Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1978 41 M fe 1 i 15 % i ». h \ s! ’i JJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 . FRÁ MÁNUDEGI það kemur því út í lóðamörk. Er þá venjulega auglýst hreinsunar- vika. Og er það vel. Landvernd hefur tekið hugmyndina upp og auglýsir hreinsunarvikur og hvet- ur alla landsbúa til að gera slíkt hið sama. • Glerbrota- menning Ein tegund af sóðaskap virðist vera sérstakt einkenni á íslending- um — og það er glerbrotagleðin. Ekki má hafa hönd á flösku, svo ekki þurfi að brjóta hana. Og sjást þessi merki um allt, á öllum götum borgarinnar, jafnt sem úti í sveitum, þar sem fólk hefur stanzað með drykkjarföng. Furðulegast er þó, þegar menn strá glerbrotum undir sjálfa sig, rétt eins og fakírar. Það sést til dæmis í „heita skurðinum" í Nauthólsvík, þar sem fólk gengur um berfætt. Eftir hverja nótt eru þar oddhvöss glerbrot um allt og jafnvel ofan í skurðinum, þar sem menn geta stórskaðað sig á þeim. Á hestamannamótum er sama uppi. Þar eru hestaeigendur komn- ir með hestana sína. Og svo brjóta þeir og aðrir, sem hljóta að vera þarna af áhuga á hestum, flöskur um allt. Og þær liggja með oddhvassar brúnir og geta stór- skaðað hestana. Jafnvel svo að verður að slá þá af. Þessir hringdu . . . • Sektir við sóðaskapnum Erlendis þekkist það að hús- eigendum sé gert skylt að sjá um að lóðir þeirra séu hirtar og sektir liggja við, ef svo er ekki. Sums staðar, eins og t.d. í Singapore, liggja þungar sektir við öllum sóðaskap. Og er fólki gert að greiða sektina á staðnum. Ef lögreglan sér einhvern kasta frá sér sígarettustubbi eða ísformi, þá kostar það 50 dollara sekt á staðnum. Sama er að segja ef lóðareigandi hirðir svo illa lóð sína, að skorkvikindi tímgast í pollum. Þá ber hann ábyrgð og greiðir sekt um leið og honum er gert að þrífa lóðina. Árangurinn er sá, að þessi stórborg, sem einu sinni þótti einhver mesta sóðaborg svo sem glæpasögur gefa til kynna, er nú einhver hreinasta borg í Austurlöndum og heilsufar þar betra en annars staðar. Því það varðar ekki aðeins sóðana hvernig þeir ganga um í þéttbýli, heldur allt umhverfið og þá sem þar búa. Svona sóðaskapur utanhúss varðar í rauninni meira nágrannana en sóðann sjálfan. Bað konan okkur endilega að koma á framfæri við Ómar að hann héldi áfram herferðinni gegn SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Albena í Búlgaríu í fyrra kom þessi staða upp í skák ungverska stórmeistarans Farago og búlg- arska alþjóðameistarans Peevs. 47.... Bc3! (Eina leiðin fyrir svart til að halda peðinu) 48. Rxc2 (Tapar, en eftir 48. Hxc3 — Hb3!, 49. Hxb3 - cl=D, 50. He3 - Dfl+, 51. Kg3 - Dgl+, 52. Kf3 - Dh2! stendur svartur einnig til vinn- ings. Hvítur gæti að vísu reynt 48. Rd3, en eftir 48.... Hb3, 49. Ke2 — Hxa3 hefur svartur mikla vinningsmöguleika) Hxc2, 49. a4 — Hh2!, 50. a5 - IIh3+ (En alls ekki 50.... Bxa5, 51. g5+!) 51. Kg2 — Hg3+! og hvítur gafst upp. sóðunum og helst á þann veg að fólk yrði hrætt um að vera afhjúpað í sjónvarpi, ef það hegðar sér svona. • Ösku- tunnurnar Annar kunningi Velvakanda vakti athygli hans á öskutunnum, sem standa götumegin við sum hús, einkum verkstæðishús. Þær verða fljótt ljótar og beyglaðar og til mikillar óprýði fyrir umhverfið. Enda er oft svo að drasl stendur upp úr þeim eða vellur út. Kvaðst hann búa við Brautarholtið og þurfa að horfa upp á slíkt daglega, án þess að geta að gert. Kvaðst hann vonast til að þessir aðilar, sem eru fleiri en einn, sæju nú að sér og tækju tillit til nágrannanna. • Hrein borg Þetta er reglulegur Vakning- ar-Velvakandi. Og vonandi vekur hann lesendur til umhugsunar um það, hvort ekki sé pottur brotinn hjá þeim. Og hafi þau áhrif að þeir drífi sig út og taki til í kring um sig. Oftast þarf ekki nema eina kvöldstund til að bæta úr og gleðja nágrannana um leið og sjálfan sig með þekkilegra umhverfi. Flugleidir auglýsa Hlutabréf í Flugleiöum h.f. eru til sölu í hlutabréfadeild félagsins, aöalskrifstofu, Reykja- víkurflugvelli. Hlutabréfadeild er opin daglega frá kl. 9—16. FLUGLEIDIR HFJ Mikið urval af demmbuxum og riffluðum flauelsbuxum í 4 litum. Stærðir: 28-40 Lee Cooper mótar tískuna - alþjóðlegur tískufatnaður sniðinn eftir þínum smekk, þínu máli og þínum gæðakröfum. KÓRÓNA BÚÐIRNAR BANKASTRÆTI 7. SIMI 29122 AÐALSTRÆTI 4. SÍM115005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.