Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.05.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 11. MAI 1978 47 NYBAKAÐIR MEISTARAR KRHEFJAÍS- LANDSMÓTIÐ ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu heíst í kvöld er Fylkir og KR taka forskot á sæluna eða þjófstarta með leik á Melavellinum klukkan 20. Bæði liðin eru ný í 2. deildinní. KR-ingar hafa aldrei leikið þar áður og höfðu verið í 1. deild allt frá stofnun deildarinnar. Fylkismenn hafa hins vegar leikið í 3. deild frá stofnun félagsins, en í fyrrahaust báru þeir sigur úr býtum í þriðju deild og fluttust upp í 2. deild ásamt Austra á Eskifirði. Telja verður líklegra að nýbakaðir Reykjavíkur- meistarar KR hafi betur í leik liðanna í kvöld, en Fylkismenn sýndu þó góða takta í Reykjavíkurmótinu og eru til alls líklegir í sumar Á laugardaginn hefst keppnin vanda af vinnslu þessara taflna. síðan í 1. deild. Þá leika UBK og KA í Kópavogi og Vestmanneying- ar fá Víkinga í heimsókn. Tveir leikir verða í deildinni á þriðjudag og einn á miðvikudag. Leikjabók KSÍ er komin út og er hún glæsilegri en áður, alls 226 blaðsíður. Meðal nýjunga í bókinni er listi yfir dómara í öllum leikjum 1. deildarinnar í sumar, en alls munu 15 dómarar dæma í deild- inni í ár. Þeir eru samkvæmt mótabók KSÍ: Magnús V. Péturs- son, Guðmundur Haraldsson, Ey- steinn Guðmundsson, Þorvarður Björnsson, Grétar Norðfjörð, Ró- bert Jónsson, Óli Ólsen, Rafn Hjaltalín, Arnþór Óskarsson, Kjartan Ólafsson, Arnar Einars- son, Hreiðar Jónsson, Valur Bene- diktsson, Sævar Sigurðsson og Ragnar Magnússon. í leikjabókinni er að finna ýmsar tölfræðilegar upplýsingar, sem því miður hafa ekki verið á lausu undanfarin ár. Það er Helgi Daníelsson, sem hefur haft veg og Þar er m.a. listi yfir leikjahæstu menn með íslenzka landsliðinu í knattspyrnu og hafa eftírtaldir leikmenn leikið 25 landsleiki eða fleiri. Matthías Hallgrímsson 45, Marteinn Geirsson 39, Guðgeir Leifsson 38, Ríkharður Jónsson 33, Guðni Kjartansson 31, Ólafur Sigurvinsson 30, Ásgeir Elíasson 29, Teitur Þórðarson 28, Eyleifur Hafsteinsson 26, Gísli Torfason 25, Helgi Daníelsson 25. Flest mörk í landsleikjum hefur Ríkharður Jónsson skorað, alls 17. Matthías Hallgrímsson er næstur honum með 11 mörk, feðgarnir Þórður Þórðarson (9) og Teitur Þórðarson (7) eru næstir og síðan koma formaður KSÍ, Ellert B. Schram og útvarpsmaðurinn Her- mann Gunnarsson, báðir með 6 mörk. Ríkharður var 24 sinnum fyrirliði landsliðsins í knatt- spyrnu, en Jóhannes Eðvaldsson hefur 18 sinnum verið fyrirliði. Jóhannes Atlason var 11 sinnum fyrirliði, Ellert Schram 9 sinnum. Þannig fögnuðu LiverpooMeik- mennirnir Tommy Smith og Emlyn Hughes sigrinum í Evrópukeppninni í fyrra. Gleði þeirra hefur örugglega ekki verið minni er þeir tóku við hinum gla>silegu verðlaunum á Wembley í gærkvöldi. Liverpool dæmda rangstæða. Liv- erpool réð gangi leiksins, en lánið lék ekki við sóknarmenn liðsins, sem fóru'illa að ráði sínu í nokkur skipti. Birgir Jensen, hinn danski