Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 23 Klofningur í Rhódesíu Mrewa, Rhódesíu, 10. maí. Reuter. KLOFNINGURINN í röðum æðstu valdamanna í Rhódesíu jókst í dag er Abel Muzorewa biskup mætti ekki á opinberum fundi þar sem leiðtogar hinna þriggja hreyfinga blökkumanna og Ian Smith forsætisráðherra áttu að ma'ta. Ætlunin var að leiðtogarnir fjórir kæmu fra'm í fyrsta skipti opinberlega síðan þeir undirrituðu samkomulag sitt í Salisbury 3. marz í bænum Mrewa sem er í ættflokkasvæði blökkumanna austur af Salisbury. Talið er að biskupinn hafi hundsað fundinn til að mótmæla þeirri ákvörðun sem bráðabirgða- stjórnin tók í gær að staðfesta brottvikningu dómsmálaráðherr- ans Byron Hove sem er blökku- maður. Hove hafði neitað að taka aftur ummæli um að Afríkumenn ættu að fá aukin áhrif í dómsmálum og öryggismálum. Muzorewa biskup tilnefndi hann í embættið. Karamanlis breytir til Aþenu, 10. maí. AP. KONSTANTÍN Karamanlis for- sætisráðherra gerði brcytingar á stjórn sinni í dag og skipaði nýja ntanríkis-. fjármála- og efnahags- málaráðherra. Panayotis Papaligouras var vikið úr stöðu utanríkisráðherra sem hann hefur gegnt í sex inánuði. en hann hefur gegnt ýinsum ráðherraembættum allt frá stríðslokum. Georg Rallis var skipaður utan- ríkisráðherra í stað Papaligouras. Hann er sextugur að aldri og hefur lengi verið hægri hönd Karamanl- isar sem hingað til hefur farið með stjórn efnahagsmálaráðherra. I það embætti var skipaður Konstantín Mitsotakis og fjár- málaráðherra var skipaður Aþan- asios Kanelloopoulos. Þeir eru báðir úr Miðflokknum en ekki hinum Nýja lýðræðisflokki, flokki Karamanlisar, báðir gamalreyndir stjórnmálamenn en litnir horn- auga af ýmsum leiðtogum stjórn- arflokksins er telja þá liðhlaupa. Margrét prinsessa Snowdon lávarður Margrét prinsessa og Snowdon skilja London. 10. maí. AP. MARGRET prinsessa, systir Elisabetar Bretadrottningar, ætl- ar að skilja við eiginmann sinn, Snowdon lávarð, að því er til- kynnt var í dag. Þar með er lokið 18 ára slormasiiinu hjónabandi sem margar sögur hafa spunnizt um. Fréttin kom þó mörgum Bretum á óvart því nú hefur verið rofin hefð sem hefur komið í veg fyrir hjónaskilnaði meðlima konungs- fjölskyldtinnar. Prinsessan er sjötta þeirra sem ganga næst ríkiserfðum og hún eignaðist tvö börn með manni sínum. Þau skildu að borði og sæng fyrir tveimur árum. Síðan hefur hún staöið í umtöluðu sambandi við brugghúsaerfingj- ann Roddy Llewellyn, sem er 17 árum yngri en hún og ætlar að verða poppstjarna. Sögusögnum um að Margrét ætli að skilja við Snowdon lávarð til að giftast Llewellyn er hins vegar vísað á bug. Llewellyn er í orlofi í Tangier og Margrét prinsessa hefur verið í sjúkrahúsi í eina viku. Prinsessan kynntist fyrst manni sínum fyrir 20 árum þegar hann var ljósmyndari og hét Anthony Armstrong-Jones. Hún var þá enn að ná sér eftir það áfall sem hún varð fyrir þegar hún fékk ekki að giftast Peter Townsend flugkaft- eini. Skilnaður Margrétar prinsessu og Snowdon lávarðar verður fyrsti skilnaðurinn innan brezku kon- ungsfjölskyldunnar síðan Hinrik konungur VIII skildi við Önnu af Cleves 1539. Karnabær HUCMDEIIX) Fyrir 2 plöturókeypis buröargjald. Fyrir 4 plötur 10% afsláttur og ókeypis buröargjald. Disco Stars Plata í sama flokki og Disco Reocket, Disco Fever og Dynamite. 