Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 Félagsmálaráð hef- ur samþykkt fjórar dagvistunarstofiianir - sem koma til framkvæmda næst á eftir þeim þremur sem byrjað verður á í ár „FELAGSMALARAÐ hefur íyrir sitt leyti samþykkt teikningar og staðsetningu fjögurra dagvistunarstofn- ana. tveggja íSeljahverfi, einnar við Ægissíðu og einn- ar við Blöndubakka, sem munu koma á eftir þeim þremur stofnunum. sem byrj- að verður á á þessu ári og lokið verður við á því næsta." sagði Markús (Jrn Antonsson borgarfulltrúi, er Mbl. spurði hann í gær, hvaða fram- kvæmdir væru á döfinni í dagvistunarmálum. „ Við von- um að með jöfnum fram- kvæmdahraða sé alls ekki óraunhæft að ætla að það takist að fullnægja þörfum forgangshópanna á dagvist- unarrýmum á næstu 4-5 ár- um." í fyrradag voru opnuð tilboð í skóladagheimili við Völvu- fell, sem Markús sagði að yrði tilbúið um næstu áramót. Þá verður byrjað á tveimur öðr- um dagvistunarstofnunum á þessu ári, við Iðufell og Arnarbakka, og verða þær teknar í notkun á næsta ári. Þær fjórar stofnanir, sem félagsmálaráð hefur nú sam-* þykkt að verði næstar á framkvæmdaskránni, eru: dagheimiJi og skóladagheimili í Seljahverfi og á sú dagvist- unarstofnun að rísa við hlið- ina á leikskólanum við Tungu- sel; önnur blönduð stofnun, leikskóli og dagheimili, á að rísa ofar í Seljahverfinu; þriðja dagvistunarstofnunin er dagheimili og leikskóli við Ægissíðu og sú fjórða skóla- dagheimili við Blöndubakka. Markús Örn Antonsson sagði, að nú væru um 440 börn á biðlista forgangsflokkanna, en til þeirra heyra einstæðir foreldrar, námsfólk og fjöl- skyldur, sem eiga við sérstök vandamál að stríða. Þá eru rúmlega 1200 börn á Ieikskóla- biðlistum, en Markús Örn sagði, að þar af væri nokkur hluti, sem enn hefði ekki náð 2ja ára aldri. Allt að tíu þúsund króna sekt við því að aka á nagladekkjum LOGREGLAN í Reykjavík hefur nú tekið upp strangt eftirlit með því að bifreiðir aki ekki á negldum hjólbörðum en það er óheimilt frá og með 1. maí s.l. Óskar Olason yfirlögregluþjónn umferðarmála tjáði Mbl. í gær að lögreglan hefði veitt ökumönnum nokkurra daga umþóttunartíma vegna mikils annríkis á dekkja- verkstæðunum. Um helgina byrj- aði lögregfan svo að stöðva bifreið- ir og áminna ökumenn og hér eftir verða þeir bifreiðaeigendur sekt- aðir, sem trassa það að taka nagladekkin undan bílum sínum. Eru háar sektir við brotum af þessu tagi, en þær eru á bilinu 7.500 til 10.000 krónur. Fyrsta daginn, sem Iögreglan beitti sekt- arheimildum voru rúmlega 50 ökumenn kærðir fyrir að aka á negldum hjólbörðum í Reykjavík. Alþýðubandalagið: Lúðvík, Ragnar og Svavar í hár saman um kjördæmamálið FLOKKSMENN í Alþýðubandalaginu hafa margar skoðanir á kjördæmamálinu sem í öðrum flokkum. var svar þeirra Lúðvíks Jósepssonar. formanns Alþýðubandalagsins, og Ragnars Arnalds, formanns þingflokks Alþýðubandalagsins, er Morgunblaðið spurði þá í gær, hvort leiðari Þjóðviljans síðastliðinn sunnudag, er ritaður var af Svavari Gestssyni ritstjóra. væri skoðun flokksins á kjördæmamál- inu. Fyrirsögn leiðarans var „Skert mannréttindi með staðaruppbót". Ragnar Arnalds sagði, að Al- ið er hvað mest tiltakanlegt. Ég þýðubandalagið hefði ekki markað ákveðna stefnu í kjördæmamálinu og um það hefði ekki verið fjallað sérstaklega á landsfundi flokksins. „Innan Alþýðubandalagsins," sagði Ragnar, „eru eitthvað skipt- ar skoðanir um það eins og innan allra flokka, hvernig bezt verði að því staðið að rétta hlut þessara stóru kjördæma, þar sem misvæg- persónulega er ekki hrifinn af þeirri stefnu, að landið verði allt gert að einu kjördæmi. Eg held að þaö sé algjörlega óraunhæft í framkvæmd." Ragnar kvað Alþýðubandalagið hafa hvatt til þess að kjördæma- málið yrði tekið föstum tökum. Bandalagið lagði það til nú í Framhald á bls. 27 íslendingur fang- elsaður i Þórshöfn „ÍSLENDINGUM, sem leggja leið sína hingað til Færeyja hefur farið mjög fjölgandi og er þar bæði um ferðamenn og svo fólk í atvinnuleit að ræða. Því er ekki að ni'ila. að einn og einn maður innan um hefur brotið af sér og við þurft að hafa afskipti af málinu og auðvitað setja þessi cinstöku tilvik leiðinlegan blett á heildina. Hins vegar held ég að við Færeyingar sjáum þessa hlul i alveg í réttu ljósi, því fjöldi Færeyinga hefur farið til íslands sömu erinda og þá slæddust alltaf með einstaklingar, sem komust í kast við lögin á Islandi og settu leiðinlegan blett á land sitt og þjóð," sagði Sune Winter, fulltrúi lögreglustjórans í Þórshöfn, í samtali við Mbl. í gær, en 1. maí s.l. var íslendingur dæmdur í 15 daga fangelsi í Þórshöfn fyrir þjófnaði og ávísanafals. Sune Winter sagði að maður þessi hefði brotizt inn í skip í höfninni og einnig stal hann fötum og peningatösku á hótelum. Maðurinn kom til Færeyja 1. maí og var handtekinn um kvöldið og hafði hann þá í fórum sínutn ávísanahefti, sem stolið var hér á landi 28. apríl. í flugvélinni til Færeyja hafði maðurinn borgað með ávísunum úr heftinu. Við Framhald á bls. 30. Svona á frystikista aö vcra! „DERBY" frystikistur, 5 stærðir, 2 verðflokkar, frystiskápar, 2 stærðir, „DERBY" frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega Iausn á hverju smáatriði eins og: * „Hermetisk" frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. * Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. * Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. * Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. * Sérstakt djúpfrystihólf er í „DERBY", þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Þetta hraðar djúpfrystingunni og sparar rafmagn. * Einangrunin er hið viðurkerinda „Pelyuretan" frauðplast. * í „DERBY" frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. FALKINN SUCURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.