Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978.
Nazistaforingi
talinn fundinn
Sao Paulo. 31. niaí. Kcutor.
MAÐUR sem hefur verið
yfirheyrður í Sao Paulo í
Brazilíu í sambandi við
stríðsglæpi nazista viður-
kenndi í dag að hann væri
Gustaf Franz Wagner, fyrr-
verandi næstráðandi í
fangabúðunum Treblinka og
Sobior, að sögn lögfræðings
Gyðinga í málinu, dr. Yudel
Aronis.
Aronis kvaðst hafa fengið
ljósrit af fingraförum
Wagners og sagði að þau
yrðu sýnd Iögreglunni.
Hann sagði að lögreglan
fengi einnig að hitta fyrr-
verandi fanga sem gæti
borið kennsl á hann. Simon
Wiesenthal sem hefur staðið
Böll
fær
ekkert
Karlsruhc. 30. maí. Kcutcr.
HÆSTIRÉTTUR Vest-
ur-í>ýzkalands hefur hnekkt
úrskurði undirréttar um að
útvarpsmaðurinn Mathias
Walden í Vestur-Berlín
greiði rithöfundinum Hein-
rich Böll 40.000 mörk í
skaðabætur fyrir að halda
því fram að hann (Böll) bæri
andlega ábyrgð á glæpum
hermdarverkamanna.
Böll hafði krafizt 10.000 marka
Ofí satíði Walden hafa ófrægt sig
með því að senja í útvarpsþætti að
hann on aðrir vinstrisinnaðir
rithöfundar hefðu undirbúið jarð-
veginn fyrir íílæpi hermdarverka-
manna.
Hæstiréttur safjði að Walden
hefði vitnað rétt í Böll og yrði að
njóta tjáningarfrelsis. Böll hefði
afskipti af stjórnmálum og hefði
vísvjtandi komið af stað opinber-
um deilum með skrifum sínum.
Hann verður því að vera reiðubú-
inn að taka afleiðingunum sagði
rétturinn.
Utvarpsþátturinn var fluttur í
nóvember 1974 eftir útför Gúnther
von Drenkmanns dómara í Vest-
ur-Ber!ín. Böll hlaut bókmennta-
verðlaun Nóbels 1972.
ERLENT
fyrir leit að nazistum segir
að Wagner beri ábyrgð á
dauða 150.000 til 300.000
fanga.
Talsmaður ísraelska dómsmála-
ráðuneytisins sagði að órækar
sannanir væru fyrir því að Wagn-
er og maður sá, sem hefur verið
yfirheyrður, væru einn og sami
maðurinn. Aronis segir að vest-
ur-þýzku ræðismannsskrifstof-
unni í Sao Paulo hafi verið sendar
óhrekjanlegar sannanir fyrir því
að maðurinn væri Wagner.
Dregið var í efa að maðurinn
væri Wagner vegna þess að
Ijósmynd af manni sem Wiesenth-
al sagði að væri af Wagner
reyndist ekki vera af manninum
sem hefur verið yfirheyrður. Dr.
Aronis sagðist ætla að útskýra
ástæðuna fyrir lögreglunni.
Maðurinn sem er sagður vera
Gustav Franz Wagner gaf sig
fram við lögregluna í gær þegar
hann frétti að hans væri leitað
vegna stríðsglæpa. Hann neitaði
því þegar hann gaf sig fram, að
hafa verið næstráðandi í tveimur
umræddum fangabúðum og kvaðst
hafa verið byggingaverkfræðingur
í Sobibor.
Lögreglan kveðst gefa yfirlýs-
ingu þegar borin hafi verið saman
fingraför hins raunverulega
Wagners og mannsins sem er
grunaður um að vera Wagner.
VEÐUR
víða um heim
Amsterdam 27 sólskin
Apena 26 skýjaó
Berlín 28 skýjaö
Brússel 29 sólskin
Chicago 29 skýjaö
Frankfurt 26 heióskírt
Genf 21 sólskin
Helsinki 21 heiöskírt
Jóhannesarb. ekki vitað
Kaupmannah. 27 sólskin
Lissabon 24 sólskin
London 25 sólskin
Los Angeles 29 skýjaö
Madrid 21 sólskín
Malaga 20 léttskýjaó
Miami 28 skýjaö
Moskva 19 skýjaö
New York 30 skýjað
Ósló 27 sólskin
Palma,
Majorca 23 léttskýjaó
París 27 bjartviöri
Róm ekki vitað
Stokkhólmur 26 sólskin
Tel Aviv 26 skýjað
Tokyó 23 sólskin
Vancouver 17 heiöskírt
Vínarborg 18 heióskírt
Þetta gerðist
1976 — Sýrlenzkt heriið
ræðst inn í Líbanon til að binda
endi á borgarastríðið og sækir
tii Beirút.
