Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 Auknar lántökur gera yandannverri^iðureígnar — sagði Kristján Rafmagnsveitna Málefni Rafmagnsveitna ríkisins hafa mjög verið til umræðu að undanförnu. Á aðalfundi Sambands ís- lenzkra rafveitna í fyrradag flutti Kristján Jónsson raf- magnsveitustjóri ríkisins, ræðu, þar sem hann fjallaði ítarlega um rekstarvanda- mál stofnunarinnar og skýrði frá hugmyndum um úrlausn á þeim. Ræða Krist- jáns Jónssonar fer hér á eftir í heild: Jónsson í ræðu um fjárhagsvanda ríkisins og lausn til frambúðar Inngangur Málefni Rafmagnsveitna ríkisins hafa mikið borið á góma á undan- förnum mánuðum. I þeim umræðum hefur aðallega verið rætt um þann tímabundna fjárhagsvanda, sem Rafmagnsveiturnar hafa átt við að etja frá síðasta hausti og fram á þennan dag. I þessu erindi verður leitazt við að gera stutta grein fyrir aödraganda og eðli þessa fjárhags- vanda, svo og geta þeirra tillagna, sem stofnunin sjálf hyggst gera um frambúarlausn hans. Aðdragandi Eins og kunnugt er, er það engin nýlunda, að Rafmagnsveitur ríkisins eigi við fjárhagserfiðleika að stríða. Ein meiginástæða þessa fjárhags- vanda, bæði nú og á undanfömum árum, er sú að allar framkvæmdir Rafmagnsveitnanna, að sveitaraf- væðingu undanskilinni, hafa verið fjármagnaðar að langmestu leyti með mjög óhagstæðum lánum, án tillits til þess hvort tekjur nægðu til að standa undir lánabyrðinni. Við þetta bætist óhagkvæm orkuöflun, m.a. mikil orkuvinnsla í dieselvélum, og mikil orkusala á gjaldskrárliðum, sem skila hlutfallslega litlum tekj- um, svo sem sala raforku til húsahitunar. Til að gera frekari grein fyrir þessu verður hér í stuttu máli rakin þróun þessara mála síðustu tíu ár. í árslok 1968 skipaði þáverandi raforkumálaráðherra, Ingólfur Jóns- son, svokallaða RARIK-nefnd „til þess að kanna leiðir til að bæta fjárhagsafkomu Rafmagnsveitna ríkisins". Nefndin skilaði bráðabirgðatillög- um í apríl 1969 og endanlegum tillögum í ýtarlegri skýrslu í nóvem- ber 1969. Megin niðurstöður nefndarinnar voru þessar: „1. Fjárhagsvandkvæði og hin háa gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins stafa af óhagkvæmum orkuöflunar- kostum og dýrum flutningi, en felast ekki í rekstri dreifiveitna, hvorki í sveitum eða þéttbýli. 2. Rafmagnsveiturnar munu ekki komast af án fjárhgaslegrar aðstoð- aðar á næstu árum. 3. Starfsemi Rafmagnsveitnanna hefur breytzt úr því að vera framkvæmdarfyrirtæki í það að vera rekstarfyrirtæki og leiðir af því, að aðlilegt er að gera margvíslegar skipulagsbreytingar á fyrirtækinu." Varðandi 1. tölulið vil ég taka fram, að hafi það átt við árið 1969, að rekstur dreifiveitna í sveitum hafi ekki átt þátt í fjárhagsvandkvæðum og hárri gjaldskrá Rafmagnsveitn- anna, þá á það ekki við lengur, þar sem rekstur sveitarkerfanna er orðinn mjög dýr og flutningstöp á mörgum svæðum landsins r orðin mjög há, eða yfir 20% í stað um 10%, sem eðlilegt væri. Stafar þetta af því, að ekki hefur fengizt nægt fé á undanförnum árum til að ráðast í 2. áfanga sveitarafvæðingarinnar, þ.e. aukningu og styrkingu hins veika og aðallega einfasa sveitadreifikerfis, sem upphaflega var lagt í þeim tilgangi að koma rafmagni á sem flest býli á sem ódýrastan hátt. Þær skipulagsbreytingar, sem nefndin gerði tillögur um, hafa nú að veruleguleyti verið framkvæmdar. I skýrslu nefndarinnar kemur fram, að vanskil og óumsamin lán . Rafmagnsveitnanna í árslok 1969 yrðu 62 Mkr eða 372 Mkr á verðlagi ársins 1977. í kafla 7. 