Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 35
35 að eignast hlutabréf í þeim eftir ákveðnum reglum og samningum. Það er enginn vafi á því, að ýmiss konar iðnaður er það, sem mestu máli skiptir í uppbyggingu at- vinnulífsins á íslandi í náinni framtíð og á ég þá bæði við fiskiðnað og verksmiðjuiðnað í sambandi við áframhaldandi raf- væðingu og orkuvinnslu í land- inu. I slíkum iðjuverum og verksmiðjum vinnur fjölmennt starfslið. Hin stóru verkefni Ég er þeirrar skoðunar, að þegar við Islendingar ráðumst í að leysa þannig stór verkefni í atvinnulífinu þá eigum við ekki alltaf að einblína á ríkisvaldið eins og raunin hefur yfirleitt orðið hér í sambandi við lausn þessara mála, svo sem ábyrðar- verksmiðju og sementsverk- smiðju, álverið í Straumsvík og járnblendiverksmiðjuna í Hval- firði, sem nú er í smíðum, byggir ríkið svo í samvinnu við erlenda aðila. Ég tel, að slík fyrirtæki eigi að byggja á vegum hlutafélaga á breiðum grundvelli. Eflaust yrði ríkið að vera stór aðili að svo stórum og fjárfrekum fyrirtækj- um eins og fjármunamyndun er háttað hér á landi nú og jafnvel erlendir aðilar, við því er í sjálfu sér ekkert að segja. En það á að gefa starfsmönnum þessara fyr- irtækja kost á að eignast hluta- bréf í þeim, sem einhverju nemur. Nú segir það sig auðvitað sjálft, að verkamenn og aðrir starfsmenn snara ekki út háum upphæðum til hlutabréfakaupa í upphafi, heldur á að taka þetta upp í samninga fyrirtækisins og starfsmannaanha, þannig að starfsmenn geti eignast ákveðna upphæð í hlutabréfum á hverju ári og þá á ég við hlutabréfaeign, sem einhverju máli skiptir. A þennan hátt ætti að skapast meira traust á milli fyrirtækisins og starfsmanna þess og þar með draga úr deilum og viðsjám. Og þetta verkefni og annað sem þarf að vinna að í þessu sambandi er einmitt að mínu áliti framtíðar- mál, sem þarf að huga að á þessum vettvangi. Skyldusparnaður og atvinnuvegirnir Ég vil nefna það, að við erum hér með í gildi lög um skyldu- sparnað, sem nemur mig minnir 1000 millj. á ári, þar sem menn eru samkv. lögum skyldaðir til að kaupa spariskírteini af ríkinu til að það geti staðið undir sínum útgjöldum m.a. til þess að leggja fjármagn beint í verksmiðjur og atvinnutæki og auðvitað til ann- arra hluta. Því skyldi þetta fjármagn ekki eins geta gengið inn í atvinnulífið. Og það þarf að gera meira, það þarf að gefa öllum almenningi í landinu kost á að eignast hlut í stómm atvinnufyrirtækjum, það styrkir stöðu þeirra og hefur sína þýð- ingu á vinnumarkaðinum. En til þess að gera þetta mögulegt þarf hins vegar margt að breytast. Það verður að draga verulega úr verðbólgunni og það þarf að breyta mörgum lögum,- svo sem lögum um hlutafélög sem eru orðin gömul og úrelt, en nýtt frv. mun nú vera komið fram um þau efni. Þá þarf að gera vissar breytingar á skattalögum og sömuleiðis vinnulöggjöfinni. Tímabært að huga að nýjum leiðum En ég vil að lokum leggja á það áherslu, að þau máí, sem þessi þáltill. fjallar um, sáttastörf í vinnudeilum og bætt samskipti og samstarf aðila vinnu- markaðarins bæði við undirbún- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Bílar eftir JÓHANNES TÓMASSON 260. Eyðslan er talin vera 11—12 í 240 en fer vart undir 15—16 í 260 sé hann sjálfskiptur. Benzíntankur er 60 lítra í báðum. Stærð hjólbarða hefur verið minnkuð úr 15“ í 14“. Sem kunnugt er