Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 21 80 fulltrúar sitja fulltrúaþing SÍB Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson Jóhann og Margeir tefia á heimsmeist- aramótum unglinga TUTTUGASTA og fimmta full- trúaþing Samhands íslenzkra barnakennara verður sett á Hótcl Loftleiðum í dag klukkan 14.00. Þingið stendur í þrjá daga og sitja það 80 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Aðalmál þingsins verða að venju starf grunnskól- ans. kjaramál kennarastéttarinn- ar og starfsemi SÍB. segir í frétt frá Sambandi íslenzkra harna- kennara. I upphafi þingsins munu þeir dr. Wolfgang Edelstein og prófessor Sigurjón Björnsson flytja erindi er þeir nefna: „Nokkrar niðurstöður rannsókna á börnum í Reykjavík og hugsanleg þýðing þeirra fyrir skólann." RoyðaríjörAur 31. maí. Um hvítasunnuna var haldið á Egiisstöðum Austuriandsmót í sveitakeppni í bridge. Keppt var um veglegan farandbikar. sem Aðaisteinn Jónsson framkvæmda- stjóri á Eskifirði gaf til keppninn- ar. Ellefu sveitir mættu til leiks og voru fyrst spilaðar 2 umferðir með svonefndu hraðsveitarkeppnis- formi. Síðan spiluðu 4 efstu sveit- irnar til úrslita. Þær sveitir sem korriust í úrslit voru sveitir SKÁKSAMBAND íslands hefur valið þá tvo skák- menn, sem tefla munu fyrir íslands hönd á heimsmeist- aramótum unglinga í haust. Heimsmeistaramót unglinga undir 17 ára aldri verður haldið í Cagnes Sur Mer í Frakklandi dagana 8.—19. september. Mun Kristjáns Kristjánssonar með 1,259 stig, Aðalsteins Jónssonar 1,181 stig, Þórarins Hallgrímssonar 1,153 stig og Bergs Sigurbjörnssonar 1,089 stig. I úrslitu'num sigraði síðan sveit Aðalsteins með 45 stig, sveit Kristjáns varð önnur með 38 stig og sveit Þórarins þriðja með 37 stig. Spilhrar í sigursveitinni voru Aðal- steinn Jónsson, Sölvi Sigurðsson, Kristinn Jónsson, Bogi Nilsson og Kristinn Jónsson. Gréta Jóhann Hjartarson tefla fyrir Islands hönd og reyna að verja heimsmeistaratitilinn, sem Jón L. Arnason vann til á þessum sama stað í fyrrahaust. Er stefnt að því að Jón verði aðstoðarmaður Jóhanns. Heimsmeistaramót unglinga undir 20 ára aldri verður haldið í Gratz í Austurríki dagana 3,—17. september og hefur Margeir Pét- ursson verið valinn til þátttöku í mótinu, en Margeir var sem kunnugt er aðstoðarmaður Jóns L. Árnasonar í fyrra. Þá hefur Skáksambandið, að sögn Einars S. Einarssonar, ritað FIDE bréf með ósk um að Jón L. Árnason fái einnig að taka þátt i mótinu, þar sem hann sé núverandi heims- meistari sveina. Bjóst Einar við því að þessari málaleitan yrði vel tekið. Þá er þess loks að geta, að Elvar Guðmundsson mun taka þátt í opna danska unglingameistara- mótinu í júní og þann sama mánuð mun Jóhannes Gísli Jónsson dvelja í skákbúðum í Svíþjóð. Allir þessir ungu skákmenn eru í Taf'félagi Reykjavíkur. 11 sveitir á Aust- landsmóti í bridge Akranes: Meðfylgjandi mynd var tekin í Akraneshöfn í vikunni. Jóhannes Guðjónsson stýrimaður á Gróttunni spjallar við Sigurð Hallgrímsson bifreiðastjóra. Ljósm. Júlíus. Haraldur AK afla- hæstur á vertíðinni Már Magnússon syng- ur í Norræna húsinu Á AÐALFUNDI Bandalags kvenna voru að venju gerðar ýmsar samþykktir. Sam- þykktir um heilbrigðismál voru í fimm liðum: 1. Aðalfundur fagnar því, að stofnuð hefur verið heilsugæslu- stöð í Árbæ, og tilkomu nýrrar heilsugæslustöðvar í Asparfelli. Telur fundurinn þetta mikið fram- faraspor í heilbrigðismálum höfuðborgarinnar, sem mun bæta aðstöðu almennrar heilbrigðis- þjónustu. Jafnframt bendir fundurinn á, að æskilegt væri, að heilsugæslustöðvar og Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur stefndu að því að hjúkrunarfræðingar verði starfandi í samvinnu við lækna á kvöld-, nætur- og helgi- dagavakt. 