Morgunblaðið - 01.06.1978, Side 31

Morgunblaðið - 01.06.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 31 Hermann G. trésmiður — í dag á níraeðisafmæli Hermann G. Hermannsson, trésmiður, frá Fremstuhúsum í Dýrafirði. Kirkjubækurnar þar í sveit stað- hæfa að hann sé fæddur árið 1888 en sjálfur ber hann furðulítil líkamleg eða andleg merki þessara níu áratuga. Heyrn og sjón að vísu nokkuð farin að deprast.en heilsan enn með ólíkindum góð. Minni hans er óskeikult, bæði hvað snertir löngu liðna menn og atburði og það sem fram fer í þjóðlífinu á líðandi stund. Foreldrar Hermanns voru hjón- in Guðbjörg Torfadóttir og Her- mann Jónsson bóndi í Fremstu- húsum, sem bæði voru Vestfirð- ingar að ætt. Hann ólst upp í föðurhúsum ásamt fjórum systk- inum fram til tvítugsaldurs. Skólaganga æskuáranna varð stutt, en barnalærdóminn nam hann af foreldrum sínum og systkinum og af eigin rammleik. Við það bættist svo eins vetrar nám í Núpsskóla veturinn 1907—1908. Ekki verður annars vart en að þetta heimafengna nám, sem varð hlutskipti svo margra Islendinga, hafi orðið Hermanni nægilega traust og endingargott á lífsleiðinni. Búið í Fremstuhúsum var lítið, eins og víðar á Vestfjörðum á þessum tíma og ekki nógu stórt til að framfleyta eða veita vinnu mannmörgu heimili. Því þurfti að leita fanga utan heimilis eftir mætti, og það kom meðal annars í hlut Hermanns að róa á þilskip- um fyrir vestan frá fermingu fram yfir tvítugt. Haustið 1908 urðu þáttaskil í lífi Hermanns, er hann fór til tré- smíðanáms á Isafirði. Þetta varð upphafið að ævistarfi hans og óvenju lungurn starfsdegi sem trésmiður. Þeim starfsdegi lauk raunar ekki fyrr en 00 árum síðar eða árið 1975 er Hermann var orðinn 87 ára að aldri. Hermann flutti til Revkjavíkur 1910 og lauk námi í húsgagnasmiði frá Iðnskólanum vorið 1913. Frá þeim tíma þar til hann yfirgaf hefilbekkinn fyrir fullt og allt vann hann nær eingöngu hjá fimm fvrirtækjum í Reykjavík: „Gamla Kompaníinu" 1914 — 1925, Verzlun Frímerkjasafn- arar þinga ELLEFTA landsþing Landssam- bands íslenzkra frímerkjasafnara verður haldið í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði laugardaginn 3. júní n.k. Verður þingið haldið í sam- bandi við frímerkjasýninguna „Hafnex-78“, sem Félag frímerkja- safnara í Hafnarfirði og Garðabæ heldur í skólanum dagana 2.-4. júní n.k., segir í frétt frá Lands- sambandi íslenzkra frímerkja- safnara. L.Í.F. hefur til þessa gefið út tímaritið Grúsk í samvinnu við Félag frímerkjasafnara í Reykja- vík, en mun nú eitt taka við þeirri útgáfu. í dag eru allir frímerkja- klúbbar á landinu í landssamband- inu. Hermannsson níræður Haraldar Arnasonar 1925—1936, Bifreiðaverkstæði Egils Vil- hjálmssonar 1936—1945, Heild- verzlun Hallgríms Benediktssonar 1945—1958 og Húsgagnaverkstæði Jónasar Sólmundssonar 1958-1975. Hermann var afburða smiður og vandvirkur eins og hans kynslóð var í blóð borið. Hann lét aldrei hlut frá sér fara, fyrr en hann þóttist viss um, að betur gæti hann að minnsta kosti ekki gert. Um þetta bera vitni fjöldamörg hús- gögn, sem hann hefur smíðað um æfina, og þeir, sem hann vann fyrir leituðu ævinlega til hans aftur. Mér er kunnugt um, að hann var allt að því „hirðsmiður" ákveðinna fjölskyldna hér í bæ og víðar áratugum saman og allt fram á síðustu starfsár sín. Árið 1914 kvæntist Hermann Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur frá Meiðastöðum í Garði, hinni ágæt- ustu konu og einkenndrst fimmtíu og tveggja ára sambúð þeirra af einstakri samheldni, sem aldrei bar skugga á, en Sigurbjörg lézt 1966. