Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1978, Blaðsíða 12
12 ORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1978 Fjöldi gervihnatta svífur nu um geiminn utan gufuhvolfs jardar. Einn slíkur, rússneski gervihnötturinn „Cosmos“, féll nýlega til jarð- ar. Vakti það mikinn ungg þar sem í hnettinum var geislavirkur kjrnaoddur. f framhaldi af því hafa orðið allmiklar umræður um, hver beri ábyrgð á tjóni af völdum geimfars. Björn Þ. Guðmundsson borgardómari hefur lagt stund á þá fræðigrein, sem á íslenzku hefur verið nefnd geimréttur (ensku: space law). Árið 1968 birtist í (Jlfljóti, tímariti laga- nema, grein eftir hann um geimrétt, þar sem m.a. er vikið að þessu efni og í fyrirlestri hjá Lögfræðingafélagi fslands árið 1969 fjallaði hann m.a. nánar um sama efni. Verður hér birtur kafli úr (Jlfljóts-greininni og annar úr fyrirlestrinum. úr hinum stóru eldflaugum, sem t.d. báru „Sputnikana" á Ioft, hafi ekki brunnið til agna á leið sinni til jarðar og jafnvel einhverjir hlutar þeirra lent á jörðinni. Ris þá spurningin um skaðabóta- ábyrgð á tjóni, sem slíkir hlutir kynnu að valda. Verður að telja hana mjög raunhæfa, pnda þótt möguleikarnir á, að eldflauga- hlutar lendi á byggðu landsvæði, séu e.t.v. tiltölulega litlir. Spurn- ingin er þá: Er fyrir hendi ein- hver skaðabótagrundvöllur og ef svo er, hver ber ábyrgðina? Liggur þá nærri að athuga fyrst hina almennu saknæmisreglu hins borgaralega skaðabótaréttar (,,culþa-regluna“), og þó e.t.v. fremur hina svonefndu „víkkuðu gáleysisreglu.“ Rétt er að taka fram, að á þessu sviði myndi reyna mjög á orsaka- sambandið, eða ýmsar kveðju- verkanir, þar sem yfirleitt yrði mjög langt á milli hinnar upphaf- legu athafnar og tjónsins, sem kynni að verða. í því efni hafa oft verið nefnd tvö dæmi af sviði hins almenna borgaralega skaðabóta- réttar. Annað dæmið er frá Englandi um atburð, sem varð þar árið 1773. Brezkur unglingur gerði sér það að leik að kasta eins konar „kínverja" nálægt hópi fólks á markaði. Einhvér tók „kínverj- ann “ upp og kastaði honum frá sér, og annar henti honum í átt til enn annars manns. Sá tók hann upp og fleygði frá sér í blindni út í loftið. „Kínverjinn“ sprakk á andliti manns, sem stóð þar hjá og átti sér einskis ills von. Þessi mað- ur missti sjón á öðru auga. Enda þótt drengurinn, sem upp- haflega kastaði „kinverjanum", hafi hvorki ætlað að skaða neinn með honum né að talið væri, að hann hefði mátt búast við þessum afleiðingum, var hann þó gerður ábyrgur fyrir tjóninu af völdum slyssins. Hitt dæmið er frá Bandaríkjun- I Úlfljótsgreininni segir svo: Abyrgð á tjóni af völdum geim- fars. Varðandi skaðabótaábyrgð í þjóðarrétti — á sama hátt og í hinum boégaralega skaðabótarétti —, verða fyrir þrjár höfuðspurn- ingar: 1) Spurningin um skaðabóta- skylduna(aktiva-passiva) og bóta- hæfið. 2) Spurningin um hin efnislegu skaðabótaskilyrði. 3) Spurningin um,-hvernig bóta- ábyrgð verði fram komið. Að þjóðarrétti geta aðeins þjóðarréttaraðilar (andlög) verið skaðabótaskyld. Til þjóðaréttar- aðila teljast fyrst og fremst ríki, en á bekk með þeim hafa nú al- mennt verið settar ýmsar alþjóð- legar stofnanir, með vissum skil- yrðum þó. en ekki einstaklingar. (Að vísu eru nú uppi miklar bollaleggingar um að viðurkenna einstaklinga sem þjóðarréttarað- ila, einkum ef þeim væri af- dráttarlaust veitt slík sérstaða í samningum ríkja. Má úr sögunni ber ábyroðá tjóni af nefna það