Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐrÐ. FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 33 gengí nema greiðslur af áhvílandi lánum 1500—1900 Mkr. á árunum 1978-83. Til viöbótar koma greiðsl- ur af lánum sem tekin verða frá og með þessu ári. Ef ekkert verður gert til að losa stofnunina undan hluta af lánabyrð- inni er ljóst, að gífurlegir rkestrar- erfiðleikar eru framundan næstu árin og raunverulega er stofnunin ófær um að taka á sig frekari fjárskuldbindingar, nema breyting komi til. Ef ætlunin er að Rafmangs- veiturnar standi að almennum fram- kvæmdum í jafn ríkum mæli og undanfarin ár má gera ráð fyrir að stofnunin geti ekki staðið undir greiðslum af lánum umfram þá upphæð sem hún fær af verð- jöfnunargjaldi nema að litlu leyti. Framangreindar lántökur til lausnar aðsteðjandi vanda eru ekki úrbætur til frambúðar, heldur auka þvert á móti lánabyrði Rafmangs- veitnanna á næstu árum, ef ekki eru gerðar aðrar ráðstafanir samhliða. Þær ráðstafanir, sem gripið hefur verið til á undanförnum árum til að bæta rekstrarafkomu Rafmangs- veitnanna hafa einkum falizt í eftirfarandi: — hækkun gjaldskrár — álanging og síðar hækkun verðjöfnunargjalds — tímabundin og tilviljanakennd niðurfelling aðflutningsgjalda — auknar lántökur til lengri og skemmri tíma. Þessar ráðstafanir hafa dugað skammt eins og raun ber vitni og afleiðingin m.a. orðin sú, að helztu gjaldskrárliðir í smásölugjaldskrá Rafmangsveitnanna er nú 80—90% hærri en hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur á meðan vegið meðalverð allrar smásölu er mjög álíka. Stafar þetta af því, að um 60% af orkusölu Rafmangsveitna ríkisins er samkvæmt húshitunar- og mark- töxtum, en sú sala skilar eingöngu um 30% smásölutekna, miðað við árið 1977. Rafmangsveitur ríkisins eru þjón- ustustofnun fyrir almenning. Þær hafa það hlutverk að afla, dreifa og selja raforku, ýmist beint til notenda eða til rafveitna í eigu sveitarfélaga. Rafmangsveiturnar afla rafork- unnar annars vegar með orkukaup- um, aðailega frá Landsvirkjun og Laxárvirkjun og hins vegar með orkuvinnslu í eigin vatnsafls- og dieselstöðvum. Orkuvinnsla í diesel- stöðvum er eins og kunnugt er mjög óhagkvæm, þar sem orkuvinnslu- kostnaður er margfalt hærri en söluverð orkunnar og er það því þungur baggi á rekstrinum. Einnig er eigin orkuframleiðsla í vatnsaflsstöðvum um 36%. dýrari en aðkeypt vatnsorka aðalega vegna óhagkvæmrar fjármögnunar. Samanlögð töp í flutnings- og dreifikerfum Rafmangsveitnanna eru milli 14 og 15% og á einstökum stöðum yfir 20% eins og áður er getiö. Sem dæmi má nefna, að árið 1977 varð kostnaður við orkuöflun um 92',? af heildartekjum af orkusölu, en ef verðjöfnunargjaldinu er bætt við tekjurnar verður hlutfallið um 74%. Hjá Rafmangsveitu Reykjavík- ur er þetta hlutfall um 38% og hjá öðrum sveitarfélagarafveitum milli 40 og 507,. Rafmangsveitur ríkisins hafa eins og aðrar rafveitur einkarétt til raforkudreifingar á orkuveitusvæö- um sínum. Þessum einkarétti fylgir sú skylda að sjá notendum fyrir nægri og tryggri og helzt sem ódýrastri raforku eftir því, sem við verður komið. Framkvæmdir miðast því t.d. við tengingu byggðarlaga við samveitur til þess að draga úr rekstri diesel- véla. Slík tenging kann að vera hagkvæmari en áframhaldandi rekstur dieselvéla, en sá markaður sem þannig tengist samveitunni skilar oft ekki nægum orkusölutekj- um til að standa undir fjármangs- og rekstrarkostnaði tengilínunnar. Annað dæmi er bygging aðveitu- stöðva. Ástæður fyrir slíkum fram- kvæmdum eru t.d. nauðsynleg endurnýjun á rafbúnaði vegna ófull- nægjandi og ótryggs ástands, sem ekki lengur uppfyllir settar öryggis- krðfur, endurnýjun á rafbúnaði, þ.