Morgunblaðið - 03.06.1978, Síða 34

Morgunblaðið - 03.06.1978, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1978 Minning: Kjartan Árnason héraðslœknir á Höfn Fæddur 8. desember 1922 Dáinn 21. maí 1978 ..Dýpsta sa*la ojf sorjfin þuniía. svífa hljóAlaust yfir stord. Inirra mál ci talar tunjfa. tárin eru hojofja orA." Það var logn en úrhellisrigning sunnudaginn 21. maí og mánu- dagsnóttina næstu á eftir — og enn rigndi látlaust þegar síminn hringdi eldsnemma morguns hinn 22. og sorgbitin rödd fiutti mér harmafregnina: „Hann Kjartan okkar er dáinn. Hann varð bráð- kvaddur úti í Skotlandi í gær- kvöldi, dó í bíl á leið af golfvellin- um.“ Ég leit út í sortann. Regnið streymdi hljóðiaust en óaflátan- lega úr loftinu — og allt í einu varð það í mínum augum ekki lengur venjulegt regn — nei, það var himininn yfir Hornafirði, sem grét sáran til samlætis öllum þeim tárfellandi augum og votu brám, sem ég vissi að yrðu í héraðinu, þegar fregnin um sviplegt andlát Kjartans læknis bærist um bæ og byggð. Kjartan Árnason fæddist í Vestmannaeyjum hinn 8. desem- ber árið 1922 og var næstelsta barn hinna góðkunnu heiðurs- hjóna Aagotar og Árna Vilhjálms- sonar læknis. Tveggja ára að aldri fluttist hann með foreldrum sínum til Vopnafjarðar, þar sem Árni var virtur og velmetinn héraðslæknir um áratuga skeið. Á Vopnafirði ólst Kjartan upp í hópi margra og mannvænlegra systkina á fyrir- myndar heimili góðra foreldra, þar sem börnunum var innrættur guðsótti og góðir siðir. Árni læknir hafði á hendi mikið starf í víðlendu læknishéraði og Aagot helgaði sínu stóra heimili alla starfskrafta sína, sívinnandi, glöð, ánægð og úrræðagóð. Hún varð því að eðlilegum hætti sá kjarni heimilisins, sem skóp manni og börnum þau skilyrði og það andrúmsloft, sem með þurfti til að ágætir hæfileikar þeirra fengju notið sín. Kjartan var þannig sprottinn úr góðum jarðvegi, hlaut að erfðum frá merkum foreldrum miklar og notadrjúgar gáfur og hæfileika og fékk ytri aðstöðu til að njóta þeirra. Hann fór ungur til náms og tók stúdentspróf frá M.A. 18 ára að aldri. Árið 1948 lauk hann prófum í læknisfræði frá Háskóla íslands. Var þar næst um misseris skeið aðstoðarlæknir á Vopnafirði og starfaði síðan við sjúkrahúsið á Akureyri í um það bil 10 mánuði, fór þá á Landspítal- ann og tók þar kandídatsárið sitt. Settur héraðslæknir í Hafnarhér- aði vorið 1950 og skipaður í það embætti þann 11. desember sama ár og flutti til Hafnar þá um haustið. I Hornafirði var Kjartan síðan nær óslitið héraðslæknir til hinzta dags. Árið 1948 kvæntist Kjartan Ragnhildi Sigbjörnsdóttur, stúd- ent og húsmæðrakennara, mikil- hæfri, vandaðri og góðri konu. Börn þeirra eru fjögur: — Birna, húsmæðrakennari, gift Jóni Hjaltalín Stefánssyni eðlisverk- fræðingi í Rvík.. Þau eiga tvo syni. — Arna, sem er við nám 1 arkitektúr í Svþjóð, hans kona er Kristbjörg Guðmundsdóttir, þau eiga son og dóttur; Anna lauk prófi við Háskóla Islands í líffræði nú i vor; og Sigbjörn, er stundar nám i eðlisfræði við Háskólann. I 28 ár sinnti Kjartan Árnason héraðslæknisstarfinu í Aust- ur-Skaftafellssýslu af frábærum dugnaði, samvizkusemi og alúð. Hann var glöggur og góður læknir og svo traustur, bæði sem maður og læknir, að af bar. Allir héraðsbúar vissu, að þegar eitt- hvað ábjátaði áttu þeir hauk í horni þar sem Kjartan læknir var. Á nóttu jafnt sem degi var til