Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 Minning: Jens Guðbjörnsson bókbandsmeistari F. 30. ágúst 1903. D. 1. maí 1978. Hinn 1. maí síöastliðinn árla morguns lést á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir langvarandi van- heilsu íþróttafrömuðurinn og bók- bandsmeistarinn Jens Guðbjörns- son. í Reykjavík fæddist hann 30. ágúst 1903. Faðir hans var Guð- björn Guðbrandsson þekktur bókagerðarmaður hér í Reykjavík. Fyrst hjá ísafoldarprentsmiðju og síðar verkstjóri í Félagsbókband- inu. Guðbjörn var fæddur á Miklabæ í Saurbæ í Dalasýslu en dvaldi lengi hjá skólastjórahjón- unum í Ólafsdal. Móðir Jens var Jensína Jens- dóttir fædd að Hóli í Hvammssveit í Dalasýslu. Hálfsystir Bjarna Jenssonar bónda í Ásgarði. Börn þeirra hjóna voru sjö. Dánar eru þrjár systur Jens en eftir lifa þrír bræður: Friðjón vélstjóri og innheimtumaður, Torfi skrifstofu- maður og Bjarni bankastjóri og fyrrverandi alþingismaður. Ungur hóf Jens að vinna að bókagerö með föður sínum og fór svo að hann lagði þá iðn fyrir sig og lauk prófi í iðngreininni 1923. Jens vakti snemma athygli á sér fyrir smekkvíst handbragð hvort sem var við hið venjulega fábrotna band bóka eða vandasamt sérband með skinni, gyllingu eða upp- hleyptri áferð enda oft fenginn til þess að binda inn vönduð gjafa- verk eða ávörp opinberra aðila. Honum er falin verkstjórn 1927 í einni stærstu bókbandsstofu landsins Félagsbókbandinu. Árið 1929 heldur Jens til Kaup- mannahafnar til náms í iðn sinni. í Fagskolen for Boghánværk nem- ur hann nýjungar vélabókbandsins en um leið leggur hann stund á aðferðir til viðgerða á gömlum bókum þar á meðal skinnhandrita. Við heimkomuna tekur hann til við verkstjórn í Félagsbókbandinu og vinnur við iðn sína þar til 1951. Við íþróttafélagar Jens áttum oft erindi til hans í bókbandsstof- una. Innan um stafla af bókum á ýmsum bókbandsstigum var önn- umkafið fólk og milli þess og bókastafla, límpotta og skurðar- hnífa skaust léttstígur verkstjór- inn. Gesturinn beið í litlu herbergi verkstjórans þar sem gat að líta gyllingartæki og gamlar bækur sem voru í viðgerð. Þegar Jens gaf sér tíma til þess að sinna gestinum greip hann í viðgerðir bóka eða til gyllingartækja. Handbragðið var fimlegt og lært við fíngerðar gullþynnur eða slitnar og trosnað- ar blaðsíður fágætra bóka. Ég minnist þess að einhverju sinni er ég beið þarna, kom Þorleifur Gunnarsson eigandi bók- bandsins inn til mín. Hann tók upp gamla bók, sem sýnilega hafði verið í viðgerð, skoðaði hana fagmannlega, rétti hana til mín og sagði: „Slíkt verk vinnur enginn á við Jens". Er við höfðum rætt saman um stund sagði hann: „Það er ekki andskotalaust að hafa frábæran mann eins og Jens í vinnu". Hljómfall raddarinnar var ekki ásakandi heldur alúðlegt eða slíkt að ég hefi eigi getað gleymt þessu atviki. Orðin töluð Jens til viðurkenningar á mikiiúðlegan hátt af húsbónda hans. Innan stéttar sinnar naut Jens trausts og virðingar. Sat lengi í stjórn Bókbindarafélags íslands og í 6 ár formaður félagsins. Árið 1951 hætti Jens bókbands- iðn. Hann sneri sér þá í 5 ár að öðrum ólíkum störfum. Er hann hætti þeim var ég þess mjög var að forstöðumenn bókbandsstofa gengu á hann að ráðast til sín og taka upp fyrri iðn. Ég hefi dvalið við 33 ára tímabil úr æfi Jens