Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Ingólfur í Hveragerði SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ingólfur í Hveragerði heldur á laugardag og sunnudag prófkjör vegna framboðs sjálfstæðismanna í Hveragerði við sveitarstjórnarkosningarnar í sumar. Fimmtán manns eru í framboði og hefst kjörfundur í húsi Rafbæjar laugardaginn 8. apríl klukkan 14. Kjörfundi lýkur klukkan 22 á laugardagskvöldið en verður fram haldið á sama stað frá klukkan 14—18 á sunnudaginn. í tilefni prófkjörs þessa leitaði Morgunblaðið til frambjóðenda og spurði þá hvaða málefni þeir teldu mikilvægust fyrir sitt sveitarfélag. Fara svörin hér á eftir. Aage V. Michelsen hiívélavirki. 49 ára. Maki> Kristín Jóhannesdóttir. „Ég legg höfuðáherzlu á gatná- gerð, það verður að gera stórátak í að leggja varanlegt slitlag á götur og að gangstétt verði a.m.k. öðrum megin. Þá þarf að endur- nýja hitaveituna og vatnsveituna, en hér vantar orðið neyzluvatn. Að auki má nefna ótal marga aðra málaflokka, en í þessi fyrrgreindu verkefni verður að ráðast strax, helzt í sumar og áfram á næsta sumri eftir því sem hægt er. Aðalsteinn Steindórsson umsjónarmaður og sýslunefndar- maður 56 ára. Maki. Svanlaug Guðmundsdóttir. „„Mér er efst í huga það sem snýr daglega að hinum almenna hreppsbúa og aðkomufólki. Það er m.a. að fá varanlegt slitlag á fjölförnustu göturnar, einnig að bæta ofaníburð í hinum sem þolir betur úrkomu og hefur sem minnsta rykmyndun. Sýslulóðin liggur meðfram Varmá við Reykjafoss. Nú er aðeins forms- atriði að hreppurinn fái lóðina til eignar. Þá verður að sýna svæðinu verðuga virðingu samkvæmt ráð- um fróðra manna. Einnig tel ég eðlilegt að hreppsnefndarmenn hafi samband og samráð við stuðningsmenn sína í stefnumark- andi málum hreppsbúa." Björk Gunnarsdóttir húsmóðir, 30 ára. Maki. Hrafn Björnsson. „Hveragerði var á árum áður dvalarstaður skálda og lista- manna, þannig að ég held að staðurinn búi yfir miklu aðdrátt- arafli og eigi mikla fjársjóði í leyndardómum. Hveragerði hefur tekið gífurlegum breytingum. A síðustu árum hefur fólksfjölgunin orðið mikil þannig að það eru mörg brýn verkefni sem bíða úrlausnar. íþróttahús höfum við eignast og er ungum jafnt sem öldnum til hinnar mestu ánægju. Félags- og menningarmál eru mér efst í huga, hér eru starfandi félög með mikilli prýði og hef ég þá trú að með samstilltu átaki takist okkur að bæta þar enn betur. Gæzlu- og leikskólamálum hef ég mikinn áhuga á og þar eru mörg óleyst vandamál. Eg tel löggæzlu- mál hjá okkur vera í lágmarki því ég tel eðlilegast að við fáum löggæzluna staðsetta í Hveragerði, aðstaðan er fyrir hendi. Hvera- gerði er orðin 1000 manna bær og til að staðurinn haldi áfram að blómstra og einstaklingsframtakið fái notið sín veljist samstilltir og sér í lagi jákvæður hópur forystu- manna undir stefnu Sjálfstæðis- flokksins." Friðgeir Kristjánsson húsasmfðameistari, 50 ára. Maki. Jórunn Gottskáldsdóttir. „Það sem fyrst kemur í huga í sambandi við verkefni næsta kjörtímabils er einkum þrennt. Hitaveitumálin; að koma þeim í viðunandi horf. Gatnagerð; að sem flestar götur hreppsins verði malbikaðar. Skólamál; að hafin verði bygging skólahúss er taki við af leiguhúsnæði því sem gagn- fræðaskólinn er nú í. Sá áfangi íþróttahúss sem nú er í buggingu er að komast á lokastig, en þrátt fyrir það vantar ýmiss konar aðstöðu fyrir æskulýðsstarfsemi og þarf að vinna að því eins og mörgu öðru af fullum krafti. Guðjón H. Björnsson garðyrkjufræðingur 58 ára. Maki. María Konráðsdóttir. „Hitaveitan er í brennipunkti og því þarf að vinna að því að leysa þann vanda sem þar er óleystur og það þarf að hefja framkvæmdir við að auka kalda vatnið í þorpinu og það þarf að stuðla að því að fá fleiri fyrirtæki í hreppinn til atvinnuaukningar