framleiðir Volvo einnig tvær gerðir minni bíla, Volvo 66 og 343, en þeir eru báðir sjálfskiptir. Fram til þessa niun 343-bíIlinn ekki hafa fengið mjög góða dóma, en hann hefur einnig verið endurbættur talsvert og kváðust umboðs- menn vonast til að honum yrði meiri gaumur gefinn. Kostar hann nú frá um 3,1 milljón kr. og er því á nokkuð svipuðu verði og aðrir bílar í sama stærðar- flokki. Má því segja að hyggist menn verja um 5 milljónum til bíla- kaupa er óhætt að mæla með Volvo, þar fá ökumenn flest það sem þeir girnast og reyndar sjálfsagt í öllum gerðum á því verði sem hver og einn ræður við. Að lokuni skal getið nýjungar er Veltir fór af stað með fyrir 2 árum, en það er að gefa út blað tvisvar á ári, fréttablað þar sem greint er frá ýmsu er snertir Volvo-eigendur. Blaðið fá eig- endur sent heim og auk þess liggur það frammi hjá umboðs- mönnum. Mælaborð er lítið breytt og í 2G4 GL gerðinni eru rafmagnsrúðu upphalarar í framhurðum. Öryggisbelti eru fyrir alla bæði framí og í aftursætum. ing og gerð kjarasamninga hverju sinni og ráðstafanir til að sætta vinnu og fjármagn sem langtímamarkmið á breiðari grundvelli, eru einhver þau þýð- ingarmestu mál, sem leysa þarf hér á landi í dag. Ástandið í þessum efnum eins og það er í dag er nánast sagt hreint óþol- andi. Það er starfað eftir vinnu- löggjöf, sem er víðs fjarri því að vera í nokkru samræmi við aðstæður í nútima þjóðfélagi á íslandi, enda þótt þessi lög hafi eflaust átt fullan rétt á sér, þegar þau voru sett árið 1938 og voru þá það haldreipi, sem verkalýðs- hreyfingin Jaurfti á þeim tíma á að halda. Ég ætla ekki að ræða einstök atriði í þessu sambandi, en það er magt í þessum lögum sem vissulega þarf að breyta. En sú þáltill. sem hér er til umræðu, byggir á því að áfram verði kjárasamningar launþega og vinnuveitenda leystir með frjáls- um samningum og ég hygg, að það sé skoðun þeirra, sem vinna að þessum málum, launþegasam- takanna og vinnuveitenda, að það sé og verði framvegis affarasæl- ast. Ef vel tekst til í anda þeirrar meginstefnu, sem felst í þessari tillögu og ég hef reynt að skýra í stórum dráttum í þessari framsöguræðu, þá er ég þeirrar skoðunar, að koma mætti á mjög viðunandi ástandi í þessum efn- um, þ.e. stéttasamstarfi í stað stéttastríðs. Ég held, að allur almenningur í landinu sé fyrir lbngu búinn að fá meira en nóg af því fyrirkomulagi, sem nú gildir í kjaramálum með tilheyr- andi verkföllum og ómældum vandamálum og tjóni fyrir alla aðila, þegar upp er staðið. Nýtt fyrirkomulag við meðferð þess- ara mála í samræmi við aðstæður í nútíma þjóðfélagi ætti að vera eitt aðalviðfangsefni Alþingis og ríkisstjórnar nú þegar og á næstu tímum. Ég held, að þjóðin bíði eftir því. — Sextugur Hans Valdimarsson Framhald af bls. 21 hér í Vatnsfirði til afmælisbarns- ins fyrir margháttaða aðstoð, ekki sízt er ég hef verið að heiman, og einnig er við hjónin höfum farið eitthvað frá, þá hafa börnin unað sér vel á þessum nágrannabæ og verið þar örugg á hans góða heimili. Hafa og verið í mörg ár gagnvegir þessarra heimila í millum og viðskipti margvísleg. Vil ég í þessu sambandi nefna sóknarnefndarstörf og starf hans sem meðhjálpara við Vatns- fjarðarkirkju til fleiri ára, sem hann rækir af háttvísi og alúð. Veraldlegt kvabb allskonar, hef ég uppi haft við Hans Aðalstein og jafnan verið vel á því tekið, er unnt