Morgunblaðið - 03.06.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.06.1978, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1978 Bandalag kvenna: Hraðað verði löggjöf um neytendavernd Hjá því hefur skáldið ekki getað komist. í fyrstu gæti bókin virst fremur léttúðug ef svo mætti komast að orði. Lesendum gæti þótt að fjallað væri um örlög fólks af of miklum stráksskap. En annað kemur í ljós þegar bókin er lesin vandlega og eins og allar góðar ljóðabækur þarf að lesa hana oft og gæta þess að láta sér ekki sjást yfir það sem skiptir máli. Matthías hefur í Morgunn í maí eflt að mun hinn opna ljóðstíl sem við þekkjum úr Dagur ei meir (1975) og reyndar hefur einkennt skáldskap hans frá upphafi eða síðan Borgin hló (1958) kom út. Á því hefur borið að Matthías legði jafnframt rækt við hefðbundið ljóðform, en túlkunarmáti hans hefur ekki breyst við það, heldur virðist hann keppa að því að í ljóði megi segja sem flest, vettvangur ljóðsins stækki fremur en þreng- ist. Að þessu leyti og vegna margra annarra kosta eru ljóða- bækur Matthíasar Johannessens meðal helstu viðburða í íslenskum bókmenntum. Ég hef reynt að rökstyðja það að Morgunn í maí er einkum minn- ingabók um bernsku skáldsins og æsku í Reykjavík, saga hans sjálfs fremur en heimild um stríðsárin. Engu að síður verður bókin talin meðal sígildra bóka um stríðsárin á Islandi. Meðal ljóða sem segja allt sem þarf að segja um alvöru lífsins er fertugasta ljóð. Þar er skýrt frá því þegar Jón Bogason bryti á Dettifossi fórst og við sögu kemur föðurlaus drengur sem „gætti vel sinna/ tára“. Mér finnst þetta ljóð með þeim bestu í dókinni, dæmi um hvernig unnt er að segja mikið með einföldu orðalagi. Það er ekki alltaf hið hálfsagða sem gerir ljóð að ljóði. Að bókinni verður ekki fundið nema sem heild. Það er ekki hægt að taka eitt og eitt ljóð út úr henni og gagnrýna það. En ef ég ætti að nefna eitthvað sem orkar tvímælis er það helst að leikni skáldsins með rím og orðheppni þess valdi því á nokkrum stöðum að höfð séu of mörg orð um það sem fá segja best. Skáld á borð við Matthías eru alltaf í slíkri hættu sökum þess að hann hefur gaman af orðum og tilhneiging til mælsku er nokkuð rík í bókum hans. Þetta virðist mér aftur á móti hafa breyst í síðustu bókum hans, hnitmiðun oft verið einkenni ljóðanna. Morgunn í maí er kunnáttusam- lega gerð bók og eiga þeir Erró og Sigurþór Jakobsson hjá Mynda- mótum heiður skilinn. Myndir Errós eru skemmtilegt sambland af ljósmyndaraunsæi og hyg- myndaauðgi og ná víða að sýna hið rétta andrúmsloft ljóðanna. Það þykir mér veigamikið atriði. Með skreytingum sínum á bókum Matthíasar hefur Erró valdið tímamótum á Islandi því að margir eru farnir að herma eftir honum, oftast með slökum árangri. List Errós er persónuleg og aðeins á valdi hans sjálfs. Ný götunöfn á Eiðisgrandasvæði NYLEGA hefur byggingarnefnd borgarinnar samþykkt ný götu- nöfn á Eiðisgrandasvæði. Þau eru: Álagrandi, Boðagrandi, Fjöru- grandi, Grjótagrandi, Halagrandi, Klömbrugrandi, Klettagrandi, Selagrandi, Rekagrandi, Skelja- grandi, Þaragrandi