3. 1 í skýrslunni segir ennfremur: „Með lögum nr. 96/1965 um ráðstafanir til þess að bæta fjárhag Rafmagnsveitna ríkisins var fjár- hagur Rafmagnsveitnanna endur- skipulagður. Var orðin nauðsyn á því, þar sem vanskilaskuldir höfðu myndast vegna rekstarhalla og ónógrar fjármögnunaraukninga. Fól hin fjárhagslega endurskipu- lagning m.a. í sér, að lagt var verðjöfnunargjald á raforkusölu í landinu, sem renna skyldi til Rarik. Tekjur af verðjöfnunargjaldinu voru ákvarðaðar föst upphæð, 35 Mkr á ári. Var gjaldið einnig lagt á raforkusölu Rarik, sem hækkaði raforkuverð sitt sem því nam. Fékk Rarik verðjöfnunargjaldið með þess- um hætti árin 1966—68 og fram á mitt árið 1969. Náði verðjöfnunar- gjaldið langt til þess að vega á móti rekstrarhalla fyrirtækisins allt fram til ársins 1968. Gengislækkun það ár, ásamt öðrum orsökum, hafði í för með sér svo mikil fjárhagsvandræði, að fyrirsjáanlegur varð rekstrar- og greiðsluhalli árið 1969. Voru það vandkvæði m.a. orsök fyrir skipun þessarar nefndar. Bráðabirgðaniðurstöður nefndar- innar í apríl 1969 leiddu í ljós, að ekki var möguleiki hjá Rafmagns- veitunum að komast yfir þennan vanda af eigin rammleik. Var í þeim niðurstöðum m.a. lagt til, að verð- jöfnunargjaldið yrði tvöfaldað, þ.e. hækkað úr 35 Mkr í 70 Mkr á ári og það lagt á í smásölu. Var ennfremur lagt til, að rafmagnsverð í smásölu yrði hækkað um 10% að meðtöldu verðjöfnunargjaldi. Með bráða- birgðarlögum þ. 23. júní (1. nr. 49/1969) var hækkun verðjöfnunar- gjaldsins ákveðin og í kjölfar þess voru gjaldskrár Rafmagnsveitnanna einnig hækkaðar." Ofangreind bráðabirgðalög voru staðfest með lögum nr. 17/1970, en verðjöfnunargjaldinu haldið á heild- sölustiginu. í skýrslunni segir ennfremur m.a.: „Rafmagnsveiturnar hafa að nær öllu leyti verið fjármagnaðar með lánsfé. Eigið stofnfé er fyrst og fremst ríkisstyrkur til rafvæðingar í dreifbýli og heimtaugargjöld. Lánsfé hefur verið með hörðum uppfærslu- kostum. Þetta fjármagn hefur verið fest í eignum, sem bera svo lítinn arð, að almenn hækkun kostnaðar- verðlags hefur ekki skilað sér í stóraukinni raunverulegri eiginfjár- hlutdeild, svo sem vænta mætti af endurmati kostnaðarverðs og upp- færslu lána, heldur hefur uppfærsla lánanna gleypt alla virðisaukning- una og nokkru betur." „Lánskjör Rarik eru yfirleitt meðal hinna óhagstæðustu sem þekkjast. Rarik hefur yfirleitt ekki haft aðgang að óverðtryggðum lánamarkaði af almennum sparnaði eða að lánsfé fjárfestingalánasjóða. Hefur Rarik orðið að sæta kjörum þess fjármagns, sem ríkisvaldið hefur aflað með erlendum lántökum eða skuldabréfasölu á innlendum markaði." Helztu tillögur nefndarinnar til úrbóta voru þessar: — lenging lána og jöfnun greiðslubyrði yfir lengri tíma. — stefnt verði að sem mestri sjálfsfjármögnun aukninga dreifi- kerfisins og þeirra framkvæmda, sem miða að endurnýjun og styrk- ingu án tilsvarandi aukningar á orkusölu eða sparnaði í orkusölu. — sótt verði fast eftir hagstæðari lánsfjárkjörum. — að Orkusjóður verði efldur með nýjum tekjustofnum, til þess að lána til fjárfestingar og rannsókna í orkumálum almennt og hugsanlega að leggja fram bein stofnfjárframlög innan vissra marka, auk