Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978. 14 Einar Pálsson fyrrv. bankaútibússtjóri: Selfoss hreppur eða kaupstaður? Þetta er mál, sem hefur átt sér nokkurn aðdraganda, sem nauð- synlegt er að skýra fyrir ókunnug- um. Af hálfu nokkurra hrepps- nefndarmanna' var allt í einu sett í gang svonefnd skoðanakönnun 8. janúar s.l., án þess almenningi væri gefið færi á að kanna eða ræða þessi mál. Aðeins bornar á borð órökstuddar fullyrðir.gar fyrir kaupstaðarhugmyndinni, en skilnaður yið sýsluna talinn nauð- synlegur til að öðlast fullt frelsi. Höfuðpaurinn í þessu öllu er Óli Þ. Guðbjartsson, oddviti hrepps- nefndar. Fékk ég áhuga á að kynna mér undirbúning málsins heimafyrir, fá mér þess vegna bækling um málið, sem Magnús E. Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Sam- bands ísl. sveitarfélaga, samdi og dreift var meðal almennings á Selfossi 4. janúar. Hringdi ég því til oddvita svona 10. janúar og bað hann að senda mér þennan bækl- ing og lofaði hann þvi með ljúfu geði. Nú leið vika, en ekki kom sendingin, hringdi ég þáá nýl6. janúar. Þá viðurkenndi hann að hafa gleymt þessu, en úr því skyldi bætt samdægurs. A bóndadaginn, 20. janúar, var enn ekkert komið og talaði ég þá enn við hann og þótti leitt að fá ekki að sjá ritið. Brást hann þá ekkj vel við og sagði, að úr því ég Hún er ekki í eilífr.i náöinni Eyrarbakkahöfn. Framkvæmdadráttur sá verður tæplega skýrður haldbærum rök- um. Svo virðist sem lúmskur dragbítur ráði framkvæmda- hraðanum. Sigit hægri ferð, aldrei fullri. Hálfkarað verkið árum saman veldur. bæ og nærsveitum milljarða fjártjóni. Höfn opin í báða enda eða annan hentar ekki á Bakkanum. Sparsemi er ekki ætíð traustur gróðavegur, hitt er algengt að hún komi þeim sem hana iðka óþyrmilega í koll, það hefur sannast svo ekki verður um deilt á Eyrarbakka og Stokkseyri. Ljós vottur eru myndir af skipum stórskemmdum uppi á sjávar- kömbum á fárra ára bili og útgerðin að hluta í molum þá vertíðina. Eftir mikið japl og jaml og fuður var loks hafist handa 1963 um hafnargerð á Eyrarbakka með því að steyptur var 250 m langur garður á skerjum sunnan legunnar. Suður-garðurinn hefur uppfyllt allar vonir sem við hann voru bundnar, staðizt öll stórbrim sem komið hafa, án þess að láta á sjá svo séð verði. Nú er beðið byrjar og næst hafizt handa 1976 með því að hlaðinn var 160 m langur öflugur grjótgarður frá austurenda suður- garðs til norðurs, uppundir sjó- varnargarðinn. Einnig hefur þessi garður reynzt betur en nokkurn óraði, þó er hann ekki að fullu frágenginn. Þegar SSV-stórviðrið gekk yfir Suðurland 15. desember sd., þá fékk austurgarðurinn sína fyrstu eldskírn. Hana stóðst hann með ágætum, ólguhreyfing innan hafnargarða minnkaði fullkom- lega eins og ráð hafði verið fyrir gert, meðan vestrið enn þá er opið. Engar skemmdir urðu á austur- garði i hamförum sjávar 15. desember. Eftir að þessi góða reynsla er fengin af suður- og austurgarði, þá mæla öll rök með því að ljúka verkinu strax á næsta sumri. Ingólfur er mjög hlynntur hafnarbótum á Suðurlandi. Hann væri manna líklegastur, svona í lokin, til að hrista saman þingliðið til fylgis við mjög brýnt verk, en það er að loka vesturenda Eyrar- bakkahafnar, áður en stórtjón treysti sér ekki, sem mér þótti til þrautar reynt, þá skyldi ég snúa mér til einhvers annars með þetta efni. — En vitað var af því sem áður hafði komið fram, að hann einn hafði undir höndum allt sem eftir var af ritinu. Fannst mér þetta lítilsvirðing, í stað þess að efna gefið loforð er hann eini oddvitinn á Selfossi sem ekki hef- ur efnt orð sín við mig. Málflutn- ingur har* allur er svo einhliða að ekkert annað kemst að en að öðlast þessi „dýrmætu" bæjar- réttindi og það ekki seinna en í vor. Rétt eins og hann vonaðist til að verða sjálfkjörinn einvaldur forseti bæjarstjórnar. En