Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 fttttgtutÞIiifrft Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Áskfiftargjald 2000.00 í lausasölu hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guomundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson kr. é mánuöi innanlands. 100 kr. eintakiö. Aldo Moro Þegar miklir og voveiflegir atburðir gerast, fer bezt á því, að þögnin tali. Þannig hefur kona Aldo Moros, þessa virta ítalska stjórnmála- manns, óskað eftir því, ásamt öðrum aðstand- endum hans, að sem mest þögn ríki í kringum ; .mörðið á honum — og þá ekki síður útför hans. Þetta eru eðlileg viðbrögð fólks, sem hefur gengið í gegnum hreinsunareld kvala og þjáninga, svo vikum skiptir, og telur sig nú hvergi geta leitað trausts og halds nema í bænum sínum, þögninni. Samúð allra góðra manna um víða veröld streymir nú til konu Aldo Moros og fjölskyldu hans. Og þeir, sem gerst þekkja, vita, að sjálfur var hann stjórnmálamað- ur af þeirri stærðar- gráðu, sem kallar á virð- ingu og þakklæti, nú þegar hann er allur. íslendingar eiga auð- velt með að skilja tilfinn- ingar ítölsku þjóðarinnar þegar hún syrgir þennan myrta leiðtoga sinn. Og ýmislegt úr sögu okkar auðveldar okkur að skyggnast bak við for- tjald harmleiksins, t.a.m. þau orð sem eitt sinn endur fyrir löngu voru viðhöfð um einn ágætasta son íslenzku þjóðarinnar, Jón Arason, sem einnig varð fórnarlamb ofbeldis og öfgamanna, en um hann var sagt, að öxin og jörðin geymdu hann bezt. Hinir marxísku öfga- menn Rauðu herdeildar- innar á Italíu hafa nú kveðið upp sams konar dóm yfir Aldo Moro — og fullnægt honum með morði, sem á eftir að verða svartur blettur á samvizku okkar tíma. Það er einkennilega margt líkt með þeim áratug, sem við nú lifum, og áratugnum milli 1930 og '40, þegar öfgahópar heilluðu fjölda manna, ekki sízt fjölda fólks, sem m.a. laut hinum ytri táknum nazismans. En iú eru táknin önnur og fugmæli kennisetning- anna ekki hin sömu og bá. En ófgarnar eru svip- aðar og aldrei hefur ofbeldi verið dýrkað með jafn blóðugu hugarfari og einmitt á þeim tímum, sem nú gengur yfir okkur eins og harmsöguleg áminning forsjónarinnar um þann skepnuskap, sem lifir með manninum, og þá ástríðu ofbeldisafla að tileinka sér miðalda- vinnubrögð — og þá í skjóli miðaldakenninga, sem eru sprottnar úr grimmd, ofstæki og óseðjandi valdagræðgi, eins og: að tilgangurinn helgi meðalið. Þessi orð voru fyrst sögð í grimmd- aræði ítölsku endurreisn- arinnar og enn eru hrylli- legir og viðurstyggilegir glæpir framdir í skjóli þeirra. Það er ekki víst, að Aldo Moro verði síðasta fórnardýr þess ofstækis og þeirrar yfirgengilegu dýrkunar grimmdar og skepnuskapar, sem nú fer eins og blóðug holskefla um samtíð og sögu. En við skulum samt vona, að morðið á þessum merka fulltrúa ítalsks lýðræðis verði til þess að einhverj- ir staldri við og spyrji sjálfa sig þeirrar brenn- andi spurningar: hvernig eigum við að koma í veg fyrir, að ofbeldis- og öfgaöfl geti sáð fræjum haturs og grimmdar í brjóst ungs fólks? Og einnig og ekki síður: hvað getur lýðræðissinnað fólk gert sér og þjóð sinni til varnar í þeim skelfilegu átökum, sem nú eiga sér stað um mannssálina? Það er vafalaust til of mikils mælzt að skelfing- unum linni, þó að morðið á Aldo Moro hafi orðið mönnum eftirminnilegt áfall; að ofbeldisöfl leggi árar í bát og fari að vilja almenningsálitsins um friðsamlega sambúð í daglegum samskiptum fólks með ólíkar skoð- anir. Svefninn er vopna- hlé, segir ítalska stór- skáldið Ungaretti í þýð- ingu Aðalsteins Ingólfs- sonar, en í þessu ljóði er einnig talað um hið langa ferðalag að dauðans dyr- um, eins og skáldið kemst að orði. Við dauðans dyr biður" nú fólk um allan heim um slíkt vopnahlé. **t;*%im.mmm<.mmmmwí*MmM.,mM*mMm"<mmm»»i«i» mmm Ludmilla Thorne: I B nin hugprúða móðir Hið móðurlega andlit Nínu Bukovskys var alveg eins pg.