Morgunblaðið - 03.06.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAQUR 3. JÚNÍ 1978
3
Fá athiifninni á þaki Hótel Borgar í gær. Knútur Hallsson tilkynnir nöfn þeirra sem starfslaun hlutu að viðstöddum Thor Vilhjálmssyni
og Ólafi B. Thors ásamt sex af listamönnunum.
Starfslaunum listamanna úthlutað í gær:
Kristján Davíðsson hlaut 12 mánaða
laun — Bragi Ásgeirsson 9 mánaða
SJÖ listamenn hljóta starfs-
laun listamanna að þessu sinni.
Þetta var kunngert við hátíð-
lega athöfn á þaki Hótel
Borgar í gær. Kristján Davíðs-
son hlýtur 12 mánaða starfs-
laun og Bragi Asgeirsson 9
mánaða starfslaun.
Starfslaunum listamanna eru
ætlaðar 6.530.000 í fjárlögum
1978 og fer úthlutun þeirra eftir
reglum, sem menntamálaráðu-
neytið setti árið 1969, en sam-
kvæmt þeim skulu launin miðuð
við byrjunarlaun menntaskóla-
kennara og veitt eftir umsókn-
um til þriggja mánaða hið
skemmsta, en eins árs hið
lengsta.
Úthlutunina annast
þriggja manna nefnd, er
menntamálaráðherra skipar til
eins árs í senn. Nefndin hefur
nú lokið störfum en hana
skipuðu: Ólafur B. Thors, for-
maður úthlutunarnefndar lista-
mannalauna, Thor Vilhjálms-
son, forseti Bandalags íslenskra
listamanna, og Knútur Halls-
son, skrifstofustjóri mennta-
málaráðuneytisins, en hann var
jafnframt formaður nefndar-
innar.
Umsóknir um starfslaun voru
54 talsins að þessu sinni. Starfs-
laun til þriggja mánaða hlutu
myndlistarmennirnir Níels Haf-
stein Steinþórsson, Ólafur
Lárusson og Þórður Hall. Einnig
Manuela Wiesler Hermóðsdóttir
tónlistarmaður og Pétur
Gunnarsson rithöfundur.
I ávarpi sem Knútur Hallsson
flutti við athöfnina kom meðal
annars fram að hér væri ekki
verið að úthluta fé heldur skipta
fjárveitingu. Einnig sagði Knút-
ur að ekki bæri að líta á þetta
sem styrki heldur laun, því
listamenn þyrftu að taka laun
fyrir sína vinnu eins og aðrar
ététtir þjóðfélagsins.
Thor Vilhjálmsson tók einnig
til máls og sagði meðal annars,
að hér væri um að ræða allt of
lítið fé handa of mörgum. Það
þyrfti að koma því þannig fyrir,
að listamenn gætu gengið að
launum sínum vísum. Einnig
þyrfti að ganga úr skugga um,
að þeir sem fengju laun væru i
raun og veru að vinna.
Bruni í
Keflavík
SLÖKKVILIÐIÐ í Keflavík var í
gærmorgun kvatt að fiskverkunar-
og frystihúsi Baldurs h.f. í Kefla-
vík, en þar var þá eldur laus og
lagði mikinn reyk frá húsinu. Talið
er aö kviknað hafi í út frá
ráfmagnstöflu, en slökkvistarf
gekk fljótt og vel fyrir sig.
Eldsins varð vart um klukkan
07,02. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Keflavík munu
skemmdir hafa orðið talsverðar á
húsinu, en þó ekki svo að ekki unnt
sé að starfrækja það áfram.
Fasteignagjöld
af garðinum bak
við Fjalaköttinn
um 150.000 kr.
„Eg hef ekki nákvæma mælingu
á því svæði, sem þarna á að fara
undir garð, sen mér sýnist að
fasteignagjöld af svæðinu séu
einhvers staðar á stærðargráðunni
150.000 krónur," sagði Jón G.
Tómasson skrifstofustjóri borgar-
stjóra er Mbl. spurði hann, hvert
væri fasteignagjald lóðarinnar bak
við Fjalaköttinn, sem til tals hefur
komið að Reykjavíkurborg greiði
fasteignagjald af fyrir lóðareig-
anda.
Jón G. Tómasson sagði að mál-
efni Fjalakattarins og lóðarinnar á
bak við hann hefði borið á góma á
fundi borgarráðs í gær, en ekkert
verið bókað um málið.
Sjómannadagurinn í Hafnarfirði;
Ræður, skemmti-
atriði, koddaslagur
Sjómannadagsráð, f.v.: Tómas Guðjónsson, Guðmundur H. Oddsson, Pétur Sigurðsson, formaður, Garðar
Þorsteinsson, Hilmar Jónsson og Anton Nikulásson.
Sjómannadagurinn á sunnudag:
Hrafnista í Hafnar-
firði sýnd almenningi
Fjölbreytt hátíðahöld í NauthóLsvik
SJÓMANNADAGURINN í Reykjavík verður haldinn nk. sunnudag, 4. júní. Utan fáeinna nýmæla
verða hátíðahöldin með mjög hefðbundnu sniði. Á fundi með fréttamönnum ræddi formaður
Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, lítillega tildrög þess að sjómannadagurinn var haldinn
hátíðlegur< í fyrstu til þess að tryggja samstöðu sjómannastéttarinnar og síðar meir einnig til þess
að minnast starfa sjómanna lífs og liðinna.
HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins
í Hafnarfirði tengjast að vonum
hinu nýja Hrafnistuheimili í
hænum, en að öðru leyti verða
þau með svipuðu sniði og undan-
farin ár.
Samkomulag
á Flateyri
SAMKOMULAG hcfur orðið milli
fulltrúa í sveitarstjórn á Flateyri.
