Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI um að gengismunur af gjaldeyris- reikningum fyrirtækja og ein- staklinga sé ekki skattskyldur. Húsmóðir í Kópavogi“ Það er e.t.v. ekki eðlilegt að verðfall íslenzku krónunnar sé skattlagt, eins og niðurstaða bréfritara hér að framan er eða hvað finnst öðrum lesendum um það mál. Þá væri einnig ágætt að fá umfjöllun einhvers fróðs manns í skattalögum u-m hvaða augum beri að líta á hagnað af þessu tagi. í framhaldi af þessu er ekki úr vegi að líta næst á bréf þar sem hugleidd eru skattamálin almennt og telur bréfritari að vel megi einfalda þau til muna: • Einfaldari skattalög „Nokkur síðustu misseri hefur verið mjög mikið rætt um alls kyns skattamál, sumir telja að svikið sé undan skatti í meira mæli nú en nokkru sinni áður og á hverju sumri er ekki um annað talað en skattamál og þá kemur oft sú fullyrðing fram að skatta- lögin séu alltof flókin. Undir það vil ég taka og vildi gjarnan fá um það einhverjar hugmyndir og umræður hvort ekki sé hægt að einfalda skattalög, án þess endi- lega að verið sé að umbylta öllu svo gjörsamlega að það taki mörg ár að undirbúa það. I tvö — þrjú ár hefur verið rætt um að nýtt skattafrumvarp sé að leiðinni á þingi, en umræður um það hafa tafizt mjög vegna þess að málið er auðvitað viðamikið. En ætli þaö hafi verið haft nógu mikið í huga, að nauðsyn væri á að einfalda skattareglur allar? Þetta er aðeins spurning sem ég varpa fram. Þá hefur það einnig verið rætt hvort hægt sé að koma hér upp staðgreiðslukerfi skatta og má kannski segja að það sé sú hugmynd, sem gerði allt þetta mál nokkuð einfaldara í sniðum. ' Spyrja má hvort staðgreiðslu- kerfið myndi minnka eitthvað allan þann útreikning og þau umsvif, sem fylgja skattamálum okkar á hverju ári og þá á ég aðallega við mannafla sem að þessum málum vinnur. Þó er e.t.v. of einfalt að gera ráð fyrir að með einföldum skattalaga verði öll innheimta skatta einfaldari. En hvað sem líður vangaveltum um skattamál, þá væri verulega gaman að fá að heyra álit almennings á þessum málum öllum, því án efa er fjöldi manna með sínar skoðanir á því hvernig á að haga skattaútreikningi okkar, fjöldi manna sem ekki er spurður álits, en væri sjálfsagt fengur að því að fá eigd að síður. Skattborgari“ Þessir hringdu . . . • Fleiri kappakstra ökuþóri .. — Það vita það allir hversu. rólega má aka hérlendis, innan bæjar 45—60 km kraða og úti á vegum 70—80 km eftir því hvar er. Þetta gerir það að verkum að nýjir bílar fara aldrei neitt nálægt þeim hámarkshraða sem þeir eru gerðir fyrir, einn og einn ökumaður leyfir sér að fara upp fyrir 100 á beztu vegum. Ég vildi með þessum orðum fá að benda á það merka framtak og þau tíðindi sem nú eru að gerast í íslenzkum kappakstursmálum, en um þessa heígi er einmitt eitt „rallýið" og er það af lengri gerðinni. Þá skal minna á að fyrir Alþingi liggur tillaga ef ég man rétt . um nokkrar breytingar á umferðarlögum til að auðvelda megi framkvæmd slíkra keppna. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Nú er að ljúka í Bugogno í Júgóslavíu geysisterku skákmóti með þátttöku margra af sterkustu skákmönnum heims. Þessi staða kom upp á mótinu í skák þeirra Portisch, Ungverjalandi, og HUbners, V-Þýzkalandi, sem hafði svart og átti leik. 37. ... Re4+ 38. fxe4 (Horfur hvíts eru engu bjartari eftir 38. Kel - Hxg3) fxe4+ 39. Kel - Dxg3+!! og hvítur gafst upp. Þegar ein umferð var eftir af mótinu voru þeir Karpov og Spassky jafnir og efstir með 9 v. en í þriðja sæti, hálfum vinningi neðar, kom Timman. Það er gott og blessað og nú verður að hefjast handa af enn meiri krafti og nýta þau tækifæri sem gefast til að halda megi fleiri slíkar keppnir. