Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 5 Lone Pine-skákmótið: Margeir er í 2.-7. sæti ef t- ir 3 umferðir MARGEIR Pétursson sigraði bandaríska al- þjóðameistarann Wein- stein í 3. umferð skák- mótsins í Lone Pine í Bandaríkjunum. Margeir er sem stendur í 2.-7. sæti á mótinu með 2Vi vinning ásamt þeim Portisch, Miles, Browne, Mestel og Seiravan. I gærkvöldi átti Margeir að tefla gegn stórmeist- aranum Miles í 4. um- ferð. Sovézki stórmeistar inn Polugaevsky er í efsta sæti með 3 vinninga. Helgi Ólafsson tefldi gegn bandaríska stórmeistaran- um Browne í 3. umferð. Helgi hafði svart og tapaði hann skákinni í 34 leikjum. Haukur Angantýsson tefldi við Whitehead frá Banda- ríkjunum, en hann varð annar í heimsmeistaramóti sveina, þar sem Jón L. Arnason varð meistari. Haukur vann skákina örugg- lega. Jónas P. Erlingsson tefldi við enn einn Banda- ríkjamann, Brasket, og tap- aði Jónas illa. Ásgeir Þ. Árnason tefldi við Júlíus Loftsson, íslenzkan skák- mann, sem búið hefur í Kalíforníu í 20 ár, og vann Ásgeir skákina. Eftir 3 um- ferðir eru Helgi og Ásgeir með 1V2 vinning, Haukur hefur 1 vinning og Jónas hálfan vinning. I skákinni gegn Weinstein hafði Margeir hvítt. Hann náði fljótlega frumkvæðinu en lék ónákvæmt. Taflið jafnaðist en Margeir fékk mjög sterkt frípeð og við það réð Bandaríkjamaðurinn ekki og varð hann að gefa heilan mann fyrir peðið. Margeir vann síðan skákina snoturlega. Biðstaðan í skák þeirra var þessi: Hvítt Margein Ke4, Hc6, Rd3, b5, g3, h5. Svart Weinsteini Kd7, Hbl, Bf6, f7, g6, h6. Margeir Pétursson Skákin tefldist þannig áfram: 46. ... Hxb5, 47. Hxf6 - Ke7, 48. Hf3 - Hxh5, 49. Re5 - f5+, 50. Kd5 - Kf6, 51. Hb3 - Hg5, 52. Hb6+ - Kg7, 53. Hb7+ - Kg8, 54. Ke6 - Hxg3, 55. Rd7 - He3+, 56. Kf6 - h5, 57. Hb8+ og svartur gaf. Vil láta reyna á það hvort jafnréttið er bara á annan veginn — segir Högni Torfason, sem óskað hefur eftir að fá að tefla í kvennaflokki Skákþings Islands — ÉG HEF nú ekki kært þennan úrskurð stjórnar Skáksambands- ins til Jafnréttisráðs enda finnst mér nú að ráðið eigi að hafa frumkvæðið og taka þetta mál upp fyrst það hefur verið gert opinbert í fjölmiðlum, sagði Högni Torfason varaformaður Skáksambands íslands í samtali við Mbl., en eins og kom fram í blaðinu í gær hefur meirihluti stjórnar sambandsins hafnað ósk Högna um að fá að tefla í kvennaflokki Skákþings íslands en keppni í flokknum hefst um helgina. — Ég sótti um að fá a tefla í kvennaflokknum með skírskotun til laga um jafnrétti karla og kvenna, sagði Högni. Með þessu vildi ég láta reyna á það hvort jafnréttið væri bara á annan veginn og það gilti ekki þegar karlmennirnir ættu í hlut. Og mér sýnist að ákvörðun stjórnar Skák- sambandsins sýni svo ekki sé um að villast að svo er. Mér finnst það ekki meira tiltökumál að karlmað- ur óski eftir að vera með í keppni kveiina en kvenmenn óski eftir því að vera með í keppni karla, sagði Högni. — Ég vil að lokum segja það, sagði Högni, að ég skil það vel að keppni kynjanna skuli vera aðskil- in þegar um líkamsatgervi er að Högni Torfason ræða. Mér finnst það t.d. ósann- gjarnt að einhver kvenmaður yrði skikkaður