Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 Kosningar í sjónvarpi og hljóðvarpi Á fundi með fulltúum stjórn- málaflokkanna. formanni úr- varpsráðs og starfsmönnum sjón- varps og hljóðvarps, fimmtudag- inn 27. apríl 1978. voru endur- skoðaðar tillögur um fyrirkomu- lag á st jórnmálaumræoum í sjón- varpi og hljóðvarpi. Höfð var hliðsjón af skoðunum, sem fram komu á síðasta fundi útvarps- ráðs, og erfiðleikum á fram- kvæmd fyrri tillagna í sjónvarpi. Samkomulag varð um að leggja þetta íil: Fyrir sveitar- stjórnarkosningar a. Kópavogur, Akureyri, Hafnar- fjörður og Reykjavík fái hver 2ja klukkustunda umræðuþætti í beinni útsendingu í sjónvarpi, Reykjavík miðvikudaginn 17. maí kl."21:20-23:20, Akureyri 20. maí kl. 15:00—17:00 og Kópavogur og Hafnarfjörður 21. maí kl. 14:00-18:00. h. Hringborðsumræða verði í sjónvarpi um málefni Reykjavíkur laugardaginn 27. mai kl. 16:30-18:00. c. Þeim sveitarfélögum sem óska verði heimiluð sérstök útvarps- bylgja til afnota vegna sveitar- stjórnarkosninganna. d. Eldhúsumræður vegna borgar- stjórnarkosninganna í Reykjavík verði í hljóðvarpi þriðjudaginn 23. maí kl. 20:30. Umferðir verði þrjár, 15, 10 og 7 mín. á hvern flokk. Fyrir alþingis- kosningarnar a. Flokkakynning Dagana 5., 6. og 7. júní verði sjónvarpað flokkakynningum. Þeir flokkar sem bjóða fram í öllum kjördæmum fái 30. mín. til um- ráða eftir sömu reglum og áður. Aðrir flokkar og framboðslistar fái styttri tíma í samræmi við fjölda framboðslista þeirra. Þættirnir yrðu teknir upp 1. júní og hinn 2. júní. b. Framboðsfundur í sjónvarps- sal — sunnudaginn 18. júní Sunnudaginn 18. júní kl. 15:00—18:00 í sjónvarpssal, og samtímis útvarpað frá þeim fundi. Ræður verði stuttar og umferðir a.m.k. 5. Aðgöngumiðum fyrir áhorfendur verði dreift jafnt milli flokkanna. Salurinn verði opinn svo að ræðufólk geti notað hvíldar- herbergi. Sjónvarpið velji vanan mann til að stjórna fundinum. c. Setið fyrir svörum — þriðju- daginn 13. júní og miðvikudaginn H. júní. Fulltrúar þeirra flokka, sem bjóða fram í öllum kjördæmum, sitji fyrir svörum í sjónvarpi. Flokkarnir skulu tilnefna tvo spyrjendur úr andstöðuflokki þess, sem situr fyrir svörum. Hver þáttur skal vera 30 mín., og 2 sjónvarpað annað kvöldið en 3 hitt kvöldið. d. Hringborðsumræður Miðvikudagskvöldið 21. júní kl. 21:30-23:00 verði hringborðsum- ræður í beinni útsendingu í sjónvarpi með formönnum flokk- anna. e. Lokayfirlit Laugardagskvöldið fyrir kjör- dag svari einn fulltrúi frá hverjum flokki spurningum fréttamanns sjónvarpsins: Hvaða mál hefur borið hæst í kosningabaráttunni? Hvað hefur einkennt kosninga- baráttuna? Hver eru lokaorð þíns flokks til kjósenda? Hver svari fyrir sig, ekki lengur en 3—4 mínútur. f. Flokkakynning verði í hljóð- varpi, 10 mínútur á alla flokka jafnt. Skal dreifa kynningunni á tímanum kl. 19:30-20:00 dagana 1?.-16. júní. Nú kemur fyrsta útilegu- tielgi sumarsí — Hvítasun ogviö höfumaUÍ veriðmeó meíra úrval af IHffnaoi en limwfitt nú Sjón er sögu ríkari til kl. 8 f östudag og til laugardag ¦ AUGLÝSINGASÍMINN ER: 2^22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.