markvörður Brugge, varði mjög vel hvað eftir annað og leikmenn Liverpool voru greinilega ekki alltof öruggir með sig. Þeir máttu líka gæta sín á hraðaupphlaupum Belganna, en eftir eitt slíkt átti Ungverjinn Lajos skalla rétt yfir mark Brugge. I upphafi seinni hálfleiksins sóttu leikmenn Liverpool mjög, en þeim tókst ekki að skora og voru heppnir að sleppa með skrekkinn er Jan Sörensen hikaði í dauðafæri hinum megin á vellinum, nægilega Lið Liverpool er enn LIVERPOOL varð í gærkvöldi fyrst enskra liða til að sigra í Evrópukeppninni tvö ár í röð. Liðið lagði Brugge frá Belgíu að velli á Wembley-leikvanginum í gærkvöldi og skoraði skozki landsliðsmaðurinn Kenny Dalglish eina mark leiksins. í fyrra vann Liverpool lið Borussia Mönchengladbach 3.1 í úrslitaleiknum, sem fór fram í Róm. Belgíska liðið var alls ekki eins lokin varð ekki deilt um að betra í bókinni er fróðleg tafla um meðalaðsókn í 1. í knattspyrnu árin 1972-1977. deild auðunnin bráð eins og margir höfðu búist við. Vörn Belganna barðist grimmilega í leiknum og leikmenn Liverpool fengu að vinna fyrir sérhverri mínútu leiksins. I liðið hafði unnið en lið Liverpool lék alls ekki eins vel og oft áður á undanförnum vikum. I fyrri hálfleiknum léku Belg- arnir mjög upp á að fá leikmenn lengi til að hættunni yrði bægt frá. Dalglish var mikið á ferðinni, átti sjálfur dauðafæri og lék samherja sína fría. Á 63. mínútu skipti Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liver- pool, á Case og Heighway og innan mínútu hafði liðið skorað markið, sem reyndist sigurmark í leiknum. Graeme Souness, HM-leikmaður Skota, sendi knöttinn frá víta- teigslínu milli tveggja varnar- manna yfir til Dalglish hægra Framhald á bls. 27 1972 1973 1971 1975 1976 1977 Reykjavík 861 884 1031 1107 969 868 Akranes 989 906 1153 1003 867 915 Akureyri 1376 1252 851 Keflavík 1245 1624 1361 1060 672 866 Vestm.eyjar 783 580 596 604 Njarðvík (ÍBV 1973) 962 Kópavogur 520 645 Hafnarfjörður 535 299 445 URVALSDEILD ELDRI KAPPA í KNATTSPYRNU SPORTFATAVERKSMIÐJAN Henson hefur gefið vcglegan bikar í nýstárlega knattspyrnukeppni sem fram fer í sumar. Er um að ræða keppni sem fyrrverandi meistaraflokksmenn í knattspyrnu hafa bundist samtökum um að halda og kalla úrvalsdeildina. um sem taka þátt í keppninni eru ÍBA, ÍA, Valur, ÍBK, og ÍBV. Leikið verður heima og heiman. Ekkert aldurstakmark verður. Margir þekktir knattspyrnugarpar munu OPIÐ HUS HJÁ VAL Knattspyrnufclagið Valur á 67 ára afmæli í dag og að venju verður opið hús að Hlíðarenda á afmælisdegi félagsins. Frá klukk- an 16—19 er Valsmönnum og velunnurum félagsins boðið upp á kaffi og kb'kur f góðum hópi i íélagsheimilinu. HAUKAR AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Hauka verður haldinn í Hauka- húsinu í kvöld kl. 20. leika með liðum þessum eftir því sem næst verður komist. í Keflavíkurliðinu verða t.d. Rúnar Júlíusson, Sigurður, Al- bertsson og Karl Hermannsson, hjá Skagamönnum þeir Eyleifur Hafsteinsson, Einar Guðleifsson og