Morgunblaðið - 03.06.1978, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978
í rústum bæjarins Biut Gebel í Suður-Lfbanon. Þar höfðu Palestínumenn áður hreiðrað um sig. Eftir
innrás ísraela eru flestir ibúanna farnir á braut og Paiestinuskæruliðar hafa ekki treyst sér til að haldast
þar við. Myndina tók Beate Hamizrachi fyrir Mbl.
Arafat heitír kyrrð
Ikirút 2. júní. ltruter.
YASSER Arafat, leiðtogi PLO,
hvatti í dag liðsmenn sína til að
gera ekki frekari árásir á ísrael
frá Suður-Líbanon. Þetta staðfesti
yfirmaður Friðargæzlusveita
Sameinuðu þjóðanna, Emmanuel
Erskine. Var það Erskine sem
sagði frá þessu að loknum tveggja
stunda löngum fundi með Arafat.
Höfðu þeir rætt þar mjög ítarlega
um þá ólgu sem hefur verið í
S-Líbanon og skemmdarverk sem
skæruliðar PLO hafa unnið og
iðulega bitnað á hermönnum
Friðargæzluliðsins. Erskine
kvaðst fagna því mjög að Arafat
hefði fallizt á að hvetja menn sína
til að halda friðinn og hann hefði
fulla ástæðu til þess að vænta
Arafat
þess, að hugur fylgdi máli að þessu
sinni.
Hann sagðist þó ekki vera alls
kostar dús við ástandið og hann
væri ekki hundrað prósent viss um
að allir Palestínumenn yrðu við
þessari áskorun Arafats. Aftur á
móti væri þetta þó mikilvægur
áfangi og óþarft væri að ala með
sér vantraust og efasemdir fyrir-
fram. Salah Khalaf, næstæðsti
maður í skæruliðahópnum Fatah,
sagði í viðtali í þessari viku að
flestir Palestínumenn hefðu horfið
frá fyrri hugmyndum um að gera
árásir á ísrael frá Suður-Líbanon
og myndu freista þess að gera
slíkar atlögur frá Sýrlandi og
Jórdaníu og auk þess af sjó.
Fordæma „íhlutun
NATO
Praie. 2. júní. AP.
í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu
sem gefin var út í Prag að
loknum fundum þeirra Husaks,
flokksleiðtoga í Tékkóslóvakíu,
og Brezhnevs. forseta Sovétríkj-
anna. er fordæmd cnn á ný
„vestræn ihlutun íyrir forgöngu
NATO í Zaire“. Varað er við því
að vestrænir aðilar haldi uppi
stiiðugum „ögrunum“ meðfram
landamærum Angoia og Mosam-
bik. Var þessi orðsending gefin út
skömmu áður en Brezhnev forseti
Sovétríkjanna héit heimleiðis
eftir fjögurra daga opinbera
heimsókn í Tékkóslóvakíu.
Skömmu áður en hann hélt á
braut hafði Husak sæmt hann
orðu Klement Gottwald fyrir að
„byggja upp sósíalískt ættland“
ríkja í
Brezhnev
eins og tékkneska fréttastofan
orðaði það.
Zaire”
í yfirlýsingunni er og lögð
áherzla á þann ásetning landanna
tveggja að „halda áfram stúðningi
við kúgaðar þjóðir Zimbawe (Ró-
desíu, Namibiu, Suðvest-
ur-Afríku), svo og Suður-Afríku".
Bent er á hver hætta geti stafað
af áframhaldandi hernaðarlegum
ögrunum og áreitni ríkisstjórna
sem aðhyllast kynþáttamisrétti og
sömuleiðis er fagnað hversu glæsi-
legur árangur hafi náðst í Eþíópíu
og látin er í ljós sannfæring um að
gott samkomulag í þessum hluta
Afríku kæmi öllum Afríkuríkjum
til góða.
Vikið er að SALT-viðræðunum,
en þó aðallega til að benda á
„úthald ogþol“ Sovétríkjanna, sem
séu óþreytandi að reyna að ná
Framhald á bls. 26.
Þetta gerdist laugardaginn 3. júní
1976 — Torres, fv. forseti
Bólivíu, finnst myrtur í Argen-
tínu,
1974 — Sýrlenzkir og ísra-
eiskir hershðfðingjar ná sam-
komulagi um aðalatriði áætlun-
ar um aðskilnað herja á
Golan-hæðum.
1973 — Hljóðfrá sovézk far-
þegaþota ferst á flugsýningu
nálægt París.
1966 — Peng Cheng borgar-
stjóri í Peking settur af.
1963 — Jóhannes páfi XXIII
andast, 81 árs garnall.
1940 — Brottflutningi Banda-
manna frá Frakklandi lýkur.
1937 — Hertoginn af Windsor
gengur að eiga frú Wallis
Simpson.
1935 — Franska farþegaskip-
ið „Normandie" setur hraðamet
á jómfrúrsiglingu og fer á
fjórum dögum og ellefu kist. yfir
Atlantshaf.
1899 — Ný réttarhöld fyrir-
skipuð í Dreyfus-málinu og hin
fyrri dæmd ómerk.
18% — Rússar fá réttindi til
járnbrautarreksturs í Norð-
ur-Mansjúríu samkvæmt samn-
ingi við Kínverja um 15 ára
varnarbandalag.
1647 - Cromweli flýr frá
London, snýr baki við þinginu og
gengur í lið með hernum.
1621 - Hollenzka Vest-
ur-Indíu-félagið fær leyfisbréf
sem veitir því réttindi í Nýju
Niðurlöndum - nú New York.