þess hlutverks, er hann nú gegnir. Þær úrbætur, sem nefndin gerði tillögur um, þ.e. hækkun verð- jöfnunargjalds og hækkun gjald- skrár dugðu um nokkurn tíma, en árið 1973 var svo komið, að ný RARIK-nefnd var skipuð af iðnaðar- ráðuneytinu í október það ár „til þess að kanna fjárhagsörðugleika Rafmangsveitna ríkisins og gera tillögur til úrbóta", en þá var um 294 Mkr. vanda að ræða, eða um 980 Mkr. á verðlagi 1977. Nýmæli umfram tillögur RARIK-nefndar 1969 voru þær helztar, að verðjöfnunargjaldinu væri breytt úr fastri upphæð, sem lögð var á heildsölustigið, í hlutfalls- greiðslu á síðasta sölustig rafork- unnar, stofnframlög yrðu aukin þ.e. eftirgjöf skulda, og að verðbreyting- ar orkunnar yrðu gerðar jafnharðan og kostnaðarbreytingar væru fyrir- sjáanlegar. Dráttur á gjaldskrár- hækkun yrði bættur með álagi við næstu hækkun. I samræmi við tillögur nefndar- innar var verðjöfnunargjald ákveðið 13% af raforkusölu í smásölu með lögum nr. 83/1974. Dráttur varð aftur á móti á afgreiðslu hluta tillagnanna, þannig að það var ekki fyrr en á árinu 1975, að aukin framlög voru ákveðin, en þá var ekki lengur um 294 Mkr að ræða, heldur rúmar 1.200 Mkr. eða sem svarar um 2.800 Mkr. á verðlagi 1977. Þessar 1.200 Mkr. voru eftirgefnar í formi óendurkræfra framlaga og með niðurfellingu á aðflutningsgjöldum. Núverandi staða Undir árslok 1977 var enn svo Kristján Jónsson komið, að Rafmangsveiturnar stóðu' frammi fyrir þeim fjárhagsvanda, sem orðið hefur að umræðuefni að undanförnu. Sá fjárhagsvandi, sem við blasti í ársbyrjun 1978, skiptist í eftirfar- andi þætti: Mkr. 1. Rekstrarhalli 1977 140 2. Rekstrarhalli 1978 285 3. Framkvædakostnaður 1977 umfram áætlanir 446 4. Hækkun kostnaðaráætlana vegna Norður- og austur- línu 1978., 325 Santtals 1.196 Til skýringar skal eftirfarandi atriða getið: 1. Rekstrarhalli 1977 varð alls um 340 Mkr. en haustið 1977 fékkst 200 Mkr. rekstrarlán, þannig að eftir standa 140 Mkr. og eru þar meðtaldir dráttarvextir vegna vanskilaskuldar við Landsvirkjun. 2. Áætlaður rekstrarhalli 1978 var 640 Mkr, en eftir 20% gjaldskrár- hækkun 1. febrúar s.l., er gert ráð fyrir að hann verði 235 Mkr. Við það bætist 50 Mkr. hækkun fyrrgreinds rekstrarláns 1977 vegna gengisbreyt- ingar. 3. Umframkostnaður vegna fram- kvæmda 1977 að upphæð 446 Mkr. skiptist meginatriðum þannig: llAfrtAGNSVISITUK RIKTFTNF LANACKEinsLUR af lAnum RAFHACNSVEITNA RlKISINS 78.05.02. AAVSn TEKNUM TIL OG MED 19 77 L'rrníoiH I MKR. ? 256,(1 t 466 ,6 DM 123,1576 EUA 300,402 t.kr. 47,297 KD 911 ,92 Sfr. 130,754 2000- SKr. Vlaltala 55,267 3022 o<T 192 1900 - '91'.' ¦ 800-700-1600- 177' 171' JlSlí. i iNWJ 1500- éM 'Í00- i i ! uoo- 1 ! > 1200- 100- 1 i í i 1000- j i 900- \ 800- 1 700- 1 ' 600- 6tS| 1------1 6 31 500- 5Í8 í5» 1 ÍO0- 1 1 : i 100 300- i ! 200- I j 1 ! 100-0 . -11 1 ^liir ^'00 196 r-^-u_^_^ 162 1 60 jTTl 197« 1979 1980 1981 1982 1963 19St 1985 1986 19871988 1989 199C ,931 19921993 19911995 19961997 Ár 100 Mkr. byggðalínur, aðallega vegna flýtingar Norður- línu vegna hækkunar er- lends kostnaðar og kaup- hækkana. 100 Mkr. stofnlínur, aðallega vegna viðgerða á Vestmanna- eyjastreng. 140 Mkr. vegna aðveitustöðva vegna gengisbreytinga og kostnaðarhækkana frá áætlun í maí 1976. 40 Mkr. umframkostnaður vegna dieselstöðva. 