Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 Landsmót hestamanna: Ef nt verdur til unglingakeppni í SUMAR verður í fyrsta skipti efnt til unglinga- Fjáröflunar- dagur SVFÍ FJÁRÖFLUNARDAGUR Slysavarnafélags íslands er í dag, á lokadaginn, og eru merki félagsins nú sérstaklega gerð til að minnast 50 ára afmælis félagsins, en SVFÍ var stofnað í Reykjavík 29. janúar 1928. keppni á landsmóti hesta- manna, en það verður sem kunnugt er haldið á Skóg- arhólum á Þingvöllum dag- ana 13.—16. júlí í sumar. Reglur fyrir þessa fyrstu unglunglingakeppni á landsmóti felast meðal ann- ars í því að tala þátttakenda frá hverju félagi fylgi tölu gæðinga í hvorum flokki ásamt varahestum. Keppn- in fer fram í tveimur flokkum, og miðast aldur þátttakenda í eldri flokki, þ.e. 13-15 ára, við að þeir séu fæddir á. árabilinu 1963 til 1965, og í yngri flokki verða börn, sem eru fædd árið 1966 og síðar. «-- •XSnayu.*;:,, Sovézka olíuskipið við losun olíu í gær. Olíuinnflutningsbannið skall á í nótt: Olíuskipið losaði 20 þús. tonn af gasolíu í gær Aðalfundur Landssambands lífeyríssjóða AÐALFUNDUR Landssambands lífeyrissjóða verður haldinn á Hótel Sögu í dag og hefst hann klukkan 14. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa mun Guðjón Hansen tryggingafræðingur flytja erindi um samskipti lífeyrissjóða og dr. Pétur H. Blöndal tryggingafræð- ingur um ávöxtun fjár lífeyris- sjóða. Aðildarsjóðir landssam- bandsins eru 49 að tölu. Enn er ekki ákveðið hvar gert verður við Breka VE ENGIN ákvörðun hefur ver- ið tekin enn um hvar gert verður við Breka VE. Gunn- ar Ragnars, forstjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri, sagði í samtali viðMorgun- blaðið í gær, að í dag yrðu viðræður milli eigenda skipsins og Slippstöðvar- innar um hvar gert skyldi við skipið, en væntanlega skýrðist um næstu helgi hvórt gert yrði við það hér heima eða erlendis. OLÍUINNFLUTNINGSBANN skall á um miðnætti síðastlið- ið, en það hef ur verið boðað af verkalýðsfélögum í Reykja- vík, Hvalfirði, Hafnarfirði og Seyðisfirði, en þetta eru fyrir- ferðarmestu olíuhafnir lands- ins. Öll félögin hafa boðað vcrkfallið til hálfs mánaðar, nema Hafnarfjörður, sem boð- aði um ótilgreindan tíma. I fyrradag kom til Reykja- víkur sovézkt olíuflutninga- skip, sem upphaflega átti að fara fyrst til Seyðisfjarðar, en viðkoma skipsins þar var felld niður vegna yfirvofandi inn- flutningsbanns. Skipið losaði hér tæplega 20 þúsund tonn af gasolíu og lauk losun þess í gær og hélt það utan. Samkvæmt upplýsingum Indriða Pálssonar, forstjóra Skeljungs, eru olíufélögin þá birg langt fram í júní af gasolíu. Svartolíubirgðir landsmanna endast út julí- mánuð og bensínbirgðir fram í júní. Meðal verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Hvalfirði og Seyðis- firði hefur verið rætt um möguleika á framlengingu inn- flutningsbannsins, en það á að renna út 26. maí eða alllöngu áður en birgðir þrjóta. Hrauneyjafossvirkjun: Enn engin lausn á erfið- leikum Alþýðublaðsins Gengið til samninga við lægstbjóðendur í gröft fyrir stöðvarhúsi, pípum og loka ENN hcfur engin breyting orðið á íjárhagserfiðleikum Alþýðu- blaðsins og heíur cnn ekki verið unnt að greiða starfsfólkinu laun. Samkvæmt upplýsingum Benedikts Gröndal, formanns Alþýðuflokksins. er búizt við því að lausn þessara erfiðleika fáist á hverri stundu. Benedikt kvað stjórn Alþýðu- blaðsins hafa gert samkomulag við Vísisútgáfuna um áramótin og fram á mitt ár. Síðan hefðu komið upp vissir framkvæmdaerfiðleik- ar, en útgáfa blaðsins sagði hann að hvíldi á veikum grunni. Vegna þessara erfiðleika hefur Alþýðublaðið ekki komið út í nokkra daga. ST.IÓRN Landsvirkjunar hefur samþykkt að ganga til samninga við ístak h.f.. Miðfell hf., Loftorku s.f.. Skánska Ccment- gjutcriet og Phil & Sön um gröft fyrir stöðvarhúsi Hrauneyjafoss- virkjunar