Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 Sigurd Madslund Erum við jafn barnaleg og Chamberlain? Þegar ég ferðaðist til íslands í fyrsta skipti eftir að ég varð fulltíða, var ástæðan ekki sér- staklega ánægjuleg. Þvert á móti. Faðir minn var látinn eftir erfiða fjögurra mánaða sjúkralegu. Eftir lát hans vildi móðir mín setjast að í sínu föðurlandi, en heimili okkar hafði alltaf verið „íslenzkt heimili", þar sem íslenzka var töluð meira en danska. Mér var mikið niðri fyrir á leið til þess lands sem mér þótti vegna móður minnar, íslenzkrar ættar minnar fjölda íslenzkra vina minna og íslenzkrar þjóð- menningar vera mitt eiginlega „andlega" ættland, fremur en Danmörk þar sem ég er fæddur og uppalinn, þar sem ég gekk í skóla og háskóla. Mér hafði alltaf fundist ég vera íslendingur í útlegð. Að tilheyra að ætterni og menningarlega tveim löndum. tveim þjóðum, getur haft mikla kosti, en það getur einnig falið í sér hættu á ákveðinni sundr- ung, — en ekki hvað mip varðaði. Það var rætt um það í fjölda ára að við skyldum flytjast til íslands — en það varð aldrei af því — því miður. Ég er enn íslendingur í útlegð. En nú hef ég þó útsýni til fjalla í „vetrar- skrúða". Það eru Alparnir, en Móðir Island virðist ekki eins fjarlæg. Þessi inngangur er nokkuð langur hjá mér, en tilgangurinn er sá að skýra stöðu mína. Þessi ferð mín til íslands eftir að ég varð fulltíða: Það var árið 1947. í lok marsmánaðar. Við flugum í flutningavél, tegund sem „löngu hafði verið lögð á hilluna" í öðrum löndum, og millilentum í Glasgow. Þó að hugur minn hafi verið bundinn við þá atburði sem nýlega höfðu gerst vissi ég ekki fyrr en að eg var farinn að ræða yið miðaldra, vingjarnlegan Íslending. Þegar nærgætin flugfreyja hafði fylgt móður minni inn í „hvíldarherbergi" sitt, bauð þessi nýi vinur minn mér að borða með sér miðdegisverð: Sannan „skota", eins og hann orðaði það. Hann var sérstaklega víðles- inn — ég ætti kannski að segja auðvitað, þar sem hann var íslendingur. Við ræddum mikið saman og þar sem hann ætlaði að verða eftir í Skotiandi og gerði sér grein fyrir því að ég hafði þörf fyrir að dreifa huganum, lét hann mig hafa bækling sem hann hafði með- ferðis áður en við skildum. „Þú finnur kannski einhverja grein í honum sem vekur áhuga þinn," sagði hann. Svo er enn 30 árum seinna. Við hittumst aldrei aftur. Ég hef glatað mörgu á þeim viðburðaríku 30 árum, sem nú tilheyra fortíðinni. En samt þótt merkilegt sé liggur þessi bækl- ingur á borðinu við hliðina á mér, ásamt nóvemberhefti Herald Tribune 1977. 30 ár eru liðin. Aldrei áður hefur heimurinn breytst eins mikið á eins stuttum tíma. Engu að síður: Þau orð sem vitnað er til í þessum gamla enska bæklingi eru sögð af umtalaðasta, atorkumesta og þeim mest ógnvekjandi stjórn- málamanni áranna eftir stríð. Það má nota sömu lýsingar- orðin u« þann stjórnmálaleið- toga sem vitnað er í í Herald Tribune. Það mætti rugla höfundum tilvitnanna saman án þess að margir tækju eftir því. Bandaríski rithöfundurinn sem skrifar • undir greinina í enska. vikucitinu lætur þá skoð- un sína í. Ijós að stjórnmála- mennÍFnir þá séu eins barnaleg- ir og Chamberlain. Má segja það sama um þá í dag? Fyrsta tilvitnun: Hún fjallar um the capitalism og „the bourgeois nations". „Er hægt að gera svo róttækar breytingar á gamla borgarasamfélaginu án ofbeldis, byltingar, án alræðis öreiganna? Augsýnilega ekki Us^ „Hugtakið alræði, þýðir hvorki meira né minna en VALD í skjóli ofbeldis, sem er hvorki takmarkað við lög eða reglur .. . Alræði þýðir ótak- markað vald sem byggir á ofbeldi en ekki lögum." Önnur tilvitnun: „ ... í gær, mr. B ávarpaði augljóslega Euro-kommúnistana og sagði í raun og veru, að sovétlínan væri hinn sanni