Afmæli dagsins. Philippe
Quinault franskt leikritaskáid
(1635-1688) - Sir William F.
Petrie brezkur fornleifafræðing-
ur (1853—1942) — Tony Curtis
bandarískur leikari (1925— —)
Innlent. Flugfélag Akureyrar
(nú íslands) stofnað 1937 —
Stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar
skipuð 1932 - D. Haukur
Erlendsson 1334 — Vest-
firðingaskrá 1501.
Orð dagsins. Ég gæti fellt
mig nógu vei við landið mitt ef
það væri ekki vegna landa
minna — Horace Walpol enskur
rithöfundur (1717-1797)
Freddie
Laker
aðlaður
London, 2. júní. AP.
ELIZABETH II Bretadrottning
aðlaði í dag Freddie Laker, upp-
hafsmann fluglestarinnar yfir
Atlantshaf, sem hefur gjörbreytt
fargjöldum á þeirri flugleið eins og
alkunna er. Var sagt frá þessu í
tengslum við hátíðahöld sem nú
standa yfir í Bretlandi í tilefni 25
ára krýningarafmælis Elizabethar
drottningar hinn 2. júní. Sir
Freddie, eins og hann mun nú
verða kallaður, er einn af sjö
hundruð manns sem drottningin
mun sæma titlum og viðurkenn-
ingum af ýmsum gráðum. Meðal
þeirra sem heiður hljóta er
ástralski tennisleikarinn John
Newcombe, leikkonan Glenda
Jackson og yfirmaður Konunglegu
brezku akademíunnar Sir Hugh
Maxwell Casson. Að öðru leyti eru
ekki mjög margir þekktir aðilar á
lista drottningar í ár að sögn
AP-fréttastofunnar.
Freddie Laker er 55 ára gamall
milljónamæringur. Hann byrjaði
rekstur hinnar umdeildu fluglest-
ar sinnar með DC 10 vélum í
september í fyrra eftir sex ára
baráttu og þras við brezk og
bandarísk yfirvöld og flugfélög
sem þótti nærri sér höggvið með
þeim kjörum sem hann bauð.
1 Bretlandi eru eins og í upphafi
segir hin litskrúðugustu hátíða-
höld nú og verða fram yfir helgi.
I kvöld, föstudag mun drottning
ásamt fjölskyldu sinni fylgjast
með mikilli flugeldasýningu frá
svölum Buckinghamhallar. Að
öðru leyti hefur drottning látið í
ljós þá ósk að sem minnst umstang
verði í sambandi við krýningaraf-
mælið vegna þess að sl. ár hafi
verið hið raunverulega afmælisár
hennar, en hún tók við í febrúar
1952 er faðir hennar Georg VI lézt,
en krýning hennar fór fram rösku
ári síðar.
K.B. Andersen
hættir
Kaupm.höfn 2. júní — AP.
K.B.ANDERSEN utanríkisráð-
herra Dana mun láta af embætti
frá og með 1. júlí n.k. að því er
Anker Jörgensen forsætisráð-
herra sagði í dag. Jörgensen
sagði að Andersen hætti sam-
kvæmt eigin ósk og myndi ein-
beita sér að innanrikismálum
Danmerkur svo og málefnum
kjördæmis síns. Jörgensen kvaðst
sjálfur mundu um hríð hafa á
hendi embætti utanríkisráðherra
en vegna þess að utanríkisráð-
herra þyrfti meðal annars að vera
mjög mikið á ferðaiögum, myndi
hann leggja allt kapp á að finna
eftirmann K.B. sem allra fyrst.
K.B.Andersen hefur veriö utan-
ríkisráðherra í núverandi stjórn
síðan 1975 og hann hefur einnig
farið með sama embætti í tveimur
fyrrverandi ríkisstjórnum Jafnað-
armannaflokksins.
Þessi breyting á ríkisstjórninni
kom ekki mjög skyndilega þar sem
K.B. hafði tilkynnt að hann væri
frambjóðandi til þingforseta og
var kjörinn í það í dag, föstudag.
Aðstoðarutanríkisráðherrann
Lisa Östergaard mun áfram gegna
K. B. Andcrsen
sínu starfi og annast daglegar
annir í ráðuneytinu.
Samkvæmt heimildum í póli-
tískum röðum er búizt við að Knud
Heinesen núverandi fjármálaráð-
herra sé líklegastur eftirmaður
K.B.Andersens en hann mun ekki
að svo stöddu geta tekið við
starfinu vegna fjárlagaundirbún-
ings.
Krafizt 10—15 ára
fangelsis yfir
Tórmó-sakborningum
Túrínó. 2. júní. AP.
SAKSÓKNARINN í réttar-
höldunum yfir félögum Rauðu
herdeildarinnar sem hafa stað-
ið í Tórínó undanfarið krafðist
þess í dag að höfuðpaurar
hinna ákærðu yrðu dæmdir í
fangelsi frá 10-15 árum en
nokkrir í þrjú til átta ár.
Flestir þeir sem koma við sögu
þessara réttarhalda hafa orðið
fyrir líflátshótunum meðan á
réttarhöldunum hefur staðið
og stórkostlegöryggisvarzla
hefur verið viðhöfð bæði gagn-
vart sakborningum og öðrum,
sem hafa komið nálægt málinu
á einn eða annan hátt, en
þekkzt hefur áður.
Alls voru 49 sakborningar
fyrir rétti vegna aðildar að
hryðjuverkum sem franiin
hafa verið í nafni Rauðu
herdeildarinnar.