Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1978 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar þakkir Öllum þeim sem glöddu mig á níræðis- afmælisdegi mínum þann 1. apríl með heimsóknum, gjöfum, símtölum, heilla- skeytum og á annan hátt, votta ég mína innilegustu vinsemd og þakklæti. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, Frá Eyri. _________tilkynningar Skólastjórar — Handavinnukennarar Eigum fyrirliggjandi leirbrennsluofna, gler- unga, pensla, verkfæri og fl. Keramikhúsið h.f., sími 51301, Hafnarfirði. Útgerðarmenn athugið Óskum eftir að fá í viðskipti góða rækjubáta strax eða síðar. Hér er um að ræða rækjuveiöar á Grímseyjar og Kolbeinseyjar- miðum. Niðursuöurverksmiöja K. Jónsson & co. h/f. Sími 96-21466, Akureyri. til sölu Til sölu Chervolet Van 20 árg. 1976. SKRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF Hólmsgata 4 Sími 24 120 Til sölu Tilboð óskast í eignarhluta Reykjavíkur- borgar í húseigninni Skaftahlíö 24 (Tóna- bær). Húsrými þetta er austurendi hússins, efri hæð þess og tveir tengdir salir í kjallara, alls ca. 1400 fm. Útboðsgögn og nánari upplýsingar fyrir hendi á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðum sé skilaö á sama staö í síöasta lagi föstudaginn 21. apríl, 1978. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ' S — 26600 Vorum að fá til sölu eftirtaldar íbúöir í Hólahverfinu í Breiðholti 3, er seljast tilbúnar undir tréverk og málningu, sameign húsanna afhendist fullgerö m.a. með teppum á göngum, huröir fyrir íbúðunum og fl. Byggingaraöili Miöafl h/f. Smyrilshólar 2: Ein 5 herb. íbúð 107,8 m2 á 2. hæð. Verö: 13.5 millj. Ein 3ja herb. íbúö 91 m2 á 2. hæö. Verð 11.2 millj. Ein 2ja herb. íbúð á 2. hæð 58.8 m2. Verð 8.4 millj. Ein 2ja herb. íbúð 53,7 m2 á jarðhæð. Verð um 8.1 millj. Hægt er að fá keypta bílskúra með íbúöunum. Verð 1.6 millj., og 1.8 millj. Seljandi bíður eftir 3.3 millj. á húsnæöis- málastjórnarláni er viö aöstoðum fólk við að sækja um. íbúðirnar méugreiöa á 16 mánuöum. Traustur byggingaraðili. Allar nánari uppl. og teikningar á skrifstofunni. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, sími 26600. Ragnar Tómasson hdl. — Hver er staða tónlistarkennara Framhald af bls. 35 leik hjá barnakórnum og hefur það verið mjög lærdómsríkt og góð reynsla að fylgjast með starfi Guðmundar og Guðfinnu Dóru, því að þau eru bæði mjög færir kennarar og söngstjórar og er félagsandinn í kórnum sérstaklega góður Alma Hansen hefur gegnt skóla- stjórastarfi Tónlistarskólans í Garðabæ sl. 2 ár. Á þessum tíma hefur hún sagt upp 4 kennurum og skapað leiðinlegt andrúmsloft í kfingum sig. Vii ég reyna að greina frá þessu í sem stytztu máii. Haustið sem hún byrjaði sem skólastjóri sagði hún Stellu Reyn- dal fiðlukennara upp í byrjun skólaárs. Hafði Stella þá starfað við skólann í 1 ár og kennt fulla kennslu. Stella vísaði máli sínu til menntamálaráðuneytisins og varð Alma Hansen að taka Stellu aftur inn í skólann. Foreldrar nemenda Stellu kröfðust þess einnig að henni yrði ekki sagt upp. Að vori krafðist Alma Hansen þess að Stellu yrði sagt upp starfi og samþykkti bæjarstjórn það. Flest- ur nemendur Stellu haida áfram námi hjá henni í Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og hættu i Tónlistarskóla Garðabæjar. Nú í vor fengu þrír kennarar uppsagnarbréf, sem var undirritað af Ölmu Hansen. Nokkrum dögum áður en bréfið var sent út hafði verið haldinn fundur með skóla- nefnd og kennurum skólans, og á þessum fundi spurði skólanefnd kennara hvort þeir ætluðu aö kenna áfram í skóianum og reyndist svo vera. Það kom í ljós að Alma Hansen hafði skrifað þessi uppsagnarbréf án vitundar skólanefndar en í lögum frá Alþingi, sem voru samþykkt 1975, stendur að sveitarstjórn skuli ráða skóiastjóra og kennara að fengn- um tillögum skólanefndar. Kennarar þessir sendu skóla- nefnd bréf og báðu um skýringu á uppsögnunum. í svarbréfi skóla- nefndar