Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 Fjölmennur fund- ur Vorboðans Fyrsti fundur kosningabar- áttu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, veyna bæjar- stjórnakosninyanna 28. þ.m., var haldinn af Sjálfstæðiskvenna- fCdatjinu Vorboöi i Sjálfstæðis- ftúmnu í Hafnarfirði síðastlið- inn mánudat). Húsfyllir var á fundinum oy þvi sýnilega mikill áhuyi hjá Vorboðakonum að ijera siyur Sjálfstæðisflokksins i Hafnarfirði sem ylæsiletjastan i komandi kosnintjum. Ávörp fluttu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við kom- andi bæjarstjórnakosningar, þau Hildur Haraldsdóttir, sem skipa 5. sæti listans, Jóhann G. Bergþórsson, sem skipar 6. sæti listans og Páll V. Daníslsson, sem skipar 7. sæti listans. Eftir ávörp frambjóðenda tóku ýmsar fundarkonur til máls, þökkuðu góð ávörp og hvöttu konur til virkrar þátttöku í komandi kosningabaráttu. Frú Hulda Sigurjónsdóttir sem skipaði 7. sæti á framboðs- lista flokksins í bæjarstjórna- kosningunum 1974, var fundar- stjóri og þakkaði hún frambjóð- endum fyrir ávörpin og bauð sérstaklega velkomna í baráU- una ungu konuna, Hildi Har- aldsdóttur, sem skipar 5. sæti listans og tryggir þar með að hafnfirzkar konur eignast verð- ugan fulltrúa í komandi bæjar- stjórn. Formaður Vorboðans, Erna I. Mathiesen, þakkaði Huldu Sigurjónsdóttur fyrir hennar góðu störf á síðasta kjörtímabili í bæjarmálaflokki Sjálfstæðis- flokksins og tók síðan undir með Huldu með hvatningu til hafn- firzkra kvenna að styðja að sem glæsilegustu kjöri Hildar Har- aldsdóttur í komandi kosningum og helzt að gera þann sigur það góðan að hin ungi fulltrúi flokksins í 6. sæti, Jóhann G. Bergþórsson, nái einnig kosn- ingu. í ávarpi sínu á fundinum sagði Hildur Haraldsdóttir m.a.: Það er vissulega mikil uppörv- un og hvatning að fá að tala hér á fundinum í kvöld, sem í framhaldi af miklum og góðum stuðningi kvenna, sem ég varð vör við í prófkjörinu, hefur fært Ung kona í 5 sæti mér sönnur á það að ég á í ykkar hópi tryggan bakhjarl og góðan stuðning til að takast á við verkefnin á næstu árum. Það fer ekki hjá þ.ví, að á þeim tímamót- um, sem ég stend nú á, væntan- lega sem einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, koma upp í- huga mér margir málaflokkar, stórir og smáir, sem varða bæinn okkar, umhverfið, líf okkar og störf. Eitt af því sem mér er sérstaklega hugleikið eru mál- efni æskunnar. Eins og ykkur er e.t.v. kunnugt hefi ég tekið þátt í störfum íþróttahreyfingarinn- ar og gegnum það hefi ég myndað mér þá skoðun að nauðsynlegt sé að bæjarfélagið veiti þessu starfi fjárhagslegan stuðning, en láti félögunum eftir að starfa á sem frjálsustum grundvelli, þannig að stuðning- ur bæjarins verði félögunum og íþróttamönnum okkar hvatning til dáða í krafti sinnar eigin atorku. Ég er fædd hér í Hafnarfirði og hefi alist upp í einum elsta hluta bæjarins, þar sem bygg- ingar falla vel inn í umhverfi sitt og náttúrunni hefur ekki verið raskað um of af manna- völdum. Þessa þurfum við einnig að gæta við skipulagningu nýrra byggða, að séreinkenni lands- lagsins verði látin halda sér og byggð ákveðin þannig, að hún falli vel að staðháttum og veki með fóki jákvæðar tilfinningar fyrir umhverfi sínu. I slíku umhverfi tel ég æskilegt fyrir framtíð Hafnarfjarðar að börn- in alist upp til vits og þroska, því að hvergi fær athafnaþrá barnsins meiri útrás og getur enginn tilbúinn leikvangur kom- ið í staðinn fyrir þann, sem náttúran sjálf hefur lagt til. Nú myndi kannski einhver ykkar segja: Þar sem hún er farin að tala um börnin, ætlar hún þá að minnast á þann Hildur Haraldsdóttir. 