Morgunblaðið - 01.06.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978
29
Katrín Árnadóttir, Hlíd í Gnúpverjahreppi:
Launa j öf nuður
fyrsta skrefið
Kosningar nálgast og hvað tekur
við? „Við þurfum að draga úr
verðbólgunni," segja margir. „Hún
er á góðri leið með að slæva
tilfinningu okkar fyrir réttri
meðferð fjármuna og er jarðvegur
fyrir sviksemi."
Um langan tíma hef ég hlustað
eftir því sem fólk segir og ég gleðst
yfir því að fleiri og fleiri eru farnir
að nefna hlutina réttu nafni og
benda á leiðir. En því miður
stöndum við Islendingar afar
völtum fótum vegna þess hvað við
erum sundruð og ekki vantar bar
lóminn bæði hjá einstaklingum og
hópum. Hvað er að? Vantar okkur
auðlindir? Eða erum við tækja-
lausir? Þó að fiskurinn færi sig
stundum hásklega mikið í sjónum,
held ég að við verðum að svara
þessum spurningum neitandi. En
við erum mörg barnalega eyðslu-
söm og svo er að sjá að sumir trúi
því að hægt sé að kaupa sér
lífshamingju fyrir eina saman
peninga. Nú er einfalt mál að
vonlaus fátækt dregur fólk niður
og spillir oft siðum, en það gera
mikil auðæfi yfirleitt líka.
Nú eru þeir tímar að stór hópur
fólks hér á landi hefur of mikla
kaupgetu. Þetta sést á því að það
fjárfestir í óæskilegum hlutum og
flytur fé sitt úr landi. Líklega eru
þessir menn á eftir tímanum. Ekki
er langt að minnast þeirra tíma
þegar talið var sjálfsagt að
karlmenn væru fyrirvinnur
heimilanna og þeir reyndu auðvit-
að að tryggja sína framtíð með
auðsöfnum. Tryggingar voru ekki
til og konur voru yfirleitt ekki
búnar að hasla sér völl í atvinnu-
lífinu við hlið mannsins, eins og nú
tíðkast. Gæti þetta ekki verið
skýringin á því að karlar munu
vera öllu fimari en konur í því að
safna að sér fjármunum og iðka
þjóðhættulegt brask. Ég vil skjóta
því hér inn í að nú má heyra i
erlendum fréttum hvað auðsöfnun
leiðir af sér í mörgum tilvikum. Ég
á við mannránin. Ég vil segja að
á okkar góða landi sé auðsöfnun
úreltur bjánaskapur. Við höfum
góða heilsuvernd og læknisþjón-
ustu samanborið við flestar aðrar
þjóðir, tryggingar nokkurn veginn
í lagi og það sem best er, hér sýna
flestir einhverja tillitssemi og
meta einstaklinginn mikils.
Mig langar til að minnast á
framleiðslustéttirnar ogiðnfyrir-
tækin. Þessir burðarásar þjóð-
félagsins þurfa vissulega oft að
leggja hart að sér til að nýta okkar
miklu auðlindir og þurfa því góð
rekstrarlán. Ekki má vanmeta
þeirra framlag. í því sambandi má
minna á það, hvað aðkallandi er að
minnka aðstöðumun manna í
bændastétt. Ég vil ekki gera lítið
úr margs konar þjónustu sem
aðrar stéttir inna af hendi. Vafa-
laust eru of margir í þeim stéttum
þjóðhagslega séð, en látum það
vera. Hitt er verra þegar fólk i
þessum hópum krefst þess að fá
margföld verkamannalaun. Nú
játa allir að jafnvel verkamaður
þarf að éta, klæðast og búa í húsi.
Fái hann laun, sem duga vel. til
þess alls og hafi örlítinn afgang
sér til gamans, mun þá ekki t.d.
menntamaður, sem hefur helmingi
hærri laun, hafa afgang til að
greiða með námslán og seinna til
að veita sér ýmislegt til ánægju og
þroska. Ég held það. Einkum ef
hann hefur líka fengið ríkisstyrki.
Hagsýni er orð sem allir þekkja.
Hana er hægt að æfa eins og íþrótt
og hafa gaman af. Margir hugsa
lítið um þetta, en gera háværar
kröfur til annarra. Nú hef ég fyrir
satt að innan flestra starfshópa sé
fólk, sem ekki gerir háar kröfur.
Hugsunarháttur þessa fólks mun
ekki vera hátt metinn af fjöldan-
um og líklega þorir það ekki að
mæla á móti verkföllum innan síns
starfshóps, þó að það sjái að þeim
fylgir jafnan sú áhætta að bilið
breikki á milli ríkra og fátækra og
þau auki á verðbólguna. Það er
umhugsunarmál ef við, íslenskt
alþýðufólk, þorum ekki einu sinni
að tala. Og hvað um okkar ráða-
og embættismenn? Eru þeir ekki
líka allflestir með nokkurs konar
tunguhaft? Hvort eru þeir
staðnaðir í gamaldags auðshyggju,
eða þora þeir ekki að tala vegna
annarra slíkra? Og hvað má segja
um verklýðsforingjana? Styðja
þeir ekki hátekjumennina innan
A.S.I. einmitt með þögninni um
þeirra tilveru?