Guðbjörnssonar er hann starfa" að bókbandi og er öndvegis iðnaðarmaður en eins og húsbóndi hans meinti í umsögn sinni, átti Jens sín áhugamál og í störfum sínum að þeim var sem í iðn sinni í fararbroddi. Skaphófn- in var slík að að hverju sem hann gekk gætti engrar hálfvelgju. Félagar hans sáu hjá honum forystuhæfnina og kusu hann til trúnaðarstarfa. Ungur starfar Jens í KFUM og kynnist sem drengur í austurbæ Reykjavíkur Knattspyrnufélaginu Val. Bræður hans hafa um langt skeið verið meðal ötulustu félaga Vals. En í þessum bæjarhluta sem Skólavarðan var þá einkennisstað- ur fyrir átti annað félag athvarf, Glímufélagið Ármann, enda þar í bæ Skellur itúnblettur úr Rauðár- ártúninu, sem félagið var stofnað á í des. 1888. Um 1920 færist nýtt líf í íþróttafélóg Reykjavíkur eftir athafnaleysi meðan heimsstyrj- öldin geysaði. Ýmsir eldri félagar frá góðu starfstímabili félagsins fyrir 1914 starfa að endurvakn- ingu þess og til kennslu fást ötulir og lærðir íþróttakennarar og bera þar hæst og lengst kennslustörf Jóns Þorsteinssonar. Ég minnist þess að 1927 var aðalfundur Ármanns haldinn í funda- og veitingasal í Iðnó. Þegar kom að formannskjöri gekk Guðmundur Kr. Guðmundsson fram að manni með mikið liðað hár, grannvöxnum og glaðlegum, lagði handlegg um herðar hans og sagði: „Hér er formannsefnið". Klappað og allar hendur á lofti. Jens Guðbjörnsson var þar með orðinn í fyrsta sinn formaður Ármanns, sem hann svo var til 1964. I stjórn Ármanns kom Jens að vísu 1924, svo að í 40 ár var hann í stjórn félagsins og allt til þess að heilsan brást hélt hann áfram að vinna félaginu. Á þeim 40 árum sem Jens er í stjórn Ármanns verða stórstígar breytingar á framtaki félagsins. Fram að 1930 eru það einkum glíma, fimleikar, frjálsar íþróttir og sund, sem iðkaðar eru. Þær síðasttöldu þó iðkaðar þegar um 1910 ásamt lyftingum og grísk-rómverskum fangbrögðum um skeið, verða ekki að sérgrein- um fyrr en undir 1930 og er þá um svipað leyti farið að huga að skíðaíþróttum. Árið 1947 hefjast iðkanir körfuknattleiks og er Ármann eitt fyrsta félagið sem iðkar þá íþrótt og íþróttahús Jóns Þorsteinssonar fær fyrst húsa körfur en þar æfir félagið eða má segja á sitt heimili frá því það var reist 1935. Árið 1952 gerir félagið tilraun að hér sé tekið að iðka frjáls-fangbrógð, með því að Jens útvegar hingað finnskan ólympíumeistara í greininni en 1956 hefur félagið fyrst allra félaga að iðka Júdo. Samhliða því að íþróttagreinar verða nær einn tugur er félaginu skipt í deildir. Þegar Jens lætur af störfum eru deildir félagsins orðnar ellefu. Þá er svo komið að félagið hefur numið land með störf sín í Jósefsdal (skíðaskáli), við Nauthólsvík (bátaskýli) og við Sigtún (félagsheimili, gras- og malarvöllur og hlaupabraut). Störf að því að færa félag fram á svo mórgum sviðum og halda áhugafólkinu þó saman í einni félagsheild hafa skiljanlega oft- sinnis verið erfiðleikum undirorp- in. Við þetta bætast svp ýmis verkefni svo sem mót og ferðalóg, þátttaka í samvinnu með öðrum félögum að héraðsmálefnum og landsmálefnum heildarsamtaka. Mótin sem Jens hefur orðið að vinna að verður aldrei unnt að telja. Ferðalög til sýninga eða keppni sem farin eru utan á formannstíð Jens munu vera 35. Hver sem unnið hefur að einni eða verið fararstjóri veit