hans leitað, hann sinnti ávallt kalli og sparaði aldrei kraftana í þjónustu sinni við fólkið og trúmennsku við verksvið sitt. Fólkið vissi af reynslu, að þegaf Kjartan kom til skjalanna með sínar öruggu og mjúku læknishendur og mann- legan skilning á öllum aðstæðum, gerði hann allt, sem í hans valdi stóð til að létta og leysa vandann, og lagði á sig sem sjálfsagðan hlut, erfiðar ferðir, andvökur og áhyggjur vegna sjúklinganna sinna. Kjartan Árnason var hár maður vexti, fríður sýnum, glaðlegur, góðlátlegur og bar með sér mikla persónu og reisn. Algjör reglumað- ur, virðulegur, traustur og traust- vekjandi. Hann var mjög farsæll í læknisstörfum sínum oggæfumað- ur í einkalífi. Hann átti yndislega konu, hjónaband þeirra var með ágætum og þau voru samhent um að skapa fagurt heimili og góðan heimilisbrag. Hún mikil húsmóðir, sívakandi yfir velferð manns síns og barna og öll handaverk hennar mótuð af vandvirkni, snyrti- mennsku og smekkvísi. Hann frábær heimilisfaðir, sem allt vildi fyrir konuna sína og börnin þeirra gera. Börnin mannvænleg, góðum gáfum gædd og efnileg í hvívetna. — Þau hjónin voru nýlega búin að koma sér upp fallegu húsi á Höfn og þar, eins og annars staðar er spor þeirra lagu, var unnið af alúð og allt fínt og fágað. Nýja húsið, garðurinn í kringum það og blómaskálinn bar fagurt vitni um smekkvísi og ágætt fegurðarskyn læknishjónanna. Kjartan Árnason stóð sannar- lega ekki einn í lífi sínu og starfi, Ragnhildur var honum í einu og öllu, leynt og ljóst, styrk stoð og stytta. Ekki duldist henni að oft lagði hann meira að sér en heilsa hans og kraftar í rauninni leyfðu, þó aldrei heyrðist hann kvarta. Fáir aðrir gerðu sér grein fyrir því, að þessi að því er virtist þrekmikli maður, gengi ekki al- heill til skógar. Yms hugðarefni átti Kjartan sér utan læknis- starfsins. Hann var mikill unnandi góðrar tónlistar og mikill rækt- unarmaður. Á vorin, strax og veður leyfðu og á sumrum, skutust þau hjónin gjarnan ef stund gafzt upp í sumarbústað sinn, þar sem þau hlúðu af mikilli natni og elju að þeim trjám og öðrum gróðri, sem þau höfðu plantað þar og óx vel og dafnaði á fögrum stað í Lóni. Og heima við hús þeirra á Höfn, bæði á Útgarði og við nýja húsið að Hrísbraut 11, bar um- hverfið vott um að þar var hlúð að næmum huga og höndum. Golf- íþrótt stundaði Kjartan af kappi. Það var honum eiginlegt að leggja sig allan fram við hvað eina, sem hann sinnti á annað borð. Það er mikið lán hverju byggð- arlagi að fá heilsteypta menn á borð við Kjartan Árnason til starfa innan sinna vébanda. Austur-Skaftafellssýslan — Hafn- arlæknishérað, sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta starfs- krafta hans, var framan af starfs- ferlinum erfitt yfirferðar, stórárn- ar óbrúaðar og vegir lélegir. Það kom sér því vel hversu öruggur og ótrauður ferðamaður Kjartan læknir var. Ferðir hans um héraðið urðu margar og oft strangar, einkum Öræfaferðirnar fyrr á árum. Á tímabili þjónaði hann einnig Djúpavogshéraði og þá bættust á hann ferðir yfir Lónsheiði, sem fstundum urðu hreinar svaðilfarir því oft á vetrum var heiðin langt frá því að vera auðveltd yfirferðar. — Kjart- an sá landið í vetrarham og sumarskrúða, naut stórbrotinnar náttúrufegurðar þess og kynntist og tengdist landinu og fólkinu á óvenjulegan hátt. Mér virtist hann þekkja hvern fjallstind og hverja laut í sýslunni