og það þarf að auka félagslega þjónustu almennt og byggja leiguhúsnæði á vegum hreppsins, þar sem hér vantar tilfinnanlega leiguhúsnæði. Þetta er í stórum dráttum það sem ég vildi leggja áherzlu á. Margt hefur verið gert, en fjölmargt er enn óleyst." Gunnar Kristófersson pípulagningarmeistari, 45 ára. Maki. Guðríður Austmann. „Mér finnst fyrst og fremst þörf á því að leysa þau vandamál sem við eigum við að stríða í sambandi við hitaveituna. Ég hef enga „patent“-lausn á því en það þarf auðvitað að fylgjast með öllum nýjungum sem fram kunna að koma í sambandi við háhita. Ennfremur þarf að útvega meira kalt vatn, á hvern hátt sem það verður gert, halda þarf áfram gatnagerð eftir því sem fjármagn leyfir. Renna þarf fleiri stoðum undir atvinnulíf í þorpinu að svo miklu leyti sem það snertir hreppsnefndina. Þá þarf að nýta þá möguleika sem Hveragerði hefur sem ferðamannabær. Styðja þarf íþróttalíf, efla heilsugæzlu, sundlaug er fyrir hendi og henni þarf að sjálfsögðu að halda við, íþróttahús er í smíðum og það þarf að stækka síðar. Ennfremur mætti koma á samstarfi við önnur byggðarlög í nágrenninu ef til greina kæmi einhver iðnaður sem nýtt gæti þá orku sem við höfum til staðar hér í þorpinu." Hafsteinn Kristinsson framkvæmdastjóri, 43 ára. Maki. Laufey Valdimarsdóttir. „í dag er fjárhagsstaða Hvera- gerðishrepps traust. Takmark mitt er að vinna að áframhaldandi ábyrgri fjármálastjórn hreppsins. Hveragerði er ört vaxandi hrepps- félag og hér eru verkefni óþrjót- andi, stór og smá, og að flestra dómi öll mikilvæg. Meginverkefni næstu 4 árin verða m.a. bygging gagnfræðaskóla og heilsugæzlu- stöðvar, verulegar endurbætur á vatns- og hitaveitu, bygging hreinsistöðvar fyrir frárennsli og mikið átak verður að gera í varanlegri gatnagerð.'Auk þessara málaflokka er fjöldi annarra sem vinna þarf að og hreppsnefnd verður að taka afstöðu til á hverjum tíma. Og það er ósk mín að þeir menn sem veljast til ábyrgðarhlutverka hér í hreppn- um vinni af drengskap og víðsýni. Traust fjármál hreppsins auka líkur á því að hér sé hægt að þróa gott mannlíf á komandi árum.“ Helgi Þorsteinsson múrarameistari, 29 ára. Maki. Hjördfs Ásgeirsdóttir. „Ef ég kem til með að sitja í hreppsnefnd vil ég m.a. beita mér fyrir ýmsum áhugamálum sem viðkemur ungu fólki. Ég tek t.d. íþrótta- og æskulýðsmál og ekki má gleyma ungborgurunum; það vantar tilfinnanlega leikvelli fyrir þá. Auka þarf fjölbreytni í at- vinnumálum og stefnt skal að því að fá iðnfyrirtæki á staðinn sem þarfnast hitaorku. Hitaveituna. verður að endurskipuleggja og vinna að því að fá það mikla tjón bætt sem hún hefur orðið fyrir. Gera þarf áætlun um gatnagerð og fá í það fjármagn á sem hagkvæm- ustum kjörum. Eitt aðalmálið er að sjálfstæðismenn haldi sínum ineirihluta og vinni saman í anda Sj álf stæðisflokksins." Margrét Björg Sigurðardóttir, starfsstúlka, 20 ára. „Ég vil fyrst og fremst vinna að öllum bæjarmálum sem stuðla að almannaheill, til dæmis er þörf fyrir átak í gatnaframkvæmdum hér. Ég hef líka áhuga á æskulýðs- og íþróttamálum og bættri að- stöðu fyrir barnagæslu fyrir hús- mæður, sem vilja stunda störf utan heimilisins. Ég vil vinna í anda Sjálfstæðis- flokksins og í samstarfi við félagana." ólafur ólafsson húsasmíðameistari, 28 ára. Maki. Adda Hermannsdóttir. „Stærsta málið hjá Hvergerðing- um í dag er að koma hitaveitunni í lag og leíta réttar okkar gagnvart Orkustofnun sem hefur selt okkur hitann. Aftnað stórmál fyrir mér er að fá viðurkenningu hins opinbera á sérstöðu þorpsins vegna elliheimil- isins og heilsuhælisins. Ég tel það hafa mikla fjárhagslega þýðingu fyrir hreppinn. Gatnagerðarmálin eru í miklum ólestri og er þörf fyrir úrbætur í þeim málum. Slitlag vantar á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.