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur hefur unnið mikið starf í þessum málum og vert er að þakka fyrir það. Hann þarf á okkar stuðningi að halda, því hann verður að halda starfi sínu áfram og reyna að finna fleiri leiðir og standa fyrir enn fleir keppnum af þessu tagi. Talað hefur verið um að útlendingar hafi áhuga á að koma hingað til lands og keppa, en þeir vilja víst ekki gera það að óbreyttum reglum. Því þarf að hraða þeim breytingum, sem eru nú í undirbúningi og vinna að því að halda hér alþjóðlegar bifreiða- íþróttakeppnir. Því fylgir ótvíræð landkynning, eins og verður áð vera þegar Island gerir eitthvað, og þá má e.t.v. fá enn fleiri opinbera aðila til að styrkja málið, samanber skákmót og þess háttar íþróttir. Við getum áreiðanlega náð langt í þessari grein eins og skákinni og þá mun einnig koma að því að við sendum keppnismenn íslenzka til erlendra keppna. HÖGNI HREKKVÍSI Allt elskulegheita kettlingar og vel siðaðir og ekkert líkir pabbanum, frú mín! Samkoma Postula- kirkjunnar Um þessar mundir er staddur hérlendis Lennart Hedin sem er predikari Postulakirkjunnar, en hann hefur komið hingað til lands áður. Að þessu sinni verður hann með samkomu að Hótel Borg í Reykjavík á sunnudag kl. 15.30. Hedin sagði að Postulakirkjan ætti sér orðið nokkra áhangendur hér á landi og kvaðst hann hafa í huga að koma fljótlega aftur til Islands og halda.áfram starfi sínu. Mynd á forsíðu plötuumslags er eftir Egil Eðvarðsson. Hljómplata Samhjálpar KOMIN er út hljómplata á vegum Samhjálpar hvítasunnumanna og verður ágóða hennar varið til frekari uppbyggingar á starfi Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit, en þar er rekið vistheimili. Meðal þess sem reyna á að hrinda í framkvæmd er að endur- bæta húsnæði sem fyrir er í Hlaðgerðarkoti, koma upp vinnu- húsnæði og starfsmannahúsi svo og móttökustöð og endurhæfingar- stöð í Reykjavík. Hafa þeir sem að plötunni standa gefið alla vinnu sína. Fíladelfíukórinn syngur öll lögin á plötunni undir stjórn Arna Arinbjarnar. Einsöngvarar eru Ágústa Ingimarsdóttir og Hafliði Guðjónsson. Texta hefur Óli Ágústsson gert. Upptaka fór fram í Hljóðrita undir stjórn Jónasar R. Jónssonar! EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU rasLalMsiMaimah ALLT MEÐ EIMSKIF r A næstunni ferma 1 skip vor til íslands, p sem hér segir: S jj ANTWERPEN 3 Skeiðsfoss J|1 Reykjafoss Ki Úðafoss S Lagarfoss §ROTTERDAM Í3J Skeiðsfoss fel Reykjafoss Úðafoss pj Lagarfoss p) FELIXSTOWE S[| Dettifoss Sjí Mánafoss Dettifoss Mánafoss P\ pHAMBORG ® Dettifoss [S Mánafoss F: Dettifoss •_J Mánafoss pPORTSMOUTH UJ Selfoss 21. mars [JJ Hofsjökull rji: Bakkafoss U Brúarfoss [S Selfoss 3. maí ÁT [§ GAUTABORG lí [ji Háifoss r—ll Laxfoss LTJ! Háifoss 22. mars [fT 28. mars S 4. apríl l|j] 10. apríl (g 1 21. mars rd 29. mars p 5. apríl [|j{ H. apríl (g „ Í 22-mars ú 28. mars ja 4. apríl TO 11. april 25. mars Ljl] 30. mars [|j| 8. apríl rs 13. apríl Mj 1 í 6. apríl irj 8. apríl [T| 14. apríl |-l 3. maí lrl I 20. mars jm 28. mars ,r^ 3. apríl SJ i pT KAUPMANNAHÖFN Háifoss 21. mars Laxfoss 29. mars Háifoss 4. apríl HELSINGBORG Grundarfoss 21. mars Tungufoss 3. apríl Grundarfoss 12. apríl MOSS Grundarfoss 22. mars Tungufoss 4. apríl Grundarfoss 13. apríl KRISTIANSAND Grundarfoss 23. mars Tungufoss 5. apríl Grundarfoss 14. apríl STAVANGER Alafoss 20. mars Tungufoss. 6. apríl Grundarfoss 15. apríl ROSTOCK Lagarfoss 30. mars GDYNIA/GDANSK írafoss 18. mars VALKOM: Fjallfoss 3. apríl RIGA: Goðafoss 24. mars 1 Fjallfoss 5. apríl VENTSPILS: Fjallfoss 31. mars ! WESTON POINT i Iff: É Reglubundnar ferðir alla mánudaga frá Reykjavík fil Isafjarðar og Akureyrar. Vörumóttaka í A-akála á föatu- dögum. ALLTMEÐ m ® 1 i I i EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.