sinni, hverja á or lækjarsprænu, hvert sandflæmi og hverja jökulbungu, hverja skógar- spildu, hvern ræktaðan blett og hvern bæ og býli — og hvern einasta íbúa sýslunnar. Hann vissi margt um mannfólkið — án þess að eyða að því orðum, en það vissu allir að þagmælska Kjartans læknis um sjúklinga sína brást aldrei, þáð var eitt af hans aðalsmerkjum. Er tímar liðu fram breyttist margt til batnaðar í starfsaðstöðu héraðslæknisins á Höfn, bæði viðvíkjandi ferðalögum og öðru er að starfinu laut. Árnar voru brúaðar hver af annarri, vegir urðu greiðfærir og þeim haldið opnum á vetrum. Læknisbústaður var byggður, fæðingarheimili og síðar elli- og hjúkrunarheimili var stofnað og starfrækt og nú síðast i haust var opnuð á Höfn heilsu- gæzlustöð fyrir sýsluna. Lyfsali tók og við apótekinu af héraðs- lækni á s.l. ári. Aðstaða læknisins var því orðin allt önnur og betri en fyrr á árum, enda veitti ekki af, því fólkinu í sýslunni fjölgaði og þar með jókst starf læknisins. Það er ómælt hversu miklu Kjartan læknir afkastaði á sinni — að manni fannst — alltof stuttu starfsæfi. Allir sem honum kynnt- ust sakna hans sárt og finnst nú mikið skarð fyrir skiidi. Það er ein af góðum gjöfum lífsins að eignast góða vini á lífsleiðinni og það er minni fjölskyldu og mér dýrmætara en auðvelt er að koma orðum að, að hafa fengið að kynnast og eiga að vinum Kjartan Arnason og fjöl- skyldu hans. Betri, heilsteyptari og sannari vin get ég ekki hugsað mér að hægt se að fá. Öll árin, sem þau hafa verið búsett hér, var vinátta þeirra, umhyggja og hjartahlýja í okkar garð hér í Hraunkoti söm og jöfn og varð ómetanlegur þáttur í tímans rás og daganna önn. Börnin þeirra dvöldu hér á bernskuárunum um lengri eða skemmri tíma og þau hjónin komu oft í kotið ef tækifæri gáfust, með eða án barnanna sinna. Og hús þeirra og heimili á Höfn stóð okkur ávallt opið. Alltaf var jafn ánægjulegt að hitta þessa frábæru vini og finna þann velvildar og vináttuhug, sem aldrei brá skugga á, jafnvel þó skoðanir féllu stundum ekki alveg í sama farveg. Hliðstæður slíkrar vináttu sem þeirra, hygg ég vandfundnar. Fyrir það allt, sem þau hafa verið okkur og gert fyrir okkur vil ég þakka af hrærðum og einlægum huga. Með fráfalli Kjartans Árnason- ar hafa íbúar Á-Skaftafellssýslu mikið misst, en sárastur harmur er þó kveðinn að eftirlifandi ástvinum hans, konunni, börnun- um, roskinni móður hans og systkinum. Guð styrki þau og blessi í þungri raun. Ég efast ekki um að nú, þegar ný veröld blasir við Kjartani Árnasyni lækni, verður við hann sagt: „Gott, þú góði og trúi þjónn... yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar Herra þíns. Sigurlaug Árnadóttir Ilraunkoti í Lóni. Látinn er Kjartan Arnason héraðslæknir, Höfn Hornafirði. Þegar minnast skal þess sem kvatt hefur þennan jarðneska heim, mun fyrir fleirum fara sem mér að finnast fátæklegt um að litast í orðasafni tilfinninganna og að orðin ein fái í rauninni lítið sagt einkum þegar hinn látni er kvaddur í blóma lífsins, í fullu starfi og fullu fjöri. Þegar Kjartan Árnason héraðs- læknir andaðist, á ferðalagi úti í Skotlandi, sunnudaginn 21. maí rétt um kl. 8 að kvöldi, var heiður himinn, sól enn hátt á lofti og mikil heiðríkja og gleði í bílnum okkar. En það var sem allt í einu bæri skugga á. Einn félaga okkar var ekki lengur með í samræðun- um, höfuð hans hneig niður á