5. á lista Sjálfstœðismanna málaflokk, sem okkur konum hefur verið eignaður í gegn um árin, en það eru dagvistunar- mál. En þau eru að mínu áliti ekkert einkamál okkar kvenna. Dagvistunarmálin eru að mínu mati svo umfangsmikil og marg- brotin, að ég tel mig þess ekki umkomna nú að skoða þau niður í kjölinn og mun því láta það bíða þar til ég hefi kynnst þeim betur. Fram að þessu hefi ég forðast að setja fram langan óska- eða loforðalista um allt milli himins og jarðar Hafnarfirði til handa. Ég hefi sett mér það markmið að ganga ekki til samstarfs við aðra bæjarfulltrúa flokksins með fyrirfram mótaðar skoðan- ir á öilum hlutum, eða eins og ég væri nýr aðili, sem kemur fram með patentlausnir á öllum málum, heldur mun ég ganga til samstarfsins með opnum huga og jákvæðu viðhorfi, því ég ber fullt traust til þeirra manna, sem eru með mér á listanum og vænti mikils af samstarfi við þá. Ég vil hvetja konur til auk- innar þátttöku í starfi flokksins og að þær taki mikinn og virkan þátt í kosningabaráttunni sem hafin er. Verði framboð mitt til þess að auka áhrif kvenna í bæjarmálum, umfram það sem verið hefur, tel ég miklum' áfanga náð, því það hlýtur að vera okkur konunum mikið kappsmál að þátttaka okkar aukist verulega í stjórn bæjar- ins og að við náum þar fullum jöfnuði við karlmenn. Illuti af fundarmönnum á fundi Vorboðans / Hafnarfirði 8 milljón kr. orgel HLJÓÐFÆRAVERSLUN Paul Bernbourg flutti sl. laugardag í ný húsakynni að Rauðarárstíg 16. Verslunin, sem hefur nú starfað í sautján ár, var áður til húsa að Vitastíg 12, en sakir aukinna umsvifa, voru þrengsli farin að há starfseminni hin síðari ár. Hin nýju húsakynni eru u.þ.b. 180 fermetrar að stærð og eru innréttingar teiknaðar af Aðal- steini Richter arkitekt, en yfir- smiður var Hafsteinn Garðars- Þegar nýja verslunarhúsnæðið var tekið í notkun á laugardag- inn höfðu aðstandendur verslunarinnar boð inni fyrir velunnara, viðskiptavini og blaðamenn og við það tækifæri var kynnt nýtt rafmagnsorgel, sem er hið fullkomnasta sem Yamaha-samsteypan framleiðir og m.a. búið tölvu. Meðfylgjandi mynd tók Kristinn af aðstand- endum verslunarinnar og full- trúum Yamaha við hið stór- bortna orgel, sem mun kosta u.þ.b. átta milljónir króna. Weleda- kynningarvika 25% afslattur Weleda jurta snyrtivörurnar óviðjafnanlegu sem fást í Þumalínu eru unnar úr jurtum ot, blómum, sem ræktuð eru á lífrænan hátt. Engin gerfiefni, engin gleymslu, lyktar eða litarefni. í Þumalínu er einnig að finna mikið úrval sængurgjafa á góðu veröi og allt fyrir ungbarniö m.a. landsins ódýrustu bleyjur. Sjá auglýsingu í þríöjudagsblaöi. Næg bílastæði viö búöarvegginn. Sendum í p6.tkrö(um Sími 1236 ÞUMALINA DOMUS MEDICA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.