Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 47 Dregíð í Evrópumótunum í knattspyrnu: URSUTALIÐIN FRA IFYRRA MÆTAST NÚ I' UNDANÚRSUTUNUM (JRSLITALIÐ Evrópukeppninnar í knattspyrnu í íyrra, Liverpool og Borussia Mönchengladbach, drógust saman í undanúrslitum keppninnar í ár, en dregið var í Sviss í gær.Framkvæmdastjóri Borussia sagði það vera sér sár vonbrigði að dragast á móti Liverpooi. — bað er hrein synd að fá ekki tækifæri til að mæta þeim í úrslitaleik annað árið í röð, sagði hann. Liverpool sigraði Borussia 3.1 í úrslitaleiknum í fyrra. Juventus frá Ítalíu dróst á móti FC Brugge, Belgíu, og eru þeir álitnir sigurstranglegir í þeim leik. Úrslitaleikurinn í keppninni fer fram á hinum fræga Wembley-leikvelli 10. maí. Takist Liverpool að komast í úrslit, eru þeir fyrsta enska liðið sem leikur tvö ár í röð í úrslitum. í Evrópubikarkeppninni drógust saman Dynamo Moskva og Austria frá Austurríki og Twente, Hollandi, á móti Anderlecht, Belgíu. Anderlecht lék úrslitaleik- inn í þessari keppni í fyrra. í UFFA bikarnum lenti Bastia frá Korsíku á móti Grasshoppers frá Sviss, e'n þeir hafa komið mjög á óvart með því að komast í fjögurra liða úrslit. Barcelona, sem slegið hefur tvö ensk lið út úr keppninni, spilar gegn hinu sterka hollenska liði PSV Eindhoven. KEPPT A 4 STÖÐUM I SKÍÐALÖNDUM REYK- VÍKINGA UM PÁSKANA SKÍÐALANDSMÓTIÐ verður haldið í Reykjavík að þessu sinni og hefst að venju á þriðjudag fyrir páska með setningarathöfn og keppni í göngu. Allir beztu skíðamenn landsins, að Sigurði Jónssyni undanskildum, verða væntanlega meðal þátttakenda og er ekki að efa að hart verður barizt, því auk íslandsmeistaratitla geta á mótinu ráðist úrslit í bikarkeppni Skíðasambandsins. Mótið verður sett á þriðjudaginn klukkan 14 í Bláfjöllum og klukk- an 15 hefst síðan keppnin í fyrstu greinunum, og 10 km ganga 17—19 ára. Upphaflega átti gangan að fara fram við Skíðaskálann í Hveradölum, en samkvæmt ósk frá skíðamönnunum var gangan færð í Bláfjöllin. Á miðvikudaginn hefst keppni í skíðastökki klukkan 14 og verður keppt í bakkanum við Kolviðarhól, en hanh getur gefið um 60 metra stökk. Keppt verður í tveimur flokkum eins og í göngunni, 17—19 ára og 20 ára og eldri. Á skírdag færist keppnin í Skálafell og þar hefst keppnin klukkan 13 í stór- svigi kvenna, klukkan 14 í boð- göngu og klukkan 15 í stórsvigi karla. Á föstudaginn langa verður skíðaþing haldið að venju og fer það fram á Hótel Loftleiðum. Laugardaginn fyrir páska, eða þann 25. marz, verður keppt í svigi og verður keppt í Bláfjöllum. Klukkan 11 fara þeir fyrstu af stað í fýrri ferð, en klukkan 15 hefst seinni ferðin í báðum flokkum. Klukkan 13.30 hefst 30 km ganga í eldri flokki og 15 km ganga þeirra yngri. Síðasta keppnis- greinin er síðan flokkasvig og verður það í Hamragili á páska- ÞORDIS Jónsdóttir er maðal efnilegasta skíðafólksins af yngri kynslóðinni, en hún verður ekki meðal keppcnda á Skíðalandsmót- inu þar sem hún er of ung. Sigurður bróðir hennar verður heldur ekki með, cn hann er nú við keppni erlendis. Að Sigurði und- anskildum verður flest annað fremsta skíðafólk landsins meðal keppenda. dag. Mánudagurinn er nokkursf konar „varadagur" hjá skíðafólk- inu, en verði að fresta einhverri grein vegna veðurs er hann hafður til að hlaupa upp á. Þess má geta að nægur snjór er nú í skíðalönd- um Reykvíkinga. Keppnin um sigur í bikarkeppni