Gunnar Sigurðsson, Valsmenn tefla fram Sigurði Dagssyni, Framhald á bls. 30. T ví m en n ing s- keppni í golfi TVÍMENNINGSKEPPNI í golfi verður haldin í Grafarholti í dag og hcfst klukkan 17. Keppnina kalla GR-ingar „Stereo-kcppn- ina" en keppnisgjöldum verður varið til kaupa á hljómflutnings- tækjum í skála félagsins. Marg- vísleg verðlaun vcrða í keppn- inni, kók í kassavís, matur á Sögu, bensfn, boltar, matvæli og fleira. A-LIÐ TBR, sem sigraði í 1. deild badmintonmanna í ár og hlaut Peps-bikarinn að launum. f þessu liði eru þeir fimm lcikmenn, sem halda á næstunni til Færeyja til landsleis við frændur okkar þar, Sigurður Kolbeinsson er lengst til vinstri í aftari röð, Sigfús Ægir og Jóhann Kjartansson eru lengst til hægri í fremri röð og Steinar og Haraldur Kornelíusson nr. 2 og 3 frá vinstri í fremri röð. Formaður BSI og fararstjóri í Færeyjarferðinni. Rafn Viggósson, er lengst til hægri í aftari röð. Yfifburðir TBR í deildakeppninni A-LIÐ TBR sigraði með miklum yfirburðum í deildarkeppni Bad- mintonsambandsins og ekki nóg með að a-liðið yrði efst, tvö næstu lið í keppninni voru einnig frá TBR. Skagamenn komu síðan í 4. sæti í efstu deildinni en a- og b-lið KR ráku lestina í deildinni að þessu sinni. Yfirburði TBR má eflaust rekja til hins nýja húss félagsins og má ætla að hinum félögunum gangi seint að vinna upp forskot það sem TBR hefur náð. Mikill fjörkippur er í ungl- ingastarfi félagsins og yngra fólkið farið að skáka þeim eldri hressilega upp á síðkastið. I deildakeppninni var leikið í tveimur deildum, í einum riðli í 1. deild, en í 2 riðlum í 2. deildinni. í Suðurlandsriðli 2. deildar léku 5 lið og þar urðu Valsmenn sigur- vegarar, en Víkingar komu í öðru sæti. Fjórða lið TBR, þ.e. d-liðið, varð í þriðja sæti, enn eitt dæmið um breiddina innan félagsins. Síðast í 2. deild varð lið Gerplu. KR-b fellur niður í 2. deild að öllu óbreyttu, en Valsmenn leika gegn Siglfirðingum um sæti í 1. deild. Hvorki Valur né a-lið TBR töpuðu leik í keppninni í ár. Landsliðið í badminton leikur landsleik við Færeyinga 12. maí næstkomandi og verður leikið í Færeyjum. Er þetta í fjórða skipti sem þjóðirnar heyja landsleik í íþróttinni, en samskipti þessara vinaþjóða hófust hins vegar fyrir 12 árum er 12 badmintonmenn fóru héðan til Færeyja í keppnis- ferð. Keppt er um farandbikar sem íslendingar hafa ævinlega unnið. Leiknir verða 3 einliðaleikir og 2 tvíliðaleikir. I landsliðinu eru þeir Jóhann Kjartansson, Sigfús Ægir Árnason, Sigurður Kolbeinsson, Haraldur Kornelíusson og Steinar Petersen, fyrirliði liðsins. Far- arstjóri er Ragn Viggósson for- maður BSÍ. Síðastliðið sumar var stofnaður klúbbur sem á að halda uppi yináttusambandi milli Færeyja og íslands á badmintonssviðinu, og nú fara utan fimm eldri badmin- tonleikarar til keppni á vegum klúbbsins. I stjórn klúbbsins eru Færeyingarnir Liggjas Joansen og Paul Michelsen, og íslendingarnir Óskar Guðmundsson og Jóhann Möller.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.