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og voru þau: Hermann, kvæntur Unni Eyvindsdóttur, hann lézt 1975, Guðmundína Dýr- leif, gift Jóhannesi Bergsteinssyni, Kristbjörg, gift Páli Sigurðssyni, hún lézt 1970, Björg gift Gunnari Gíslasyni. Sonur þeirra Þorsteinn Kolbeinn lézt aðins þriggja ára að aldri. Þá ólu þau Hermann og Sigurbjörg upp fósturson, Ingva Þorsteinsson, sem kvæntur er Lív, norskri konu. Þetta er stutt og ófullkomið ágrip af langri og merkir ævi ágætismanns. Því ætti að ljúka með öllum beztu lýsingarorðum íslenzkrar tungu, sem höfða til mannkosta, því að slíkir dreng- skapar- og öndvegsmenn sem Hermann eru fágætir. En það væri ekki í samræmi við hógværa skapgerð hans að vera borinn lofi og því læt ég nægja að senda honum hugheilar afmælisóskir með þökk fyrir dýrmæta hand- leiðslu. Ingvi borsteinsson SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. bama&fjölsk/ldu- Ijðsmyndir /^USrURSTRÆTl 6 SÍMI12644 Fiskvinnsluskólinn Umsóknir um skólavist, næsta haust, skulu hafa borist skólanum fyrir 10. júní n.k. Skólinn útskrifar: Fiskiðnaðarmenn og ffisktækna Hægt er aö hefja nám viö skólann á ýmsum námsstigum eftir grunnskóla og fer námstíminn eftir undirbúningi. Fiskiðnaðarmannsnámiö tekur þrjú ár eftir grunnskóla en sérstök 11/2 árs námsbraut er fyrir „öldunga“, þá sem eru 25 ára eöa eldri og starfaö hafa a.m.k. í 5 ár viö fiskiðnað. Stúdentar geta lokiö fisktæknanámi á tveimur árum. Nánari upplýsingar í skólanum. Sími 53544. Fiskvinnsluskólinn Trönuhrauni 8, Hafnarfiröi. Styrkió og fegríð líkamann Ný fjögra vikna námskeid hefjast 5. júní. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráö. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast Um 15 kg eöa meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð — kafffi — nudd. Júdódeild Ármanns Sadolin acryi fæst i 12 litum. Tilvalið ef þér hyggist skipta um lit eða áferð. Hrindir ffrá sér vatni,stenst íslenska veðráttu frábærlega vel. Síðumúla 15 sími 3 30 70 SKIFTILYKLAR RÖRTENGUR BOLT AKLIPPUR ÁTAKSMÆLAR TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL VÍRKLIPPUR BLIKKKLIPPUR SKÆRI, ALLSKONAR SKRÚFJÁRN SPORJÁRN SKRÚFÞVINGUR STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR JÁRNSAGIR TRÉSAGIR KLAUFHAMRAR HALLAMÁL JÁRN- OG TRÉBORAR STÓRVIÐARSAGIR BORSVEIFAR MÚRARA- VERKFÆRI MÚRSKEIÐAR MÚRBRETTI MÚRHAMRAR MÚRFÍLT STÁLSTEINAR RÉTTSKEIOAR ÞJALIR MIKIÐ ÚRVAL TRÉRASPAR SKRUFSTYKKI SKARAXIR ÍSAXIR VERKFÆRABRÝNI LJÁBRÝNI FEITISPRAUTUR SPURNINGSKÖNNUR ÁHELLISKÖNNUR TREKTAR PLASTBRÚSAR 5—25 Itr. LÓÐTIN PLÖTUBLÝ TJÖRUHAMPUR BÁTASAUMUR KOPARSAUMUR ÞAKSAUMUR M0DEL-GIBS GÚMMÍM0TTUR FYRNAHLÍFAR REYKGRÍMUR HLÍFÐARGRÍMUR ANDLITSHLÍFAR YALE KRAFT- BLAKKIR % tonn IV2 tonn 2Vt tonn 5 tonn STREKK JARAR FYRIR ÞUNGAVÖRU FLUTNINGA GIRÐINGASTREKKJAR- AR Ananaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.