Skíðasambandsins er nú í algleym- ingi og að loknu punktamótinu á Isafirði um síðustu helgi er staða efstu manna sem hér segir: Alpajfreinar karla, Haukur Jóhannss. A 102 Einar V. Kristjánss. í 64 Karl Frímannss. A 54 Árni Óöinss. A 50 Bjarni Siguröss. H 44 Hafþór Júlíuss. í 40 Björn Olgeirss. H 30 Tómas Leifss. A 25 Alpagreinar kvenna, Ásdís Alfreösd. R 100 Halldóra Bjrönsd. R 78 Steinunn Sæmundsd. R 65 Kristín Úlafsd. í 54 Sigríður Einarsd. í 53 Margrét Baldvinsd. R 50 Jónína Jóhannesd. A 43 Ása Hrönn Sæmundsd. R 41 Guörún Leifsd. A Nína Helgad. R Ganga, Haukur Sigurðss. Ó Ingólfur Jónsson. R Halldór Matthiass. R Þröstur Jóhanness. í Páll Guöbjörnss. R KR-ingar sigruðu ÍS-menn í fyrri umterA Islandsmótsins í körfuknattleik meA 107 stigum gegn 104 í einum besta leik, sem tvö íslensk félagsliA hafa sýnt. Endurtaki KR-ingar leikinn frá pví í janúar verAa peir íslandsmeistarar. Myndin hér aA ofan er úr leiknum í Kennaraháskólanum og sjást Þeir Eiríkur og Bjarni Jóhannessynir tryggja KR frákast, prátt fyrir góóa tilburAi Gunnars Halldórssonar, ÍS. (Ijósm. GG). Meistaramót í lyftingum I DAG hefst Meistaramót íslands í lyftingum. MótiA fer fram í anddyri Laugardalshallarinnar og hefst kl. 14 laugardag og sunnudag. Keppt verður í átta pyngdarflokk- um. Alls hafa 34 látiA skrá sig tíl keppni og verAur petta pví fjöl- mennasta íslandsmót frá upphafi. Allir skráóir pátttakendur hafa náð sérstökum lágmörkum, sem LSÍ hefur sett. Auk venjulegra verð- launa verður stigahæsta einstakl- ingnum veitt verðlaun og stiga- hæsta félaginu. Mikil gróska er nú í lyftingaípróttinni og má búast við metaregni á mótinu. Litla bikar- keppnin hefst í dag LITLA bikarkeppnin í knattspyrnu hefst í dag með leik ÍA og FH, leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 2. Strax að peim leik loknum leika svo b-lið pessara sömu félaga. Firmakeppni í handbolta HANDKN ATTLEIKSDEILD Hauka gengst fyrir firmakeppni í hand- knattleik um páskana og verður keppt í Haukahúsinu í Hafnrfirði. Þau fyrirtæki, sem ætla að vera með í keppninni, purfa að láta vita í dag mitli 12 og 15 í síma 53602. Delfs tapaði DANSKI heimsmeistarinn í bad- minton, Flemming Delfs, mátti í gær lúta í lægra haldi fyrir Indónesíumánninum Rudy Hartono í undanúrslitum „All-England“ badminton- keppninnar. Hartono, sem í 8 ár var heimsmeistari í greininni, vann Delfs 15:7 og 15:11. I úrslitunum, sem fram fara í dag, mætir Hartono landa sínum Liem Swie King en hann vann Ue Sumirat í gær 15:11 og 15:13. Valur á enn mögu- leika á silfrinu EINN leikur fór fram í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik á fimmtudagskvöldið. ÍS og Valur mættust í ipróttahúsi Kennaraháskólans og sigruðu Valsmenn í leiðinlegum leik 107:91 og eiga pví enn möguleika á að hljóta annað sætiö í mótinu, en til pess verða peir að sigra UMFN á sunnudaginn. Undir lok leiksins var aöalspennan fólgin í pví, hvor myndi skora meira, Rick Hockenos, Val, eða Dirk Dunbar, ÍS. Lauk einvígi peirra með jafntefli, báðir skoruðu 49 stig og er Dunbar nú langstigahæstur í íslandsmótinu, pótt hann hafi misst af fyrsta leik mótsins og leikið nokkra haltur. 