20 sjóoheit stuölög tekin glóandi af breska vinsældalistanum. T.d. Hot Chocolate/ Put Your Live in Me — Showaddywaddy/ Dancing Party — Smokie/ Neadles & Pins — Donna & Althea/ Up Town Top Rankin — Chic/ Dance, Dance, Dance — DártsrDadeý Cool o.fl. (einnig til á kassettu). 40 No 1. Hits 40 lög sem öll hafa endaö í efsta saeti breska vinsældarlistans á undanförnum 10 árum. Hreint og beint ómótstæöileg plata og á sérstaklega góöu veröi eoa aöeins kr. 5.900- Inniheldur t.d. Billy don't be a Hero/ Paper Lace — Baby Come Back/ Equals — Where Do You Go to My Lovely/ Peter Sarsted — In the Summertime/ Mungo Jerry — Seasons in the Sun/ Terry Jacks — With a Girl Like You/ Troggs — When Will I See You Again/ Three Degrees ofl. ofl. (Einnig á kassettu). Juke Box Ekki 20 heldur 25 mestu stuölög frá árunum milli 1955—65 og þá var nú líf í tuskunum. Haldiö ykkur fast. Því meoal þeirra voru t.d. Hippy Hippy Shake/ Swingin Blue Jeans — Long Tall Sally/ Little Richard — Red River Rock/ Johnny & the Hurricanes — Speedy Gonazales/ Pat Bonne — Rock Around the Clock/ Bill Haley — Lets Twist Again— Charly Brown/ Casters o.fl. ofl. (Einnig til á kassettu). Tryggid ykkur eintak af Þessum nýju K-tel plötum án pess ao hika, því aö hika er e.t.v. aö missa af lestinni. Aðrar yinsælar K-tel plötur (einnig á kassettum). D Disco Fever D Dynamite D Feelings D Classic Rock O Herman Hermits 20 Greatest Hits D Soul City D Gladys Knight 30 Greatest Hits Nýjar og vinsælar plötur D Gunnar Þóröarson & Lummurnar — Lummur um land allt. D Bee Gees ofl. — Saturday Night Fever D Billy Joel — The Stranger D Elvis Costello — This Years Model D Nick Lowe — Jesus of Cool D Wings — London Townl D Baccara — Baccara D Debby Bonne — Your Light Up My Life D Santana — Moonflowe D Rod Stewart — Foot Loose & Fancy Free D Leif Garrett — Leif Garrett D Fleetwood Mac — Rumours D Linda Ronstadt — Simpie Dreams D Genesis — Then There Were Three D A:L. Webber, Colosseum II ofl. — Variations D Rainbow — Long Live Rock'n Roll (Hard rock af bestu gerö) D Rutles — We're Only in it for the Cash (Muna ekki allir eftir Rútlunum, Rútlahárinu, Rútlatískunni og öllu Rúttastússinu). D Lipstique — At the Discoteque(Vinsælasta diskkóplatan á svaeöinu). D Al Dimeola — Casiono (Súper jazz gítaristi). D Frank Zappa — Live in New York (Aldrei hressari). D The Band — Bob Dylan, Emmylou Harris, Neil Young o.fl. — The Last Waltz (Vinir og vandamenn The Band heimsóttu þá á lokakonsertinum og ...). Einnig vorum við að taka upp sérdeilis gott úrval af Jazz og blues plötum, par er að finna margar frábærar plötur ill- eða óféanlegar áður á íslandi, og svo auðvitað líka plöturnar með peim gömlu og góðu. Ekki má gleyma ölium sígildu popplögunum með felstum af peim listamönnum sem sett hafa mark sitt i tónlist undangenginna ira. Mi par til dæmis nefna allar eða flestar plötur með Santana, Led Zeppelin, Crosby Stills Nash & Young, America, Eagles, Emmerson Leke and Palmer, Yes, Frank Zappa, Billy Joel, Bee Gees, Genesis, 10cc, Steve Miller Band, BTO, King Crimson ofl. ofl. isamt ýmsum einstökum sögulegum plötum. Kíkið inn, hringið eða krossið við bær plðtur sem hugurinn girnist og sendið okkur listann, við sendum svo samdasgurs í póstkröfu. í takt við tímann Kamabær, Hljómplötudeild Laugavegi 66 S.28155 Austurstræti 22 S. 28155. I i wmmm*mmmmmmmmmmat**»i:*w*ii'aimt.*mrMmammmmmmmm*aK***)IKi*'*mmmm ¦ •i>tiii*iitr«u»Mn»im*t*€stutt*tM*i«n*«u<<<nm*tt*ii«u*uru(<*<n*iic«««>«ici»*ni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.