1973 — Konungdæmi afnum-
ið í Grikklandi.
1969 - Pompidou sigrar í
fyrri umferð forsetakosninga í
Frakklandi.
1958 - De Gaulle verður
forsætisráðherra.
1943 — Enski leikarinn Iæsiie
Hóward ferst í fiugvél sem
Þjóðverjar skjóta niður.
1937 — Konoye prins verður
forsætisráðherra Japans.
1932 — Franz von Papen
myndar stjórn í Þýzkaiandi.
1883 — Stríð F'rakka á Mada-
gaskar hefst.
1857 — Brezki flotinn tortím-
ir flota Kínverja.
1733 — Danir fá yfirráð yfir
St. Croíx (Santa Cruz) í
vestur-Indíum.
1691 — innrás Noailles í Spán
og enskur fioti sendur til að
bjarga Barcelona frá Frókkum.
1671 — Tyrkir segja Pólverj-
um stríð á hendur.
1664 — Ónnur styrjöld Eng-
lendinga og Hollendinga brýzt
út.
1586 — María Skotadrottning
viðurkennir Filippus II af Spáni
arftaka sinn.
1562 — Ferdinand II keisari
og Suleiman 1 Tyrkjasoidán
semja vopnahlé.
Vance tekur á móti Gromyko í Washington.
Viðsjár risaveldanna
magnast stig af stigi
Viðsjár Bandaríkja-
manna og Rússa hafa
stórum magnazt að undan-
förnu vegna vaxandi
ásælni Rússa í Afríku,
baráttu þeirra gegn and-
ófsmönnum heima fyrir og
eflingar herstyrks þeirra í
Evrópu. Tónninn í yfirlýs-
ingu þeirra ráðamanna
sem taka hörðustu afstöð-
una í Washington jaðrar
við að vera orðinn eins
herskár og hann var þegar
and kommúnisminn var f
algleymingi á árunum um
og eftir 1950.
Þingkosningar fara fram í
Bandaríkjunum í haust og
bandaríska stjórnin stefnir að
því að fá Rússa til að draga í
land og sannfæra kjósendur um
að stjórnin sé vakandi fyrir
þrýstingi Rússa. Sá sem aðal-
lega ræður ferðinni er ráðunaut-
ur Carters forseta í þjóðarör-
yggismálum, Zbigniew Brezez-
inski, sem hefur fengið forset-
ann til að gagnrýna Rússa
óspart og kveða fastar aö orði en
hann hefur gert hingað til.
Brezezinski var eitt sinn’
talinn fylgjandi því að draga úr
kalda stríðinu en hann er orðinn
harðasti andstæðingur Rússa.
Nýlega var haft eftir honum að
„hver sá væri kjáni sem héldi
því fram að menn yrðu að vera
sjálfum sér samkvæmir í öllum
skoðunum áratug eftir áratug."
Bandaríkjastjórn hefur hafið
herferð til að iýsa áhyggjum
sínum af fyrirætlunum Rússa
þótt því fylgi sú áhætta að ekki
takist samningar við Sovét-
stjórnina um takmörkun kjarn-
orkuvígbúnaðar og þeir hafi
veriö á lokastigi. Cyrus Vance
utanríkisráðherra hefur viður-
kennt að lítið hafi miðað áleiðis
í viðræðum um málið við Andrei
Gromyko utanríkisráðherra
Rússa um helgina þótt Carter
skærist í leikinn. Nú er svo
komið að vinir manna um skjótt
samkomulag og fyrirhugaðan
fund Carters og Leonid
Brezhnevs, forseta Sovétríkj-
anna, hafi dvínað.
Rússar hafa áhuga á að
fullgera samninginn og gera sér
grein fyrir þeim neikvæðu áhrif-
um sem ævintýrastefna þeirra í
Afríku hefur á samningsgerðina
en haft er eftir bandarískum
embættismönnum að Rússar
séu reiðubúnir að taka þá
áhættu. Haft er eftir öðrum
embættismanni að þegar and-
kommúnismi grípi um sig fyrir
alvöru í Bandaríkjunum sé
erfitt að stöðva hann, svo erfitt
að hvers konar samningar við
Rússa séu tortryggðir jafnvel
um menningarmál.