hvílíkt starf einn maður hefur axlað við undir- búning og framkvæmd svo margra. Félagið fór í tíð Jens lengri og skemmri ferðir innanlands. Jens átti lengi hauk í horni við þessar ferðir félagsins 1925—1947 Jón Þorsteinsson. Formaður eins stærsta íþrótta- félags landsins hlaut að lenda í störfum fyrir heildarsamtök íþróttamanna. í stjórn íþrótta- valla Reykjavíkur er hann í mörg ár og um skeið forstöðumaður Melavallar. I byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Laugardal 1944 — 1960. Um árabil í þjóð- hátíðarnefnd Reykjavíkur. Full- trúi Reykjavíkur í sambandsráði ÍSÍ. í Olympíunefnd ÍSÍ á Jens sæti frá 1947 til 1968 og er lengst af gjaldkeri nefndarinnar. Aðal- forstjóri var hann flokka íþrótta- manna sem fór til Helsinkileik- anna 1952, vetrarleikanna í Cortina 1956 og Rómarleikanna 1960. Þá hefur hann í mörg ár verið í bókaútgáfunefnd ÍSI og sjálfur gefið út íþróttabækur. Fimleika (Aðalsteinn Hallsson), Sund (Jón Pálsson) og Frjáls- ar-íþróttir (Stefán Kristjánsson og Þorsteinn Einarsson). Hátt hafa borið störf Jens að mörgum íþróttahátíðum hérlendis og hefur áhrifa hans gætt við að gera þær virðulegar fyrir kynni hans af erlendum íþróttahátíðum og mótum. Eins og gefur að skilja hafa skoðanir oft verið margs konar við lausn svo margra verkefna og eðlilega árekstrar og áföll í hita mótanna. Jens þurfti því marg- sinnis að beita sér við lausn vanda. Hann gat verið harður og ósveigjanlegur en þar kom hrein- skilni hans og skilningur á velferð heildar honum og málefninu að góöu haldi. Fyrir öll þessi fjöiþættu áhuga- störf hlaut Jens þakkir félags síns, íþróttasamtaka innlendra og erlendra svo og þjóðarinnar í formi heiðursmerkja og gjafa. Auk þessara tómstundastarfa að íþróttum vann Jens öðrum málefn- um t.d. vináttutengslum við Finn- land; einn af stofnendum félagsins Suomi 1949 og formaður þess um skeið. Árið 1951 kom til mála hjá íþróttanefnd ríkisins aö starf- rækja íþróttagetraunir til þess að afla íþróttamálum tekna. Til þess að kynna sér slíka starfsemi í Noregi fékk nefndin Jens Guð- björnsson. Eftir nokkra mánaða dvöl hjá Norsk-Tipping og hlið- stæðri starfsemi í Finnlandi, hóf Jens að undirbúa slíka starfsemi hérlendis. Var þetta erfitt byrjendaverk og lagði Jens sig mjög fram við þetta með aðstoð Sigurgeirs Guðmannssonar. Get- raunirnar náðu aldrei þeim ítök- um sem vænst var og varð að leggja starfsemina niður 1956. Við sem störfuðum að þessu með Jens vissum að honum var þetta mikið áfall, því að hann hafði unnið vel og takmark hans var að starfsem- in bætti erfiðan fjárhag íþrótta- hreyfingarinnar. Aftur var tekið til við getraunir og nutu þá verka Jens. Eftir að Jens hætti störfum við getraunirnar 1956 réðst hann sem fulltrúi fræðsluskrifstofu Reykja- víkur og vann þar meðal annars að starfrækslu leikvalla. Við þessi fulltrúastörf vann hann, er hann varð sókum vanheilsu að hætta störfum. Á unga aldri var Jens léttur á fæti og því góður hlaupari. Hann hafði gaman að róa en bakveiki þjáði hann löngum, svo að hann fékk eigi notið þessarar íþróttar. Árið 1928 kvongaðist Jens Þór- veigu Sigfúsdóttur Axfjörð. Þór- veig fæddist á Krónustöðum í Eyjafirði. Þeim Jens fæddust tvær dætur: Brynhildur gifta Gísla Þórðarsyni loftskeytamanni. Skildu. Börn þeirra fjögur. Jensína sem