Morgunblaðið - 01.06.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978
23
Heilbrigðisþjónustan:
Samstarf og samhæf-
ing sjúkrastofnana
Sænskir sérfræðingar um skipulag heilbrigðismála væntanlegir
Fyrir skemmstu Kekkst Fé-
lag lorstöðumanna sjúkrahúsa
fyrir ráðstefnu um heilsuhaíf
fra'ði. sem kunnir sænskir og
bandarískir sérfræðingar
fluttu fyrirlestra á. Ráðstefnan
hefur vakið verðskuldaða at-
hygli og umfjöllun í fjölmiðl-
um. m.a. nokkur hlaðaskrif. Af
þessu tilefni sneri Mbl. sér til
Davíðs Gunnarssonar. aðstoð-
arframkvæmdastjóra ríkisspít-
alanna. og bað hann að gera
grein fyrir félaginu. ráðstefn-
fjárveitingarvald og stjórnun
heilbrigðismála, ekki sízt bætta
starfsaðstöðu og upplýsingaöfl-
un við ákvarðanatöku. Hér væri
og kveikjan að þeirri ráðstefnu
um heilsuhagfræði, sem félag
forstöðumanna sjúkrahúsa
heitti sér fyrir, og kunnir
sænskir og bandarískir sérfræð-
ingar á þessu sviði fluttu
fyrirlestra á.
Hvað er heilsuhagfræði?
Jú, heilsuhagfræðí er fræði-
grein, úrvinnsla tiltækra stað-
reynda og þekkingar, sem hjálpa
á stjórnmálamönnum að
ákvarða, hve stórum hluta
þjóðartekna skuli varið til heil-
brigðismála, — og stjórnendum
heilbrigðismála og heilbrigðis-
stofnana að ákvarða, hvern veg
fjárveitingum til heilbrigðis-
mála skuli skipt innan heil-
brigðisgeirans. Heilsuhagfræði
er safn fræðilegra aðferða, sem
nýta má við verkefnaval og
verkefnaröðun (forgangsröðun
verkefna) í þessum þætti samfé-
lagsþjónustunnar.
Nei, heilsuhagfræðin metur
ekki líf fólks til peningaverðs.
Henni tengjast að vísu þjóðfé-
lagslegar staðreyndir um heil-
brigðisarðsemi. Heilbrigðis-
þjónustan lengir starfsævi
manna og fækkar fjárvistardög-
um frá starfi í þjóðarbúskapn-
um. En hlutur hennar í aukinni
vellíðan og lífshamingju ein-
staklinganna verður ekki mæld-
ur í krónum. Heilsuhagfræði er
fræðigrein, sem stuðlar einfald-
lega að sem hyggilegastri nýt-
ingu takmarkaðs fjármagns á
afmörkuðu en afgerandi sviði
samfélagsins.
íslenzkt dæmi
til skýringar ,
Ég man t.d. eftir fyrirburði,
Davíð Gunnarsson. aðstoðar-
framkvæmdastjóri ríkisspítal
anna.
Rætt við Davíð
Gunnarsson,
aðstoðar-
framkvæmdastjóra
ríkisspítalanna,
um heilsuhag-
fræði o.fl.
Nýíætt barn í öndunarvél.
unni og helztu atriðum heilsu-
hagfræðinnar.
Félag for-
stöðumanna
sjúkrahúsa
Davíð Gunnarsson sagði til-
gang félagsins vera, eins og
segði í lögum þess, að stuðla að
samstarfi forstöðumanna, er sjá
um rekstur sjúkrahúsa, elli-
heimila, heilsugæzlustöðva og
hliðstæðra stofnana, með funda-
höldum og annarri upplýsinga-
starfsemi í þágu stofnananna og
félagsmanna. Starfsemi félags-
ins hefði verið í þessum anda: að
stuðla að aukinni þekkingu og
hæfni framkvæmdastjóra
sjúkrahúsa, yfirlækna og hjúkr-
unarstjóra á sviði stjórnunar-
fræða. í þeim tilgangi hefði
félagið ráðist í útgáfu tímarits,
sem fjallaði um stjórnunarmál
heilbrigðisstofnana. Einnig
hefði félagið staðið fyrir ráð-
stefnuhaldi um ýmsa þætti
heilbrigðismála.
Davíð sagði félagsmenn u.þ.b.
25 — en með tilkomu nýrra
heilsugæzlustöðva mætti búast
við fjölgun þeirra í næstu
framtíð.
