Morgunblaðið - 03.06.1978, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1978
—ÁUIAMÍX
„Sjálfstæðisflokkurinn verður að stefna að varnarsigri í nk. þingkosningum, en siðan
að endurskipuleggja starfið í flokknum og endurskoða stefnu hans.“
eftir HANNES HÓLMSTEIN
GISSURARSON
Traustasta vígi sjálfstæðismanna
féll
Borgarstjórnarkosningarnar 28. maí sl.
voru sögulegar, því aö Sjálfstæðisflokkur-
inn missti meiri hluta sinn í borgarstjorn
Reykjavíkur. Borgin, traustasta vígi
sjálfstæðismanna í íslenzkum stjórnmál-
um, féll: Sjálfstæðisflokkurinn fékk
47,4% atkvæða og 7 fulltrúa kosna af 15,.
Alþýðubandalagið 29,8% og 5 fulltrúa,
Alþýðuflokkurinn 13,4% og 2 fulltrúa og
Framsóknarflokkurinn 9,4%. og 1 full-
trúa. Fallið kom flestum á óvart, en í
grein, sem ég reit í Mbl. 13. maí að lokinni
lauslegri könnun nokkurra fyrri borgar-
stjórnarkosninga setti ég fram þessa
reglu: „Stórhætta er á falli borgarstjórn-
armeirihlutans i Reykjavík, ef Sjálf-
stæðisflokkurinn á aðild að ríkisstjórn og
hefur unnið góðan sigur í næstu borgar-
stjórnarkosningum á undan. Það, sem
fellir borgarstjórnarmeirihlutann í
Reykjavík, ef og þegar hann feliur, er
andvaraleysið, værðin, sigurvissan." Ég
reit enn í tilefni þess, að Sigurjón
Pétursson, 1. borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, sagði í blaðaviðtali fyrir
kosningarnar, að borgarstjórnarmeiri-
Um það eru allir sammála, að
fylgismissirinn í Reykjavík var þrátt
fyrir störf hins vinsæla og dugandi
borgarstjóra síðustu fimm ára, Birgis
ísleifs Gunnarssonar. en ekki vegna
þeirra.
vík? Hann missti það fylgi, sem hann
fékk á hinum langa stjórnartíma Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, við-
reisnartímanum 1959—1971. Á þeim tíma
reyndi flokkurinn að breytast úr bænda-
flokk í miðflokk, því að hann' gat ekki
haldið fylgi sínu eða aukið það sem
bændaflokkur eins og þróunin var og er
í þjóðlífinu. Og honum tókst það að vissu
marki. í borgarstjórnarkosningunum
1970 fékk hann til dæmis fleiri atkvæði
en Alþýðubandalagið, var stærsti minni-
hlutaflokkurinn í borgarstjórn
1970—1974. En á árunum 1971-1978
missti hann þetta fylgi, því að það er
umfram allt stjórnarandstöðufylgi.
Framsóknarflokkurinn á um tvo kosti að
velja á næstu árum. Hann verður að vera
í stjórn til þess að gæta hagsmuna
Sambands íslenzkra samvinnufélaga og
þeirra bænda, sem styðja hann, „gera
mönnum greiða“, eins og Framsóknar-
menn orða það, ella tekur Sjálfstæðis-
flokkurinn bændafylgi af honum. Hann
verður að vera í stjórnarandstöðu til
þess að geta breytzt úr bændaflokk í
miðflokk, ella taka hinir flokkarnir fylgi
óánægðra borgarbúa af honum. Báðir
kostirnir eru vondir. Flokkurinn getur
ekki til langs tíma aukið fylgi sitt, hvorn
kostinn sem hann tekur. Hann hefur
ekkert að vinna, en öllu að tapa. Ég spái
áframhaldandi tapi hans, því að hann á
kjósa Sjálfstæðisflokkinn.) Getur verið,
að Alþýðubandalagið sigri í þessari
baráttu, fái fjöldafylgi eins og ítalski
kommúnistaflokkurinn, sem foringjar
þess bera það stundum saman við? Það
er komið undir hinum flokkunum tveim-
ur. En þessir ólíku hagsmunir flokkanna
þriggja — og þeir eru lífshagsmunir
þeirra — gefa svo sannarlega ekki
vísbendingu um góða samvinnu þeirra í
borgarstjórn. Þeir deila þegar. Björgvin
GuðmundSson, 1. borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, segir í viðtali við Mbl. 30. maí,
að í vinstri stjórn borgarinnar „eigi að
ríkja sem mest jafnræði milli allra
þriggja flokkanna þannig að þar verði
enginn einn flokkur ráðandi afl“. En
Sigurjón Pétursson segir í viðtali við Mbl.
sama daginn: „Við munum þó
óhjákvæmilega hafa ákveðna forystu með
höndum, þar sem við erum langstærsti
flokkurinn." Þeir eru ósammála um
alræmda tillögu Alþýðubandalagsins um
opna meirihlutafundi, Björgvin kallar
hana „fráleita" og Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi Framsóknarflokksins,
kveður „málið úr sögunni11 í viðtölum við
Mbl. 31. maí. Þá greinir einnig á um það,
hvort borgin eigi að greiða starfsmönnum
sínum fullar verðbætur launa eða ekki.
