Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUBAGUR 11. MAÍ 1978 radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Sauðárkrókur — Kosningaskrifstofan Kosningaskrifstofa D-listans er í Sæborg. Skrifstofan veröur fyrst um sinn opin frá 17.30—19 og 20.30—22. Stuöningsfólk D-listans er hvatt til aö hafa samband viö skrifstofuna. Sjálfstæóisflokkurinn. Mosfellssveit kosningaskrifstofa D-listinn hefur opnaö kosningaskrifstofu aö Bjarkarholti 4, sími 66295. Skrifstofan er fyrst um sinn opin kl. 16—19 virka daga og kl. 14—18 um helgar. Stuðningsfólk D-listans er hvatt til aö hafa samband viö skrifstofuna. Stuöningsfólk D-listans sem veröur aö heiman á kjördag 28. maí er hvatt til aö kjósa sem fyrst í utankjörstaöakosningunni hjá hreppstjóra, Sigsteini Pálssyni Blikastöðum. X-O llstinn. Kópavogur Kosningaskrifstofa S-listans lista sjálfstæöisfólks í Kópavogi er aö Hamraborg 4 1. h. Símar 44311 — 44589. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 13—21. Kjörskrá liggur frammi. Stuöninsmenn hafiö samband við skrifstofuna. S-listinn. Ráðstefna S.U.S. um sveitarstjórnarmál Laugardaginn 13. maí gengst stjórn Sambands ungra sjálfstæöis- manna fyrir ráöstefnu um svetiarstjórnarmál. Ráöstefnan fer fram í Sjálfstæöishúsinu, Valhöll, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Til ráðstefnunnar er sérstaklega boöiö öllum ungum frambjóöendum Sjálfstæöisflokksins viö bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar síöar í þessum mánuöi. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri S.U.S., Anders Hansen, í síma 91-82900. Ráöstefnustjóri veröur Bessí Jóhannsdóttir, Reykjavík. Jon Birgir Davið Sturia Markús Fríöa Dag.skrá ráðstefnunnar verður sem hér seKÍr. kl. 11.00 Ráöstefnan sett Jón Magnússon, formaður S.U.S. kl. 11.10 Kynning bátttakenda. Tilgangur ráöstefnunnar og kynning dagskrárliöa. kl. 12.00 Matarhlé. kl. 13.30 Ávarp. — Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri. kl. 13.45 Samskipti ríkis og sveitarfélaga. Framsöguræöur: Davíö Oddsson, Reykjavík, Sturla Böövarsson, Stykkishólmi. Frjálsar umræður og fyrirspurnir. kl. 15.00 Sveitarfélögin og unga fólkið. Framsöguræöur: Markús Örn Antonsson Reykjavik. Siguröur J. Sigurösson, Akureyri. Frjátsar umræður og fyrirspurnir. kl. 16.00 Katfihlé. kl. 16.15 Kosningaundirbúningurinn og kosningabaráttan: Framsöguræöur: Fríöa Proppé, Garöabæ. Pétur Sveinbjarnarson, Reykjavík. Frjálsar umræöur og fyrirspurnir. Vestur- Húnavatnssýsla Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Vest- ur-Húnavatnssýsiu veröur haldinn f félagsheimilinu á Hvammstanga, föstu- daginn 12. maí klukkan 20.30. Nýlr félagar velkomnir. Aö loknum félagsfundi klukkan 21.30 veröur almennur stjórnmála- fundur. Fjórir efstu menn á framboöslista Sjálfstæðisflokksins mæta á mundinum og flytja ávörp og svara fyrirsprunum. Allir velkomnir. Stjórnin — íþróttir Framhald af bls. 47. Hermanni Gunnarssyni ojí Hall- dóri Einarssyni, ÍBV Victor Helga- syni, Haraldi Júlíussyni og Sig- mari Pálmarssyni, noröanmenn eru meö þá Kára Árnason, Skúla Ágústsson og Jón Stefánsson í broddi fylkingar. Margir fleiri kappar eiga eflaust eftir að sjást leika með liðum þessum og verður án vafa ánægjulegt að sjá þessi lið leika. Ekki er búið að tímasetja neina leiki en strax upp úr mánaðamótunum hefst keppnin og verða þá leikirnir auglýstir. Þá hefur því verið fleygt að Fram, KR, og fleiri félög hafi sýnt mikinn áhuga á að verða með í úrvalsdeildinni. - „Þeim til sóma Framhald af bls. 18 deildanna gætu leitt til borgara- styrjaldar — en þær gætu líka hæglega undirbúið jarðveginn fyrir ríkisstjórn sem léti „röð og reglu hvað sem það kostar“ hafa algeran forgang. Lissaboni Blaðið 0 Dia sagði: „Heiminum blöskrar... I dag liggja allar leiðir andstyggðar og reiði til Rómar.