Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 37 málum íþróttanna, jafnt innan Reykjavíkur sem á vegum íþrótta- sambands íslands. Um árabil var íþróttavöllurinn á Melunum eina íþróttasvæði bæjar- ins og var hann lengi rekinn af íþróttafélögunum með stuðningi bæjarstjórnar, unz bæjarstjórn yfirtók alfarið reksturinn. Attu íþróttafélögin allt til 1962 meiri- hluta í Vallarstjórn og var Jens fulltrúi íþróttafélaganna í stjórn vallarins um 12 ára skeið. Þegar bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti hinn 2. apríl 1943 „að láta skipuleggja rúmgott skemmti- og hvíldarsvæði fyrir bæjarbúa í svonefndum Laugar- dal, svo og til að láta skipuleggja þar eða á sundlaugarsvæðinu og undirbúa byggingu á nýtízku sundlaugum fyrir bæjarbúa og öðrum íþróttamannvirkjum" kaus bæjarstjórn Jens í undirbúnings- og framkvæmdanefnd íþrótta- svæðisins í Laugardal. Laugar- dalsnefndin vann að skipu- lagningu 95 ha svæðis og lagði höfuðáherzlu á nauðsyn þess, að stærð svæðisins og væntanleg skipulagning yrði fyrst og fremst miðuð við framtíðarþörf bæjar- búa. Nefndin skilaði af sér með vígslu Laugardalsvallarins árið 1959 og mannvirkin í Laugardaln- um tala sínu máli um framsýni nefndarinnar. Eftir stofnun lýðveldisins skipar bæjarstjórn á hverju vori fram- kvæmdanefnd 17. júní-hátíðar- haldanna og um 15 ára skeið starfaði Jens að þeim undir- búningi sem fulltrúi íþróttasam- takanna í Reykjavík. Þegar íþróttariefnd ríkisins ákvað að taka upp getraunastarf- semi hér, var Jens valinn til þess að undirbúa reksturinn og veita starfseminni forstöðu. Að nokkr- um árum liðnum var starfsemin lögð niður, en getraunastarfsemi íþróttafélaganna í dag by'ggir að mestu leyti á þeirri reynslu, sem fékkst á árunum 1952—1956. Allt frá stofnun íþróttabanda- lags Reykjavíkur 1944 var Jens virkur í því samstarfi íþrótta- félaganna, sem bandalagið hefur forystu fyrir. Hann var oddviti Ármenninga við stofnun þess og sat öll ársþing bandalagsins á meðan heilsa og kraftar leyfðu, og var þá iðulega þingforseti. Um langt árabil var hann fulltrúi Reykjavíkur í sambandsráði Í.S.Í. og ótalin eru þau ár, sem hann var gjaldkeri Ólympíunefndar Islands. Það fer ekki á milli mála, að til þess að sinna öllum þessum störfum af kostgæfni og atorku, þarf stöðugan og mikinn áhuga og hugsjónaeld, góðar gáfur og hæfi- leika til samstarfs við aðra. Jens var ógleymanlegur og sterkur persónuleiki, vel máli farinn, rökfastur og hreinskiptinn í ræðum, fylgdi jafnan málum sínum vel og fast, en af fullri sanngirni. Um árabil- var hann Armann og Ármann hann, en hann var þó ekki meiri „félags- maður" en svo, að er fram- kvasmdastjóraskipti urðu hjá Í.B.R. 1954, var það fyrir orð og tilmæli Jens Guðbjörnssonar, að ráðinn var K.R.;ingur í starfið. Stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur þakkar Jens Guðbjörnssyni ómetanleg störf að íþróttamálum Reykjavíkur og vottar eftirlifandi eiginkonu og fjöiskyldu hans samúð sína. Stjórn íþróttabandalags Reykjavíkur. Björg Sigurðardóttir frá Gljúfri — Kveðja Fædd 7. apríl 1911 Dáin 5. maí 1978 Þeim, sem virða fyrir sér íslenzkt þjóðfélag, verður oft starsýnt á einstaklinga og hópa, sem virðast leggja kapp á það að hafa sem hæst