gift er Gunnari Jóhannssyni trésmíðameistara. Eiga þau þrjú börn. Barnabarnabörnin eru orðin fjögur. „Eigi veit ek gerla, hver þik eflir". Þessa setningu getur að líta í sögu vættarinnar góðu í Ár- mannsfelli norðan við Þingvelli. Mér flýgur hún í hug er þú Jens Guðbjörnsson formaður Glímu- félagsins Ármanns í nær fjóra áratugi ert kvaddur hinstu kveðju. Hugsjón áttir þú, undraverða orku og hugulsemi en ekki hve síst þá eigind að hafa gaman af að vinna með ungu fólki og efla vilja þess til dáða og leysa vandamál félags- skapar þess. Þakkarskuld okkar sem fengum að njóta handleiðslu hans og vináttu er stór og verður aldrei goldin. Um leið og minnst er á þakklæti við Jens eða skuld, þá á þetta hvort tveggja eigi síður við eftirlifandi konu hans og ástvini. Atorku hans hófum við notið á kostnað þeirra og því sendum við þeim kærar þakkir okkar um leið og við minnumst íþróttaforystumannsins lens Guðbjörnssonar við útför hans með orðum bóndans undir Hrafnabjörgum til Ármanns síðar vættar í Ármannsfelli: „Ok veit ek víst þú stýrir heillum". Þorsteinn Einarsson. Við fráfall Jens Guðbjörnsson- ar, fyrrum bókbandsmeistara og fulltrúa Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, er lézt hinn 1. þ.m., nærri 75 ára, er minnst farsæls starfs æskulýðsleiðtoga, sem með ævistarfi sínu jafnframt varðaði þróunarveg íslenzkra íþrótta eftir lok fyrri heimsstyrjaldar og fram á síðasta áratug. Jens Guðbjörns- son hóf þátttöku í íþróttum kornungur, í Glímufélaginu Ár- manni, en óvenju ungur gerðist hann svo forystumaður í íþrótta- málum er hann, rétt rúmlega tvítugur, var stjórnarmaður í Ármanni, og tveimur árum síðar formaður félagsins. Því forystu- hlutverk gegndi hann síðan um 40 ára skeið. Því fylgdu einnig ýmis forystustörf fyrir íþróttasamtök- in, í Olimpíunefnd. íslands, hjá íþróttasambandi íslands, í stjórn íþróttavalla Reykjavíkur og ótal öðrum störfum. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur mega muna Jens Guðbjörnsson standa í fylk- ingarbrjósti á íþróttamótum 17. júní, hávaxinn, hárprúðan og teinréttan. Það gustaði af honum, stundum köldu, en hlýja og næm tilfinning fylgdi. Aðrir munu minnast Jens Guðbjörnssonar rækilega og betur en gert er hér. Ég vil aðeins þakka samfylgdina í Ármanni um áratugaskeið. — Jens Guðbjörnsson var hamhleypa og hafði það skaplyndi sem til þess þarf, að vinna fullt dagsverk í erilsömu starfi, en að auki oft tvöfalt dagsverk í félagsmálastörf- um sínum. Það er eldhugum einum fært. Þessi orð eru jafnframt rituð til að senda samúðarkveðjur eftir- lifandi ekkju hans, Þórveigu Ax- fjörð, og dætrum þeirra og fjöl- skyldum. Þá má jafnframt minna á hver er hlutur þeirra sem nákomnastir eru þeim, sem slík hugsjónastörf vinna sem Jens vann langa ævi. Þeirra framlag verður seint fullþakkað. Jens Guðbjörnssonar verður minnst sem eins þeirra er hæst'ber í íslenzkri íþróttasögu. Baldur Möller. í dag kveðjum við Ármenningar okkar ástsæla leiðtogá, Jens Guð- björnsson. Hann gerðist ungur félagi í Glímufélaginu Ármanni. Vegna mikilla forystuhæfileika var hann aðeins nítján ^raigamaUkjörinn, í, stjórri féfagsiris.' Þremur ' 'á'ruhi síðar, árið 1925, var hann kjörinn formaður félagsins og gegndi hann því starfi samfleytt í 39 ár, til ársins 1964; Jafnframt formanns- starfinu í Ármanni átti Jens um langt árabil sæti í Laugardals- nefnd, Ólympíunefnd, Þjóðhátíð- arnefnd og Sambandsráði Í.S.