Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 Frú Shevchenko sviptir sig lífi Moskvu. 10. maí. AP. Reuter. KONA Arkady Shevchenkos, sem sagði aí sér starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna og dveist enn i Bandarikjun- um. Leongina, hefur svipt sig lííi að því cr Gennay sonur hennar skýrði frá í dag. I kvöld sakaði Arkady Shevchenko sovézk stjórnvöld um að hafa neytt konu sína til að snúa aftur til Moskvu frá Banda- rikjunum og sagði að fréttin um sjálfsmorð hennar væri sér „mik- ið áfair. Hann bað Bandaríkja- stjórn að hjálpa sér að koma dóttur sinni til Bandaríkjanna. Gennady Shevchenko sagði að hann gæti aðeins staðfest að móðir sín hefði framið sjálfsmorð og ekki veitt nánari upplýsingar. Hann er starfsmaður sovézku utanríkis- þjónustunnar eins og faðr hans var áður en hann hóf störf hjá SÞ. Áður hafði Shevchenko sagt fréttamönnum að móðir hans hefði látizt í sjúkrahúsi af völdum hjartabilunar. Hann sagði seinna að fyrst hefði hann ekki getað fengið sig til að segja að hún hefði fyrirfarið 'sér. Fyrst var haft eftir góðum sovézkum heimiidum að hún hefði látizt af völdum of stórs skammts af svefnpillum sem hún hefði tekið og að lík hennar hefði fundizt í skáp í íbúð fjölskyidunnar, þar sem 16 ára gömul dóttir hennar hefur búið hjá henni. Vestrænum fréttamönnum í Moskvu tókst ekki að fá staðfest hvor frásögnin á dauða frú Shevchenkos væri rétt. Mikilvægur árangur á hafréttarráðstefnu Genf, 10. maí. Reuter. MIKILVÆGUR árangur hefur náðst í einhverju erfiðasta deilu- málinu á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Genf, deilunni um námagröft á haf.shotni. Fulltrúar Bandaríkjanna og Kanada sögðu í' dag að þeir hefðu náð samkomulagi um ákvörðun hámarksframlciðslu nikkels á hafsbotni. Kanadamenn og Bandarikjamenn eru mestu fram- leiðcndur og notendur nikkels í heiminum. Bandaríkjamenn og Kanada- menn hafa þrefað um þetta mál síðan hafréttarráðstefnan hófst fyrir sjö árum. Kanadamenn vildu fá tryggingu fyrir því að engin röskun yrði á heimsmarkaði af völdum skyndi- legrar vinnslu í stórum stíl á nikkel af hafsbotni. Bandaríkja- menn vildu að bandarjsk námafyr- irtæki fengju að framleiða eins mikið nikkel og þau gætu. Varaformaður kanadísku sendi- nefndarinnar, Don Crosby, kvaðst telja þetta mikilsverðan árangur þar sem að minnsta kosti tveir af sjö fundum ráðstefnunnar hefðu farið í súginn vegna þrefs um þetta mál. Crosby kvaðst telja að nú ætti að vera hægt að ganga frá drögum að nýjum hafréttarsamningi á nýjum fundi á næsta ári og að undirritun gæti kannski farið fram árið eftir. Fiskibátar loka höfninni á Helsingjaeyri. Innilokaðar ferjur í baksýn. Lokuðu 20 höfhum Stjórnin bregst illa vid aðgerðunum Kaupmannahöfn, 10. maí, Reut- er. DANSKIR sjómenn lokuðu 20 höfnum landsins i' átta klukku stundir i' dag til að mótmæla því að stjórninni hefir ekki tekizt að auka aflakvóta þeirra í Eystra- salti. Aðgerðir sjómannanna ollu því að samgöngur á sjó til Svíþjóðar. Noregs, Ve.stur- og Austur I>ýzkalands og Póllands lögðust niður. Um það bii 1.800 fiskibátar tóku þátt í aðgerðúnum og til að votta dönskum starfsbræðrum sínum samúð lokuðu 80 þýzkir bátar Kflarskurði í dag. Danska ríkisstjórnin brást hart við aðgerðum sjómannanna. Ank- er Jörgensen forsætisráðherra sagði í útvarpsviðtaii að stjórnin hefði frestað fundum sínum um aðstoð við sjómennina í mótmæla- skyni. Jörgensen sagði að ef sjómennirnir hótuðu frekari lok- unaraðgerðum eftir daginn í dag yrði lögreglu landsins skipað að skerast í leikinn. Framhald á bls. 27 1976 -y Sendiherra ráðinn af dögum. 1975 — Souvanna Phouma viður- kennir sígur koromúnísta i Laos. 1972 — írar samþykkja aðild að EB£ við þjóöaratkvæði. 1949 — ísrael fær upptöku í SÞ. 1943 — Bandaríkjamenn ganga á land í Attu í Aljút-eyjaklasanurn og ná aftur fyrsta bandaríska landsvæð- inu "af Japönum. 1878 — Tilraun gerö til að ráða Vilhjálm I Þýzkalandskeisara af dögum. 1867 — Sfátfstaeði Luxemborgar viðurkennt samkvæmt Par/sar-sátt- málanum og Prússuro gert að flytja herlið síft þaðan. 1860 — Garibaldi og Rauðstakkar hans ganga í land í Genúa. 