Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 31 Hlýtur styrk til doktorsverkefnis Atlantshafsbandalagið tilkynnti nýlega hverjir hljóta vísindastyrki Nato árin 1978 og 1979. Að þessu sinni hljóta 18 vís- indamenn styrki frá bandalaginu og er einn íslendingur í þeim hópi, Guðmundur S. Alfreðsson lögfraeðingur. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Guðmundur að hann hygðist nota styrkinn til að vinna að doktorsverkefni í þjóðarrétti við lagadeild Har- vard-háskólans í Bandaríkjun- um. Fjallar doktorsritgerð Guðmundar um heimskauta- rétt og verður réttarstaða Grærilands uppistaðan í rit- gerðinni. Guðmundur mun nota styrkinn sumarið 1979. Vísindastyrkur Nato nemur rúmlega 180 þúsund íslenzkum krónum á mánuði í 4 mánuði. Guðmundur S. Alfreðsson er 28 ára gamall. Hann lauk lagaprófi við Háskóla íslands 1975. Síðan hefur hann stund- að framhaldsnám við Uni- versity of Texas og New York University í Bandaríkjunum, en frá síðarnefnda skólanum lauk hann meistaraprófi í samanburðarlögfræði og þjóð- Guðmundur S. Alfreðsson arrétti 1976. I vetur hefur Guðmundur numið við Max-Planck-Institut í Heidel- berg í Vestur-Þýzkalandi þar sem hann vinnur jafnframt að ritgerð sinni. Veggskjöldur SVFÍ í TILEFNI 50 ára afmælis Slysa- varnafélags íslands í janúar s.l. heíur félagið látið gera vegg- skjöld hjá fyrirtækinu Bing & Gröndahi í' Kaupmannahöfn og mun skjöldurinn verða til sölu á skrifstofu félagsins á Granda- garði og hjá slysavarnadeildum um land allt og kostar 5000 krónur. Eggert Guðmundsson listmálari teiknaöi skjöldinn og er fyrir» myndin sótt í þann þátt félags- starfsins, sem öðru fremur hefur einkennt störf SVFÍ í fimm áratugi — björgun manna úr sjávarháska. Fjölbrautaskóli Suð- urnesja sigurvegari í skákkeppni stofnana NÝLEGA lauk skákkeppni stofn- ana og fyrirtækja 1978. Keppninni var skipt í tvo riðla A- og B-riðil. í A-riðli tefldu 16 sveitir 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Sigurvegari varð Fjölbrautaskóli Suðurnesja, hlaut 19 vinninga af 28 mögulegum. Röð efstu sveita varð þessii Nr. vinn. 1. Fjölbr.sk. Suðurnesja 19 2. Búnaðarbankinn 18 3. Grunnsk. Reykjav. 17'/2 4. Útvegsbankinn 16'/2 5. Breiðholt hf. 15% 6. Flugleiðir a-sveit 15 Sigursveit Fjölbrautaskóla Suður- nesja skipuðu þessir skákmenn: 1. Bragi Halldórsson. 2. Björgvin Víglundsson. 3. Jón G. Briem. 4. Gísli K. Sigurkarlsson. varam.: 1. Jón Böðvarsson. 2. Baldur Kristjánsson. Listi Al- þýðuflokks á Self ossi LAGÐUR hefur verið fram og birtur framboðslisti Alþýðu- flokksins á Selfossi og skipa hann eftirfarandi: 1. Steingrímur Ingvarsson, verk- fræðingur, 2. Einar Elíasson framkvæmdastjóri, 3. Jónas Magnússon vörubílstjóri, 4. Sig- urður Guðjónsson pípulagning- arm., 5. Björg Þ. Sörensen hús- móðir, 6. Sigurjón Bergsson sím- virkjameistari, 7. Guðmundur Guðmundsson húsasmiður, 8. Erla Eyjólfsdóttir húsmóðir, 9. Eygló Lilja Gránz bankaritari, 10. Árni Sigursteinsson framkvæmdastjóri, 11. Engilbert Þórarinsson rafvirki, 12. Hlín Daníelsdóttir kennari, 13. Sigurbjörg Gísladóttir húsmóðir, 14. Guðbjörg. Ólafsdóttir húsmóð- ir, 15. Jón Ingi Sigurmundsson kennari, 16. Hreinn Erlendsson verkamaður, 17. Stefán A. Magnússon kennari, 18. Guð- mundur Jónsson skósmiður. 3. Garðar Oddgeirsson. 4. Sigmundur Böðvarsson. Að lokinni aðalkeppninni í A-riðli var efnt til hraðskákmóts og sigraði þá sveit frá Skákprent, en Búnaðar- bankinn varð í 2. sæti. í B-riðli tefldu 24 sveitir. Flesta vinninga hlaut unglingasveit frá Taflfélagi Reykjavíkur (14 ára og yngri) alls 21 vinning. Sú sveit keppti sem gestur í mótinu, og hlaut því 1. verðlaun í B-riðli skáksveit Landspítalans, sem hlaut 19 vinn- inga. 2. verðlaun hlaut Ríkisútvarpið með 18 vinninga og 3. verðlaun Þýsk-íslenska verslunarfélagið með 17 'A vinning. í sigursveit Landspít- alans voru þessir skákmenn: 1. Ingólfur Hjaltalín. 2. Bjarni Þjóðleifsson. 3. Sverrir Bergmann. 4. Snorri Páll Snorrason. varam.: 1. Davíð Gíslason. 2. Guðjón Sigurbjörnsson. 3. Auðunn Sveinbjörnsson. 4. Þórður Harðarson. Hraðskákmót fór einnig fram í B-riðli og sigraði Þýsk-íslenska verslunarfélagið, sem hlaut 41 vinn- ing, en unglingasveit frá Taflfélagi Reykjavíkur hlaut 39V2 vinning. Fyrirlest- ur um hóp- slys í Norr- æna húsinu KARL Gustav Dhuner, yfirlæknir á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg, er staddur hér á landi og mun flytja fyrirlestur um „hópslys" í Norræna húsinu í kvöld klukkan 17.00. Fyrirlestur þessi er fluttur í samvinnu við Almannavarnir ríkisins. Dhuner hefur m.a. unnið mikið að hópslysamálum í Svíþjóð, auk þess sem hann starfaði um skeið í Beirrft í" Líbanon á végifrh Raúðá krossins í borgarastyrjöldinni þar. / BLÁU DENIM OG FLAUELI œvi's LEVI'S EÐA EKKERT Varist eftirlíkingar Snið sem við eigum á loger Laugavegi 37 og 89. 521 Símar 12861/10353. 752 Okkar vinsælasta gallabuxnasmið, Nýja kvensniðið frá LEVI'S beinar beinar skálmar (22 tommur) í bláu skálmar (20 tommur) í denim og gallabuxnaefni (denim) einnig í flaueli, drapplitaðar og beinhvítar. flaueli, dökkbrúnu. Verð kr. 9950- Verð kr. 9950- Barrtanúmer 6-8-10-12-14 Levis stœrða tafla í tommum mitti 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 34 skrefsidd 36 skrefsidd Vinsamlegast krossið við stærð og lit sem þið óskið eftir. Við séndum strax, meða birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.