Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRA MANUDEGI hernaðarofbeldi eins og þegar hefir gerzt í mörgum löndum og er nú að gerast í Afríku. Þótt beitt sé ógnunum utan frá gegn sjálfstæði og frelsi hins vestræna heims þá er áreiðanlega miklu hættulegri hin gífurlega undirróðurs- og niðurrifsstarfsemi sem jábræður hins rússneska einræðis og kúgunarskipulags hafa ástundað á flestum hinum svokölluðu menningarsviðum. Allir hljóta að sjá hvernig útvarp og sjónvarp „matreiða" hinar ýmsu stórpólitísku fréttir utan úr heimi. Það er reynt að þegja í hel fjöldamorð, vinnu- þrælkun, réttleysi lágstétta, vistun mótmælenda á vitfirringahælum í Rússlandi og víðar í sósíallöndun- um. En þegar til dæmis Suður- Afríka og Chile eiga í hlut þá er SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A skákmóti í Tashkent í Sovét- ríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Kolobovs og Mukhins, sem hafði svart og átti leik. stagast á sömu fréttinni jafnvel áratugum saman. Ég vil aðeins geta um tvær landbúnaðarfréttir frá Rússlandi svona til íhugunar þeim góðbændum okkar lands sem ólmir vilja opna landið svo að rússnesk landbúnaðarmenning sem önnur geti óhindrað streymt hingað. Fyrir nokkrum árum var for- manni Búnaðarfélags íslands boðið í kynnisferð til Rússlands. Hann talaði um það í útvarpi nokkru síðar að samyrkjufjós sem honum var sýnt hefði verið með svo mjóum flór að nauðsynlegt var að fjósakonurnar skiptu vöktum allan sólarhringinn svo hægt væri að halda kúnum hreinum. Hin fréttin er ný, birtist í Mbl. þýdd úr rússnesku blaði: Mjaltakonurnar á einu búinu voru nefnilega farnar að tilbiðja Bakkus í stað Brezhnevs með þeim afleiðingum að meðalnyt á kú var einn lítri á dag eða 365 l á ári. Til samanburðar er ársnyt á kú í ísrael 9000 l (algert heimsmet) samkvæmt frásögn ferðafólks á Selfossi sem var boðið að skoða kúabúið. Þessi frásögn birtist nýlega í blaðinu Suðurlandi. • Hrópandi þögn Eg vil eindregið ráðleggja bæði hernámsandstæðingum og öðrum tindátum rússneskra áhrifa hér, að kynna sér Reykjavíkurbréf Mbl. 22. apríl '78. Þar er lýst réttilega hinum ótrúlegasta hryllingi sem gerzt hefur og er að gerast í Rússlandi og um allan hinn sósíaliska heim. Blaðið segir réttilega að þögnin um þessi mál hafi verið hrópandi hávær í sjónvarpi og útvarpi. Engir eru fengnir til að fjalla í Kastljósi um þessi átök og þær blóðfórnir sem færðar hafa verið á altari hins rauða guðs. Niðurlag Reykjavíkurbréfsins orðrétt: „íslenzk æska ber vonandi gæfu til þess að fordæma atburði í Angóla, Eritreu, Ogaden, Kambódíu og víðar og hrista af sér öfgaöfl sem dreifa rauðum sýklum haturs og fyrirlitningar um heim allan Örlög Aldo Moros verða vonandi ekki örlög neinna ís- lendinga." Ég vil þakka ritstjóra Reykja- víkurbréfsins fyrir að hafa hug- rekki til að flytja þjóðinni réttar fréttir úr hinum austræna ofbeldisheimi bæði fyrr og nú. Ég undrast stórlega þegar íslenzkir bændur geta lagst svo lágt að beita sér fyrir áróðursvagn hernáms- andstæðinga og ryðja þar með braut hinnar austrænu ofbeldis- og kúgunarstefnu hér á landi. Maður lifir í þeirri von að hinn frjálsi heimur eignist svo fram- sýna og sterka forystumenn að þessi helstefna nái hvergi rótfestu. íslenzkir landnemar flýðu hing- að undan hinu norska kúgunar- valdi. Síðar henti sú ógæfa þjóðina að hún varð vegna ósamstöðu og svika forystumannanna að afhenda frelsið í hendur Norð- manna og síðar Dana með þeim hörmulegu afleiðingum sem allir ættu að muna. Sameinumst um að varnir landsins verði sem fullkomnastar svo að við glötum ekki svo til nýfengnu frelsi í hendur erlendra einræðis- og ófrelsisafla. Þjóðin ætti að vera búin að fá nóg af bæði norsku og dönsku kúgunarvaldi í aldaraðir. Guð forði henni frá því að kalla það yfir sig í nýrri mynd. Ingjaldur Tómasson.'* HÖGNI HREKKVÍSI 17.... Rxd4! 18. gxh4 - Rxí3+, 19. Kxg2 - d4, 20. Bxd4 (Eða 20. Bcl - Rxh4+, 21. Kgl - Rf3+, 22. Kg2 — Bd5 og það er farið að styttast í mátið) Bxd4, 21. Dxf3 - Hxf3 og hvítur gafst upp, því að endataflið er auðvitað vonlaust. I. Ivanov varð sigurvegari á mótinu, sem haldið var til minningar um hinn látna velunnara skáklistarinnar A. Khudsjaev. Hann vill fá beituna í gjafaumbúðum! Fullt hús matar Úrvals kálfakjöt kótilettur Kálfalæri Kálfahryggir Kálfahakk Kálfasnitchel Folaldagullasch Folaldasnitchel Folaldafille mörbrá Folaldahakk Saltaö folaldakjöt Reykt folaldakjöt 930 kr. kg 930 kr. kg 650 kr. kg 1120 kr. kg 2250 kr. 1960 kr. 2150 kr. 2250 kr. 815 kr. 690 kr. kg 790 kr. kg kg kg kg kg kg Skráö verð Úrvals bacon Nýr svartfugl Hreinsuö svið Nýtt hvalkjöt Reykt hvalkjöt Úrvals kjúklingar Úrvals kjúklingar 10 stk. í kassa Holda kalkúnar 2250 kr. kg. 300 kr. stk. 1047 kr. 530 kr. 690 kr. kg. kg. kg. 1795 kr. kg. 1518 kr. kg. 2650 kr. kg. 1949 Ali endur 2750 kr. kg. Svínakótilettur 3225 kr. kg- 3588 Svína læri 1690 kr. kg. 1882 Svína hamborgarahryggur útb. 4470 kr. kg. 5372 Svínahakk 2040 kr. kg. 2169 Vk svínaskrokkar 1290 kr. kg. 1436 Hangilæri útb. 2450 kr. kg. 2920 Hangiframpartar útb. 1855 kr. kg. 2369 V_ skrokkar hangikj. 1180 kr. kg. 1201 1/1 lambaskrokkar 909 kr. kg. NYTT GRÆNMETI: - Hvítál — Gulrætur — Sveppir — Salat — Tómatar — Paprika — Agúrkur — Steinselja. VERIÐ VELKOMIN. OPIÐ FÖSTUDAGA TIL KL. 7 LAUGARDAGA TIL KL. 12. LAUQALÆK a. ¦fml 38080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.