á myndinni, sem ég hafði I vesk- inu á fluginu.frá New'York til Ziirich. Eh hvilik breyting á umhverfinu — aðlaðandi fimm herbergja íbúð, blóm með ham- ingjuóskum, svalir með útsýni yfir sólrikt, svissneskt landslag. Ég sá hana fyrir mér, hvernig hún hefði litið út daginn í júli- mánuði í fyrra, þegar hún hringdi til mín í New York frá símstöð í Moskvu — K.G.B. var búin að taka hennar sima úr sambandi — til að segja mér, að hún hefði ekki heyrt frá syni sinum í fangelsi í átta mánuði og óttaðist, að hann væri látinn. Og nú var hún hérna Nina Ivanovna (eins og ég var farin að kalla hana — með fornafni og föðurnafni — að rússnesk- um sið), og beið eftir því að sonur hennar vaknaði, en hann svaf fram eftir þennan morgun. Hún hitaði vatn handa okkur og virti mig fyrir sér með sömu forvitni og ég horfði á hana. Fram að þessu höfðum við að- eins verið raddir hvort gagn- vart annarri í simasambandi milli New York og Moskvu, og það gat rofnað i miðri setningu. Ég var rússnesku mælandi, ókunnug, amerisk kona, sem hafði hringt í hana í fyrsta skipti árið 1972 af skyndilegri hvöt, og hún var móðir Vladimirs Bukovskys, sem háði einnar konu baráttu til að bjarga syni sínum úr þrælkun- arbúðum, fangelsum og geð- veikrahælum, sem eru hlut- skipti hinna erfiðari andófs- manna í Sovétríkjunum. Einu sinni hafði ég sagt henni — ég veit ekki, i hverju hinna 42ja símtala á þessum árum — að einn góðan veður- dag, þegar allir erfiðleikar væru að baki, myndum við sitja saman öll þrjú og fá okkur te- sopa. Hún trúði þvi ekki þá í örvæntingu sinni, að það myndi geta skeð. Og nú var hún hér — að laga te. „Er þetta raunveru- lega þú?" spurði ég, þegar ég kom til þorpsins, þar sem þau dvöldu, með ferðatösku mína og innkaupatösku fulla af gjöf- um frá fólki í New York, og allt, sem hún gat sagt á móti, var: ,,Er þetta virkilega þú?" ,,Og þetta er Valdi," sagði hún, um leið og sonur hennar kom inn í herbergið, klæddur rauðri peysu, sem á var letrað „Hawai-háskólinn" þvert yfir brjóstið. Hann leit betur út núna en hann hafði gert á sjónvarps- skerminum fyrir sex vikum. Við höfðum þegar talazt við í sima. yfir hafið. Hann hafði þá látið í ljós innielegt þaaklti sit mneðfögrum orðum í garð Amnesty International, sem ég tilheyri, fyrir allt, sem fyrir hann hefði verið gert, svo að þau formsatriði voru afstaðin. Það kom mér á óvænt, hve létt var yfir honum núna, hann var jafnvel gáskafullur, þegar við settumst að tedrykkjunni, eins og hann vildi bægja burt alvar- legri umræðuefnum í bili. Hann var svo unglegur miðað við 34 ára aldur og hlutskipti sitt á stjórnmálasviðinu — að vera fyrsti fangelsaði, rúss- neski andófsmaðurinn, sem opinberlega var látinn laus i skiptum fyrir pólitiskan fanga (Luis Corvalan, leiðtoga komm- únistaflokksins i Chile), en með þeim kaupum viðurkenndi Moskva í fyrsta sirfn tilveru pólitískra fanga í Sovétríkjun- um, þótt óbeinlfnis væri. Frá því að hann var látinn laus i desember s.l., hefur hann verið á ferðalagi um Vestur-Evrópu, þar sem hann hefur sagt öllum, sem heyra vilja, hvað