Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 MORÐIÐ A ALDO MORO Moro fjórði leiðtqgirai sem myrtur er á ítalíu Rómaborg, 10. maí. AP. ALDO Moro, fyrrverandi for- sætisráðherra Italíu. er fjórði meiriháttar stjórnmálamaður- inn scm ráðinn er af dögum á ítalíu það scm af er þessari öld. Umbcrto fyrsti af Savo.y, konungur Itala. var ráðinn af dögum 29. júlí árið 1900 þegar hann ók í vagni sínum í garði konungsbústaðarins í Monza. Banamaður hans var stjórn- leysinginn Arnaldo Bresci. Hinn 10. júní 1924 fannst lík Giacomo Matteotti leiðtoga sósíalista, úti á víðavangi, en honum hafði áður verið rænt nálægt heimili hans. Matteotti var einn helzti andstæðingur Benito Mussolinis og fasista- flokksins. Það umrót sem hlaust af morðinu á Matteotti varð til þess að fasistar afnámu atlt stjórnmálafrelsi í landinu. Mussolini var síðan myrtur 25. apríl 1945, ásamt hjákonu sinni Klöru Petacci, þar sem þau voru á gangi við vatnið Como. Lík þeirra voru hengd upp á torgi nokkru í Mílanó og þar svívirti þáu reiður fólksfjöldinn. Loks varð Palmiro Togliatti, leiðtogi ítalskra kommúnista, særður í skotárás 14. júlí 1948. Verknaðinn framdi ofstækis- fullur and-kommúnisti, Antonio Pallante að nafni. Togliatti náði sér af sárum sínum og Pallante var dæmdur til 10 ára fangelsis- vistar. Fyrir rúmum 2000 árum réð Brutus fósturföður sínum Júl-_ íusi Sesar bana. Almennt telja* sagnfræðingar að Brutus hafi framið verknaðinn á tröppum þinghússins í Róm, en síðustu rannsóknir og ný sönnunargögn benda til þess að aftakan hafi átt sér stað á verzlunartorgi við Largo Argentino í Róm. Þaðan er um tveggja mínútna gangur að Via Michelangelo Caetani, þar sem lík Aldo Moro fannst. Kosningar á Italíu í v skuggaMoro-morðsins Róm 10. maí. Reuter. TÍUNDI hver kjósandi á ítalíu hcfur rétt til þátttöku á sunnu- daginn í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum sem snúast að mestu leyti um hryðjuverka- ólduna í landinu. og talið er víst að geðshræringin út af morðinu á Aldo Moro muni hafa mikil áhrif á úrslitin. Urslitin verða fyrsta vísbend- ingin sem tveggja mánaða göm- ul minnihlutastjórn kristilegra demókrata undir forystu Giulio Andreotti fær um hug kjósenda. Það var enginn annar en Moro sem var höfundur ríkisstjórnar- innar, hinnar fyrstu sem nýtur formlegs stuðnings kommúnista í 30 ár, og það var táknrænt að Rauðu herdeildirnar rændu honum daginn sem þingið átti að staðfesta myndun hennar. Stjórnin var mynduð eftir tveggja mánaða stjórnarkreppu og Moro lagði álit sitt að veði til að fá hægrisinna í flokki sínum til að fallast á samstarfið við kommúnista. Kristilegir demókratar og kommúnistar héldu því strax fram að ránið á Moro hefði í raun og veru beinzt gegn hinu nýja bandalagi þeirra. Kommúnistar ganga jafnvel svo langt að halda því fram að um hafi verið að ræða „samsæri afturhaldsmanna" um að spilla fyrir velgengni þeirra. Komm- únistar hafa í tíu ár unnið að því að breyta þeirri hugmynd manna að þeir séu byltingar- sinnaðir marxistar og lenínistar og telja mönnum trú um að þeir séu verndarar frelsis og lýðræð- is. Nú hafa þeir miklar áhyggjur af kosningunum á sunnudaginn og hafa lagt sig í framkróka um að fordæma Rauðu herdeildirn- ar og krefjast þess aö ríkið beygi Framhald á bls. 30 Sjúkraliðar bera jarðneskar leifar Aldo Moros inn í sjúkrabifreið, sem kom á vettvang rétt eftir hádegið í gær. (APsímamynd) Rauðu herdeildirnar: Ódæðin framkvæmd