nú þarf að virða fyrir sér kosti og galla við málið og mál- flutning fyrirsvarsmanna. Verður þá fyrst fyrir sjálf atkvæða- greiðslan, sem mér finnst ekki marktæk, þó meirihluti greiddi atkvæði með, aðeins 53% greiddu atkvæði. Á kjörskrá voru 1944, já sagði 751 en nei 278 og auðir 16. A kjörskrá voru hafðir 18 ára, ekki var samþykkt hreppsnefndar fyr- ir því, heldur einhliða ákvörðun oddvita sjálfs. Hvað mælir með og hvað á móti? Árnessýsla er öflugt sýslu- félag, Selfoss hefur vaxið upp f hjarta sýslunnar, þar hafa orðið höfuðstöðvar bænda á ýmsum sviðum, kaupfélag, mjólkurbú, yerðúr á suðurgaöi með því að láta vesturenda hans hanga lengur án viðsprynu innan frá. En fleiri þurfa að ljá lið Bakkahöfn. Flóinn og öll sýslan hafa mikilla hagsmuna að gæta í máli þessu. Þegar vestrinu hefur verið lokað þá getur Bakkahöfn afgreitt flest flutninga- og fiski- skip, en það er sýslunni árvisst milljónavirði. Flóamenn hafa get- að staðið fast saman um þörf málefni, og nú er komið að höfninni ykkar, hún er eitt af þeim. Sveitarfélögin gætu sem bezt hlaupið undir bagga með aðstoð í einhverri mynd. Almenn- Einar/Þálsson sláturfélag o.fl. Hugmyndir eru um að bæta þar við ýmsum stofnunum. En verður af því ef hreppurinn skilur við sýsluna? Því virðist hreppsnefndin hafa gleymt. Þrótt sinn og allt gengi má Selfoss einmitt þakka þeirri aðstöðu að vera einn af hreppum sýslunnar. ar óskir til réttra aðila um að ljúka verkinu sem fyrst er á sinn hátt peningavirði. Vel verður að vanda það verk, sem lengi á að standa. Bezt gæti reynst að loka vesturopi hafnar- innar með tveimur öflugum 100 m görðum. Vegna ölduþunga að vestan er tryggara að steypa útgarðinn allar. niður á fast og einnig innri garðinn upp fyrir flóðmörk, svo að öll ólga verði lokuð úti. Samskeyti suðurgarðs og ytri garðs verða að vera sérstaklega vönduð að efni, styrk- leika og allri gerð. Hvort hlaða þarf stórgrýti utan á ytri garðinn, Ef kaupstaður verður lögfestur, leiðir af því að ýmsum félags- stofnunum verður skipt, til dæm- is má nefna Vörubílstjórafélag Ánessýslu, þá sundrast það og bíl- stjórar á Selfossi missa öll rétt- indi, sem þeir hafa haft til jafns við alla Árnesinga. Það hefur ver- ið nokkur tíska um skeið að koma á fót smákaupstöðum. Þar hefur undirrótin oft verið sú að fá fógetaembætti inn í plásSið. En það embætti er einmitt á Selfossi. Ef breyting verður á, þarf að skipta öllum skjölum embættisins i tvennt, svo sem veðmálabókum, til óþæginda fyrir alla er hlijt eiga að máli. Eg náði í greinargerð þá sem hreppsnefndin sendi út, þó Óli oddviti gleymdi, auðsjáanlega viljandi, að senda mér. Hún er hlutlaus og vel samin af fræði- manni, þar er ekkert að sjá er mæli fremur með kaupstað en á móti. Lika hef ég náð í greinar- gerð um kaupstaðarréttindi fyrir Selfoss, samda í janúar 1973. Þá átti líka að gera staðinn að kaup- stað, en var fellt i almennri at- kvæðagreiðslu, ásamt svokölluðu Votmúlamáli. Þá voru í meiri- hluta hreppsnefndar sömu menn og nú, en hafa gengið með þessa dellu í maganum síðan. Væri ágætt að ÓIi og Páll hættu afskipt- um af hreppsmálum, en þeir stóðu að Votmúlakaupunum, sem voru felld. Ég hef séð skrif Öla Þ. Guðbjartssonar í blaði Junior Chamber Selfossi, sem kom út i haust. Þar tínir hann til allt, sem honum dettur í hug með kaup- staðarhugmyndinni. Hann segir: „Hvað vinnst með breytingu í kaupstað, það er ekki auðvelt að telja upp öll þau atriði, sem breyttust við það að sveitarfélag yrði að kaupstað.