Glundroðagrýlan er eins bráðlifandi í
borgarmálum og rússagrýlan í utanríkis-
málum.
SÖGULEGAR KOSNINGAR
hluti Sjálfstæðismanna gæti ekki fallið í
þeim: „Borgarstjórnarkosningarnar 28.
maí nk, eru tvísýnar, Sjálfstæðisflokkur-
inn á aðild að ríkisstjórn, og D-listinn
vann góðan sigur í síðustu borgarstjórn-
arkosningum. Þetta veit Sigurjón Péturs-
son, sem er þaulæfður „pólitíkus“. Hvað
er maðurinn að gera? Hvers vegna mælir
hann gegn betri vitund? Hann er að beita
gömlu herbragði — að svæfa andstæðing-
inn, leggja gildru fyrir hann, koma
honum að óvörum. Andstæðingur Sigur-
jóns er sá meiri hluti Reykvíkinga, sem
kýs samhentan borgarstjórnarmeiri-
hluta. Alþýðubandalagið ætlar að læðast
um bakdyrnar inn í borgarstjórnina í
kosningunum 28. maí nk.“ Það komst inn
um bakdyrnar. Vinstri stjórn, samsteypu-
stjórn þriggja flokka, er tekin við í
Reykjavík.
Hvers vegna féll
Reykjavíkurborg?
Engin ástæða var til að ætla, að þetta
vígi Sjálfstæðismanna væri óvinnandi
fyrir róttæklingana. En hvers vegna féll
það í þessum kosningum? Var fall
Imrgarinnar einungis slys eða til marks
um einhverja þróun, sem haldi áfram í
þingkosningunum 25. júní nk.? Þjóðvilj-
inn telur það „tímamót" í íslenzkum
stjórnmálum. Hefur hann rétt fyrir sér?
Svarið við þessum spurningum er það, að
fallið var slys, en fylgismissir Sjálf-
stæðisflokksins er til marks um þróun.
Fallið var slys, því að D-listinn þurfti
einungis að bæta við sig 81 atkvæði til að
halda rneiri hluta sínum, kjörsókn var
miklu lakari en í kosningunum 1974,
værðin var almenn með sjálfstæðismönn-
um og mistök voru framin í kosningabar-
áttunni. Um það eru allir sammála, að
fylgismissirinn í Reykjavík var þrátt
fyrir störf hins vinsæla og dugandi
borgarstjóra síðustu fimm ára, Birgis
ísleifs Gunnarssonar, en ekki vegna
þeirra. Fylgismissirinn var frá skamm-
tímásjónarmiði vegna óvinsælda núver-
andi ríkisstjórnar, sem er undir forystu
Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur gerðu
þau mistök að kjósa til Alþingis í
borgarstjórnarkosningonum og foringjar
ríkisstjórnarflokkanna þau mistök að sjá
þessi mistök kjósenda ekki fyrir. Fylgis-
missirinn er frá langtímasjónarmiði
vegna sífelldrar óánægju borgaranna.
Þessi sífellda óánægja veldur því, að
engin ríkisstjórn getur vænzt þess að
halda lengi sæmilegum vinsældum og
völtfum, og hún á djúpar rætur í
stjórnarfyrirkomulagi og stjórnarfari á
íslandi sem í öðrum vestrænum ríkjum.
Um þessa óánægju ætla ég að fara
örfáum orðum.
Vanmáttur lýðræðisríkisins
Óánægjan er vegna ver.ðbólgunnar, en
verðbólgan er vegna vanmáttar lýðræðis-
ríkisins. Verðbólgan er í vissum skilningi
dulbúin skattheimta ríkisins. Hún er
sífelld verðrýrnun peninga vegna aukn-
ingar peningamagns umfram aukningu
þjóðarframleiðslu. Orðin „yfirdráttur
ríkisins hjá Seðlabanka“ og „hallarekstur
ríkisins" og „aðstoð við atvinnuvegina"
eru einungis tilkomumikil orð um það, að
ríkið eykur peningamagnið óhóflega,
tekur lán, prentar seðla og slær mynt. Því
gerir ríkið það, að kröfur hagsmunahóp-
anna fara fram úr því, sem það treystir
sér til að sinna með ódulbúinni skatt-
heimtu. En til hvers sinnir það þessum
kröfum? Til þess að stjórnmálamennirnir
nái kosningu. Verðbólga er með öðrum
orðum vegna þess, að stjórnmálamenn-
irnir kaupa sér frið með peningum —
innistæðulausum ávísunum. En hún
veldur óánægju vegna þess, að þeir, sem
peningana fá, komast að því, að þeir
rýrna í sífellu í verði. Þeir sjá bilið
breikka á milli þess, sem þeir fá, og hins,
sem þeir vænta. Og auðvitað líta þeir þá
fáu menn hornauga, sem hagnast á
verðbólgu eða geta varið sig gegn henni.