helzt áaf mælisdögum Rómaborg, 10. maí. AP. RAUÐU herdeildirnar, hryðju- verkasamtökin sem rændu Aldo Moro, virðast helzt velja dagana fyrir aðgerðir sínar þannig að þær beri upp á afmælis- eða merkisdaga. Daginn sem Moro var rænt var hann á leið til þingsins til að taka þá'tt í atkvæðagreiðslu um vantraustsyfirlýsingu á rík- isstjórn kristilegra demókrata sem kommúnistar styðja. Moro lagði sjálfur grundvöllinn að samstarfi kristilegra demókrata og kommúnista á þingi. Þegar herdeildirnar tilkynntu að Moro hefði verið líflátinn og Morð Moros einróma fordæmt: , ,Þeim til sóma að þeir misstu ekki kjarkinn" Vín, 10. maí. Reuter. AP. BLÖD í Austur-Evrópu og Vest- ur-Evrópu fordæmdu einróma í dag morðið á Aldo Moro fyrr- verandi forsætisráðherra ítalíu. Nokkur helztu viðbrögð blaða í austri og vestri: Moskva: Fréttastofan Tass sagði morðið til þess ætlaö að valda andrúmslofti spennu og ofbeldis á ítalíu. Búdapest< Blaðið Nepszabad- sag kallaðí banamenn Moros „skuggalega afturhaldsseggi" og „orvinglaða óvini friðsamlegs lífs og framfara". Búkarest: Blaðið Scinteia kallaði morðið viðurstyggilegan glæp. „Hryðjuverkastarfsemi einstaklinga hefur aldrei komið byltingarbaráttunni við," sagði blaðið Sofia: Málgagn búlgarska kommúnistaflokksins kvað glæpinn hafa „afhjúpað hryðju- verkastarfsemi sem vopn aftur- haldsins". London< The Times sagði. „Aðeins ríki sem eru nógu öflug hafa minnstu möguleika til að sigras't á hryðjuverkastarf- semi." Blaðið bætti við: „Það er þeim til sóma að þeir misstu ekki kjarkinn." New York. The New York Times kvað það markmið Rauðu herdeildanna að knésetja stjórnvöld „en (þær) byðu í þeirra stað aðeins upp á ein- hverja þokukennda vinstrisinn- aða hugsjónafræði og blóðugt ofbeldi." Blaðið sagði ennfremur: „Ef einhverja huggun er að finna í þessu skuggalega máli er hún sú að ítalir stóðu fastir fyrir þrátt fyrir öll vandræði sín." Washington: Washington Post lét í ljós þá ósk að „þessi hryllilegi glæpur" yrði til þess að Italir endurskipulegðu stjórnarfar sitt þannig að óskir almennings ættu greiðari að- gang að stjórnvöldum og að stjórnvöld sýndu meiri dug og skiluðu betri árangri. Ziirkh. Blaðið Tat sagði: „Á herdeildirnar bundið enda á sundrungu og komið á þjóðar- einingu." Genf: Blaðið La Suisse sagði að baráttuaðferðir Rauðu her- Framhald á bls. 30 líkama hans væri aö finna í vatni upp í fjöllum, hinn 18. apríl, voru liðin nákvæmlega 30 ár frá því að kristilegir demó- kratar unnu mikinn kosninga- sigur á ítalíu og Moro komst í fyrsta sinn á þing. Loks þegar lík Moro fannst í bifreið mitt á milli höfuðstöðva ítalskra kommúnista og kristi- legra demókrata á þriðjudag, voru liðnir nákvæmlega tveir mánuöir frá því að þriðju réttarhöldin hófust yfir 15 leiðtogum Rauðu herdeildanna í Tórínó. Þá 55 daga sem Moro var í haldi gáfu Rauðu herdeildirnar flestar tilkynninga sinna út á miðvikudögum eða laugardög- um. Hryðjuverkamemirnir eru taldir hafa gert þaö til að sem mest yrði gert úr tilkynningun- um í blöðunum á miðvikudag og sunnudag, en þá eru ítölsku blöðin hvað stærst. I . _til _að_ standast. syona J)rýsting örfáum dögum hafa Rauðu það eftir fimm klukkustundir. Hér sést inn í Via Caetani þar sem lögreglan heldur aftur af múgnum, sem safnaðist saman á torginu, en svæðinu þar sem lík Moros fannst var lokað fyrir allri umferð þegar loks hafði tekizt að ryma (AP-símamynd).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.