Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 44
r 44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 v» w MOBÖdKí- . 'v:' ’ KArrim DaKurinn hcíur verið einn af Nei, þetta cr ekki hægt! þessum dögum þcgar allt geng- ur á tréfótum! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Viðfangsefnin sem varnarspilar- ar fá til úrlausnar geta verið hin furðulegustu. Og stundum illleys- anleg, jafnvel þó litið sé á allar hendurnar fjórar. Spilið í dag sýnir eitt af þessum tilvikum. Gjafari vestur, allir á hættu. Norður S. 74 H. 106542 T. Á98 L. 1032 Vestur S. 8632 H. K873 T. G5 L. Á84 Austur S. 5 H. Á T. K7642 L. KDG975 Suður S. ÁKDG109 H. DG9 T. 1)103 L. 6 Ofremdarástand í símamálum „Það vekur að vonum furðu í allri þeirri sjálfvirkni sem orðin er, að stórir byggðakjarnar verða símasambandslausir. Þetta sam- bandsleysi verður þegar raf- magnslaust verður, hvort sem um er að ræða eina eða fleiri klukku- stundir í einu. Á Suðurnesjum hagar þannig til, að Suðurnesin sunnan Hafnarfjarðar fá rafmagn með tveim aðskildum línum, önnur línan þjónar Kefiavík og Keflavík- urflugvelli en hin línan, sem oft bilar, þjónar Miðneshreppi, Garðabæ, Höfnum, Vatnsleysu- strönd og Grindavík. Þegar rafmagnslaust verður, þá verður einnig símasambandslaust, þannig að samband næst ekki utanbæjar, t.d. til Keflavíkur, Reykjavíkur eða Almannavarna ríkisins eða hinna nágrannabyggð- anna. Svo alvarlegt er þetta, að talstöðvamóttakari við skip, sem staðsettur er á Þorbjarnarfjalli verður óvirkur og þeim mun alvarlegra, ef sjóslys yrðu. Sl. haust var sjálfvirka síma- stöðin endurbætt og stækkuð í Grindavík. Heyrzt hefur, að sér- stakt tæki sem tengi stöðina við rafgeyma, ef aðalraflínan bilar, hafi verið með í þessum nýju tækjum símstöðvarinnar. En þar sem langan tíma tók að koma hinum nýju tækjum í notkun hafi þetta tengitæki verið lánað eitt- hvað annað. Það skal tekið fram, að ein lína er til afnota fyrir stöðvarstjóra, ef um neyðartilfelli er að ræða. En þá er hann bundinn yfir þeirri línu dag sem nótt. Svo háð erum við síma, að úrbóta er brýn þörf. Nefna má, að símsvarar slökkviliðs og lögreglu verða gagnslausir. Hinn 15. febrú- ar var svo styttur þjónustutími landssímastöðvarinnar í Grinda- vík, þannig að engin þjónusta er um helgar og helga daga, og virka daga aðeins frá kl. 09.00—17.00. Þar sem Grindavík er nú með stærri verstöðvum á landinu væri verðugt umhugsunarefni fyrir ráðamenn Landssimans að bæta verulega og það strax símaþjón- ustuna á Suðurnesjum. Guðfinnur Bergsson. Grindavík.“ I Austur varð sagnhafi í fimm laufum eftir þessar sagnir: \ostur Norður Austur Suður pass puss lj, 2 S •> L pass 3 T pass I L pass 5 L allir pass Suður tók fyrsta slaginn á spaðaás og spilaði síðan kóngnum. Austur trompaði, spilaði lágu trompi á ásinn í borði, og fór í tígulinn. Spilaði gosanum og stakk upp kóngnum þegar norður gaf. Þetta gekk vel hjá honum og þar sem hann þurfti að trompa tígul í borði til að fá litinn spilaði hann aftur tígli. Suður fékk þá á tíuna og var staddur á vegamótum. F’lestir hefðu spilað hjarta- drottningu í þessari stöðu. En suður sá, að það var ekki nauðsyn- legt. Ætti norður ásinn gæti hjartaslagurinn beðið. Það var því ekki verra en hvað annað að spila spaðanum t þriðja sinn. Og þá rak norður endahnútinn á vel heppn- aða vörn með því að láta tígulás- inn í. Þar með var staða sagnhafa orðin vonlaus. Suður