er ekkert nema hrós um okkur kennarana en skólanefnd samþykkti þó ákvörðun Ölmu um að segja okkur upp á þeim forsendum að gott samstarf sé nauðsynlegt milli kennara og skólastjóra. Síðastliðið sumar skrifaði Hall- dór Haraldsson, formaður Félags tónlistarkennara, bréf, þar sem hann bað um skýringu á brott- rekstri okkar kennaranna. I svar- bréfi Ölmu segir hún, að henni sé ekki skylt að gefa skýringu á því hvers vegna hún segi upp stunda- kennurum. Eg undirrituð hef starfað við skólann í 5 ár og gegnt fullri kennsluskyldu. Sigurður E. Garðarsson hefur starfað við skólann í 2 ár og gegnt fullri kennsluskyldu og Örn Arnarson hefur starfað við skólann s.l. ár. Engu að síður lítur Alma Hansen á okkur sem réttindalausa stunda- kennara. Þess má geta, að einn kennar- anna spurði Ölmu Hansen hvort hún segði okkur upp starfi vegna þess að við hefðum staðið í kjaramálum og játti hún því. Með tilliti til vinnumálalöggjafarinnar og hefðbundinna réttinda starfs- manna er þetta mjög athyglisverð yfirlýsing. Sami leikurinn hefur verið leikinn við þrjá umrædda kennara Skólanefndin hefur lagt til árlega við bæjarstjórnina, að kennararn- ir fengju árslaun en bæjarstjórnin hefur fellt þessa tillögu skóla- nefndar í lok hvers skólaárs. Árið 1975 voru undirritaðir samningar milli tónlistarskóla á öllu landinu annars vegar og Félags tónlistarkennara og Félags ísl. hljóðfæraleikara hins vegar. I þeim samningum stendur að þeir sem kenni fulla kennslu fái árslaun, þeir sem kenni hálfa kennslu fái hálf árslaun og þeir sem kenni 3A kennslu fái % árslauna. Þessir samningar eru í gildi, en með því að greiða tónlistarkennurum ekki árslaun eru þeir þverbrotnir. Kennarar þeir, sem hér um ræðir, mega teljast vera heppnir að missa ekki æru og kennararétt- indi, en það hefði getað gerst, ef ummæli Ölmu Hansen um viðkom- andi kennara hefðu verið tekin gild í menntamálaráðuneytinu. Foreldrar nemenda minna söfn- uðu undirskriftum, þar sem upp- sögn undirritaðrar var mótmælt. Eg var erlendis er það gerðist og afhentu þau mér þennan lista. Þá sögðu þau mér frá hviksögum sem ganga um Garðabæ um okkur kennarana, og visa ég þeim hér með til föðurhúsanna sem ósönn- um. Einnig hefur mér borist til eyrna hvers konar ummæli Alma Hansen hefur haft um okkur á skólanefndarfundum, og er það furðulegt að heyra. Undirrituð telur fráleitt að stjórnmálamenn með takmarkað vit á tónlistarmálum geti ráðstaf- að málefnum tóniistarskóla og ákvarðað laun tónlistarkennara að vild. Byggi ég þetta m.a. á samskiptum við forseta bæjar- stjórnar í Garðabæ. Af samtölum við hann kom fram að hann „vissi harla lítið" um málefni tónlistar- skólans og kennaranna, þó að nýlega hefði verið fjailað um þau mái á bæjarstjórnarfundum og greidd um þau atkvæði. Forseti bæjarstjórnar sagði í samtali við mig, að engir samningar væru í gildi milli tónlistarmanna og sveitarfélaga. Þetta er að vísu rétt, að engir samningar eru á milli þessara aðila, en vegna þess að engir samningar eru milli sveitar- félaga og tónlistarkennara, þá gildir samningur sá sem er á milli tónlistarskóla landsins og F.T og F.Í.H. Það væri hægt að beina þeim tilmælum til menntamála- ráðuneytisins að það beitti áhrif- um sínum til þess að sveitarstjórn- ir virtu þann samning. Forseti bæjarstjórnar sagði ennfremur, að tónlistarkennarar væru ekki í Starfsmannafélagi Garðabæjar og að bærinn myndi ekki semja við tónlistarkennara, en samkvæmt lögum frá Alþingi frá 15. maí 1975 teljast tóniistar- kennarar starfsmenn sveitar- félaga. I síðustu kennsluviku í vor kom Alma Hansen með þau skilaboð til mín, að mér yrðu ekki greidd hálf sumarlaun eins og verið hefur tvö síðustu ár og sagði svo ennfremur að ekkert yrði gert fyrir mig hér í skólanum svo að ég skyldi skrifa uppsagnarbréf sem fyrst, sem hún gæti síðan lagt fram á næsta bæjarstjórnarfundi. Tveir kennar- ar komu inn í kennarastofu er þetta samtal átti sér stað og geta