Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1978 19 24 rithöf undum úthlutad úr Rithöfundasjóði íslands Flogið í Þórsmörk FLUGFÉLAGIÐ Vængir hafa ákveðið að fljúga með farþega til Þórsmerkur um hvítasunnuna, en flug þangað tekur um 20 mínútur. Ráðgert er að fljúga á föstudag og laugardag og til baka á mánudag. í þessa fólksflutninga notar félagið Twin-Otter flugvél, sem tekur 19 farþega. STJÓRN Rithöfundasjóðs ís- lands ákvað nýverið á fundi sínum að úthluta 24 rithöf- undum í viðurkenningar- skyni úr Rithöfundasjóði 325 þúsund krónur hverjum. Þá ákvað stjórnin einnig að veita Jónasi Guðmundssyni rithöfundi 100 þúsunri krón- ur til dvalar á Norðurlönd- um. Nöfn þeirra 24 rithöfunda sem úthlutun fengu fara hér á eftir: Björn Bjarman, Björn Th. Björnsson, Einar Ólafsson, Einar Pálsson, dr. Einar Ól. Sveinsson, Elías Mar, Erlendur Jónsson, Gestur Guðfinnsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðmundur Steinsson, Gunnar Benediktsson, Gunnar Dal, Hilmar Jónsson, Jakob Jónasson, dr. Jón Helgason, Jónas Árnason, Jónas E. Svafár, Líney Jóhannesdóttir, Málfríður Einarsdóttir, Rósberg G. Snædal, Sigurður A. Magnússon, Úlfar Þormóðsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þröstur Karlsson. Stjórn Rithöfundasjóðs ís- lands skipa nú þessir menn: Kristinn Reyr rithöfundur, Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur og Runólfur Þórarinsson stjórnarráðs- fulltrúi. Öryggisyarzla aukin í ísrael Tel Aviv. 10. maí. Reuter. MIKLAR öryggisráðstaíanir voru viðhafðar í Israel í dag og þúsundir fjölskyldna búa sig undir að sækja minningarathafn- ir um fallna hermenn í tilefni 30 ára afmælis Israelsríkis. Eldflaugum til varnar flugvél- um hefur verið komið upp á stöðvum fyrir utan borgir lands ins og herflokkar á strandlengju landsins og varðbátar utan hcnii ar gæta sjóleiðarinnar til ísraels. í dag er sorgardagur í Israel og haldnar eru í öilum herkirkjugörð- um landsins minningarathafnir um fallna hermenn. Ráðherrar og aðrir leiðtogar halda ræður við minningarathafnirnar. Árla morg- uns voru þegar komnir hópar kvenna í svörtum klæðum í ýmsa kirkjugarða til að heiðra ætt- menni. Til öryggisráðstafananna er gripið þar sem stjórnin óttast að eldflaugaárás á úthverfi Jerúsal- em í vikunni og endurteknar tilraunir til að sprengja strætis- vagna í loft upp sé fyrirboði tilrauna af hálfu Palestínumanna til að trufla hátíðahöldin í tilefni afmælis ísraelsríkis. Hundruð þúsunda ísraela hyggj- ast verja hátíðardögunum á úti- vistarsvæðum við ströndina eða í skógum landsins. Hátíðahöldin ná hámarki á morgun, sjálfstæðis- daginn, en þá verður haldin mikil hersýning á íþróttavelli hebreska háskólans í Jerúsalem. FRYSTI OG KÆLIKLEFAR Aðalfundur veggfóðrara AÐALFUNDUR félags vegg- fóðrarameistara í Reykjavík var haldinn nýlega í húsakynnum félagsins að Skipholti 70. Starf- semi félagsins sem nýlega hefur haldið upp á 50 ára afmælið er með ágætum. í stjórn voru kjörnir: Formaður Ólafur Ólafsson, vara- form. Guðmundur J. Kristjánsson, ritari Gunnar Jónsson, gjaldkeri Steinþór Eyþórsson, meðstjórn- andi Stefán Jónsson. Dagard frysti- og kæliklefar eru samsettir úr einingum þarinig ao mjög aufivelt er að stækka og minnka þá og jafnvel flytja til. Möguleikarnir eru margir, klefarnir henta allt frá stórum eldhúsum upp i stærstu frystihús. Komiö i veg fyrir rýrnun og skemmdir á matvælum. - Notiö Dagard frysti- og kæliklefa. ML= KRISTiNN SÆMUNDSSON Safamýrí 71. Reykjavík. Sfmi 30031 Med krakkana tfl Kaupmannahaíhar Fáar borgir bjóöa jafn marga möguleika á skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Tívolí - dýragarður - sjódýrasafn — sirkus — strönd — skemmtigarður á Bakkanum - og svo er líka hsegt að skreppa og skooa Legoland - eoa yfir til Svíþjóðar. Kaupmannahöfn - einn fjölmargra staöa í áætlunarflugi okkar. fwcfélac LOFTLEIDIR •í 1 5 (,*'*fc*.l - ; I J h t t 1 I "; íttMittiin • * • «. r»»ft&^«ji> •••••*« 2 i4 !!**•*•#•* *-* .*,• X ••»*.*. «.«-*«*& *L*t 4 *. Í.4 fcll »». *.-*•. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.