dæmi, að páfinn hefur veríð viðurkenndur þjóðaréttar- aðili einnig á árunum 1870—1929, þegar hann hafði ekki yftr neinu landsvæði að ráða.) Einstaklinga skortir þjóðaréttarlegt gerhæfi, þ.e. hæfi til að taka þátt i þjóða- réttarlegum samskiptum („jus Iegationum“), hæfi til að gera samninga („jus forederum ac tractatum"), hæfi til að ráða í striði eða friði („jus belli ac pacis") og hæfi til þess yfirleitt að standa að sköpun réttarreglna á sviði þjóðaréttar. Verður að vísa nánar um þetta til þjóðaréttarins, en vikja strax að þrengra sviði. Margt bendir til, að ýmsir hlutir völdum geimfars? um. Einhvern tíma á árinu 1822 stóð yfir mikil loftbelgjasýning i New York. Stjórnandi eins loft- belgsins lenti honum í matjurta- garði bónda eins. 1 forvitni og æsingu óðu áhorfendur að lend- ingarstaðnum og eyðilögðu um leið mikinn fjölda blóma og græn- metis i garði bónda. Einnig hér var ekki hægt að segja, að tjónið væri beinlínis af völdum stjórnanda loftbelgsins, en hann var eigi að siður gerður ábyrgur vegna tjónsins, þar sem það var hann, sem hafði komið þessari atvikakeðju af stað og leiddi af sér tjón. Hér má eigin- lega segja, að skaðabótaábyrgð Athuganir á ís- lenzka staranum Tilgangur þessa greinarkorns er sá að reyna að fá upplýsingar hjá fólki um starann. Undir- ritaður er nemi í líffræði við Háskóla íslands og hefur valið sér sem hluta af náminu að kanna landnámssögu starans og núverandi útbreiðslu hér á landi undir handléiðslu dr. Agnars Ingólfssonar. Vegna þess hversu lítið er vitað um landnám starans utan Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði væri mjög gott ef þeir sem einhverja vitneskju hefðu þar að lútandi kæmu henni helst bréflega til undirritaðs. Mestur fengur er í að fá fréttir af varpi en allar aðrar upplýsingar væru einnig vel þegnar. Tæp 45 ár eru nú liðin frá því að fyrst varð vart við stara í varphugleiðingum á Islandi en árið 1935 uppgötvaði dr. Finnur Guðmundsson starahjón út á Laugarnesi í Reykjavík, sem byggðu sér þar tvö hreiður en verptu í hvorugt. Næst finnst hreiður í eyju á Hornafirði árið 1941 og hafa þeir orðið þar síðan, þó eru litlar upplýsingar til þaðan rúma tvo síðustu áratugina. Um landnám star- anna á Horngfirði hefur Hösk- uldur Björnsson ritað fróðlega grein í Náttúrufræðinginn árið 1941. Árin 1950 og 1951 finnur Hálfdán Björnsson frá Kví- skerjum eitt hreiður við Fagur- hólsmýri í Öræfum. Næstu fréttir af staravarpi eru þær að Kristján Geirmundsson segir frá pari er hafi orpið í sumarbú- stað rétt innan við Akureyri árið 1954. Á höfuðborgarsvæð- inu byrjar stári að verpa upp úr 1960 en frekar lítið er vitað um varp hans fyrstu árin, svo allar upplýsingar um það eru ,vel þegnar. Vitað er að stari hefur orpið í Borgarnesi og á Selfossi en lítið er vitað um varpið á fyrri staðnum, einnig er nær víst að hann verpi á Akranesi og í Keflavík. Upplýsingar hafa borist frá Austfjörðum um varp, en Óskar Ágústsson á Reyðar- firði segir þrjú starpör hafa orpið 1968 í sjávarklettum sunnan í Hólmanesi við Reyðar- fjörð innan um fýl og ritu. Upphaflega var starinn út- breiddur um alla Evrópu nema nyrst og allra syðst, og austur í Síberíu en á síðustu árum hefur útbreiðslusvæðið stækkað en dæmi um það er landnám hans á íslandi og jafnframU hefur honum fjölgað. Árið 1890 voru um 100 starar fluttir til Banda- ríkjanna og síðan hefur hann dreifst ört um öll fylki þess og er í dag algengur um mest alla