“ Og telur síðan upp nokkur léttvæg atriði. En segir svo: „Meginkjarni þessa honum til halds og trausts, fer eftir efnismagni steypu og gæðum blöndu og járns sem hann er smíðaður úr. Sama gildir um garðinn úr landi, en þann hluta hans, sem er á þurru um stór- straumsflóð, væri ef til vill nægilegt að hlaða úr stórgrýti eins og notað var i eys’tri garðinn. Þó verður að hafa í huga, að áhlaðandi gæti reynzt hærri og þyngri vestan frá. F.ftir að hafnir hafa verið afmarkaðar rneð hafnargörðum þá veltur á miklu að vel takist að koma fyrir bryggjúm, dráttarbrautum, lýs- ingu, vatnslögnum o.s.frv. Þegar máls er þó sá, að sveifarfélagið ætti að vera betur í stakk búið til þjónustu við ibúa sína eftir en áður. Fjöldi þeirra sveitarfélaga, sem aflað hafa sér þessara rétt- inda á undanförnum árum, er í rauninni næg sönnun í þessu efni.“ Já, einmitt það, þar hefur einn elt annan, alveg út í bláinn af misskildum hégómaskap. Hefur Alþingi verið allt of eftirlátt ýms- um duttlungum í þessu efni. Nú biður Selfoss um það sem staður- inn hefur í hendi sér eins og er. A Selfossi hefur komið út hlutlaust fréttablað um skeið, að nafni „Ar- blaðið". 5 janúar birti það myndir af nokkrum borgurum og svör þeirra við spurningunni: „Ert þú fylgjandi þvi að Selfoss fái kaup- staðarréttindi?“ Svör af ýmsum gerðum komu fram, en það frumlegasta var þó það sem afgreiðslukona i Kaup- félagi Arnesinga lét frá sér fara: „Já vegna þess að við eigum að notfæra okkur kosti okkar og vera ekki með sveitirnar á okkar herð- um.“ Þetta er svart, eitthvað hafa Ó.Þ.G. og félagar verið búnir að koma sínum skoðunum á flot, eða er skoðun kaupfélagsfólks þessi? Fróðlegt væri að fá umsögn kaup- félagsstjóra um það. Ég hef álitið að Selfoss hafi dafnað af athöfn- um bænda en ekki öfugt. Það er verið að reyna að tæta Arnessýslu í smá búta, ef þetta fær byr. Geta þá ekki Hveragerði og Þorlákshöfn komið í kjölfarið? Ef kaupstaður verður lögfestur, er ekki víst að sjálfsagt þyki að setja allar stofnanir niður á Sel- fossi í framtíðinni eins og verið hefur. Gæti þetta því orðið hnekk- ir fyrir staðinn, i kaupbæti á kaupstaðartignina. Alþingi þarf að bjarga málinu og segja NEI. Einar Pálsson. brimvarnargarðar verða ekki notaðir sem viðlegubryggjur, eins og er í Bakkahöfn, þá verða allir að sameinast um að fullt raunsæi ríki þegar ákvarðanir eru teknar varðandi framkvæmdir á hafnar- svæöinu. Engin kví af neinu tagi fyrir- finnst á landi hér, en henta vel og eru til mikilla þæginda og sparnaðar þar sem flóðhæð er mikil eins og við Faxaflóa og SV-land. Það hentaði vel í Eyrarbakka- höfn, að gera kví til dæmis að byrja með fyrir fiskiskipin, en þó af þeirri gerð að hægt væri að taka inn öll skip sem þangað sigla. 150x125 m kví gæti kannski dugað til að byrja með. Tvær lokur þarf fyrir innsiglingu til að hægt væri að fleyta skipum inn og út, hvernig sem stendur á sjó. Einn bás, 50x12 m þurrkví, þarf að komast fyrir þar sem hentar bezt landmegin við kvína til að hægt verði að hreinsa skip og gera við. Þar dygði að hafa einfalt rennilok. Skorða síðan skipin út í dokkuvegginn og dæla út úr básnum. Þessi bás gæti orðið arðsamur, því betra er hjá sjálfum sér að taka en þurfa að sækja uppsátur út úr þorpinu. Þegar kvínni er markaður bás og viðgerðardokku, þá verður einnig að hafa í huga þægindi sem fylgdu í kjölfar smasleða upp frá viðgerðardokku fyrir einn bát til lengri viðgerða eða nýsmíði, sem þá væri hægt að flotsetja beint í dokku. Þá vantar eina loku til viðbótar til að nota við upp- og niðursetningu. Álla staðhætti verður að rannsaka strax í byrjun til að hvað reki sig ekki á annárs horn síðar. Til að spara innflutning efnis væri rétt að steypa sem mest viðlegukanta. Bezt er að allar viðlegubryggjur séu vel uppúr sjó við hæstu stórstraumsflóð. Allar fjórar lokur býst, ég við að hægt verði að smíða úr íslenzku áli. Renniloka, bogalokur og sleð- ann ætti að vera hægt að smíða í sýslunni. Nú er mál að halda í land. Vona að hafarmál Sunnlendinga leysist farsællega á næstu árum. Beztu kveðjur, Steindór Arnason. Steindór Amason: Seinagangur Eyrarbakkahafnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.