Fimmfölduð heil-
brigðisútgjöld
frá 1950
Aðspurður um útgjöld heil-
brigðisstofnana sagði Davíð að
þau hefðu fimmfaldast að raun-
verulegu verðgildi á árunum
1950—1977. Á sama tíma hefði
þjóðarframleiðsla og einka-
neyzla tvöfaldast, svo saman-
burður væri gerður. Á þessu
tímabili hefði barnadauði staðið
í stað, en hann væri hér á landi
einna lægstur í heiminum, og
meðalaldur einnig verið sá sami,
einkum síðari hluta tímabilsins.
Þetta væri svipuð þróun og orðið
hefði annars staðar á Norður-
löndum.
Útgjaldaaukning í heilbrigð-
isþjónustu hefði kallað á vax-
andi umræðu um heilsugæzlu,
bæði hjá þeim er fara með
Kleppsspítalinn.
sagði Davíð, sem lá í gjörgæzlu-
deild Landspítalans fyrir fáum
misserum. Þá var þar engin
öndunarvél fyrir börn. Líf þessa
barns gat oltið á því, hvort
keypt yrði slík vél fyrir um 2
m.kr. Þá var það ekki heilsuhag-
fræðileg spurning, hvort slíka
vél skyldi kaupa eða ekki. Það
varð einfaldlega að gera. Ég geri
ráð fyrir að skoðanir hvorki séu
né verði skiptar í slíkum tilfell-
um.
Þáð eru fjölmörg atriði, sem
hafa áhrif á aðgerðir í heilbrigð-
ismálum, önnur en rekstur
heilbrigðisstofnana. Ég get
nefnt sem dæmi fyrirbyggjandi
aðgerðir á sviði slysavarna.
Tiltekin slysategund kann að
vera mun tíðari í einu landi en
öðru, einum landshluta en öör-
um. Heilsufræöileg athugun og
samanburður geta e.t.v. sýnt
fram á, hvar skórinn kreppir að,
þar sem slysatíðnin er meiri,
sem kallar síðan á fjárveitingu
varðandi slysavarnir, þótt utan
hins hefðbundna heilbrigðis-
geira sé.
Þegar við komum aftur að
skiptingu fjármuna innan kerfis
heilbrigðisstofnana þurfa
stjórnendur og læknar að taka
höndum saman um að ýta til
hliðar togstreitu, sem í dag ríkir
raunar um hverja krónu. Við
getum einnig tekið dæmi um
mörg aðkallandi verkefni: mál-
efni aldraðra, málefni vangef-
inna, hjartaskurðlækningar,
meðferð illkynja sjúkdóma,
gigtlækningar o.fl. Allt eru
þetta þættir þar sem aðgerða er
Blað forstöðumanna sjúkra-
húsa.
þörf: aðgerða, sem kosta meira
en svo, að ráðist verði í lausn
þeirra samtímis eða í sama
vetvangi. Þá er komið að spurn-
ingunni um forgangsröðun verk-
efna. Við þessar aðstæður getur
heilsuhagfræðin veitt stjórn-
málamönnum sem ákvörðunar-
vald hafa, nauðsynlegar við-
bótarupplýsingar við þær
læknisfræðilegu, til að auðvelda
réttláta og hyggilega ákvarða-
töku um skiptingu takmarkaðs
ráðstöfunarfjár.
Fjárveitingar til
heilbrigðismála.
Árið 1950 var heildarfjárveit-
ing til heilbrigðismála 2.9% af
vergri þjóðarframleiðslu. Árið
1977 var þetta hlutfall komið
upp í 6.5%. eða hafði meir en
tvöfaldast. Því miður er enn sem
komið er ekki staðið nógu vel að
undirbúningi ákvörðunartöku
um t'járlagaframlög til heil-
brigðisþjónustunnar, að mínu
mati, þó að miði í rétta átt. Það
hefur t.d. til skamms tíma verið
vonlítið að fá fjárveitingar til
vinnuaflssparandi tækja, jafn-
vel þó að launakostnaður sé allt
að 70 r/r í rekstrarkostnaði
sjúkrastofnana. Hér þurfa
vinnubrögð að þróast í rétta átt.
Ekki má líta á heilbrigðisþjón-
ustu sem eitthvert óarðbært
fyrirbrigði. Skoða þarf heilsu-
arðsemi í réttu ljósi og í
samanburði við arðsemi ann-
arra þátta þjóðfélagsins. Það
nrat verður að vísu alltaf
pólitískt. En það má byggja á
Framhald á bls. 24