Norður-Ameríku. Hann hefur einnig verið fluttur til Suð- ur-Afríku, Ástralíu, Nýja-Sjá- lands (1862) og Jamaica (1903—4) og er í dag mjög útbreiddur og algengur á öllum þessum stöðum. Starinn hefur þann sið að hópa sig saman á kvöldin yfir ’ vetrartímann og nátta sig alltaf á sáma staðnum. Erlendis hefur hann tekið upp á því að nátta sig í b.vggingum og fylgir því oft ónæði en þess ber að geta að þeir hópar eru oft á bilinu 500.000 - 1.000.000. í Reykjavík hefur starinn valið hávaxin grenitré í Skógræktarstöðinni í Fossvogi sem náttstað. Á haust- in eru þeir flestir þar eða um 2500 og hafa margir, bæjarbúar eflaust veitt því athygli er stararnir fljúga sem ein heild og leika listir sínar í loftinu nálægt náttstaðnum áður en þeir setj- ast. Aðrir þekktir náttstaðir eru fáir en um 450 starar nátta sig í stúku Laugadalsvallar og eitthvað í áburðaverksmiðjunni í Gufunesi en líklega fáir eða innan við 50. Af þessu mætti draga þá ályktun að starar á höfuðborgarsvæðinu séu um 3—4.000 og virðist ekki mikil fjölgun hafa átt sér stað núna seinni árin. Eins og minnst var á i upphafi er tilgangur þessa greinakorns sá, að leita eftir upplýsingum um starann hjá landsmönnum almennt. Vona ég að menn bregðist vel við því allar upplýs- ingar eru vel þegnar. Með fyrirframþökk fyrir góð- ar undirtektir. Skarphéðinn Þórisson. Grundarlandi 20, Reykjavík. Fermingar á morgun Fermingarbörn í Selfosskirkju pálmasunnudag kl. 10.30 árd. Drengir: Alfreð Arnason Réttarholti 12 Baldur Már Róbertsson Mánavexi 6 Braxi Vilhjálmsson TryggvaKötu 30 Einar Friðxeir SiiftryKKsson Pórsmörk 1 Friðrik Rúnar Friðriksson. Iljarðarholti 1 Guðjón Kjartansson Sunnuvexi 11 Guðmundur BirKÍr Pálsson IleimahaKa 10 Guðmundur Þorsteinsson Smáratúni 4 Gunnar Garðarsson Stekkholti 28 GunnlauKur Óttarsson Vallholti 31 Ilafsteinn l>ór Gunnarsson Fossheiði 48 Ilaukur Jónsson SunnuveKÍ 9 Hjalti Guðmannsson LækjarKarði Mikael Porsteinsson l.amhhaKa 50 SÍKþór Ilaraldsson MánaveKÍ 9 Smári VÍKnisson Vallholti 25 Þórarinn Guðnason Réttarholti8 Stúlkur: Danný EnKÍIbertsdóttir SunnuveKÍ 4 Elísabet Guðný Tómasdóttir IleimahaKa 1 Ilólmfríður Ilóim Þorkelsdóttir Réttarholti 10 Jóhanna Káradóttir Birkivellir 43 Kristín Friðriksdóttir Iljarðarholti 1 Pálína SiKtryKKsdóttir Þórsmörk 1 Sandra Pálsdóttir SléttuveKÍ 2 SÍKþrúður Harðardóttir Hjarðarholti 8 SteinKerður Katla Harðardóttir Víðivöllum 20 Fermingarbörn í Selfosskirkju pálmasunnudag kl. 2 síðd. BerKur Pálsson LambhaKa 13 llelKÍ Þriistur SÍKurðsson EnKjaveKÍ 7 Jón Valdimar Albertsson Iljarðarholti 2 Jóhann InKvi Stefánsson EnKjaveKÍ 20 Kristján Karl Pétursson Vfðivöllum 23 Leifur BraKason MánavcKÍ 3 Ómar Þór Baldursson Hjarðarholti 15 Þorsteinn Pálsson Skólavöllum 5 Stúlkur: AKnes Björk Jóhannsdóttir Lamhhaxa 28 Anna María Óladóttir Sólvöllum 7 ÁslauK Vilhjálmsdóttir Iljarðarholti 9 DaKrún Pálsdóttir LambhaKa 13 Elísahet llalldóra Árnadóttir EnKjaveKÍ 51 Fanney Stefánsdóttir Víðivöllum 13 Ilafdfs Björnsdóttir Birkivöllum 34 Hjördís ÁsKeirsdóttir Merkilandi 4 InKa Dór Sverrisdóttir EyrarveKÍ 22 1 nKa GuðlauK Jónsdóttir EnKjavcKÍ 19 Kolbrún Skúladóttir DælcnKÍ 1 MaKKa SÍKurbjiirK Brynjólfsdöttir llreiðurborK Nanna Sif Gísladóttir SÍKtúni 34 Rut Stefánsdóttir Stekkholti 12 Steinunn Eva Björnsdóttir I.ambhaKa 40 Ilér sést stara-flokkuF. um 700 fuglar, yfir Skógræktarstöðinni í Fossvogi. - Ljósm.. Örn óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.