Í. Jens var gæddur óvenjulegum forystuhæfileikum. Starfsorkan var geypileg og allt sem hann gerði einkenndist af hans beztu eigin- leikum, sem voru einstök prúð- mennska, snyrtimennska og vand- virkni í framkomu og starfi. Ég átti því láni að fagna að fá að starfa um margra ára skeið í stjórn Ármanns undir forystu Jens, fyrir það þakka ég af alhug. Af honum lærði ég að skilja grundvallarhugsjónir íþrótta- hreyfingarinnar og'skipulag. Þetta og annað, sem ég lærði af þessum ágæta félaga og vini, hefir síðan reynzt mér ómetanlegt í starfi sem formaður Armanns. Ármenningar kveðja í dag sinn mesta og bezta leiðtoga. Við færum eftirlifandi konu hans og fjölskyldu okkar innileg- ustu hluttekningu. Gunnar Eggertsson Kveðja frá íþróttasambandi íslands Með andláti Jens Guðbjörns- sonar bókbandsmeistara, fyrrv. formanns Glímufél. Armanns, er horfinn af sjónarsviðinu einn af dugmestu forystumönnum íþrótta- hreyfingarinnar á liðnum áratug- um. Fyrst og fremst haslaði Jens sér sér völl hjá Glímufélaginu Ár- manni, þar sem hann af óvenju- legri röggsemi og myndarskap gegndi formennsku samfleytt í 40 ár. Þeir, sem best þekkja til framvindu íþróttamálanna hér á landi á tímabilinu 1930 til 1960, munu naumast geta hugsað til þeirra tíma án þess að inn í myndina komi nafn Jens Guð- björnssonar. Vegna starfa hans á þessu tímabili og raunar miklu lengur, verður nafn hans skráð varanlegu letri í sögu íþróttanna í landi okkar. Mörgum öðrum trúnaðarstörf- um gegndi Jens Guðbjörnsson sem ekki verða tíunduð hér nema að litlu leyti. En þess má geta, að hann var kosinn í Ólympíunefnd íslands 1945 og átti þar sæti til loka ársins 1971, að hann varð að hætta vegna veikinda. Hann var qft í fararstjórn íþróttamanna á Ólympíuleikum og aðalfararstjóri á Ólympíuleikunum í Helsingfors 1952. Einnig gegndi hann farar- stjórn í fjölda annarra ferða íslenskra íþróttamanna innan- lands og utan. Þegar íslenskar getraunir hófu starfsemi sína fyrst hér á landi, var Jens framkvæmdastjóri þeirra 1951—1956. Einnig átti hann um árabil sæti í Sambandsráði Í.S.Í. I sérhverju starfi sem Jens Guðbjörnsson tók að sér, var hann jafnan í fylkingarbrjósti. Harð- fylgi hans, einurð og reglusemi voru með þeim hætti, að ekki fór framhjá neinum. Það er mikið lán fyrir sérhvern félagsskap að fá slíkan mann til forystustarfa. Eftirlifandi eiginkonu hans, frú Þórveigu S. Axfjörð, sem af skörungsskap stóð við hlið manns síns í umsvifamiklu félagsmála- starfi, svo og öðrum aðstandend- um sendum við samúðarkveðju. Blessuð veri minning Jens Guð- björnssonar. Framkvæmdastjórn Í.S.Í. Jens Guðbjörnsson, fyrrum for- maður Glímufélagsins Ármanns, lézt hinn 1. maí s.l. eftir langvinn veikindi, 75 ára að aldri. Með honum er horfinn sá hugsjóna- maður, sem lengst stóð í forustu íþróttasamtakanna í Reykjavík um miðja öldina, eða um 40 ára skeið. Jens Guðbjörnsson var fæddur hinn 30. ágúst 1903 og tók ungur að árum að starfa að félagsmálum Ármanns^g varð formaður félags- ins 1925 og var það allt til ársins 1964. Hann lét þó ekki þar við sitja, því að hann var um árabil valinn tíl forystu í margvíslegum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.