 6.-7. Ilort ok Larsen með átta vinninKa. 8.-9. Htlbner ok Balashov með sjö ok hálfan vinninK- 10. Miles með sjö vinninKa. II. —12. Ivkov <>k Portisch með sex ok hálfan vinninK- 13.—I I. Vukic <>k Byrne með sex vinninyca. 15.—16. (ilÍKoric ok Bukic með fimm ok hálfan vinninK- Ormjótt á mununum 1' Q Irtl QYIfll Margir telja stjórnar- MS 1 €U\J\lClllUl flokkana halda velli Veður víða um heim Amsterdam 6 skúrir Apena 20 bjart Berlin 5 skýjað BrUssel 7 skýjað Chicago 2 bjart Frankfurt 10 rigning Genf 7 skýjaó Helsinki -3 snjókoma Jóh.borg 24 sólskin Kaupm.höfn 6 snjókoma Lissabon 17 sólskin London 8 sólskin Los Angeles 32 bjart Madrid 11 skýjaó Málaga 14 bjart Moskva 7 skýjaó New York 4 skýjaó Ósló -7 snjókoma Palma 10 skýjaó París 9 bjart Róm 16 skýjað Stokkh. -4 snjókoma Tel Aviv 19 bjart Tokýó 15 bjart Vancouver 9 skýjaó Vin 13 bjart París 17. marz AP. FRAKKAR munu kveða upp úr með það á sunnudaginn kemur hvort þeir afráða að halda í það, sem eftir er af skugga- mynd þess kerfis og stjórnfyr- irkomulags sem Charles de Gaulle skóp, ellegar skipta um og setja í veldisstól samsteypu- stjórn _ sósíalista og kommún- ista. Án efa verður mjótt á mununum. ( Núverandi stjórnarflokkar virðast sem stendur hafa örlítið sterkari stöðu. Það kemur mörg- um á óvart, þar sem vikurnar fyrir kosningar bentu niður- stöður skoðanakannana til þess að bandalag sósíalista og komm- (•iscard Barre únista myndi sigra væru kosn- ingar haldnar þá. Flestir stjórnmálasérfræðing- ar nú spá mjög veikum meiri- hluta fyrir stjórnina og í frönskum fjármálaheimi eru og merki þess að menn hafi trú á því að stjórnarflokkarnir haldi velli, því að verðbréf hafa hækkað í verði síðustu daga og staða frankans gagnvart dollar hefur styrkzt að mun. Þó svo að stjórnarflokkarnir næðu aðeins nokkurra sæta meirihluta myndi þar með Frakklandsfor- seti og stjórn hans fá svigrúm og aðstöðu til að stöðva öll þau hressilegu þjóðnýtingaráform, svo og breytingar á sviði félags- mála sem vinstrimenn hafa boðað. En ljóst er sem stendur að hvorugur aðilinn vill vera um of sigurviss, enda væri slíkt fá- sinna. Frakklandsforseti hvatti landa sína til þess að beita „greind sinni og íhygli í mikil- vægri ákvarðanatöku sem varð- aði þjóðarheill" og þarf víst enginn að fara í grafgötur með það hvað í orðum hans felst. í fyrri umferð kosninganna á sunnudag fengu sósíalistar um það bil 23 prósent atkvæða samanborið við um það bil 19 prósent árið 1973. Kommúnistar fengu 20.5 prósent, eilítið minna en við síðustu kosningar. Að lokinni fyrri umferðinni ráða sósíalistar og kommúnistar nú 182 sætum og engum bland- ast hugur um að þeir muni fá snöggtum meira í kosningunum nú á sunnudaginn. En það sem skiptir sköpum í síðustu um- ferðinni er þó ekki atkvæða- magnið sem næst heldur hvern- ig það skiptist með tilliti til þingsæta, vegna kjördæmafyrir- komulags í landipu. Nú þegar í ljós kemur að vinstrabandalagið er aðeins hársbreidd frá sigri hafa ýmsir fylgismenn sósíal- ista eilítið hopað á hæli. Þeir óttast að stjórn sem kommún- istar ættu sæti í gengi of langt. Því gæti verið að margir fylgis- menn sósíalista gripu til þess ráðs á sunnudaginn að greiða ekki atkvæði og þar með gætu úrslitin einnig verið ráðin. Þá ber og mörgum saman um að sá áróður stjórnarflokjcanna, sem uppi var hafður í kosningabar- áttunni, að ef tæki við stjórn kommúnista og sósíalista myndi á ný taka við sú ringulreið sem ríkti í frönsku stjórnmála- og þjóðlífi í mörg ár áður en de Gaulle kom til valda. Ýmislegt hefur og þótt benda til að ekki yrði fullkomin eining og friður í stjórnarsamstarfi kommúnista og sósíalista og allt hefur þetta orðið vatn á myllu stjórnar- flokka. En samt sem áður treysta fáir sér til að kveða upp úr með það hver úrslitin verði, svo mjótt er á mununum. Marchais Mittcrrand

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.