gerist með þjóð, þar sem lögleysum og ofbeldi er beitt af hálfu yfir- valda. Það var svo margt, sem þurfti að spyrja um og útskýra. Ninu Ivanovna langaði að heyra svo- lítið af högum okkar. Ég hafði sagt henni mjög lítið um sjálfa mig i simtölum okkar. En nú gat ég skýrt henni frá þvf, að foreidrar minir hefðu farið frá Sovétrikjunum í siðari heims- styrjöldinni, og að mín eigin fjölskylda hefði orðið.að sjá á bak ýmsum úr sínum hópi í þrælkunarbúðum og fangelsum í Sovétríkjunum. En áður en ég gat spurt hána frekar, tóku fyrstu gestir dagsins að koma — það varð endalaus straumur blaðamanna, sálfræðinga og geðlækna, ljósmyndara og ann- arra af ýmsum þjóðernum þá fjóra daga, sem ég var hjá þeim. Það var komið kvöld, þeg- ar við Nina Ivanovna gátum loks farið að'tala saman ótrufl- aðar. Eitt sinn hafði hún sagt við mig: „Ég er hæna, sem hef leg- ið á árnareggi." Og þegar ég hlustaði á hana núna, skynjaði ég hina stöðugu undrun hennar yfir þvi að hafa alið upp svo uppreisnargjarna hetju. Erfiðleikarnir gerðu þegar vart við sig í barnæsku hans. Þegar Volodya — Valdi — var aðeins 12 ára, var athygli skóla- stjórans vakin á þvi, hversu sér- lundaður hann væri og sér- sinna. Og skólastjórinn sagði við hann: „Við ætlum að safna sönnunum gegn þér, Bukovsky, og þér verður vikið úr skóla. Það' var um það að ræða, sagði Nína Ivanovna, „að stýfa væng- ina" af unglingum, sem voru sjálfstæðir í hugsun — það var stefna i uppeldismálum. Fjór- um árum síðar var honum vikið úr skóla fyrir að gefa út vélrit- að blað, sem hét „Píslarvottur- inn". Nokkrum árum síðar var hann viðstaddur ljóðalestur á Mayakovsky torgi og var þá vik- ið úr háskólanum í Moskvu fyr- ir að vera bendlaður við bók- menntatímaritið „Fönix 61". Hann var þá á fyrsta ári i líf- eðlisfræði. Nína Ivanovna vann þá við dagskrárgerð fyrir barnatíma í Moskvu-útvarpinu, og hún reyndi fyrst að fá Valda ofan af þátttöku i þess háttar starf- semi. Ekki af því að henni fynd- ist neitt „rangt" við það, heldur af því að hún vildi, „að lif hans gengi árekstralaust". Enginn í f jölskyldu hennar hafði nokkru sinni verið andófsmaður eða uppreisnargjarn. Eiginmaður hennar, sem hún hafði skilið við, var íhaldssamur félagi rit- höfunda samtakanna. Valdi var undantekning, hann var af- brigðilegur. Arið 1963, þegar Valdi var tvitugur, var hann handtekinn i fyrsta sinn, þar sem hjá honum fundust tvö ljósrituð eintök af bókinni „Hin nýja stétt" eftir júgóslavneska kommúnista — frávillinginn Milovan Djilas. Hann var úrskurðaður á sér- stakt geðveikra — fangelsis- hæli í Leningrad. „Látum hann dvelja þar um hrið", sagði sak- sóknarinn við 'Ninu Ivanovna. „Við þetta .ann upp fyrir mér ljós," sagði hún. Henni duldist ekki lengur, að sonur hennar var knúinn áfram af „óeigin- gjarnri réttlætishvöt" og hún reyndi aldrei aftur að letja hann, því að „ég vildi ekki hindra hann í því að gera eitt- hvað gott." Valdi var látinn laus úr geð- veikrahælinu 1965. Hann lýsti reynslu sinni af því sem „15 mánaða helviti", en hann var jafn óhagganlegur í baráttu sinni fyrir mannréttindum. Hann skipulagði opinberar mótmælaaógerðir ásamt öðrum i hinni fámennu andófshreyf- ingu, sem var að byrja að draga að sér athygli vestrænna rikja — og KGB — á sjöunda ára- tugnum, til stuðnings rit- höfundunum Andrei Sinyavsky og Yuli Daniel, sem höfðu verið teknir höndum fyrir að leyfa útgáfu erléndis í verkum sín- Hvernig Vladin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.