Morgunblaðið - 03.06.1978, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JUNI 1978
Ingi Björn og Pétur eru
erfiðustu mótherjamir
• Diðrik ólafsson einbeittur á
svip þar sem hann hefur varið
knöttinn örugglega eftir að
hafa varið vítaspyrnu Inga
Björns. og er ekki á því að
missa hann frá sér.
-segir DiðrikÓlafsson
markvörður Víkings
EINN af þeim knattspyrnumönnum, sem sýnt hefur stöðugar
framfarir í gegn um árin er markvörður Víkingsliðsins, Diðrik
Ólafsson. Hann er nú einn af okkar albestu markvörðum. og í
vor hefur hann átt góða leiki, þrátt fyrir að frammistaða Víkinga
hafi enn sem komið er ekki verið eins góð og búast mátti við.
Morgunblaðið náði stuttlega tali af Diðrik og fékk hann til að
spá um þá leiki sem leiknir verða um helgina og álit hans á
knattspyrnutímahilinu.
á því að Valsmenn og Akurnes-
ingar sigli frá hinum liðunum,
þeir fara að tapa stigum. Úrslit
okkar á móti Þrótti eru ekki
mælikvarði á getu liðsins, við
höfum alltaf átt í miklum
erfiðleikum með Þróttara í
gegnum árin.
Þegar Diðrik var spurður að
því hvaða framlínumanni væri
erfiðast að leika á móti, sagði
hann: — Tvímælalaust þeim
Inga Birni Albertssyni og Pétri
Péturssyni, þeir hafa alltaf
verið mér erfiðir.
Leikir helgarinnar
Laugardagur 3. júní
1. deildi
Keflavíkurvöllur, ÍBK — Þrótt-
ur kl. 17.00, dómari Róbert
Jónsson.
Kaplakrikavöllur, FH — ÍA kl.
14.00, dómari Magnús V. Péturs-
son.
Vestmannaeyjavöllur, ÍBV —
Valur kl. 17.00, dómari Guð-
mundur Haraldsson.
Um tímabilið sem nú er hafið
sagði Diðrik: — Eftir því sem
ég held verður þetta svipað
sumar og í fyrra, nema að við í
Víkingi eigum eftir að standa
okkur betur. Við komum með
breyttu hugarfari í næsta leik
og verðum ekki eins bundnir í þá
leikaðferð sem við höfum leikið
að undanförnu. Ég hef enga trú
Spá Diðriks
1. DEILD.
ÍBK — Þróttur 2 — 1
FH — ÍA 2-2
ÍBV - Valur 3-2
Víkingur - UBK 2 - 1
2. DEILD.
Austri — Völsungur 2 — 0
KR — Þróttur 3 — 1
Þór — Ilaukar 2 — 1
Ármann — ÍBÍ 2 — 2
Fylkir - Reynir 3-2
2. deild.
Eskifjarðarvöllur, Austri —
Völsungur kl. 15.00
Laugardalsvöllur, KR — Þrótt-
ur kl. 16.00
Akureyrarvöllur, Þór — Haukar
kl. 16.00
Sunnudagur 4. júní
1. deild.
Laugardalsvöllur, Víkingur —
UBK kl. 20.00, dómari Rafn
Hjaltalín.
2. deild.
Laugardalsvöllur, Ármann —
ÍBÍ kl. 14.00
Mánudagur 5. júní
2. deild.
Laugardalsvöllur, Fylkir —
Reynir kl. 20.00
íslandsmótið Þrjár umferðir
hafa nú verið leiknar í 1. deild og
línur því aöeins teknar að skýrast.
Eins og margir spáöu í byrjun hafa
Valsmenn og Akurnesingar tekið
forystu. Leikir þessara liða hafa
verið bezt leiknir, einkum hefur
Valur náö góöum leikköflum þegar
bezt hefur til tekizt. Allt stefnir því
að baráttu þessara tveggja liða,
sem undanfarin þrjú ár hafa verið
í forystu íslenzkrar knattspyrnu.
Margir spáöu Fram misjöfnu gengi
aö þessu sinni. Undirritaður var þó
öllu bjartsýnni með þeirra árangur.
Framarar eru í þriðja sæti og þrátt
fyrir mjög misjafna blaöadóma trúi
ég því enn að lið þeirra skili góðum
árangri að lokum. Þróttarar, Vest-
mannaeyingar og FH viróast til alls
líklegir, hafa hvorki leikiö betur né
verr en spáð var. Þessi liö hafa þá
eiginleika að geta stundum leikið
„toppleiki,“ en þess á milli dettur
allt niður fyrir meöalmennsku og
jafnvel neðar á stundum. Víkingur
er enn það lið sem mest hefur
valdiö sönnum vonbrigðum. Leikur
liðsins afar stefnulítill og ósann-
færandi.
Akureyrarliöið KA kom sterkara
og ákveönara til leiks en menn
gerðu ráð fyrir, og hafa verður það
í huga aö liöið hefur leikið alla sína
leiki á útivöllum. Keflvíklngar og
Breiöabliksmenn eru þau liö sem
hvaö mest koma á óvart með
slökum árangri enn sem komið er.
Leikir þessara beggja liöa hafa
verið mjög festulitlir, einkum hafa
Breiðabliksmenn valdiö mörgum
vonbrigðum, bæöi áhangendum
sínum og öörum er meö liðinu hafa
fylgst. Hvort um lánleysi eða
eitthvað annað er að ræða veröur
tíminn aö leiða í Ijós, en þrátt fyrir
að þaö sé e.t.v. skýringin verður
liðiö að hugsa vel sinn gang á
næstunni ef ekki á illa aö fara.