og fara hamförum eins og slíkar leiðir séu hinar einu til gæfu og gengis. Minni athygli beinist að þeim persónum, sem skapa umhverfi sitt með hófstilltri glaðværð ástúð og umburðarlyndi, en sem betur fer finnast margar slíkar þegar dýpra er skyggnst. Björg Sigurðardóttir frá Gljúfri, sem lézt hinn 5. þ.m. var ein slík kona. í lífi hennar var engin þörf fyrir athyglisvekjandi skarkala gervimennskunnar. Hún var gift Oskari Jónssyni, sem féll frá eftir langa vanheilsu meðan þrjú börn þeirra hjóna voru enn á bernsku- skeiði. Síðan bjó hún með börnum sínum, oft við kröpp kjör, og gekk ekki heil til skógar hin síðari ár. Með iðni, þrautseigju og bjartsýni sem aldrei brast sigldi hún skipi sínu heilu í höfn. Hún naut barnaláns, leiddi þau öll til mennta og þjálfunar, í samvinnu heimilisins og skilaði þeim út í lífið sem heilsteyptum og ábyrgðarríkum þjóðfélagsþegnum. Þar með er ekki öll saga Bjargar sögð. Hún átti marga vini og vandamenn, sem nutu persónu- kosta hennar í ríkum mæli. Foreldrar hennar voru Sigurður Benediktsson frá Einholti á Mýr- um og Guðný Einarsdóttir frá Kotströnd í Ölfusi. Hún var næstelzt 7 systkina. Að báðum þessum hjónum stóðu sterkir og svipmiklir ættstofnar sem vel eru þekktir bæði í heimasýslum sínum og um land allt, en sem ekki verða raktir hér. Heimilið á Gljúfri, þar sem Björg ólst upp, var glaðværð- ar- og ljúfmennskuheimili, fjöl- skyldumiðstöð margra átta. Þar var sjaldan gestalaus bær og fjólmörg ungmenni víða að slitu þar barnsskóm í lengri og skemmri tíma og urðu heimilisvin- ir alla tíð. Björg sjálf átti heimili sitt í Reykjavík, en skyldleiki þess við Gljúfurheimilið var auðsær. Hverjum gesti tók hún með opnum örmum, ætíð mild, ætíð hlý og engir erfiðleikar unnu bug á ljúfri glaðværð hennar og rósemi. Þegar stigið var inn fyrir þröskuld hennar var skarkali og ergi hversdagslífsins eftir utan dyra. Innan dyra var friður og hófsti'llt glaðværð, andrúmsloft alúðar og einlægni, þar sem hver og einn fann sinn innra bezta mann. Frá námsárum og allt til loka- dags Bjargar átti sá er þetta ritar ásamt fjölskyldu sinni stöðugt opnar dyr og öruggan, einlægan fagnað á heimili hennar, hvort sem komið var heim yfir Atlants- ála eða skroppið úr öðru borgar- hverfi. Sonurinn í fjölskyldunni dvaldi um hríð einn á íslandi meðan foreldrar voru erlendis og gekk þar oft um dyr. Móðurhönd Bjargar var honum jafnhlý og hennar eigin börnum. I húsi hennar leið öllum vel. Við brotthvarf Bjargar hafa dyr þessa heimilis að vísu lokast okkur, en sá vermireitur ástúðar og glaðværðar, sem hún skóp umhverfis sig lifir áfram í hugum okkar sem nutum hans og höldum áfram að njóta hans í ríkustu þáttum okkar innra manns. Við kveðjum Björgu með ástar- þökk og sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Karl Strand Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum hátíðarmatinn Lambakjöt: Folaldakjöt; Úrbeinaöir hryggir fylltir / ófylltir, Urbeinuð læri fyllt / ófyllt. Urbeinaðir frampartar, fyltir / ófylltir. Lambabuff. Londonlamb. Léttreyktir hryggir. Innanlærisvöövar. Mörbráð Fillet. Vöövar. Buff. Gúllas. Hakk. Karbonaöi. Nýreykt folaldakjöt. Saltað folaldakjöt. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.