“ Og blaðið Jornal de Noticias kallaði morð- ið „glæp gegn mannkyninu." Madrid: Blaðið E1 Pais sagði: „Það sem vakir fyrir þeim (Rauðu herdeildunum) fyrst um sinn er að gera að engu „sögu- legt samkomulag" kristilegra demókrata og kommúnista... og stuðla að þróun í átt til einræð- isstjórnar". Blaðið Ya sagði: „Á Ítalíu og á Spáni mundi samningur við hryðjuverkamenn jafngilda þjóðardauða.“ — „Addio Framhald af bls. 1. komið þar fyrir í grafreit vinafjöl- skyldu. Aðeins fjölskylda Moros, bræður hans tveir og örfáir nánir vinir voru viðstaddir jarðsetning- una. Eleonora kona Moros, sem klædd var sorgarbúningi, tárfelldi og þegar kistu manns hennar var komið fyrir hvíslaði hún láftt: „Addio Aldo — vertu sæli.4 — Slysadeild í nýtt húsnæði Framhald af bls. 48 króna, þar af var hlutur ríkisins 75,3 milljónir. Fyrsta heilsugæzlu- stöðin tók til starfa í Árbæ og var varið til hennar 82,8 milljónum króna og lagði ríkið fram 58,5 milljónir þar af. Til Grensásdeild- ar lagði Reykjavíkurborg 8,9 milljónir króna og til undirbún- ings heilsugæzlustöðvar í Mjódd- inni í Breiðholti 17,4 milljónir. Þá varði borgin 24 milljónum til heilsugæzlustöðvar við Asparfell. Til þriggja síðasttöldu fram- kvæmdanna lagði ríkið ekkert fé. Á fjárhagsáætlun þessa árs eru 260 milljónir króna til Borgarspít- alans, þar af 144 frá ríkinu, 95 milljónir til Arnarholts, þar af 35 frá ríkinu, og til heilsugæzlustöðva eru áætlaðar 17 milljónir, þar af 8 frá ríkinu. — Kosningar Framhald af bls. 18 sig ekki fyrir kröfum „þessa glæpaflokks'*. Kommúnistar vísa einnig reiðilega á bug yfirlýsingum sumra íhaldssamra kristilegra demókrata þess efnis að pólitísk ofbeldisverk Rauðu herdeild- anna eigi rætur að rekja til stalinistískrar fortíðar komm- únista. Foringi flokksins, Enrico Berlinguer, hefur svarað slíkri gagnrýni á þá leið á kosninga- fundi að flokkur kommúnista sé ein helzta brjóstvörn lýðræðis- ins á Italíu. Upphaflega áttu kosningarn- ar að fara fram í nóvember þegar stjórnarkreppa var í uppsiglingu og samkomulag varð um að fresta þeim þar sem hörð kosningabarátta gæti leitt illt af sér. Nú fara þær fram við enn alvarlegri aðstæður. Moro-málið hefur vikið öllum öðrum vandamálum til hliðar: bágbornu efnahagsástandi, vax- andi atvinnuleysi, verðbólgu, auknum glæpum og stúdenta- ólgu. Allir flokkar einbeita sér að lögum og reglu og. heita auknu örvggi. .. . , ' ' J íiJi L JJUi .; lJd „Kjósið kristilega demókrata til að berjast gegn hryðjuverk- um,“ segir stjórnarflokkurinn. „Stuðningur við kommúnista- flokkinn er bezta leiðin til að sýna að þið viljið berjast gegn hryðjuverkum," segir á áróðurs- spjöldum kommúnista. En Moro-málið hefur greini- lega stórbætt stöðu kristilegra demókrata og kommúnistar eru úhyggjufullir. — Islendingur fangelsaður Framhald af bls. 3. yfirheyrslur kvaðst íslendingur- inn lítið muna um Færeyjaferð sína vegna ölvunar. Maður þessi hefur setið í fangelsi í Danmörku í 4 mánuði fyrir þjófnaði og skjalafals og var honum þá bannað að sýna sig í danska konungsríkinu fyrr en eftir 1. júlí 1981. Þessi maður hefur einnig hlotið dóma og setið í fangelsi hér heima. Sune Winter sagðist fullviss um að atvik sem þessi, þó leiðinleg væru, hefðu engin áhrif á það góða samband milli Færeyja og Islands sem fjöldi heiðarlegs fólks stuðl- aði að, en hins vegar hefði hann orðið þess var, að íslendingar, sem eru búsettir í Færeyjum eða vinna þar, hafa áhyggjur af atvikum sem þessum. — Hin hugprúða móðir Framhald af bls. 24 „Viðbrögð min voru mjög ruglingsleg. Vandamál myndu blasa við. Hvað tæki nú við? Hvað þyrfti að gera? Hverju máttí ekki gleyma? Ég fékk ekki tækifæri til að tala við samfanga mína, þegar ég fór. Svo að fyrst fór ég að rifja upp og leggja á minnið hin ýmsu persónulegu vandamál þeirra, svo að ég gæti sagt ,frá þeim á Vesturlöndum.“ Þetta var einnig dæmigert fyrir Bukovski. Þær mörgu klukkustundir, sem við rædd- um saman, heyrði ég hann álbJábo Oi t varla nota orðið „ég.