Þar verður ekki myndaður meiri-
hluti, heldur mun hvert mál, sem
fyrir kemur látið ráðast með
atkvæðagreiðslu. Þá skipta list-
arnir með sér oddvitaembættinu
þannig, að hver listi hefur það í
16 mánuði samfleytt.
Úrslitin urðu þannig, að Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk 2 menn
kjörna, en H-listi, sem að stóðu
Samtökin, Alþýðubandalag og
óháðir, fékk tvo menn kjörna.
Framsóknarflokkurinn fékk einn
mann kjörinn. Sami sveitarstjóri
verður áfram og var síðasta
kjörtímabil.
Snorri Jónsson
farinn utan
SNORRI Jónsson, varaforseti
Alþýðusambands íslands, er far-
inn utan á atvinnumálaráðstefnu,
sem haldin er í Genf. Síðar mun
Jón H. Bergs fara til þessarar
ráðstefnu fyrir Vinnuveitcnda-
samband ísiands.
Innan stjórnar Alþýðusam-
bandsins hefur þessari utanför
Snorra, sem nú gegnir forseta-
störfum í veikindaforföllum
Björns Jónssonar, verið mótmælt,
þar sem hún ber nú upp á svo
viðkvæmum tíma. Snorri mun
ætla að sitja hálfa ráðstefnuna, en
koma síðan heim, en í hans stað
fer þá Ásmundur Stefánsson,
hagfræðingur ASÍ.
Kosnaður við utanför á þessa
ráðstefnu er greiddur úr ríkissjóði.
Dagurinn hefst með því að fánar
verða dregnir að hún kl. 9 f.h., en
klukkan 9.30 verður svo farið í
skemmtisiglingu með börn. Guð-
þjónusta í Hrafnistu hefst kl. 10,
og þar verður vígt nýtt hljóðfæri,
og kl. 11 verður svo heimsókn í
Hrafnistu, þar sem Karlakórinn
Þrestir syngur fyrir vistmenn.
Eftir hádegi verður sjómanna-
messa í Þjóðkirkjunni sem hefst
kl. 13.30. Að henni lokinni, eða kl.
14.15, verður skrúðganga frá
Þjóðkirkjunni að útihátíðarsvæði
við Bæjarútgerð Hafnarfjarðar,
þar sem útihátíðin verður sett.
Auk ræðuhalda og heiðrunar
aldraðra sjómanna verða
skemmtiatriði. Gummi og Goggi
skemmta og efnt verður til kodda-
slags.
Björgunarsveitin Fiskaklettur
sýnir björgun manna úr sjávar-
háska og björgunarstörf á gúmmí-
bát kl. 15.30, og kl. 16.00 heyja
kvenna- og karlasveit kappróður.
Um kvöldið verður sjómannahóf
í Skiphóli. Hefst það kl. 19.30.
Merki dagsins og Sjómanna-
dagsblaðið verða afhent sölubörn-
um í Bæjarbíói frá kl. 9 f.h.
sjómannadaginn.
INNLENT
Borgarráð:
Formanns-
kjöri frestað
FYRSTI fundur nýkjörins borgar-
ráðs var í gær. Kjöri formanns og
varaformanns var frestað en þeim
sem fer með starf borgarstjóra
falið að stýra fundum borgarráðs
þar til öðru vísi verður ákveðið.
Sjómannadagurinn nú hefst á
því, að skip í Reykjavíkurhöfn
draga skrautfána að hún. Lúðra-
sveit Reykjavíkur leikur síðan
fyrir aldraða dvalargesti á Hrafn-
istu kl. 10.00. Sjómannamessa
verður í Dómkirkjunni kl. 11.00,
þar sem sr. Þórir Stephensen
minnist drukknaðra sjómanna og
lagður verður blómsveigur á leiði
drukknaðra sjómanna í Fossvogs-
kirkjugarði. í kirkjunni mun
einsöngvarakórinn syngja og
Garðar Cortes syngur einsöng.
Organisti er Jón Finnsson.
Eftir hádegi verða hátíðahöld í
Nauthólsvík. Þau hefjast á því að
mynduð verður fánaborg með
fánum stéttarfélaga sjómanna og
íslenskum fánum. Að lokinni
setningu samkomunnar halda
ræður fulltrúar ríkisstjórnar, út-
gerðarmanna og sjómanna og
aldraðir sjómenn verða heiðraðir.
Ýmislegt verður og til skemmtun-
ar, svo sem kappróður á seglbátum
og róðrarbátum, koddaslagur og
björgunar- og stakkasund. Meðal
nýrra atriða má nefna sýningu á
bátum og snekkjum, auk þess sem
Kr. Ó. Skagfjörð h.f. heldur báti á
floti og fær sá bátinn til eignar
sem tekst að hvolfa honum. Einnig
sýnir Slysavarnadeildin Ingólfur
ýmis björgunaratriði, en Slysa-
varnafélag Islands er 50 ára í
þessum mánuði.
Um kvöldið verður haldið sjó-
mannahóf að Hótel Sögu. Hefst
það með borðhaldi kl. 19.30 og þar
verða einnig skemmtiatriði.
Hið nýja Hrafnistuheimili við
Skjólvang í Hafnarfirði verður
sýnt almenningi milli kl. 15.00 og
17.00. Þar verður kaffisala og
rennur allur ágóði hennar í
skemmti- og ferðasjóð vistmanna
heimilisins.
Á sunnudag verður til sölu
merki sjómannadagsins og Sjó-
mannablaðið. Strætisvagnaferðir
á dagskrána í Nauthólsvík verða
frá Lækjartorgi og Hlemmi frá kl.
13.00 á 15 mín. fresti.