hefur verið. Vil ég hér og nú þakka þér fyrir gott samstarf og alla hluti vel gerða mér til handa. Ég þakka þér fyrir hönd konu minnar og barna. Nágrenni þitt hefur verið okkur mikils virði. — Að öðru leyti: Hans Aðalsteinn gekk að eiga konu sína 1944 og bjuggu þau í Skálavík, en fluttust 1946 í Miðhús, er þau festu kaup á þeirri jörð. Þeim varð auðið fjögurra dætra og eru allar hinar myndarlegustu, Jónína Jórunn gift í Súðavík, Björg Valdís einnig gift í Súðavík, Asdís Margrét óg. og Þóra gift í Bolungarvík. Einnig ólst upp hjá þeim hjónum stjúp- dóttir hans Hulda, nú húsfreyja á Látrum hér í sókn og var hann henni sem bezti faðir. Þá kom í Miðhús ungur að árum Sigurður H. Karlsson frændi húsfreyju og er hann í raun fóstursonur þeirra. Heill þér sextugum! Gæfan fylgi þér sem verið hefur. Hamingju- óskir okkar allra samsveitunga þinna fylgja þér á veg fram á 7. tuginn. Lifðu heill! Á 3. s.d. í föstu 1978. Sr. Baldur Vilhelmsson, Vatnsfirði. Volvo 264 GL er rennilegur að sjá og liggur vel á vegi. Sætin eru stillanleg alveg að óskum ökumanns og fer mjög vel um hann undir stýri. Sitthvað um V olvo - fj ölsky lduna Um árabil hefur Volvo aug- lýst undir því slagorði að vera í fararbroddi hvað varðar öll öryggisatriði og var- hann fyrsti bíll sem hafði ör.vggisbelti sem fastan fylgihlut. I fyrra áttu Volvo verksmiðjurnar 50 ára afmæli og árið 1929 voru fyrstu umboðsmenn utan Svíþjóðar valdir. Hér á landi var það Halldór Eiríksson og árið 1949 tók við fyrirtækið Sveinn Björnsson og Ásgeirsson hf., síðar Gunnar Ásgeirsson hf. og að lokum Veltir frá 1968. Á síðustu 10 árum hefur Veltir flutt inn tæplega 3000 bíla af Volvo-gerðum að vörubíl- um meðtöldum. Skv. könnun er gerð var fyrir nokkru voru Volvo-bifreiðarnar í 20. sæti í bílaeign landsmanna árið 1955, árið 1965 voru þeir í 10. sæti og í 5. sæti árið 1975. Volvo framleiðir nú bíla af gerðunum 240 og 260 og kosta bílarnir af 240 gerðunum frá 3,6 til 4,8 milljónir króna, en 260 gerðirnar kosta frá um 5,0 upp í 5,9 m. kr. Volvo 264 GL er einn í dýrari flokknum hjá Volvo fjölskyld- unni og með sjálfskiptingu kostar hann 5.350 þús. kr. Hann er að vísu nokkuð stór að því er virðist og jafnvel þunglamaleg- ur, en engu að síður lipur í akstri og í bæjarumferðinni þarf ekki að fjölyrða um ágæti sjálfskiptingar. Þá vakti það ath.vgli hve vel hann leggur á, jafnvel enn betur en fyrri árgerðir. Á mikilli ferð úti á vegum er hann fremur fljótur að ná sér á enn meiri ferð, t.d. við framúrakstur, enda er vélin 6 strokka, 140 hestafla, en bíllinn vegur yfir 1400 kg. 264 GL gerðin er búin ýmsum þægindum svo sem rafmagns- rúðuupphalara og lúga er á þakinu, hægt er að fá litað gler í rúðum og við blöndunginn er rafeindainnspýting, sem gerir m.a. það að verkum að hann er mun snegrri í viðbragði. Nokkuð mikla endurbætur eru frá árgerð ‘77 og hefur m.a. verið lagfærður stýrisbúnaður, fjöðrun og undirvagni breytt mikið svo og innrétting endur- bætt. Sögðu umboðsmenn að nánast væri hér um nýjan bíl að ræða þó svo að útlit hans væri að mestu hið sama. Ef gerðirnar 240 og 260 eru bornar örlítið saman í tölum kemur í ljós að vél í 240 er fjögurra strokka, 90 hestafla, á móti 6 strokka, 140 hestafla, hjá Volvo 343 er hcldur minni en hinar gerðirnar og með 70 hestafla vél kostar hann rúmlega 3 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.