Ég hef, eins og líklega margir
aðrir, beðið eftir því að þing og
stjórn færu að sinna máli málanna
— launajöfnuði — af alvöru. Og
sjá. Ekki eru allir þingmenn jafn
kjarklausir. Ég vil nefna nokkra
þingmenn, sem lögðu til að þing-
fararkaup yrði lækkað, og sumir
mæltu með því að ekki væri
neinum greidd hærri laun en
tvöföld verkamannalaun. Ég vil
nefna: Stefán Jónsson, Helga
Seljan, Sigurlaugu Bjarnadóttur,
Jónas Árnason og Jón Skaftason.
Orð eru til alls fyrst og veri þau
margblessuð fyrir og þeir aðrir,
sem kunna að hafa tekið í sama
streng. En nú hefur staðið á okkur
„múgamönnum" að styðja þau vel
með því að skrifa og tala. Sömu-
leiðis stendur nú ömurlega á
öðrum þingmönnum og ríkisstjórn
að taka i sama streng. Engu
breytir þó að þeir vinni mikið og
komi með margar góðar tillögur.
Herslumuninn vantar til þess að
vekja þjóðina. Þeir þurfa að lækka
sín eigin laun og byrja þannig að
kljást við verðbólguna. Ég fæ ekki
betur séð en þeir mundu styrkja
sína aðstöðu mjög til að ná
kúfinum af launum þeirra sem
kunna að vera fyrir ofan þá í
stiganum og hinna sem eru með
svipuð laun og þeir, eða eitthvað
lægri. Þeir fengju áreiðanlega
þakklæti okkar í alþýðustétt. Mér
sýnist að ýms þjónusta mundi
lækka og þar á eftir mætti lækka
verslunarálagningu og svo verðá
landbúnaðarafurðum. Ef til vill
mundi líka lækka verð á fiski á
innlendum markaði. Mér skilst að
öryggi fylgi því að hafa verkföll
leyfileg. En með svona aðgerðum
af hálfu þess opinbera, væru
verkföll úrelt villimennska. Lág-
launastéttirnar fengju sínar
kjarabætur í lækkuðu verðlagi.
Ég vil ekki trúa því að menn
bjóði sig fram til Alþingis til að fá
hátt kaup og fríðindi. Varla fara
menn út í það nema þeir hafi hug
á að gera gagn. Ég held að þeir séu
bara eins ósamtaka og við öll hin.
Sjálfsagt er launakerfi hátekju-
manna mjög flókið. Það er eflaust
mikil og vandasöm vinna að lækka
kaupið á réttlátan hátt, en mundi
ekki sáttasemjari ríkisins, sá góði
maður, sem hefur unnið kauplaust
í fjölda ára að því að sætta
stríðandi hópa, vilja vera þar til
ráðuneytis. Mundi ekki vera til-
breyting fyrir hann að fá loks til
fundar menn, sem eru að afsala
sér einhverju af tekjum sínum.
Svona framkvæmdir væru ef til
vill einsdæmi í veraldarsögunni,
en það væri mjög gaman! Það væri
skemmtilegt ef við Islendingar,
svona fáir, þyrðum að fara okkar
eigin leiðir, og hættum að afsaka
okkur með því að meira væri
misréttið hjá öðrum þjóðum.
Sagan mundi geyma nöfn þeirra
manna sem mitt í verðbólguhring-
iðunni tækju að meta hag alþjóðar
meira en sinn eiginn. Launa-
jöfnuður, ásamt margs konar
hliðarráðstöfunum, ekki síst í
skattheimtu, mundi draga úr
verðbólgunni þar til jafnvægi
næðist gagnvart okkar viðskipta-
þjóðum. Þetta mundi létta þá
byrði, sem hlýtur að leggjast á
niðja okkar vegna erlendra skulda
og ef til vill forða þjóðinni frá
gjaldþroti, sem vissulega gæti átt
sér stað t.d. við miklar náttúru-
hamfarir.
Ég tek nú undir það, sem Eðvarð
Sigurðsson sagði 1. maí. Öll þjóðin
þarf að vinna að launajöfnuði. Þið,
sem kunnið að lesa þessar línur —
ef þið eruð sammála mér — þá
heiti ég á ykkur að láta til ykkar
heyra. Skýrið það sem óljóst er.
Bætið við frá ykkur. Hvetjið
frambjóðendur ykkar til að vinna
að þessum málum. Fáist efstu
menn á listum okkar gömlu flokka
í Suðurlandskjördæmi ekki til að
heita eindregnum stuðningi við
mál málanna, launajöfnuð, mun ég
skila auðum seðli við kosningar í
vor, og fleiri hafa haft við orð að
gera svo. Ég vona bara að ég fái
þá ánægju að kjósa.
Katrín Árnadóttir.