1824 — Bretar taka Rangodn í Burma. 1812 — Spencer Perceval forsætis- ráðherra ráðinn af dögum í Neðri málstofunní. 1745 — Franski marskálkurinn Saxe sigrar Englendinga við Fontenoy. 1709 — Karl Xll Svíakonungur sezt um Pottava. 1S07 ~ Frakkar innJima Genúa. Afmæli dagsins: trííng Berlin, bandarískur " söngtagahöfundur (1888— ) — PauCNash. brezkur myndlistamaöur (1889—1946) — Salvador Dali, spænskur listmálari (1904— ). Orð dagsins: Vitrir menn tata af pví að þeir hafa eitth\/að að segja; heimskingjar af því að þeir verða að segja eítthvað — Pfaton. grískur heimspekingur (um 427—347 f.Kr.). Hi Efri myndin sýnir trúarofstækismenn grýta íranska hermenn. Neðri myndin sýnir hermcnnina reka ofstækismennina á flótta. Atburðurinn gerðist í bænum Qum í gær. (Símamynd — AP. íran: Fjöldi manns felldur í átökum Tchei-itn. íran. 10. maí. Al' FJÖLDI manns lét lífið í átökum á milli hersveita stjórnarinnar og presta scm 1 dag réðust á lögreglustöð í bænum Qum sem er um 160 kflómetra siiður af Teheran. Átökin komu í kjölfar uppþota í bænum í gær, en þá létu níu manns lífið. Sjónarvottar sögðu að prest- arnir hefðu verið í svörtum skrúða og með vafhúfur á höfði. Sumir þeirra báru rauða fána í göngunni að lögreglustöðinni en auk prestanna tóku þusundir manna þátt i átökunum við stjórnarherinn. I uppþotunum á þriðjudag var kveikt í bönkum og hundruð bifreiða. Til uppþotanna kom eftir að leiðtogar kirkjunnar hvöttu til Bandaríkjamenn hagnýta jarðhita WclliiiKton. 10. mai'. AP. WALTER Mondale, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í lok ferðar sinnar til fimm Kyrrahafs- og Asíulanda í dag að Nýsjálendingar ætluðu að veita Bandaríkjamönn- um aðstoð til að hagnýta jarðhita. Hann sagði á blaðamannafundi við brottförina frá Nýja Sjálandi að hann og Robert Muldoon forsætisráðherra hefðu orðið ásáttir um sameiginlegar tilraunir sem mundu grundvallast á forystu Ný-Sjálendinga á sviði jarðhita- rannsókna í því skyni að hjálpa Bandaríkjamönnum að finna nýj- ar orkulindir. Varaforsetinn sagði að þeir hefðu einnig rætt gagnkvæmt or.Vggi, viðskipti landanna og ástandið í efnahagsmálum heims- mótmælaaðgerða gegn stjórninni til að minnast þess að 40 dagar voru liðnir frá því að maður féll í mótmælaaðgerðum gegn stjórn- inni. Mótmælendurnir eru helzt á móti stjórninni fyrir áætlanir hennar um að aflétta ýmsum boðum og bönnum sem hvíla á konum í Iran, en einnig vilja andstæðingar stjórnarinnar að hún loki kvikmyndahúsum og vínbúðum í landinu. Til mótmæla og átaka kom í öðrum bæjum og borgum íran í dag, en hvergi voru þau eins alvarleg og í Qum. Þó börðu mótmælendur þrjá háskólamenn til bana í Teheran í dag. Tilkynnt var í Lundúnum í dag að Bretar hefðu gert hernaðar- samning við írani að upphæð um 350 milljarða íslenzkra króna. Meðal annars munu Bretar reisa mikla vopnaverksmiðju fyrir ír- ani. Fálldinneitar Stokkhólmi, 10. maí. Reuter — AP. THORBJÖRN Falldin forsætisráöherra Svíþjóöar neitaöi í dag aö hafa nokkru sinni verið í tygjum við gleðikonu nokkra sem sagt hefur við yfirheyrslur aö Fálldin hafi verið einn viöskiptavina sinna. Gleðikonan heldur fram aö margir þekktír menn hafi verió meðal viðskiptavina sinna, en rannsóknir hafa bent til þess að fátt sé raunhæft í framburoi gleðikonunnar. Olof Palme fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, sem á sínum tíma fékk leynilega skýrslu frá lögreglunni um framburð gleðikonunnar, sagöi á þingi í dag aö framburöur konunnar væri illgjarnt kjaftæði. v 1 / 3L__ ^r VEÐUR víða um heim Amsterdam 16 skýjað AÞena 25 heiðríkt Berlín 10 skýjað BrttsMl 17 heiðríkja Chicago 15 heiðríkja Frankfurt 18 skýjað Gont 14 sÓlskin Helsinki 5 heiðríkja Jerúsalem 25 heiðríkja Jóh.borg 21 sólskin Kaupm.höfn 14 sólskin Lissabon 18 sólskin London 18 sólskin Los Angeles 29 skýjað Madríd 18 heiðrikja Malaga 19 skýjað Miami 18 heiörfkje Moskva 18 rigning New Yoik 18 heiðríkja Ósló 12 sólskin Palma 16 skýjað París 19 sólskin Rómaborg 21 skýjað Stokkhólmur 10 breytilegt Tel Aviv 25 heiðríkja Tókýó 21 rigning Vancouver 21 rtgning Vinarborg 13 rigning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.