borið vitni um að rétt er með farið. Mér þótti þetta furðu sæta og kvaðst mundu kæra þetta til lögfræðings F.T. Var þetta síðan staðfest í símtali af forseta bæjarstjórnar. Hann kvað það hafa verið ákveðið á fundi sumarið 1976, að kennarar tónlistarskólans fengju ekki árslaun, og spurði m.a. hvort mér fyndist réttlátt að fá greitt hálft sumarkaup meðan hinir kennararnir fengju ekki sumarkaup greitt. Ég spurði á móti hvaða réttlæti honum fyndist í því að í tónlistarskólanum störfuðu kennarar með svipaða menntun og tveir þeirra fengju lögskipuð árslaun, 1 kennari fengi hálf laun yfir sumarmánuðina, og svo væru 14 kennarar sem engin iaun fengju yfir sumarmánúðina, þó að þeir hefðu mjög góð réttindi og væru búnir að starfa við skóiann í nokkur ár í fullri kennslu. Þetta fyrirkomulag er algjör- lega óviðunandi, en hefur viðgeng- ist í tónlistarskólum landsins. Ekki veitti af að endurskipuleggja tónlistarmál landsins og að fólk með þekkingu á tónlistarmálum legði þar hönd að verki. .Væri lærdómsríkt að hafa til hliðsjónar heildarskipulag á tónlistarmálum, sem hefur verið gert á Norður- iöndum, t.d. í Danmörku, en það þykir vera sérstaklega gott. Áð lokum skora ég á tónlistar- kennara að þeir fari að ræða sjálfsögð réttindamál. Það er nauðsynlegt að F.T. og F.Í.H. séu sterk stéttarfélög, sem standi vörð um réttindi félagsmanna sinna. Jónína Gísladóttir. — Hollustuhættir Framhald af bls. 15 samþykki nefndanna varðandi framlengingu á starfsleyfi verk- smiðjunnar um 1 ár frá 1. sept. 1976 leggjast nefndirnar gegn slíkri framlengingu. Réð þar mestu hve litlar efndir höfðu orðið af hálfu verksmiðjueigenda um aukna hollustuhætti innan dyra verksmiðjunnar og utan. Verður því ekki annað séð en að starfsleyfi Fiskiðjunnar hafi runn- ið út i. sept. 1976. f.h. Heilbrigðisnefndar Suður- nesja, Jóhann Sveinsson. — Unga Framhald af bls. 33. að hugs sér í sambandi við óleyfilegt kynlíf stúlkna yngri en 16 ára. Óhugnaður Mál sem þetta vekur eins og nærri má geta hinn mesta óhugnað hjá saklausum áhorf- endum. Þó ekki síst að það voru einkum eldri menn eða mjög „gamlir" sem nýttu sér þessa þjónustu. Hvað þá það, að foreldrar séu blindir fyrir því að stúlka þárf varla að láta þvo af sér föt því hún er ekki í þeim nema tvo—þrjá daga í einu. Ein spurning foreldris var hvort það væri ekki skólinn sem ætti að passa þetta, — en ekki það sjálft. Það liggur í augum uppi að skóli sem hefur 1000 eða fleiri baldna og hrausta ungl- inga á erfitt með að fylgjast með hverjum og einum. Og að hvað miklu leyti er það skólans að sjá um uppeldi barna og unglinga? Því miður eru það bara mestu vandræðaseggirnir sem skera sig mest út úr og verða nógu athyglisverðir til að þeim verði hjálpaö. Nottingham 31.1. '78 Magnús Þorkelsson. — Lofsamlegir dómar Framhald af bls. 17. réttarfarsreglur. Þrátt fyrir baráttu við samvizku sína rekst hann út í að dæma stórbónda einn til dauða, saklausan, af því að hann tekur valdið og óréttinn fram yfir réttvísina. Umhverfis sýslumanninn er hópur af fólki sem tekur þátt og eru fórnardýr i þessum átökum milli gamals og nýs tíma. Það er ailtaf auðvelt að benda á íslend- ingasögurnar í ræðu og riti í sambandi við íslenzkar bók- menntir, en hér er það á sínum stað. ÞaA er mikilleiki ekki aðeins yfir landslaginu, en einnig yfir persónunum bæði í góðu og illu. Þetta er sérstæð bók — og veitir lesendanum óvenjulega reynslu. Bundin tíma og um- hverfi, en sálfræðilega hefur hún almennt gildi. L. — Dönsk bók Framhald af bls. 19 norrænum málum við háskólann í Árhúsum. Síöan í fyrra hefur Sörensen starfaö viö rannsóknardeild Óðins- véa-háskóla í mióaldabókmenntum. Hann átti pátt í að semja ís- lenzk-danska oröabók er út kom 1976, en auk pess hefur Sörensen skrifaö fjölmargar greinar um íslenzka tungu og bókmenntir. „Saga og samfund" er 191 blaösíða aö stærð og er gefin út í kiljuformi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.