Vertíðaraflinn jókst
heldur á Vestfjörðum
Vetrarvertíöaraflinn i Vest-
firðingaíjórðungi varð að þessu
sinni 32.G27 lestir, sem er 805
lestum meira en á s.l. ári. Á
Suðureyri og Þingeyri varð afl-
inn 17% meiri en á s.l. ári og á
Patreksfirði 13% meiri, í hinum
verstiiðvunum var aflinn víðast
svipaður eða lítið eitt minni. að
því er segir^ í yfirliti skrifstofu
Fiskifélags íslands á ísafirði.
í yfirlitinu segir að tíðarfar hafi
verið mjög óhagstætt til sjósóknar
fyrri hluta vetrarvertíðarinnar, en
eftir páska hafi verið góðar gæftir.
Þá segir að línubátar hafi flestir
verið með minni afla en í fyrra, en
flestir með hlutfallslega verðmeiri
afla, þar sem steinbíturinn var
minna hlutfall af afla en áður. Afli
flestra togaranna var áþekkur og
árið áður, en afli netabáta heldur
lakari.
Eins og fyrr segir varð heildar-
aflinn nú 32.627 lestir, en var
31.823 lestir á s.l. ári. Línuafli er
nú 14.693 lestir eða 45% vertíðar-
aflans, en var 14.839 lestir eða 47%
í fyrra. Afli togaranna varð nú
15.985 lestir eða 49% aflans, en var
14.665 lestir eða 46% í fyrra og í
net öfluðust 1.949 lestir eða 6%, en
í fyrra var netaaflinn 2.318 lestir
eða 7% vertíðaraflans.
Aflahæsti togarinn var Guð-
björg frá ísafirði með 1.981 lest í
18 sjófcrðum. Guðbjörg var einnig
aflahæst á vertiðinni í fyrra með
2.226 lestir. Af netabátum var
Garðar frá Patreksfirði aflahæst-
ur með 920 lestir í 80 róðrum.
Heiðrún frá Bolungavík var afla-
hæst þeirra báta, sem réru með
línu alla vertíðina, en hún var á
útilegu og aflaði 806 lestir í 16
róðrum. Af dagróðrabátum var
Orri frá Patreksfirði aflahæstur
með 656 lestir í 86 róðrum.
Keramiknámskeið
Laugardagsnámskeiö innritun í síma 51301.
Keramikhúsiö h.f.
(Lísa Wíum)
Hafnarfiröi.
Kolsýrusuðuvír
Vegna verðlækkunar umbjóðanda okkar getum viö nú boðiö C02 suöuvír (DIN 8559) á
sérlega hagstæöu veröi. Verö pr. 15 kg.’kefli (Háö breytingum án fyrirvara); 0,6 mn> kr..
9.526; 0,8 mm kr. 6.712; 1,0 mm kr. 5.837 og 1,2 mm kr. 5.555.
Eigum ennfremur mikið úrval af Phoenix Union suöuvír á viölíka hagstæöu veröi.
Vestur-Þýskir byggingakíkirar væntanlegir næstu daga.
IDNADARVÖRUR, vélaverslun
Kleppsveg 150, pósthólf 4040
124 Reykjavík, sími 86375.
ÓTRÚLEGT
EN SATT!
^rrjJT“-==-
5 i
/TT : <tlvN— /
. VS. i -JL i: L
^ 1 ' ^ ^ - f" 1111 ‘
THORO viðgerðarefnin
leysa allan vanda
THORO efnin hafa veriö framleidd af STANDARD DRY WALL PRODUCTS, siöan 1912,
og er komin mikil og góö reynsla á þau. WATERPLUG, THOROPACH og THORITE,
eru viögeröarefni i sérflokki. Þar sem önnur viögeröarefni dugöu ekki, hafa þessi
viögeröarefni, hvert á sinu sviöi, reynst vel. Og eru ótrúleg dæmi, til um þau.
WATERPLUG stöövar rennandi vatn samstundis, harönar undir vatnsyfirboröi, rýrnar
ekki, en þenst út um leiö og þaö harönar, dettur ekki af brúnum eöa hornum, einstök
ending og þolstyrkur.
THOROPATCH er viögeröarefni fyrir gólf, sem hafa slitnaö eöa brotnaö. I staöinn fyrir
þykk ásteypulög, sem kosta mikinn tima og peninga, er besta lausnin þunnt lag af
THOROPATCH yfir allt gólfiö.
Eftir 24 tima má hleypa þeirri umferö á gólflö, sem þvi er ætlaö. Viðloöun og styrkleiki
THOROPACH er meö eindæmum, auk þess sem þetta er ódýrasta og varanlegasta
lausnin. THOROPATCH er hægt aö fá i litum.
THORITE er hraösteypa, sem rýrnar ekki og er sérstaklega hönnuö til viögeröa á nýrri og
gamalli steinsteypu. Steypugalla og skemmdir er hægt aö laga á fljótan og ódýran hátt
meö THORITE án kostnaöarmikils mótauppsláttar.
Muniö eftir THORO viögeröarefnunum og leitaö upplýsinga um möguleikana, og verö
Mikiö hefur sparast hjá þeim sem hafa komist upp á lagiö og nota THORO viögerðarefnin.
IS steinprýði
_____________BB DUGGUVOGI 2 SÍMI 83340__________________________£>
Rétt spor í rétta átt,
sporin íTorgið!