átti enn hæsta tígulinn og þegar austur reyndi að trompa tígul í borðinu fékk norður þriðja slag varnarinn- ar á lauftíuna. MAÐURINN A BEKKNUM Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 15 sú, að hann langaði sjálfan til að fara aftur í hverfið. — Og þér hafið engar aðrar fyrirskipanir? — Láttu blöðin hafa mynd, en láttu þau meðhöndla málið eins og mjög hversdagslegt mál. — AJlt í lagi. Og svo sendi ég bílinn. Ilúsvörðurinn hafði minnst á calvados og það var mjög kalt svo að hann fékk sér einn. Því næst gekk hann með hendur í vösum þvert yfir götuna að undirganginum þar sem Louis Thouret hafði fundist myrtur. Svo litla athygli hafði þetta mál vakið enn að cnginn nam staðar við morðstaðinn til að gá hvort blóð væri að sjá. Hann stóð um stund við skartgripavcrzlunina. Hann sá að þarna var ekki seld nein íyrsta flokks vara. Gluggarnir tveir voru fullir af giingri sem bar það með sér að vera óekta og allt var heldur smekklitið. Roskinn maður sem horfði á Maigret úr búðinni taldi hann líklegan viðskiptavin, því að hann gekk f áttina til dyra til að hvetja hann til að koma inn fyrir. Lögregluforinginn kaus að hverfa frá og nokkrum mínútum síðar sté hann inn í lögreglubflinn. — Rue de Clignancourt. Hér var rólegra en hverfið var Ifka dálftið litlaust. Skiltið við verzlun fröken Leone, „Óskabarnið“, var yfirlætis- laust. Honum krossbrá þegar inn f búðina kom, þvf að sú mann- eskja sem kom á móti honum svaraði hreint ekki til þeirra hugmynda sem hann hafði gert sér um vélritunarstúlkuna hjá fyrirtækini Kaplan. Hvers vegna vissi hann þó ekki. Sennilega var hún á fíókaskóm því að ekkert hljóð heyrðist þegar hún gekk. Hreyfingar hennar minntu á nunnu og það var eins og hún færði sig úr stað án þess að hreyfa líkam- ann. Hún brosti dauflega, og brosið einskorðaðist ekki við varir hennar, það var eins og breitt út um allt andlit hennar, það var mildilegt bros en þó án þess að hrífa. Var það ekki furðulegt að hún hét Leone — sem þýddi ljónynja? Og enn merkilegra var að hún hafði stóreflis krókanef, sem var tvfmæla- laust með veglegri nefjum sem Maigrct hafði séð. — Hvað var það fyrir yður. Hún var svartklædd. Andlit hennar og hendur Htlaus eins og brosið og fas hennar allt. í bakherbergi sá hann gamla konu sitja við ævafornan ofn. í hillum og á borðunum lá fjölbreytilegur og fíngerður fatnaður, ijósrauð og íjósblá bönd, skfrnarkjólar, hvaðeina. — Maigret lögregluforingi frá rannsóknarlögreglunni. — Rannsóknarlögreglunni. — Einn af fyrrverandi sam- starfsfélögum yðar, Louis Thouret, var myrtur í gær... Viðbrögð hennar voru sterk- ust þeirra sem hann hafði hingað til borið þessa frétt. Þó grét hún ekki, né skipti litum og hún þreifaði heldur ekki eftir vasaklút. Það var eins og áfallið hefði lamað hana. já, næstum fengið hjartað til að hætta að slá. Hann sá að varir hennar urðu náhvftar... — Fyrirgefið að ég sagði þetta svona umhúðarlaust... Hún hristi höfuðið eins og til að láta hann skilja að hún tæki það ekki illa upp. Gamla konan hafði bært á sér. — Til að geta fundið morð- ingjann verð ég að afla allra þeirra upplýsinga um Thouret sem mögulegt er... Hún kinkaði kolli, en hafði enn ekki mælt oð af vörum. — Þér þekktuð hann mjög vel. Andartak var cins og Ijós tendraðist í augum hennar og loks spurði húni — Hvcrnig bar þetta að? Hún hafði sjálfsagt verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.