á m. spennum, vegna aukins álags eða hækkunar spennu á flutningslínum og loks færsla og nýbygging aðveitu- stöðva af skipulagsástæðum. Þessar framkvæmdir eru yfirleitt ekki þess eðlis, að orkusölutekjur aukist að mun fyrstu árin. Svipuðu máli gildir um styrkingu dreifikerfa í sveitum, uppsetningu dieselvéla sem varaafl o.fl. Fyrrgreindar framkvæmdir, sem og margs konar aðrar aðgerðir eru engu að síður nauðsynlegar til að viðhalda raforkukerfinu og veita þá þjónustu við notendur, sem okkur ber lögum samkvæmt. Úrræði til frambúðar Vegna þess, sem að framan segir, ber brýna nauðsyn til þess, að gera sér grein fyrir því, hve miklum hluta þessara framkvæmda stofnunin get- ur staðið undir með tekjum sínum. Það sem eftir stendur verður að telja félagslegan eða byggðapólitískan þátt framkvæmdanna. Rafmagnsveiturnar hafa þegar hafið undirbúning að því að leggja mat á félagslegan þátt í fjárfesting- um sínum. Til aðstoðar við þetta verk, hafa þær fengið Verkfræði- þjónustu Kjartans Jóhannssonar og Hagvang h.f. I fyrstu drögum að tillögum er fjallað um það hvernig skuli meta hinn félagslega þátt framkvæmd- anna, en þar segir m.a.: Athygli verður að vekja á því, að til þess að meta að hve miklu leyti framkvæmdir eru arðbærar eða af félagslegum toga, duga ekki þær venjulegu samanburðarathuganir, sem eðlilegt hefur virzt að beita innan fyrirtækisins við fram- kvæmdaval. Sem dæmi má nefna að línubygging til byggðarlags kann að sýna ábata á samanburði við kostnað af dieselvinnslu raforku í byggðar- laginu og þannig að teljast æskileg samkvæmt hefðbundnum saman- burði, en sá samanburður segir ekkert um það, að línubyggingin sem slík sé arðbær framkvæmd. Þeirri spurningu er eftir sem áður ósvarað, hvort línubyggingin standi undir sér. Til þess að svara þeirri spurningu, hvort tiltekin fjárfesting sé arðbær, þarf þannig aðra nálgun, sem felur í sér einangraða athugun á inn- og útstreymi fjár tengt fjárfestingunni. Sé útstreymi meira en útstreymi er fjárfestingin reist á félagslegum forsendum og mismunurinn mælir hinn félagslega þátt. Almennt séð verður þá nálgun á fjárfestingarmatinu með tilliti til arðsemi og félagslegra þátta þessi: Fundnar eru þær tekjur og þau gjöld, sem fylgja því á ári hverju yfir endingartíma framkvæmdarinnar, að nýta fjárfestinguna og mismunar tekna og gjalda reiknaður til núvirð- is á tilteknum vöxtum er borinn saman við fjárfestingarupphæð. Sé heildarniðurstaða jákvæð er fjár- festingin arðbær. Ef heildarniður- staðan er neikvæð, þá er fjarrfest- ingin af félagslegum toga og hin negatíva upphæð gefur til kynna hinn félagslega þátt. Helztu fjárfest- ingar, sem hér um ræðir, eru línubyggingar, bygging aðveitu- stöðva, styrking kerfiseininga og uppsetning dieselvéla. Rafmagnsveiturnar munu vinna áfram að gerð tillagna um ofan- greinda skiptingu í arðbærar fram- kvæmdir annars vegar og óarðbærar framkvæmdir eða félagslegar fram- kvæmdir hins vegar og skipta fjárlagatillögum stofnunarinnar fyr- ir árið 1979, sem nú er verið að vinna að ,í samræmi við það, þannig að fram komi, hve mikill hinn félagslegi þáttur framkvæmdanna er eða með öðrm orðum, hvert framlag ríkisins þarf að vera samkvæmt gefnum forsendum. Sem dæmi um framkvæmdir, sem reiknaðar hafa verið samkvæmt ofangreindum aðferðum vil ég nefna eftirfarandi: Á fjárlögum 1978 er lagning háspennulínu milli Þórshafnar og Bakkafjarðar, sem áætluð er kosta 51 Mkr. Miðað við hgakvæmustu forsendur, þ.e. orkukaup inn á línuna miðuð við gjaldskrá Laxárvirkjunar og orkusala út af henni miðuð við heildsölugjaldskrá Rafmagnsveitn- anna, þarf óendurkræft framlag að nema 43,5 Mkr af 51 Mkr eða sem svarar um 85% af stofnkostnaði. Sem dæmi um arðbæra fram- kvæmd aftur á móti er lagning 66 KV línu milli Grímsár og Reyðar- fjarðar. Þegar sú lína var tekin í notkun haustið 197'J) lækkuðu töp í flutningskerfi Austurlandsveitu um allt að 1 MW. Munurinn er sá, að hér er um að ræða tengilínu milli orkuvinnslu- ,,,,,, Framhald á bl.s. ,'to Selur PFAFF húsgögn? Ju, reyndar, en svotil eingöngu sauma- vélaborö, sem sum eru eins og fínustu skrifborö. Nú eru fyrirliggjandi nýjar geröir úr eik, teak og litaöri hnotu. Flest boröin henta fyrir allar geröir töskuvéla, sem hægt er aö hafa í þremur mismunandi hæöarstillingum. Aö sjálfsögöu finnst okkur PFAFF-saumavélar fara best í þessum boröum, en þau eru reyndar einnig hönnuö fyrir aörar saumavélagerðir. Ódýrustu borðin kosta kr. 48 þúsund og þau dýrustu kr. 147.500. Afborgunarskil- málar. Verslunin ŒHED Timbut et líka eitt afþvísem þú fætð hjá Byko Móta - og sperruviður í hentugustu þykktum, breiddum og lengdum. Einnig smíðaviður. Þilplötur hvers konar úr upphituðu geymsluhúsi. Góð aðstaða til skjótrar og öruggrar afgreiðslu. Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt. BYKO BYGGINGAVÖRUVERSLUN KÚPAV0GS SF. SÍMI41000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.