bringuna. Kjartan var dáinn. Engin stuna, engin kvörtun. Og þótt skugginn sem borið hafði fyrir væri stór, og í rauninni svo óendanlegur í hjörtum okkar ferðafélaganna, og nístandi ang- istin heltæki hugi okkar í ókunnu landi, var þó s^o sannarlega heiðríkja yfir ásjónu vinar okkar þar sem hann hvíldi í örmum okkar næsta stundarfjórðunginn. Heiðríkja og friður — algjör hvíld. En jarðbundnir hugir okkar gátu ekki sætt sig við þessi snöggu umskipti og fullir örvilnunar börðumst við fyrir því að endur- heimta það líf, sem nú var slokknað. Þannig var þá dauðinn. Miskunnarlaus og kaldur, — ósveiganlegur og tillitslaus. Hver er það sem ekki hefur mætt þessum óboðna gesti fyrr eða síðar á lífsleiðinni, og hver hefur getað vísað þessum óboðna gesti frá dyrum sínum, hafi hann á annað borð borið að gárði? Og þó held ég að þetta andlát hafi verið kvalalaust, eða ég trúi því í það minnsta. Enda, hvað var aðlilegra og betra en að hann Kjartan, sem búinn var allt sitt líf að fara líknandi höndum um sjúka, græöandi höndum um brot- ín bein og slitna vöðva, þreifandi næmum fingrum og leitandi skarpgreindum huga eftir sjúk- dómseinkennum. Þrotlaus barátta til þess að lina þjáningar annarra, andlegar sem líkamlegar. Hvað var eðlilegra og betra en að hann fengi hvíld. Hvíld og um leið frið frá því að þiggja það sem hann hafði öðrum miðlað allt sitt líf. Og þó að söknuður þeirra sem eftir lifa sé sár, og eftirsjáin mikil, þá er hitt þó miklu meira virði að sá sem andaðist liði ekki langvar- + Eiginmaöur minn og faðir okkar, HÖRDUR SIGURGEIRSSON, Blöndubakka 12, lézt aöfararnótt hins 2. þ.m. Guörún Loftsdóttir og börn. Eiginmaöur minn, faöir ókkar og tengdafaðir, ÞORVALDUR FAHNING, Bólstaóarhlíö 40, veröur jarösunginn í Fossvogskirkju mánudaginn 5. júní kl. 3.00 e.h. Sigrióur Eyjólfsdóttir, Rúnar Þorvaldsson, Jakobína Gunnlaugsdóttir, Hílmar Þorvaldsson, Sigrún Aöalsteinsdóttír, Margrót Þorvaldsdóttir, Robert Penníngton. + Útför móöur minnar, MAJU BALDVINS sem andaöist 28. maí sl. veröur gerö frá Dómkirkjunni, mánudaginn 5. júní kl. 13.30. Jarösett veröur á Akureyri. Minningarathöfn fer þar fram fimmtudaginn 8. júní í kirkjunni í Innbænum kl. 14.00. Maia Siguröardóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuöu okkar samúö og vinarhug, viö andlát og jaröarför eiginkonu, móöur og ömmu HALLFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Stórholti 28. Guö blessi ykkur öll kæru vinir. Kristinn Símonarson, María Kristinsdóttir, Kristín Halla Daníelsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, SKÚLA PÁLS HELGASONAR, Sogavegi 101. Svanhildur Jensen og börn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og hluttekningu viö andlát og útför, SIGRÚNAR GUDBRANDSDÓTTUR, trá Heydalsá. Torfi Sigurösson, Ragnheiður Torfadóttir, Siguröur Kristinn Finnsson, Stefán Torfi Sigurösson, Finnur Sigurösson, Ármann Viðar Sigurösson, + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og sonar BALDURS I. ÚLFARSSONAR, Þjórsárgötu 7. Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Stefanía Baldursdóttir, Haraldur Þorvaldsson, Hjálmar Baldursson, Gunnar Baldursson, Þóra Baldursdóttir, Skæringur Baldursson, Margrét Halldórsdóttir og barnabörn. Rún Torfadóttir, Ingibjörg Sara Torfadóttir, Úlfar Guöjónsson, Sigrún Arna Úlfarsdóttir, Drífa Úlfarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.