Mikiö vatn er enn órunniö til sjávar
og því allar leiöir opnar og allt
getur skeö hjá hvaöa liði sem er.
Eitt virðist þó mega álíta eftir
þessar þrjár umferöir, þaö aö
baráttan viröist ætla aö veröa enn
harðari en menn álitu í byrjun
einkum hvað því við kemur að
halda sæti sínu í deildinni aö ári.
Landsleikurinn í Noregi. íslend-
ingar léku sinn fyrsta landsleik á
Linur eru aðeins
teknar að skýrast
þessu ári í Noregi (lið 21 árs og
yngri) s.l. þriðjudag. Leikir sem
ekki eru A—landsleikir hafa aldrei
eins mikinn „sjarma“ og þess
vegna falla þeir í skuggann fyrir
öðru ef betra býðst. Tölur í leikjum
segja ekki alltaf allt, og samkvæmt
upplýsingum sem borist hafa var
leikurinn lélegur. Sé liðsskipan
grannt skoðuö er aö mínu áliti ekki
ástæöa til að örvænta þrátt fyrir
slaka útkomu. í fyrsta lagi er hér
um frumraun að ræða hvað varðar
landsleiki af þessari gráöu. í ööru
lagi eru þeir sem þátt tóku í
leiknum allir góðir knattspyrnu-
menn á íslenzkan mælikvaröa og
í þriöja lagi var hér um frumraun
landsliösþjálfarans að ræöa. Þaö
er sannfæring mín að landsliös-
þjálfarinn, dr. Youri llitchev, sé
frábær þjálfari, en þurfi meiri tíma
bæði til aö kynnast leikmönnum
og einnig aö þreifa fyrir sér með
leikkerfi og annaö er aö leiknum
lýtur.
Bobby Charlton leikurinn. Á
meöan landsliöiö var aö koma sér
fyrir í Noregi var annaö úrvalsliö
K.S.Í. aö glíma viö brezka liðið
hans B. Charlton í skemmtilegum
leik á Laugardalsvelli.
• Bobby Chariton sýndi það á Laugardalsvellinum að lengi lifir
f gömlum glæðum.
Eins og áður hefur verið rætt
varöandi þennan leik, mega menn
alls ekki álíta að hér sé um aö
ræða neina raunhæfa æfingu eða
annaö varðandi landsliö, eins og
margir vilja fram halda. Heldur var
hér um aö ræða ágæta auglýsingu
á knattspyrnunni almennt. Þaö
sem ég vildi þó benda mönnum á
eftir þennan leik er, að það sem
Bobby Charlton sýndi mönnum t
þessum eina leik, maður kominn á
fimmtugsaldur, var nær undan-
tekningarlaust gert samkvæmt
bestu kennslubókum. Hér var því
um að ræða einhvern bezta skóla
fyrir hvern einasta mann er
knattspyrnu „stúderar", ekki síst
ungu drengina sem fylgdust með
leiknum. Þaö aö geta sýnt slíka
snilli á gamalsaldri, sýnir bezt
hvaöa listamaöur og snillingur B.
C. hefur verið í „good old days“.
Landsmót yngri flokka.
Landsmót yngri flokka í knatt-
spyrnu eru aö hefjast um þessar
mundir. Næstu kvöld munu nær
allir knattspyrnuvellir landsins
verða iöandi af ungum knatt-
spyrnumönnum sem berjast um
íslandsmeistaratitilinn hver í sínum
aldursflokki. Skipulag yngri aldurs-
flokka í landsmótum er mjög
yfirgripsmikil vinna og erfið. Óvíða
í nágrannalöndum er sami háttur
hafður á varðandi landsmót yngri
flokka og víöast ekki um skipuleg
landsmót að ræða fyrr en í 2.
aldursflokki. Kostnaður í beinhörð-
um peningum við landsmótin er
gífurlegur, svo mikill að til eru
dæmi þess að lið sem unnið hafa
sér rétt til úrslitakeppni á lands-
móti hafa hætt við þátttöku og
fariö heldur til útlanda í æfinga- og
keppnisferð. Nokkrar umræður
hafa átt sér staö um skipulag og
breytingar á skipan þessarra mála
en heildar úttekt hefur ekki veriö
gerð. Leikir yngri flokkanna eru
undantekningarlítið leiknir á
malarvöllum og því oft um leiðin-
legri knattspyrnu að ræða en
tilefni gefur til. Leikir yngri flokk-
anna eru þó oftast skemmtilegir og
vel leiknir, og rétt aö minna fólk á
aö kíkja á næsta knattspyrnuvöll
næstu góöviöriskvöld og gá hvort
ekki séu leikir. Einkum vil ég hvetja
fólk til aö horfa á leiki hinna
yngstu, 5. flokks, en þar eru oft
skemmtilegustu tilþrifin.
Heímsmeistarakeppnin í
knattspyrnu: Hætt er viö aö á
næstunni hverfi knattspyrna víða í
skugga fyrir heimsmeistarakeppn-
inni í Argentínu. Undirritaður mun
ekki blanda sér í þær umræður en
vonar aö sjónvarpiö taki vel viö sér
og verði snöggt aö útvega myndir
frá keppninni, þannig aö íslenzkir
knattspyrnuáhugamenn fái aö sjá
sem fyrst það bezta sem völ er á
um þessar mundir.
Árni Njálsson.