Þeir gera því meiri kröfur, kröfunum er
sinnt, og enn rýrria peningarnir í verði,
enn eykst verðbólgan. Þessi er vítahring-
ur verðbólgunnar. Og skýringin á ósigri
ríkisstjórnarflokkanna blasir við: íslend-
ingar gerðu (óafvitandi) sömu uppreisn-
ina gegn verðbólgunni, hinni dulbúnu
skattheimtu ríkisins, og Danir gerðu gegn
hinni ódulbúnu skattheinitu vöggustofu-
ríkisins, þegar þeir kusu fiokk Mogens
Glistrups á sínum tíma. Ólafur Grímsson,
Vilmundur Gylfason og aðrir fjölmiðl-
ungar eru glistrupar Islendinga. Þessir
lýðskrumarar eru holdtekjur óánægjunn-
ar. Uppreisnin er gerð með öðrum hætti
á íslandi en í Danmörku, en rætur
óánægjunnar eru hinar sömu. Sennilega
verður lausung í íslenzkum stjórnmálum
næstu árin eins og var í dönskum
síðustu árin. Framtíðin svarar því ein,
hvert hlutskipti stjórnmálaflokkanna
verður, en leiða má að því nokkrar líkur.
Tveir kostir Framsóknarflokksins
Ósigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
er mikill, en ósigur Framsóknarflokksins
miklu meiri. Menn hafa einkum gefið
tvær skýringar á honum, sem báðar eru
að mínu viti yfirborðslegar. Önnur
skýringin er sú, að flokkurinn hafi misst
traust vegna þeirra sakamála, sem mjög
var um rætt fyrir rúmu ári. Ég held, að
þessi skýring nái of skammt, „upp-
Ijóstranir" lögreglumanna og biaða-
manna voru flestar (en ekki allar) rangar,
þeir féllu á bragði sínu og orðbragði. Hin
skýringin er sú, að óvinsældir ríkis-
stjórnarinnar komi eins niður á honum
og Sjálfstæðisflokknum. Þessi skýring er
rétt, en þó ófullnægjandi. Hvaða fylgi
missti Framsóknarflokkurinn í Reykja-
engan umtalsverðan foringja að Ólafi
Jóhannessyni ftágengnum. Og ungu
mennirnir í flokknum...
Alþýðuflokkurinn tapaði barátt-
unni við Alþýðubandalagið
Vígi Sjálfstæðismanna féll. Og það féll
í hendur þeirra, sem kalla sig þessi árin
„Alþýðubandalagsmenn", kölluðu sig
„sósíalista" 1938—1969 og „kommúnista“
1930—1938. Fylgismenn hinnar útlendu
helstefnu eru 5 af 8 borgarfulltrúum
borgarstjórnarmeirihlutans. Síðustu árin
hefur Alþýðubandalagið reynt að má af
sér þrælsmark kommúnismans. En
þrælsmarkið er enn á því, þó að allt of
margir Reykvíkingar haldi, að svo sé
ekki. 5. borgarfulltrúi kommúnista,
Guðmundur Þ. Jónsson, sagði í viðtali við
Þjóðviljann 20. maí: „Ég átti góða æsku,
en það var ekki um mikið skólanám að
ræða, aðeins barnaskólanám. Seinna
þegar ég var orðinn fullorðinn gafst mér
svo kostur á að stunda tveggja ára nám
í verkalýðsmálaskóla í Sovétríkjunum.
Það var ákafleg gagnlegur og þroskandi
tími.“ Hvers vegna gafst Guðmundi
kostur á þessu námi? Og hvað lærði hann
í þessu ríki gúlageyjanna, sem bannar öll
verkföll? Hann kennir líklega Alþýðu-
flokks- og Framsóknarmönnum í borgar-
stjórn það. Vinstri stjórn borgarinnar er
undir forystu kommúnista, en þær vinstri
stjórnir landsins, sem völdin höfðu á
árunum 1956—1958 og 1971—1974, voru
báðar undir forystu Framsóknarmanna.
