Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÖK 57. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 1500faJla í Erítreu Róm 17. marz. Reuter. UPPREISNARMENN í Erítreu sögðu í dag, að þeir heíðu fellt 1500 eþíópíska hermenn í einni mestu orrustunni sem hefur verið háð í héraðinu síðan baráttan fyrir aðskilnaði þess frá Eþíópíu hófst. Talsmaður Alþýðufylkingarinn- ar til frelsunar Erítreu (EPLF) sagði að enn fleiri Eþíópíumenn hefðu særzt í orrustunni og að 22 farast í fellibyl Nýju-Delhi. 17. marz. AP. SNARPUR fellibylur gekk yfir norðurúthverfi Nýju- Delhi í dag, reif tré upp með rótum í hundraðatali og velti bifreið um koll. 22 biðu bana og um það bil 700 slösuðust að sögn yfirvalda. Sjónarvottar segja að felli- bylurinn hafi aðeins staðið í um tvær mínútur. Háskóla- svæðið varð harðast úti. Þar brotnuðu símastaurar eins og eldspýtur, rúður brotnuðu í húsum og tré fuku. Þök fuku af mörgum hús- um og margar rúður brotn- uðu. Sendistöð indverska út- varpsins hrundi og útsending- ar rofnuðu. Slasaður maður sagði að hann hefði verið í strætis- vagni sem hefði snúizt fimm sinnum í veðurofsanum. Bandarískur stúdent líkti fellibylnum við flutningalest sem hefði komið æðandi. Rúmlega 200 voru fluttir í sjúkrahús. Erítreumenn hefðu tekið herfangi mikið magn sovézkra og banda- ríska vopna og þrjá sovézka T-54 skriðdreka. Hann sagði að orrustan hefði hafizt á þriðjudag þegar um 1.000 eþíópískir og kúbanskir hermenn hefðu reynt með stuðningi stór- skotaliðs og flugvéla að rjúfa umsátrið um fylkishöfuðborgina Asmara. Árásin var gerð á breiðri víglínu frá Adi Hawsha suðaustur af Asmara til Adi Musa í vestri að sögn talsmannsins. Aðskilnaðar- sinnar hafa sagt að þeir hafi búizt Framhald á bls. 26. LEIGUBÍLAR með flóttamönnum urðu fyrir árás f átökunum í Lfbanon í gær og að minnsta kosti 14 Mðu bana. Símamynd AP ísraelsmenn ná 5 skæruliðastöðvum Beirút. 17. marz. AP. Reuter. ÍSRAELSMENN beittu flugvél- um, skriðdrekum og fallhlífahtr mö'nnum á þriðja degi aðgerða sinna f Suður-Lfbanon í dag og náðu á sitt vald að minnsta kosti fimm stöðvum palestfnskra skæruliða, en að sögn hlutlausra aðila veita skæruliðar furðusnarpa mótspyrnu þótt þeir eiri við ofurefli liðs að etja. Jafnframt tóku ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands undir áskorun Líban- onsstjórnar í dag til ísraelsmanna um að hörfa með herlið sitt frá Suður-Líbanon. Líbanonsstjórn fór þess formlega á leit að 50.000 manna lið leitar Aldo Moros Róm, 17. marz. AP - Reuter. RÚMLEGA 50.000 hermeni> og lögreglumenn héldu áfram að leita að Aldo Moro fyrrverandi forsætisráðherra og ræningjum hans á landi, sjó og úr lofti f dag og stjórnin ræddi strangar ráðstafanir til þess að stemma stigu við borgarhryðjuverkum. Engar óyggjandi vfsbendingar hafa komið fram um dvalarstað Moros eða líðan hans. Sagt er að Moro þurfi á stöðugri læknishjálp að halda og óttazt er um heilsu hans. Moro var skorinn upp við nýrnasjúkdómi fyrir tveimur árum. f kvöld sagði ítalska lögreglan að nokkrir hefðu verið handtekn- ir vegna ránsins á Moros. Einn hinna handteknu er Gianfranco Moreno, 32 ára gamall, sem var yfirheyrður í aðalstöðvum lög- reglunnar og síðan fluttur í handjárn í fangelsið Regina Coeli. Lögreglan sagði að hún væri að rannsaka að hve miklu leyti hann væri viðriðinn ránið. Rauða herdeildin hefur lýst sig ábyrga á ráni Moros og í dag var hringt í dagblað og varað við því að Moro yrði tekinn af lífi ef stjórnin sleppti ekki úr haldi 15 liðsmönnum herdeildarinnar sem eru fyrir rétti í Torino. En dórhari þar sagði að hann gerði ráð fyrir því að réttarhöldin hæfust að nýju á mánudag samkvæmt áætlun. Samkvæmt annarri orðsendingu sem er sögð komin frá Rauðu herdeildinni er því hótað að Moro verði „útrýmt" á morgun og að aðrir gíslar verði teknir ef félögum Framhald á bls. 26. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi saman til þess að fjalla um ástandið og hvetja til brottflutn- ings ísraelsmanna. A vígstöðvunum héldu ísraelsk- ar þotur áfram árásum á stöðvar skæruliða umhverfis hafnarbæinn Tyrus og stöðvar þeirra norðan Litani-árinnar samkvæmt ýmsum frásögnum sjónarvotta og opinber- um heimildum. íraelskt herlið lenti í þyrlum og steig á land úr skipum rétt hjá fiskiþorpinu Adloun miðja vegu milli Sidon og Tyrus og sprengdi í loft upp flotastöð róttækra skæruliða samkvæmt heimildum í líbönsku stjórninni. Georg Habash, leiðtogi Alþýðufylkingar- innar til frelsunar Palestínu, (PFLP) hélt því fram að ísraels- menn hefðu verið hraktir á flótta, en viðurkenndi að ísraelsmenn hefðu fellt yfirmann PFLP á staðnum, „Jihad Carlos". Seinna voru fréttir um að ísraelsmenn hefðu sent lið til Adloun dregnar í efa, en víst er að minnsta kosti 14 flóttamenn voru drepnir í tveimur leigubifreiðum. Sumir íbúar þorpsins segja að ísraelskar víkingasveitir hafi laumazt í land og ráðizt á Framhald á bls. 26. Olíubrák mengar fjorur í Bretagne Brcst. 17. marz, Reuter. SVÖRT olíubrák barst á land í dag úr olfuflutningaskipinu Amoco-Cadiz sem strandaði f nótt á skeri og brotnaði í tvennt rétt undan strönd Bretagne-skaga í Frakklandi. Nokkurra mílna svæði um- hverfis skipið er þakið olíu og olían hefur mengað fjörur á fimm kílómetra löngum kafla. Umhverfisspjöll geta verið Framhald á bls. 26. LÖGREGLUMENN leita f bifreið við vegatálma í Róm vegna ránsins á Aldo Moro Simamynd Af Sprenging í kjarnorku- veri á Spáni Bflbao, Spini 17. marz. AP. SPRENGJA sprakk í dag í kjarnorkuveri, sem er í byggingu rétt við bæinn Lemoniz í Baska- héruðum og tveir biðu bana en 10 særðust. Sprengjunni hafði verið komið fyrir rétt við kjarnakljúf- inn sjálfan og kjarnorkuverið skemmdist mikið. Ekkert úra níum var f kjarnkljúfinum. Nokkrum mínútum áður en sprengjan sprakk var hringt til Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.