til þess að kasta sömu kúlunni og Hreinn sterki af Ströndum. Ég sé hins vegar ekki að það þurfi að skilja kynin að í hugaríþróttum eins og skák og bridge nema þá að það sé ósk kvennanna sjálfra og þær séu þar með að viðurkenna að þær standi karlmönnum að baki í þessum íþróttum. „Niður með háþrýsting” „NIOUR með háprýsting" er kjörorð baráttudags Alpjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, sem haldinn verður um heim allan n.k. föstudag. Á íslandi mun Hjartavernd og stúdentar við læknadeild Háskóla íslands vekja athygli á Þessu vandamáli. Stúdentarnir munu verða á fjórum stöðum víðs vegar um bæinn í dag og á morgun, sjálfan hábrýstingsdaginn, og mæla blóðÞrýsting peírra er Það vilja. Að sögn Arna Kristinssonar lækn- is, er það venja Alþjóðaheilbrigöis- málastofnunarinnar að velja sér árlega eitt tiltekið verkefni og vekja á því athygli um heim allan og aö þessu sinni er þaö ætlunin aö vara fólk við þeirri miklu hættu sem af háum blóöþrýstingi getur stafaö. Um 15% fulloröinna íslendinga munu vera meö of háan blóðþrýsting en þetta er mjög svipað hlutfall og i nágrennalöndum okkar, sagði Árni ennfremur. Mælingin fer eins og áöur sagði fram á fjórum stöðum víða um bæinn, í Hagkaup, í Skeifunni, í Giæsibæ, í Vörumarkaðinum og loks í bíl í Austurstræti og verður mælt báða dagana frá 14—18. Læknastúdentarnir sjálfir munu síðan vinna að úrvinnslu mæling- anna, sem síðan verða sendar Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Innstæðuaukn- ing Sparisjóðs vélstjóra 63% REKSTUR Sparisjóðs vélstjóra gekk vel á sl. ári, en aðalfundur hans var haldinn fyrir skömmu. Þar flutti formaður stjórnar, Jón Júlíusson, skýrslu stjórnar og Hallgrímur G. Jónsson, spari- sjóðsstjóri, gerði grein fyrir ársreikningum sparisjóðsins fyr- ir árið 1977. Fram kom um reksturinn, að hagnaður fyrir afskriftir nam kr. 8,8 millj., en alls námu afskriftir kr. 1,3 milljónum. í nóvember sl. flutti sparisjóðurinn í nýtt húsnæði, sem hann lét reisa yfir starfsemi sína að Borgartúni 18 en sjóður- inn hafði þar til starfað í leiguhúsnæði allt frá stofnun. I árslok voru innlán við spari- sjóðinn kr. 839,3 milljónir og höfðu aukist á árinu um kr. 269,5 milljónir, eða 47,8%. Hlutfall veltuinnlána af heildarinnlánum var 17,6%. Utlán sparisjóðsins námu í árslok kr. 508,9 milljónum og höfðu aukist á árinu um 114,8 milljónir, eða 29,1%. Hlutfall víxillána af heildarútlánum var 82,5%. Vaxtaaukalán þrefölduðust á árinu og námu í árslok kr. 69,3 milljónum. Innistæður í Seðlabanka voru í árslok kr. 233,6 milljónir og höfðu aukist á árinu um 63%. Þar af voru innistæður á bundnum reikn- ingi kr. 193,9 milljónir. Lausafjár- staða sparisjóðsins var góð á árinu. Hljómburðurinn einmitt eins og þú óskar þé hann... í mótsetningu viðöll önnurstereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. ístaðinn, fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz • Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 kHz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) Verð kr. 23.967 FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ÍKD55 Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.