Sá er munurinn, og hann er mikill. Við
fyrstu sýn vann Alþýðuflokkurinn sigur,
jók fylgi sitt úr 6,5% atkvæða í 13,4% og
bætti við sig 1 borgarfulltrúa. En svo er
ekki, þegar að er gáð, því að hann heimti
einungis aftur það fylgi, sem hann hafði
fyrir 1970 í Reykjavík, það var til dæmis
14,6% atkvæða 1966. Hann hefur með
öðrum orðum ekki helming af fylgi
Alþýðubandalagsins í Revkjavík, hann
tapaði baráttunni við Alþýðubandalagið
um Reykjavík algerlega í þessum kosn-
ingum. Ég er alls ekki viss um það, að
Alþýðuflokkurinn haldi lifí, ef og þegar
lausungin eykst enn í stjórnmálunum. Til
þess þarf sterkari innviþi en hann hefur,
vandaðri menn og málgögn.
Ólíkir hagsmunir
meirihlutaflokkanna
Hagsmunir meirihlutaflokkanna
þriggja í borgarstjórn eru mjög ólíkir. I
strjálbýlinu berjast kommúnistar og
Framsóknarmenn um atkvæði stjórn-
lyndra bænda, Lúðvík Jósepsson hefur í
rauninni skorað Framsóknarmenn á
hólm í sveitum landsins. í þéttbýlinu
berjast kommúnistar og Alþýðuflokks-
menn um atkvæði stjórnlyndra launþega.
(En frjálslyndir bændur og launþegar
Það stefnir í vinstri stjórn
Framundan er tími lausungar og
sundrungar í íslenzkum stjórnmálum.
Það stefnir í vinstri stjórn í landinu eftir
þingkosningarnar 25. júní nk., því að
mikinn fylgismissi Sjálfstæðisflokksins á
að skilja sem kröfu kjósenda um hana.
Því ber að taka með jafnaðargeði,
borgarar í lýðræðisríki fá þá stjórn, sem-
þeir eiga skilið, og íslendingar eiga þess
kost, ef ísland verður áfram á áhrifa-
svæði Vesturveldanna, að skipta um
ríkisstjórn í næstu kosningum, ef þeir
telja slíka vinstri stjórn óþolandi. Mesta
verkefni Sjálfstæðisflokksins á næstu
árum er að leggja til þá kjölfestu, sem
nauðsynlegt er í ólgusjónum, svo að
þjóðarskútan sökkvi ekki, þjóðarbúið
verði gjaldþrota og landið varnarlaust.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að heimta
aftur það fylgi, sem hann fékk í
kosningunum 1974 og auka það enn. Hann
verður að vinna borgina aftur (og það
getur hann, þótt meirihlutaflokkarnir í
borgarstjórn fjölgi borgarfulltrúum, því
að hann hefði haldið meiri hluta sínum
í öltum borgarstjórnarkosningum nema
1970 þrátt f.vrir fjöigun þeirra). Og hann
verður að vinna aðra kaupstaði aftur.
Hann nær ekki meiri hluta á landinu,
fyrr en hann hefur náð meiri hluta í
langflestum byggðum landsins. Sjálf-
stæðisflokkurinn verður að stefna að
varnarsigri í nk. þingkosningum, en síðan
að endurskipuleggja starfið í flokknum og
endurskoða stefnu hans, gagnrýna það,
sem mistekizt hefur síðustu fjögur árin
af fullum skilningi, læra af þessum
mistökum og styrkja innviði flokksins (en
veikasta stoð hans er þingflokkurinn)
hann verður — ef vinstri stjórn tekur við
í landinu — að búa sig vel undir næsta
sigur sinn, þegar hann snýr þróuninni
við. En jafnvægi kemst ekki á íslenzkum
stjórnmálum, fyrr en rætur óánægjunnar
eru grafnar upp, ríkið hættir að sinna
öllum kröfum hagsmunahópanna, verð-
bólgan hjaðnar, hagkerfinu er breytt í
markaðskerfi. Sjálfstæðisflokkurinn
heldur ekki því fylgi, sem hann vinnur,
nema hann framkvæmi kenningu sína,
reisi hús sitt á bjargi. En ekki ber
einungis að líta til langs tíma, heldur
einnig til skamms. Nk. þingkosningar
verða örlagaríkar. í þeim verður kosið um
Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðubandalag-
ið sem forystuafiið í íslenzkum stjórn-
málum næstu fjögur árin, um markaðs-
búskap eða haftabúskap, um varnir eða
varnarleysi, um stjórn undir forystu
Sjálfstæðisflokksins eða vinstri stjórn.
Öllu máli skiptir, að allir frjálslyndir
lýðræðissinnar taki upp merki flokksins,
fylki sér um hann og foringja hans, láti
áfallið efla sig til átaka.