og við ítalska fyrirtæk- ið Magrini Galileo um þrýsti- vatnspípur. loka og stöðvarhúss- krana fyrir virkjunina. Halldór Jónatansson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjun- ar, sagði Mbl. að sameiginlegt tilboð fyrirtækjanna fimm í gröft fyrir stöðvarhúsinu hefði hljóðað upp á tæpar 714 milljónir króna og var það lægsta tilboð. Þetta verk á að vinna í sumar og er það fyrsti áfangi byggingarframkvæmda við Hrauneyjafossvirkjun, en að sögn Halldórs verður vinna við stöðvar- hús, vatnsvegi og stíflu boðið út í haust. Tilboð ítalska fyrirtækisins var upp á 1463,5 milljónir króna. Allgóð þátttaka í utank j ör staðar- atkvæðagreiðslu Um 30% lækkun á tíðni dauðsfalla af völdum magakrabba á íslandi „Á UNDANFÖRNUM 20 árum hcfur vcrið stöðug lækkun á tiðni dauðsfalla af völdum magakrabba á íslandi," sagði Ilrafn Tulinius læknir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Magakrabbi hefur um árabil verið sú tegund krabbameins scm heíur leitt til flestra dauðsfalla, cn útlit er fyrir að árið 1977 verði fyrsta árið sem magakrabbi hefur ckki leitt til flestra dauðsfalla. Frá ári til árs í s.l. 2.3 ár hefur hlutfallið farið minnkandi og virðist það ætla að minnka mest á tímabil- inu 1966 —'67. Hins vegar hefur orðið aukning i tíðni dauðsfalla af völdum brjóst- krabba og krabbameins í blöðruhálskirtli. Hrafn kvað tíðni dauðsfalla af völdum magakrabba hafa lækk- að um 30% á tímabilinu frá 1956 - 1965 og 1966 - 1975 og er lækkunin um það bil úr 60 í 40 menn á ári hjá körlum en úr 40 í 22 hjá konum. Hrafn kvað einhlíta skýringu ekki liggja fyrir en líklega kæmu bre^ttar geymsluaðferðir á matvælum inn í þá mynd. Hrafn kvað Japan, Chile og ísland hafa haft hæst hlutfall dauðsfalla af völdum maga- krabba um árabii, en nú væri ísland komið í 10.—15. sæti. í Japan og Chile kvað Hrafn tíðni magak'rabba hafa minnkað, en lækkunin væri mest á Islandi. Það að ísland er nú komið í 10.—15. sæti kvað Hrafn þó ekki eingöngu stafa af örari lækkun á hlutfalli magakrabba, heldur einnig vegna þess að nú bærust skýrslur um þessi mál frá fleiri löndum þar sem tíðni væri há. „Utankjörstaðaratkvæðagreiðsl- an gckk mjög dræmt í byrjun, en nú er greinilcga að lifna yfir henni og hefur vcrið nokkuð góð þátttaka undanfarna þrjá daga," sagði Sveinn Skúlason á utan- kjbrstaðarskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins. scm starfrækt er í Valhöll við Háaleitisbraut. „Við erum hér með opið frá 9.00—22.00 alla daga fram að kosningum og erum reiðubúin að aðstoða fólk alls staðar að af landinu og veita upplýsingar. Þá getur fólk auðvitað hringt til okkar," sagði Sveinn ennfremur. Þá vildi Sveinn eindregið hvetja kjósendur sem ekki yrðu heima á kjördag til að hafa fyrra fallið á að kjósa þar sem jafnan væri mikið um að vera síðustu dagana fyrir kosningar, og þyrfti fólk þá jafnvel að bíða langtimum saman eftir að komast í kjörklefann. 5 sóttu um stöðu skólameistara UMSÓKNARFRESTUR um stöðu skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum rann út á föstudaginu. Umsækjendur erui Síra Haukur Ágústsson sóknar- prestur, Heimir Pálsson mennta- skólakennari, Rafn Kjartansson menntaskólakennari, Vilhjálmur Einarsson skólastjóri og Þorsteinn Gunnarsson menntaskólakennari. Friðun á Skagafjarðardjúpi HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur í samráði við sjávarútvegs- ráðuneytið friðað lítið svæði í Skagaf jarðardjúpi og bannað þar veiðar í eina viku. Gekk bannið í gildi klukkan 13 í gær. Ástæður friðunarinnar eru þær að óvenju- mikils smáþorsks gætti i afla. scm veiddist á svæðinu. í fyrradag opnaðist friðaður reitur á Strandagrunni, sem lokað var af sömu ástæðum hinn 4. desember síðastliðinn. Var talið óhætt að opna svæðið fyrir veiðum að nýju og rann bannið því út í fyrradag. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.