Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID. FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 21 Félagsstarfsemi í Reykhólasveit FÉLAGSSTARFSEMI. Allmikil félajísstarfsemi hefur veriö hér að undanförnu og halda konur hér merki hátt á loft. Áhugi þeirra hefur beinst aö ræktunarmálum ojj umhverfisprýöi. Þær gengust fyrir kvöldvöku í Króksfjaröarnesi fyrir nokkru og hélt þar Þórarinn Sveinsson ráðu- nautur erindi um matjurtarækt. Lesið var erindi eftir frú Ingi- björgu Árnadóttur um ræktun trjáa í skrúðgörðum. Einnig voru sýndar litskyggnur frá Garðyrkju- félagi íslands af skrúðgarðablóm- í gær að lokinni guðsþjónustu gengust konur fyrir fræðsluvöku á Reykhólum. Séra Jón ísfeld flutti fróðlegt og vel gert erindi um uppeldismál og kom hann inn á marga þætti þeirra vandamála, sem uppalendur eiga við að stríða í fjölþættum þjóðfélögum. Á eftir erindinu var kvikmynda- sýning og var sýnd norsk skrúð- garðamynd í lit. Einnig litskyggn- ur úr héraði. Leikstarfsemi. Nýlega hefur leikfélagið Skrugga sýnt leikrit eftir Harald Á. Sigurðsson sem ber nafnið: „Karólína snýr sér að leiklistinni". Búið er að sýna leikritið tvisvar og er leikstjóri frú Margrét Ágústsdóttir. Fréttaritari hefur ekki séð leikritið og verður því ekki dæmt um það hér hvernig tekist hefur til með þetta verk. Að sjálfsögðu verður að gera aðrar og vægari kröfur til áhugafólks, en ætíð verður þá að hafa það að leiðarljósi, að það vinni verkið eins vel og kostur er á hverju sinni. Skólamáli Grunnskólinn á Reykhólum hefur lokið störfum að þessu sinni. Skólinn mun starfa í níu bekkj- ardeildum næsta vetur. Kennarar eru fjórir og tímakennarar tveir. Skólastjóri er frú Kolbrún Ingólfs- dóttir og ráðskona frú Jóhanna Jóhannesdóttir. Sveinn Guðmundsson. Sumirversladýrt — aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af rf- hagstæðum innkaupum Sauðburður hafínn nyrðra Kiúklingar á sérveroi 1.480 kg Bæ, Höfðaströnd, 10. maí. EINMUNA tíð er nú, og gróðri skilar mjög ört. ís er tekinn af Höfðavatni en í Fljótum er enn nokkur ís á vötnum. Sauðburður er víð- ast hvar byrjaður og gengur vel. Undanfarið hefur verið sungið og leikið um hverja helgi bæði af utansveitar- skemmtikröftum og heima- fólki. Leikfélagið á Hofsósi sýndi „Afbrýðisama eigin- konu" við mjög góða dóma og fyrir fullu húsi hvað eftir annað. Söngfélagið Harpa söng í Eyjafirði og Siglufirði einnig við ágætar undirtekt- ir. Tónskóli Skagafjarðar hafði athyglisverða samkomu á Hofsósi um síðustu helgi, þar sem fram komu á annað hundrað börn og unglingar með söng og hljóðfæraleik. Þarna komu fram margir einstaklingar, sem skila hlut- verkum með ágætum og að dómi skólastjóra og kennara eiga framtíð með góðri kennslu og þjálfun. Fiskafli er talinn mjög tregur hér inni á Skagafirði eins og er. Grásleppuveiði hefur oft gengið betur. Ann- ars er blíðviðri nú eins og bezt verður á kosið. — Björn. V' STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 ^\j Fimikíuit á lei<) lem*m i •!!. Frankfurt er ekki aðeins mikil mióstöð viðskipta og verslunar - heldur einnig ein stærsta flug- miðstöð Evrópu. Frá Frankfurt, sem er um það bil í miðju Þýskalandi, eru óteljandi ferðamöguleikar. Þaðan er stutt til margra fallegra staoa í Þýskalandi sjálfu (t.d. Mainz og Heidelberg) og Þaðan er þægilegt að halda afram ferðinni til Austurríkis, Sviss, ítalíu, Júgóslavíu, eoa jafnvel lengra. Frankfurt, einn fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. flucfélac LOFTLEWIR in iur.i .t.'c k'.í.—n—triJU.i Ki.ra.i'n.rt.j r.w.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.