Morgunblaðið - 01.06.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978
33
Þrándheimsför skóla-
stjóra og yfirkennara
ÍSLENZKT skólafólk mun í
júní sækja ráðstefnu um grunn-
skóla í Noregi og verða í ferð
héðan um 50 manns en það er
Félag skólastjóra og yfirkenn-
ara sem efnir til ráðstefnunnar
í samvinnu við norsku kennara-
samtökin. Fjallar ráðstefnan
um norska grunnskólann.
í frétt frá félaginu segir m.a.:
Á ráðstefnunni munu þekktir
skólamenn flytja erindi um
norska grunnskólann, en hann er
senn tíu ára. Er hugmynd
íslenzka hópsins að kynna sér
Dómkirkjan í Niðarósi
Rósa B. Blöndals:___Friðun hvala:
Er andarnefjan útdauð?
Dr. Helgi Péturs segir í Græn-
landsför sinni 1897 um hvali og
hvalfangara:
„Hvali sáum við nokkrum sinn-
um (á leiðinni til Grænlands), en
það var þó miklu sjaldnar en ég
hafði búist við á svo löngum tíma.
Hvaladrápsmennirnir hafa gengið
alltof vel fram í Norðurhöfunum,
eins og annars staðar. Það prýddi
ekki lítið útsjónina, þegar gljá-
svört bökin á þessum risadýrum
hvelfdust upp úr sjónum og hvítir
skoðun, að það væri góð skemmtun
að kvelja skepnur, sem hefðu
taugar og gætu fundið til. Og það
mun líka oftar vera af hugsunar-
leysi og heimsku en eiginlegri
mannvonsku, þegar menn hafa
gaman af slíku.“
Á þessum orðum sést, að dr.
Helgi Péturs, náttúrufræðingur,
spekingur og spámaður um margt,
er síðar hefur komið fram, hefur
þegar um aldamót séð hvert
reynslu Norðmanna af grunn-
skólanum og er ekki að efa að
þátttakendur verða margs vísari
um kosti hans og galla. Að
erindum loknum verða fyrir-
spurnir, umræður og hópvinna.
Einnig verða heimsóttar stofn-
anir og skólar og ýmsir
skemmtikraftar koma fram á
kvöldvökum. Mótið verður haldið
í Fredly folkhögskola í Börsa
dagana 2.-9. júní.
Margir aðilar hafa styrkt ferð
þessa, m.a. Þjóðhátíðargjöf
Norðmanna, menntamálaráðu-
neytið, sveitarfélög o.fl. aðilar.
Enn mun skólafólk geta komist
í ferðina og geta þeir sem áhuga
hafa sett sig í samband við
stjórn félagsins.
stefndi í hvaldrápunum. Á þessum
tímum var Island hval-auðugt
land, og hval-vöður tíðar inn á
firði landsins. Nú er þeirri auðlegð
lokið. Og hvalveiðarnar fara allar
fram á þeim slóðum eða þar í
grennd, sem dr. Helgi Péturs taldi
rétt fyrir aldamót, að hvölum
hefði ískyggilega fækkað fyrir
ofveiði.
Er andarnefjan útdauð? —
Vilja þeir vísindamenn, sem mæla
með hvalveiðum, upplýsa það?
Rósa B. Blöndals.
strókarnir gusu upp með
drynjandi blæstri. Það voru helst
andarnefjur, sem sáust.
Það er sorglegt að vita, hve oft
menn hafa drepið þessi einkenni-
legu og skemmtilegu dýr
hugsunarlaust og að þarflausu.
Skipstjórinn á Perú sagði mér frá
því, að skipverji hjá honum hefði
einu sinni skotið á hval, sem kom
upp rétt hjá borðstokknum. Lét
hann mikið yfir því, hve gaman
það hefði verið að sjá, hvernig
dýrinu brá og hvernig það þeysti
blóðinu upp í háaloft. Það var þó
ekki erfitt að fá skipstjórann, sem
var góðmenni, ofan af þeirri
Engin
írönsk
íhlutun í
Afgha-
nistan
Nýja Delhí, Indlandi 29. maí.
AP.
Utanríkisráðherra Indlands. A.B.
Vajpavee, neitaði í dag fréttum
um að íransstjórn hygðist hlutast
um mál í Afghanistan. Vajpayee
er nýkominn frá íran, þar sem
hann var í opinbcrri heimsókn.
Utanríkisráðherrann sagði að
Indland og íran hefðu sömu
skoðun á byltingunni í Afghan-
istan, og litu löndin svo á, að þar
væri um innanríkismál Afghan-
istans að ræða. Hann sagði
ennfremur að valdataka vinstri
sinna í Afghanistan þyrfti ekki að
þýða það að nú færi í hönd tímabil
erfiðra samskipta í þessum heims-
hluta.
Lee Cooper mótar tískuna - alþjóðlegur tískufatnaður
sniðinn eftir þínum smekk, þínu máli og þínum
gæðakröfum.
Lee Cooper skyrtur
í miklu úrvali
KÓRÓNA BUÐIRNAR
Vajpayee sagði hins vegar að
hann væri mikið á móti íhlutun
annarra landa í innanríkismál
Afríkulanda og átti hann þar við
íhlutun Kúbumanna í innanríkis-
mál landa álfunnar.
BANKASTRÆTI 7 SIMI 29122. AÐALSTRÆTI 4. SÍMI 15005.
Við sýnum og seljum þessa viku myndir eftir:
Kjarval, Tarnus, Unni Ástu Friðriksdóttur,
Gunnar I. Guðjónsson, Agnar Agnarsson,
Kristinn Nikolai, Sigurð Jóhannsson, Gunnar
Geir og einnig nokkrar styttur.
Orginal,
Laufásvegi 58.
Stuðlið að þroska bamsins með réttum
leikföngum.
Höfum á boðstólum mikið úrval leik-
fanga, sem eru sérstaklega hönnuð fyrir
börn, á öllum aldri.
Leikfang er ekki bara hlutur, sem hefur
ofan af fyrir barni, heldur líka tæki til að
efla þroska þess.
Ravensburger spil með íslenskum leið-
beiningum fyrir börn frá 2ja til 99 ára.
Jussila finnsk tréleikföng í sérflokki.
Galt kennslutæki og leikföng sérstaklega
ætluð dagvistarheimilum og skólum.