“ Yfirleitt var það „við gerðum. . . okkur fannst. . . hjá okkur var það þannig... “ Þegar ég hlustaði á hann, greindi ég ekki aðeins hinn mikla viljakraft hans og innra frelsi, heldur og hinar skörpu gáfur hans. Ég vona, að nú muni hann fá tækifæri til að beita þeim óhindrað. Hann langar til að haida áfram námi, verða góður líffræðingur og skrifa bók. Ég er viss um, að bókin mun skýra okkur frá mörgu i Sovétrikjunum og segja okkur margt um vini hans, sem enn eru bak við lás og slá, en nú beinast hugsanir þeirra til hans í enn ríkari mæli en okkar gátu gert. Þrátt fyrir allt, sem gerzt hafði, fann ég, að hann var í rauninni hæglátur maður, sem elskar fjöll og skóga, og vonandi fær hann nú að njóln þeirra. —svá— — Gaf mér tíma Framhald af bls. 26 „Þaö má kannski geta þess aö ég hef haft gaman aö, aö starfa í kvenfélaginu hér, þá kenndi ég hér viö skólann í fjölda ára, og nú er ég formaður Rauöa krossdeildar Skagafjaröar, en í henni eru 616 manns. Og svona á milli hef ég gefiö mér tíma til aö fæða og ala upp níu börn. Formaöur kven- fólagssambands- ins í 14 ár Kvenfélagiö hér var stofnaö 1951 og var ég strax meö þar, en áöur haföi ég starfaö aö kven- félagsmálum vestur á fjöröum ( 6 ár. Þetta þróaðist svo smámsaman í þá átt aö ég skipti mér meir af þessum málum og í 14 ár var ég formaöur kvenfélagssambands Skagafjaröar. Því er ekki aö neita aö þaö hefur oft veriö annasamt hjá mér um dagana. En ég hef haft virkilega mikla ánægju af öllu þessu starfi og hef reyndar ánægju af öllu sem er til gagns og menningar, og þvi hef ég ekki haft síöur gaman af kennsl- unni, sem lengi vel var mitt aöalstarf fyrir utan heimiliö," sagöí Pála aö lokum . . (f t, \ j— þ.ó. icq ionioioi.1 ílfcciBsiod i pninpoDÍ — Auknar Framhald af bls. 33. ' kerfis og allstórs flutnings- og dreifikerfis, sem nýtast vel þegar í upphafi, þar sem sú tengilína, sem fyrir var, Eskifjarðarlína, var mjög yfirlestuð, auk þess sem nauðsynlegt var orðið að reka dieselvélar vegna of lágrar spennu. Loks skal getið framkvæmdar, sem vart er þörf á að reikna út, en það er lagning nýs sæstrengs til Vestmannaeyja, sem er áætluð kosta um 290 Mkr. Hér er um flýtingu framkvæmdar að ræða, sem nauð- synleg hefði orðið árið 1982, vegna öryggissjónarmiða fyrir hina mikil- vægu verstöð í Eyjum. Þessi fjárfesting skilar því Raf- magnsveitunum engum tekjum fyrr en árið 1982, en þær verða að standa undir fjármagnskostnaðinum engu að síður. Niðurstöður Eins og fram hefur komið, hafa þær ráðstafanir sem beitt hefur verið til lausnar fjárhagsvanda Rafmagnsveitnanna hverju sinni dugað skammt. Auknar lántökur, sem nú eru til umræðu, auka einungis lánabyrðina og gera vand- ann verri viðureignar. Þær ráðstafanir, sem gera þarf til þess að Rafmagnsveitur ríkisins fái tryggan rekstrargrundvöll, þannig það þær geti sinnt því hlutverki, sem þeim er ætlað lögum samkvæmt, eru að mínu mati eftirfarandi: 1. Eigandi stofnunarinnar, ríkið, yfirtaki nú þegar ákveðinn hluta fjármagnskostnaðar, þannig að reksturinn standi undir sér. Sem fordæmi má nefna, að Orkusjóður, væntanlega fyrir hönd ríkissjóðs, hefur yfirtekið um 75% af skuldum Vestfjarðaveitu við stofnun Orkubús Vestfjarða. 2. Framvegis verði hinn félagslegi þáttur framkvæmda Rafmagns- veitnanna fjármagnaður með óendurkræfum framlögum úr ríkis- sjóði. Ljóst er, að hér er um mikilvæga stjórnmálalega ákvörðun að ræða, en hún er að mínu mati mjög nauðsyn- leg til þess að koma fjárhag þessarar ríkisstofnunar á réttan kjöl. Rafmagnsveitur ríkisins hafa mjög mikilvægu þjónustuhlutverki að gegna, eins og kveðið er á um í lögum, og notendur eiga fullan rétt á að krefjast þess, að tekizt sé á við vanda stofnunarinnar með fullri alvöru. 81 i'TSrifia .luOKíiaóiifc noaenol lubnuin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.