Morgunblaðið - 01.06.1978, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978
Hýðingarmeistarinn hýðir einn
nauðgaranna fjögurra á krikk-
etvellinum í Faisalabad.
Jafnskjótt og stjórnvöld höfðu
ákveðið að mennirnir fjórir skyldu
hýddir opinberlega, hófst mikil
leit í fangelsum landsins að
manni, sem fullnægði öllum þeim
skilyrðum sem stjórnvöldu gerðu
til böðuls. Eftir að hafa rætt við:
lífstíðarfangann Rahmat Ali voru
yfirvöld samt sannfærð um að
hann væri sá rétti í starfið, og
frekari leit var hætt. Ali hafði allt
til að bera, vöðvar hans voru
stæltir sem vöðvar á hnefaleika-
manni og rennilegur líkami hans
minnti á vel þjálfaðan líkama
frjálsíþróttamanns. Þar að auki
var úthald Alis gott og hann
fullfær um að hýða mann duglega,
auk þess sem hann hafði á sér
yfirbragð sadista. Ofan á allt
annað hafði Rahmat Ali verið
sekur fundinn um morð og verið
dæmdur til dauða. Af ástæðum,
sem fáum eru kunnar, var dauða-
dóminum breytt í ævilangt fang-
elsi og Ali átti því frekar ömurlega
ævi framundan. Böðulsstarfið yrði
Ali kærkomin tilbreyting og ekki
þurfti hann að óttast hefnd
fórnarlamba sinna því að í fang-
elsi mun hann dvelja allt til hinzta
dags. Hann stóðst allar þær kröfur
sem gerðar voru til hans og til að
þjálfa hann fyrir hina opinberu
hýðingu leyfðu fangelsisyfirvöldin
honum að æfa sig á nokkrum
Lifstíðarfangi hýddi
fjóra afbrotamenn
og múgurhm fagnaði innilega
Fyrir skömmu voru fjórir menn
dæmdir til opinberrar hýöingar í
borginni Faisalabad í Pakistan, en
langt var pá um liöiö síðan Þaö hafði
síðast gerzt. Blaöamaöur brezka
blaðsins Daily Mail, John Edwards,
var viðstaddur hýðinguna og fer
frásögn hans hér á eftir.
samföngum sínum við góðan
árangur.
Jafnskjótt og tilkynnt var að
Rahmat Ali myndi hýða fjóra
glæpamenn á krikkett-vellinum í
Faisalabad, hófst straumur fólks á
hinn risastóra völl. Elnginn vildi
missa af skemmtun sem þessari.
Vallarhliðunum var lokað klukku-
stund áður en hýðingin átti- að
hefjast, nokkuð sem aðeins kemur
fyrir þegar um stórleiki í krikkett
er að ræða. Um 150.000 manns
fyltu öll stæði á vellinum, og allir
voru jafnspenntir og biðu óþreyju-
fullir eftir þvi að hýðingin hæfist.
Rahmat Ali hafði verið færður
á krikket-völlinn í járnbúri, en er
stemmningin á áhorfendapöllun-
um tók að aukast var AIi sleppt úr
búrinu og hóf hann þá þegar að
undirbúa sig fyrir dagsverk sitt.
Klæddur rauðri mittisskýlu einni
klæða, bar Ali^ sig olíuvökva og
sólin sindraði á olíubornum lík-
ama hans. Hann tók spanskreyr-
inn upp sem lá við fætur hans, og
barði með honum út í loftið. Það
hvein í spanskreyrnum og ánægju-
svipur færðist yfir andlit hýðing-
armeistarans. Hann tók annan
spanskreyr sér í hönd og reyndi
hann, en lyfti honum síðan hátt
upj) og leyfði áhorfendum að sjá
vopnið. Fagnaðarlæti áhorfenda
voru mikil og þau bárust eins og
öldur í gegnum mannfjöldann.
Köll og öskur áhorfenda skullu
eins og flóðbylgja á stálbúri
Mohammed Sarwar, 25 ára, sem
Ali átti að hýða eftir stutta stund.
Sarwar horfði skelfdum augum í
gegnum rimlana, en hann virtist
vera of hræddur til að geta hugsað'
rökrétt. Fætur hans voru hlekkj-
aðir við gólf búrsins og það skrölti
í hlekkjunum við minnstu hreyf-
ingu Sarwars.
Fangelsislæknirinn athugar hjartslátt eins fjórmenninganna, til að ganga úr skugga um að hann þoli
hýöinguna.
Sjónauki auðveldaði mörgum að fylgjast meö hýöingunni.
Við hliöina á Sarwar, en eigi að
síður utan seilingar voru þrír
félagar hans, en fjórmenningarnir
höfðu allir nauðgað 14 ára sveita-
stúlku, fyrir framan föður hennar,
sem þeir bundu við staur.
Fyrir nauðgunina hlutu þeir
ársfangelsi og 12 vandarhögg og
seinni hluta dómsins átti að
fullnægja í dag. Dómur þeirra er
í fullu samræmi við þá ógnaröld
sem ríkt hefur í Pakistan síðan Zia
hershöfðingi tók þar við völdum
fyrir níu mánuðum. Á því tímabili
hafa opinberar hýðingar og heng-
ingar færst mjög í vöxt og er nú
beitt í fullu samræmi við landslög.
Áður en fangarnir voru fluttir
til krikket-vallarins átti fangelsis-
stjóri þeirra Qasim Khan, stutfc
samtal við þá og eftir á var hann
spurður hvað farið hefði þeirra á
milli. „Ég sagði við þá: „Jæja
kunningjar, þetta vérður til þess
að þið hættið glæpum ykkar og
hafið það hugfast, og — standið
ykkur vel,“ sagði fangelsisstjórinn.
En athöfnin var að hefjast og nú
teymdi fangelsisvörður Sarwar á
eftir sér, eins og hann væri með
hund í bandi, út á miðjan
krikket-völlinn.
Sarwar kipptist við þegar hann
sá áhorfendaskarann, en á áhorf-
endapöllunum ríkti nú dauðaþögn.
Hann var nakinn fyrir ofan mitt
og víðar buxur hans slógust til við
hvert fótmál hans.
Beint framundan var hýðingar-
staðurinn, stál-þríhyrningur, sem
glæpamennirnir skyldu bundnir
við er að þeim kæmi. Er þangað
kom voru buxur Sarwars dregnar
niður og þunnur klútur var lagður