66 Mkr. vegna heimtaugalagna á eldri sveitaveitum, sem ekki fékkst fé til eins og ráð hafði verið fyrir gert. 4. Hækkun kostnaðaráætlana frá maí 1977 um 325 Mkr. vegna gengisbreytinga og almennra kostnaðarhækkana miðað við fram- kvæmdatíma 1978. Nauðsynlegt er að ljúka langingu Austurlínu á þessu ári, að öðrum kosti má gera ráð fyrir öngþveiti í rafmangsmálum Austurlands næsta vetur. Jafnframt er nauðsynlegt að ljúka við byggingu aðveitustöðvar á Brennimel í Hvalfirði, svo og endan- legum frágangi Norðurlínu. Aðrar framkvæmdir við byggðalínur verða í samræmi við fjárveitingu þessa árs, sem táknár í raun að hluta þeirra verður frestað til næsta árs. Ýmis verkefni almennra fram- kvæmda, sem fyrirhuguð voru á þessu ári, hafa verið felld niður, þar sem stefnt er að því að almennar framkvæmdir ársins fari ekki út fyrir ramma fjárlaga. Afleiðingar ofangreinds fjárhags- vanda hafa orðið mjög alvarlegar fyrir rekstur fyrirtækisins. Vanskilaskuldir hafa hlaðizt upp hjá Landsvirkjun og fleiri innlend- um sem erlendum aðilum, bæði þeim og Rafmangsveitunum til tjóns. Við lá, að vanskil við olíufélögin yrðu til þess að stöðva yrði orku- vinnslu með dieselvélum á Aust- fjörðum, sem orðið hefði til stöðvun- ar loðnubræðslu og verulegrar raf- mangsskömmtunar hjá almennum notendum og iðnaðarfyrirtækjum. Vanskil gagnvart erlendum fyrir- tækjum munu væntanlega valda auknum framkvæmdakostnaði á næstu árum, þar eð þau munu væntanlega krefjast dýrrar banka- ábyrgðar til tryggingar greiðslu. Stöðvun á útleysingu efnis, m.a. til bráðnauðsynlegra framkvæmda, svo sem Austurlínu með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Fleira mætti nefna, svo sem verri þjónustu við notendur vegna erfiðrar lausafjárstöðu o.fl. Þær ráðstafanir til úrbóta, sem til umræðu eru, miðast aðallega við auknar lántökur auk nokkurrar hækkunar á húshitunar- og mark- taxta. Eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskrám Rafmangs- veitna ríkisins að undanförnu eru líkur fyrir því, að stofnunin geti staðið undir 80—85% fjármagns- kostnaði á þessu íri af eigin tekjum og óbreyttri hlutdeild í verð- jöfnunargjaldi, miðað við að ekki verði um frekari breytingar á gjaldskrám að ræða á þessu ári. Undanfarin misseri hafa að jafnaði orðið talsvert meiri hækkanir á gjaldaliðum stofnunarinnar en tekjuliðum, þannig að sífellt hefur sigið á ógæfuhliðina og erfiðara hefur orðið að mæta fjármagns- kostnaði. Ljóst er að nú þegar þyrfti að létta af stofnuninni 15—20% af lánabyrð- inni og ef þróun verðlags- og gengismála næstu misseri verður svipuð og að undanförnu, mun þetta hlutfall hækka fljótlega. Á þessu ári er áætlað að hlutur Rafmangsveitnanna af verð- jöfnunargjaldinu verði um 900 Mkr., en greiðslur af lánum miðað við núverandi verðlag og gengi um 1500 Mkr, þannig að verðjöfnunargjaldið stendur aðeins undir 60% af lána- greiðslunum. Fyrirsjáanlegt er að greiðslur af lánum verða stofnuninni þungar í skauti næstu 5—6 árin að óbreyttu ástandi, jafnvel þótt verulegur samdráttur yrði á umfangi almennra framkvæmda frá því sem verið hefur undanfarin ár, sbr. súlnarit um lánagreiðslur. Miðað við núverandi verðlag og *»'» • »«»¦»»**-».»» »»» »»««»*4-«*r-s»#-f. **.*«!. «,*.*.« r * jk,M * * *.*..» K .«.* * *.» *.«..*. 1.* ¦ *.»?.¦.•,*«.•.».«* t4.ijt.Mji.** >..*.*J ^s^»--i«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.