2. Aðalfundurinn leggur áherzlu á, að efld verði fræðsla um hollar neysluvenjur og heilsufar. í því sambandi ber að fagna framtaki lyflæknadeildar Landspítalans og Efnafræðistofu Raunvísindadeild- ar Háskóla íslands, sem stóðu að merkri og gagnlegri ráðstefnu um þetta efni í apríl. Ráðstefnan markar óneitanlega spor, hefur Höfðingleg gjöf tíl Krabbameins félagsins haft áhrif á neysluvenjur og vakið áhuga mikils fjölda fólks á þessu máli frá heilsufarssjónarmiði. Fundurinn beinir þeim tilmælum til K.í. að kynna rit það, sem fyrirhugað er að gefa út af fyrrnefndum aðilum með fyrir- lestrum frá ráðstefnunni, t.d. í Húsfreyjunni og sjá svo um, að það verði fáanlegt á skrifstofu K.í. fyrir félagskonur og aðra. 3. Aðalfundurinn skorar á hæst- virt Alþingi, að skipuð verði hið bráðasta milliþinganefnd til að endurskoða lög, sem varða at- vinnumál, lífeyristryggingar og aðrar félagslegar aðstæður aldr- aðra í þjóðfélaginu. Markmið lagabreytinga á þessu sviði yrði að nýta sem best starfskrafta og reynslu aldraðra með því að tryggja þeim tækifæri til að starfa svo lengi sem heilsa og starfsgeta endist, án tillits til aldurs. 4. Aðalfundurinn skorar á heil- brigðisyfirvöld að hefjast nú þegar handa um nauðsynlegar endur- bætur á Kópavogshæli, svo að stofnunin geti gegnt hlutverki sínu sem virk þjálfunar- og meðferðar- stofnun. Með slíkum endurbótum mætti auka tengsl vistmanna við samfélagið, miðað við það ástand, sem nú ríkir. 5. Aðalfundurinn fagnar þeim áföngum, sem náðst hafa fyrir aldraða langlegusjúklinga hér í Reykjavík, en telur þörfina ríka fyrir áframhaldandi framkvæmdir á þessu sviði. Krabbameinsfélagi Reykjavíkur hefur verið afhent hálf milljón króna sem frú Pálína Þorláks- dóttir, Vesturgötu 44 í Reykjavík, ánafnaði félaginu að sér látinni. Pálína sem lést hátt á níræðisaldri 23. apríl s.l. var aila tíð traustur stuðningsmaður félagsins eins og þessi höfðinglega gjöf ber vitni um. Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur er þakklát hinni látnu fyrir gjöfina og góðan hug til félagsins. Án velvildar almennings og stuðnings í stóru og smáu gætu krabbameinsfélögin í landinu litlu til leiðar komið. þroskanetaskipin 2830 lestir í 522 sjóferðum og togararn- ir 2744 lestir. V/S Ilaraldur AK. 10 varð með mestan afla, 528 lestir. Næstir komu: V/S Reynir með 525 lestir og V/S Grótta með 516 lestir. Skuttogarinn Krossvík kom til hafnar í gær með um 100 lesta afla, mestmegnis Þorsk og ufsa, eftir 6 daga veiðiferð. Nú er farið að þrengjast geymslurými frystihúsanna, og það mun koma að því að biðja verður um leyfi A.S.Í. til útflutnings, ef menn halda áfram að framleiða útflutningsvöru. -Július. Akranosi. 30. maí. AFLI Akranesskipa varð 5574 lestir samanlagður á vertiðinni sem var að líða. Þar af öfluðu línu- og Landsbankinn á Snæfellsnesi: MÁR Magnússon óperu- söngvari heldur söngtón- leika í Norræna húsinu ann- að kvöld klukkan 20.30 og verður undirleikari hans Jónína Gísladóttir. Á efnis- skránni verða íslenzk og ítölsk sönglög svo og óperuaríur. Már Magnússon stundaði nám í Vínarborg og starfaði þar við eina þriggja ópera um skeið. I vetur hefur Már dvalið hér á landi við kennsiu, m.a. við Söngskólann. Sólon R. Sigurðsson er fæddur 1. mars 1942 og hefur starfað í Landsbanka Islans frá 4. október 1961. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum við bankann, nú síðustu ár sem forstöðumaður víxladeildar aðalbanka. Sólon hefur verið formaður S.Í.B., heildarsamtaka bankamanna, undanfarin ár. Sólon er kvæntur Jónu Árna- dóttur og eiga þau 3 börn. Sólon Sigurðsson ráðinn útibússtjóri Á FUNDI bankaráðs Lands- banka íslands 26. maí s.I. var samþykkt að ráða Sólon Rúnar Sigurðsson útibússtjóra Lands- banka íslands á Snæfellsnesi frá og með 1. júní 1978. Bandalag kvenna um heilbrigðismál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.