kommúnisminn." „Völdin eru áfram aðalmark- mið byltinga. Það er annað hvort allsherjarvald verkalýðs- ins ... eða vald borgarastétt- anna. Þaðer enginn þriðji mögu- leiki." „Stundum er kommúnist- um í þeim löndum sem ekki búa við stjórnarfyrirkomulag kommúnismans nú lofað því að „réttur þeirra til áhrifastöðu í þjóðfélaginu verði viðurkennd- ur." — „Smámuna" er krafist í staðinn: að þeir gefi upp baráttu sína gegn valdi auðmagnsins, fyrir sósíalisma og gefi alþjóð- iegt stéttaþjóðfélag upp á bát- inn." Undir engum kringum- stæðum má fórna kenninguni fyrir þeim kosti að hentugur ábati náist. Að öðrum kosti, eins og þeir orða það, heldurðu hárinu óskertu, en missir höfuðið." Fyrsta tilvitnunin er frá Stalín komin, sú seinni frá Brezhnev. Okkur finnst 30 ár vera langur tími ... en yfir frá hafa þeir svo góðan, svo ágætan tíma fyrir sér. Og stöðugt er eitthvað að gerast. Víð verðum sljó. — Finnast enn nokkrir BARNALEGIR stjórnmála- menn? og erum við — almenn- ingur ekki aðeins „nautgripir tilbúnir til slátrunar"? KAZAKH '. ', í RllSSIAN SOVIET fEDEIATED SOCIALIST REPURIIC GEOI»GIAN1'SOVI€T J "lCIALIST «PUBIIC~-S.. iTbiliiilV-i^) AZEMAIJAN Kortið sýnir Grúsíu Rússar eru aðeins helmingur íbúa Sovétríkjanna og «rlendir sérfræðingar hafa oft velt því fyrir sér hvort hinn helmingur- inn muni ávallt sætta sit við stjórn þeirra. Neistinn, sem gæti kveikt bál þjóðaruppreisn- ar einhverrar undirþjóðar gegn rússneskri yfirdrottnun, mundi líklega tendrast ef til kæmi í Sovézku Grúsíu, þar sem stúdentar hafa nýlega unnið athyglisverðan sigur á kommún- istaflokknum. í nýrri stjórnarskrá var reynt að koma því til leiðar að grúsíska yrði ekki lengur eina opinbera tungumálið í Grúsíska lýðveldinu og það leiddi til þess Til heiðurs Brezhnev „Alræði þýðir ótakmarkað vald, sem byggir * ofbeldi en ekki lögum," sagði Stalin í ræðu Þjóðernis- hræringar í Grúsíu að stúdentar fóru í hópgöngu til þinghússbyggingarinnar í Tbilisi — og leiðtogar kommún- istaflokksins lyppuðust fljótlega niður. Herlið var kallað út og vel má hugsa sér að ef ekki hefði tafarlaust verið gengið að kröfu stúdenta hefðu bardagar getað brotizt út á götunum að mann- tjón hefði orðið, að almenn ókyrrð hefði gripið um sig um alla Grúsíu og að brotizt hefði út meiriháttar uppreisn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Einu sinni áður hefur komið til götubardaga í Tbilisi: þegar Nikita Krúsjeff vanvirti á miðj- um sjötta áratugnum nafn þjóðhetju Grúsíu og mesta Grúsíumanninn af öllum, Josef Djugashvili, sem varð einnig þekktur undir nafninu Stalín. En á þeim tíma var ekki við því að búast að nokkur önnur þjóð Sovétríkjanna gæti tekið þátt í þessari sérstöku reiði Grúsíu- manna og óeirðirnar voru fljót- lega barðar niður. Tungumála- mótmælin eru hins vegar annað mál. Margir íbúar Sovétríkjanna óttast tilraunir til að gera þá að Rússum eins og pestina og þeim finnst hvers konar vanvirðing sem tungu þeirra er sýnd, vera skref á braut, sem gæti leitt til þess, að þeir glötuðu þjóðarsér- kennum sínum. Þetta er hitamál í öllum „þjóðlegum" lýðveldum Sovétríkjanna. Meira að segja i Úkraníu, þar sem íbúarnir tala slavneska tungu, sem er skyld rússnesku, hefur vaxandi þjóð- erniskennd beint athyglinni í vaxandi mæli að tungunni. Að nokkru leyti er tungu- málabaráttan orðin tákn mót- spyrnu gegn rússneskri stjórn, þar sem það er ekki eins yiðkvæmt mál, að minnsta kosti ekki á yfirborðinu. Það er til dæmis öruggara að taka upp hanzkann fyrir hreinleika tung- unnar, að mótmæla rússneskum tökuorðum sem er laumað inn í málið, en að mótmæla því að hálaunuðum rússneskum skrif- stofuembættismönnum og tæknifræðingum sé laumað inn í Ukraníu eða Grúsíu, eða eitthvert hinna lýðveldanna tólf. En stjórn