En bandaríska stjórnin hefur
kosið að taka harða stefnu af því
Rússar og Kúbumenn hafa
aukið íhlutun sína í Afríku þótt
Rússar hafi lofað því í marz að
hafa taumhald á Kúbumönnum.
(Síðan Vance ræddi við Anatoly
Dobrynin sendiherra hefur
kúbönskum hermönnum í
Afríku fjölgað úr 24.000 í
38.000). Auk þess verður Carter
að sýna fram á vegna þrýstings
heima fyrir að hann sýni fulla
festu gagnvart Rússum þrátt
fyrir tilraunirnar til að semja
við þá um að draga úr vígbúnaði
og hætta öllum kjarnorkutil-
raunum. Þar að auki hefur hann
orðið fyrir þrýstingi frá hófsöm-
um ríkisstjórnum í Afríku og
Arabaheiminum sem vilja að
forsetinn aðhafist eitthvað til að
snúa við framsókn Rússa.
Því hefur stjórnin ákveðið að
kanna í samráði við bandalags-
ríkin í Vestur-Evrópu í París í
næstu viku leiðir til að styðja
við bakið á vinveittum Afríku-
ríkjum, ef til vill með því að
senda þeim hergögn og veita
þeim aðra aðstoð fyrir milli-
göngu NATO. Auk þess skilst
Framhald á bls. 24
Skotárás á lögmann
hryðjuverkamanna
Bcrlín. 31. maí. AP.
DÓMSKIPAÐUR lögíræð-
ingur eins sakbornings í
réttarhöldum í máli fimm
1533 — Anna Boleyn krýnd
Englandsdrottning.
1524 — Bændauppreisnin í
Suður-Þýzkalandi hjfst.
Afmæli dagsinst John Drink-
water brezkt skáld (1882—1937)
— Sir Frank Whittle, brezkur
flugvélaverkfræðingur (1907—
----) — John Masefield enskt
skáld (1878-1967) - Brigham
Young bandarískur mormóna-
leiðtogi (1801-1877).
Orð dagsinst Ef guð væri ekki
til yrði að finna hann upp —
Voltaire franskur heimspeking-
ur (1694-1778).
manna sem eru ákærðir
fyrir morðið á Giinther von
Drenkmann dómara og rán-
ið á Peter Lorenz í Vest-
ur-Berlín særðist þegar skot*
ið var á hann úr bifreið sem
ók fram hjá honum í dag.
Nokkrum klukkustundum
síðar fann annar verjandi
sakborninga í réttarhöldun-
um sprengju sem hafði verið
fest við framöxul bifreiðar
hans þar sem hann hafði
lagt henni fyrir framan
aðlstöðvar lögreglunnar í
Vestur-Berlín.
Heinrich Lumner, leiðtogi
kristilegra demókrata í öldunga-
deild Vestur-Berlínar, sagði að
árásirnar á lögfræðingana miðuðu
að því að grafa undan réttarhöld-
unum sem hófust 1. apríl og talið
er að muni standa í eitt ár. Annar
stjórnmálamaður kallaði þetta
„hryðjuverkastarfsemi í ítölskum
stíl“.
Lögfræðingurinn sem varð fyrir
skotárásinni, Dietmar Hohla,
særðist á fæti en fékk að fara heim
þegar gert hafði verið að sárum
hans í sjúkrahúsi. Hann var að
ganga heim til sín frá bíl sínum í
Wilmerdorf-hverfi þegar skotið
var á hann í fæturna. .
Miklar öryggisráðstafanir hafa
verið gerðar vegna réttarhaldanna
og talsmaður borgaryfirvalda
sagði að tíu dómskipuðum lög-
fræðingum í málinu hefði verið
boðin vernd en nokkrir hefðu
hafnað henni. Allir lögmenn sak-
borninganna hafa verið hvattir til
þess að skoða bíla sína áður en
þeir nota þá.
Þeir átta lögfræðingar sem
sakborningar hafa valið birtu
yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu
Framhald á bls. 24
Mannrán
Purchase. New York. 31. maí. Kcutcr.
KÓLOMBÍSKUM forstjóra útibús
Texaco í Bogota hefur verið rænt
að sögn talsmanns fyrirtækisins.
Fyrirta'kið rcynir að afla sér
nánari upplýsinga um málið.