og Ægis- grandi. Páll Gíslason kvaddi sér hljóðs á síðasta fundi borgar- stjórnar og taldi sum þessara nafna ekki góð og óskaði eftir því, að byggingarnefnd endurskoðaði þessar nafngiftir. BANDALAG kvenna í Reykjavík gerði á aðalfundi sínum eftirfar andi samþykktir um verðlags- og verslunarmáli 1. Neytendaverndi Aðalfundurinn skorar á hæstvirta ríkisstjórn að hraða löggjöf um neytendavernd. Einnig skorar bandalagið á hæst- virta ríkisstjórn að skipa konur í verðlagsnefnd og sex manna nefndina, þar sem megnið af smásöluviðskiptum þjóðarinnar fer um hendur kvenna. 2. Neytendaþáttur í sjónvarpi, hljóðvarpi og dagblöðum: Aðal- fundurinn beinir enn einu sinni þeirri áskorun til forráðamanna sjónvarps og hljóðvarps, að þeir hlutist til um, að komið verði á föstum neytendaþáttum í sjón- varpi og hljóðvarpi. Einnig skorar fundurinn á öll dagblöð Reykja- víkurborgar að hafa fasta þætti um neytendamál. Fjalla skal meðal annars um manneldi, verð- lag og neytendahagfræði í þáttum þess. 3. íbúðaláni Aðalfundurinn lýsir undrun sinni yfir að hæstvirt alþingi og ríkisstjórn skuli ekki ennþá hafa séð sér fært að breyta reglum um úthlutun húsnæðis- málastjórnarlána, svo að sama upphæö sé veitt til gamalla og nýrra íbúða. 4. Ódýrari íbúðir. Vegna hins háa verðs á íbúðum skorar aðalfundur- inn á hæstvirta ríkisstjórn og Reykjavíkurborg að beita sér fyrir meiri skipulagningu og hag- kvæmni í byggingariðnaði. Ennig skorar aðalfundurinn á Reykjavík- urborg að stuðla að byggingu nýrra íbúða á félagslegum grundvelli og njóti slíkar byggingarframkvæmdir forgangs við lóðaúthlutanir. 5. Tollari Aðalfundurinn skorar á hæstvirt Alþingi og ríkisstjórn að fella niður söluskatt á rafmagni og síma. s 6. Niðurfelling söluskattsi Aðal- fundurinn skorar á hæstvirt Al- þingi og ríkisstjórn að fella niður söluskatt á rafmagni og síma. 7. Niðurgreiðslur á landbúnaðarvörumi Aðalfundur- inn beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að útflutningsbætur á landbúnaðarvörum verði lagðar niður og komi heldur neytendum til góða. Jafnframt skorar fundur- inn á stjórnvöld að endurskoða rækilega landbúnaðarstefnuna. 8. Um vinnslu á vörum úr innlendu hráefnii Aðalfundurinn hvetur til, að aukin verði vinnsla innanlands á vörum úr innlendu hráefni og dregið verði úr útflutn- ingi óunninnar og hálfunninnar vöru, svo sem skinna, ullarvara, sjávarafurða og fleiru. Aðalfund- urinn mótmælir eindregið útflutn- ingi á lopa í stórum stíl. Útflutn- ingur þessi skaðar íslenzkan ullar- iðnað og skapar honum óeðlilega harða samkeppni á erlendum markaði. 9. Verðhækkaniri Aðalfundurinn mótmælir hinni sívaxandi öldu verðhækkana, sem flæðir yfir landið og skorar á stjórnvöld að spyrna við. 10. Verðbólga og verðtryggingi Framhald á bls. 26. Tómatar — Stórlækkaö verð pr. kg. kr. 810 Heimilisblómavöndurinn þessa helgi er: Sumarblóma salan er hafin Stjúpmæöur Flauelsblóm Morgunfrú Levköj Dahlíur Tóbakshorn Kornblóm Nemesia 5 stk. rósir á aöeins kr. 950

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.