31 26 90 55 45 34 22 - áij. Stúdentar; sem léku án Jóns Héðinsson og Kolbeins Kristinsson- ar, hófu leikinn vel og höfðu skorað 6 stig áður en Valur komst á blaö. Þeir höfðu síðan forystu fram yfir miðjan hálfleikinn, en Val tókst að jafna 36:36, aðallega vegna þess, að stúdentar hugsuðu mest um að svekkja sig á dómurunum. í leikhléi var staðan 52: 50 fyrir Val. Síðari hálfleikur var lengst af mjög jafn, en einhvetra hluta vegna varð leikurinn aldrei spennandi, það var eins og leikmenn hefðu ekki áhuga á því sem þeir voru að gera. Um miöjan síðari hálfleikinn var úthald stúdenta á þrotum, enda höfðu þeir notað sömu leikmennina allan tímann, og Vals- menn stungu af á lokakaflanum og sigruðu 107:91. Hjá Val var Rick Hockenos lang- beztur, en var óvenju seinn í gang, en í síöari hálfleiknum brenndi hann aðeins af einu skoti. Þá voru Torfi Verða KR-ingar krýndir meistar- arí körfuídag? Að leik Fram og Ármanns loknum NÚ FER í hönd síðasta leikhelgi 1. deildar Íslandsmótsíns í körfuknatt leika Valur og UMFN og gæti þaö leik og enn viröist aöeins tvennt öruggt: Ármenningar verða neðstir og oröiö hin mesta rimma. Valsmenn ÍR-ingar fá sæti í Úrvalsdeildinni nsasta ár. i dag ráðast e.t.v. úrslit ntóts ew vafalaust ákveðnir í aö^sanna að ins, en pá leika KR-ingar viö ÍS og ÍR viA Þór. aukaleik milli Fram og Þórs um sætiö. Þórsarar hafa sýnt góða leiki undanfariö og teljast því sigurstrang- legri en ÍR-ingar eru seigir eins og allir vita og gæti heimavöllurinn ráðiö úrslitum. Á morgun fara síðan fram tveir leikir í íþróttahúsi Hagaskólans og eigast þar við kl. 13.30 Fram og Ármann. Framarar ættu að sigra í þessum leik endá nokkuö í húfi ef IR-ingar sigra Þór fyrir noröan í dag. Um leik KR og ÍS þarf ekki að fjölyrða. Úrslit ráðast sennilega ekki fyrr en á síðustu mínútu og enginn ætti að láta þennan leik fara fram hjá sér. Ef KR-ingar sigra í dag verða þeir íslandsmeistarar, en sigri stú- dentar eygja Njarðvíkingar mögu- leika á aukaleik við Vesturbæingana. Leikur KR og ÍS hefst kl. 14.00 í íþróttahúsi Hagaskólans. Á Akureyri fer fram á sama tíma leikur Þórs og ÍR. Geta Þórsarar Iryggt Sér sæti í Úrvalsdeildinni meö sigri í dag, en tapi þeir lítur allt út fyrir sigur þeirra i fyrri umferöinni Njarövík var engin tilviljun en Njarö- víkingar eiga sem fyrr segir mögu- leika á aukaleik viö KR um íslands- meistaratitilinn sigri stúdentar í dag. Það er sem sagt geysispennandi körfuknattleikshelgi fram undan og vafalaust veröur slegist um stæöi í Hagaskólanum í dag og á morgun. Magnússon og Kristján Ágústssor frískir. í liði ÍS stóð Dirk Dunbar upp úr að venju, en aðrir léku undir getu, nema þá helst Ingi Stefánsson. Dómarar voru Kristbjörn Alberts- son og Jón Otti Ólafsson og hafa þeir oft dæmt betur, en ekki er hægt að segja, að dómgæzlan hafi bitnað á öðru liðinu. Stigin fyrir Val: Rick Hockenos 49, Torfi Magnússon 19, Kristján Ágústs- son 17, Ríkharður Hrafnkelsson 10, Hafsteinn Hafsteinsson 4, Lárus Hólm 3, Helgi og Gústaf Gústafssynir 2 hvor og Þorvaldur Kröyer 1. Stigin fyrir ÍS: Dirk Dunbar 49, Bjarni Gunnar Sveinsson 18, Ingi Stefánsson 14, Helgi Jensson 6 og Steinn Sveinsson 4. ÁG. STAÐAN KR 13 12 1 1193:1007 24 01,8:77,3 14J UMFH 13 11 2 1200:1010 22 92A7S.2 14,6 Valur 13 10 3 1140:1010 20 00,3:70,4 9,9 ÍS 13 9 4 1191:1131 19 91,647,2 4,4 ÍR 13 5 0 1105:1174 10 55.040,3 -3,3 Þór 13 3 10 054:1056 0 73,4:81,2 -74 Fr.m 13 2 11 903:1090 4 75,644,5 -0,9 21.5 Armann 13 0 13 1030:1309 0 79,2:100,7 Stigahæotu menn: Dirk Dunbar ÍS 417 Rick Hockenoo Val 368 Mark Christensen Þór 347 Símon Ólafsson Fram 327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.