aðkomumanna, hvort sem hún er á hendi manna í Moskvu eða Rússa í lykilem- bættum í hinum ýmsu lýðveld- um, er oft aðalmálið. Það er til dæmis almenn regla, áð fyrsti flokksritari lýðveldanna sé heimamaður — en annar flokksritarinn sé Rússi og hann er ekki einvörðungu augu og eyru Moskvu; hann hefur á hendi raunveruleg völd. Stundum kann annar ritarinn ekki einu sinni tungumál lýð- veldisins, sem hann stjórnar — eins og Brezhnev þegar hann var sendur til Kazakhstan á árunum eftir 1950. Grúsía á sér miklu eldri sögu og menningu en Rússland og þar fer saman þjóðar^tolt og eldheit þjóðerniskennd sem gerir það að verkum að tungumáladeilan er annað og meira en tákn. Á ráðstefnu grúsískra rithöfunda fyrir tveimur árum notaði einn ræðumaður, Revaz Djaparidze, tungumáladeiluna til að for- dæma það „þjóðrembingslega" viðhorf, að „allar þjóðir ættu að vera undirgefnar Stór-Rússum." Hann vitnaði í skoðanir vissra Rússa, sem vildu „algerlega banna óæðri tungumálin, sem 60 af hundraði íbúa Rússlands toluðu." Hann hafði grafið upp gamla ræðu eftir Lenín, þar sem hann fordæmdi rússneska þjóð- eftir VICTOR ZORZA skrumara, og hann bara vitnaði í hana áheyrendum til skemmt- unar. En hann mótmælti einnig tilraunum menntamálaráðu- neytisins til að hefja starf- rækslu nokkurra skóla, þar sem börnum yrði eingöngu kennt á rússnesku eftir fjórða bekk. Hann áleit þetta geta verið fyrsta skrefið, sem gæti leitt til þess að skólakerfið yrði alger- Íega rússneskt. Háskólinn í Tbilisi, sagði hann, hefur nýlega tilkynnt að nokkur námskeið færu aðeins fram á rússnesku. Rússneskar bækur höfðu verið látnar koma í staðinn fyrir nokkrar háskólakennslubækur á grúsísku samkvæmt skipunum frá Moskvu. Ritari grúsíska flokksins, Ed- vard Shevardnadze, sem sótti rithöfundaþingið og reyndi að svara nokkrum umkvörtunum Djaparidze, fékk hvað eftir annað framíköll frá bekkjum rithöfunda, sem voru jafn- áhyggjufullir og Djaparidze. En Shevardnadze fékk tækifæri sitt til að svara á ráðstefnu, sem var sérstaklega kölluð saman í Tbilisi til að fordæma þjóðernis- hættuna og þar var ekki hætta á framíköllum. Hann réðst á þá sem notuðu tungumáladeiluna til að „rægja" flokkinn. Þeir segðust vera verjendur „þjóð- legrar" tungu og „þjóðlegra" skóla. „Samfélag okkar rúmar ekki," sagði hann, „sjálfskipaða gerviættjarðarvini, sem setja allt á annan endann til þess að öðlast ódýra frægð og ódýrar vinsældir." Þjóðin, sagði hann, hefur enga þörf fy'rir „þjónustu" þeirra — en jafnframt tók hann skýrt fram, að hann hefði áhyggjur af því fvlgi, sem þeir hefðu tryggt sér meðal þjóðarinnar. Hann sagði, að átt hefði sér stað afturhvarf til „þröngra þjóðern- ishagsmuna" á sviðum eins og bókmenntum og listum, vísind- um og menningu — og „þeim hefur ekki alltaf verið almenni- lega afneitað". Sjálfir máttar- stólpar flokksins, þeir sem tryðu ¦á rússneska sambandið — þá kallaði hann „alþjóðahyggju- menn" — sætu sjálfir undir ámæli, að því er hann sagði, fyrir að vera „slæmir ættjarðar- vinir". Það sem hér er á ferðinni, þegar öllu er á botninn hvolft, er vaxandi andúð á rússneskum yfirráðum _í „þjóðlegum" lýð- veldum Sovétríkjanna. Þetta er þróun, sem á sér hliðstæður um allan heim. — í Skotlandi og Wales, á meðal Baska og Que- becbúa. En fá lönd standa eins hölium fæti gagnvart kröfum um sjálfstjórn og sjálfstæði og Sovétríkin, þar sem ótal þjóðum ægir saman, allt frá Úkraínu- mönnuni, sem eru 50 milljónir, til Grúsíumanna, sem eru tæp- lega fimm milljónir. Það sem meira er: þjóðir Sovétríkjanna geta sótt stuðning í gömul skrif Leníns um kröfur þeirra — og þær gera það með góðum árangri. Eins og Shevardnadze sagði Framhald á bls. XI Grúsískir þjóðdansarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.